Þjóðviljinn - 17.02.1978, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 17.02.1978, Blaðsíða 14
14 StÐA — ÞJÓÐVILJINN. Föstudagur 17. febrúar 1978 1 kvöld veröur frumsýndur fyrsti griski harmleikurinn sem Þjóðleikhúsið ræðst I aö sýna. Þaö er ödipus konungur eftir Sófókles. Leikurinn veröur fluttur I áöur óbirtri þýöingu Helga Hálfdánarsonar. Helgi Skúlason leikstýrir þessum forngriska harmleik, leikmynd er eftir Gunnar Bjarnason, og búninga hefur Guörún Svava Svavarsdóttir gert. Gunnar Eyjólfsson leikur titilhlutverkiö, ödipus konung, Helga Bachmann leikur Jóköstu drottningu og Rúrik Haraldsson Kreon bróöur hennar. Yfir 30 manns koma fram i sýningunni, þar á meðal ýmsir helstu leikarar Þjóöleikhússins. Valur Gislason leikur Teiresías spámann, Ævar R. Kvaran prest og einnig eru Þorsteinn ö. Stephensen, Baldvin Halldórs- son og Hákon Waage í mikil- vægum hlutverkum. Ótalinn er þá tólf manna talkór undir for- ystu Róberts Arnfinnssonar. Aörir i kórnum eru Kristbjörg Kjeld, Þóra Friöriksdóttir, Her- dis Þorvaldsdóttir, Guöbjörg Þorbjarnardóttir, Guörún Þ. Stephensen, Helga Jónsdóttir, Flosi Ólafsson, Bjarni Stein- grimsson, Sigmundur örn Arn- grimsson, Klemens Jónsson og Eyvindur Erlendsson. Einnig koma fram nokkur börn og hóp- ur leklistarnema. ödipus konungur hefur ekki verið fluttur áöur hérlendis, en leikurinn er talinn meöal önd- vegisverka leikbókmenntanna og reyndar þekktasta leikrit • • Frumsýning i Þjóðleikhúsinu í kvöld: Borgarar I Þebu. Odipus konungur eftir Sófókles höfundar. Þjóöleikhúsiö hefur áöur sýnt eitt forngriskt leikrit, gamanleikinn Lýsiströtu eftir Aristófanes. Leikfélag Reykja- vikur sýndi fyrir nokkrum árum annaö leikrit eftir Sófókles, Antigónu, einnig I þýöingu Helga Hálfdánarsonar og undir stjórn Sveins Einarssonar. Sófókles (494-406 f. Kr.) er einn þriggja frægustu harm- leikjahöfunda frá blómaskeöi griskrar leikritunar, auk Æski- losar og Evripidesar. Sófókles samdi á annaö hundraö leikrit, en einungis 8 þeirra hafa varö- veist. Þekktust þeirra eru Þebu-leikirnir svonefndu: ödi- pus konungur, ödipús i Kólonos og Antigóna. Þessi þrjú Ieikrit eru samfelld aö efni en hvert um sig þó sjálfstæö verk, enda eru þau ekki samin sem reglulegur þrileikur. Frumsýningin á ödipusi kon- ungi veröur i kvöld eins og áöur segir, kl. 20 og önnur sýning veröur sunnudagskvöldið 19.' febr. kl. 20.30. Gunnar Eyjólfsson (ödipus konungur) (Kreon). Ljósm. —eik. Rúrik Haraldsson Þorsteinn Jónsson, kyikmyndagerdarmaöur: Raunhæf leid í þróun sjálf- stæðrar kvikmyndagerðar á íslandi Nýlega birtist i blöðum grein eftir Hrafn Gunnlaugss. um hvað gerá þurfi i málum islenskrar kvikmyndageröar. Hann bendir þar á tvær leiðir: í fyrsta lagi að kvikmyndagerðarmönnum verði gert kleift að kaupa tæki til kvikmyndageröar meö lánafyrir- greiðslu eins og stendur öörum iðnaði i landinu til boða. t ööru lagi leggur hann til, aö framlög einstaklinga til kvikmyndagerðar verði undanþegin skattskyldu. Mig langar til að taka undir fyrri tillöguna, sem ætti raunar að vera svo sjálfsagt mál að ekki þyrfti um að ræða. Þótt kvikmyndagerðarmenn vilji gjarnan lita á kvikmyndina sem listgrein fremur en iönað, er þvi ekki að neita að framleiösla kvikmyndar lýtur aö miklu leyti sömu lögmálum og framleiðsla hverrar annarrar iðnaðarvöru. Gerðkvikmyndar geturekki farið fram á sama hátt og önnur list- sköpun. Hún krefst dýrra tækja og samvinnu fjölda manns. Lán til tækjakaupa ættu ekki siður aö standa kvikmyndagerðarmönn- um til boða en öðrum iðnaöi. Stærsta vandamál Islenskrar kvikmyndagerðar er þó ekki skortur á tækjum. Ef lagt væri saman eru til tæki i landinu til að gera kvikmyndir einfaldar að sniöi. I sjónvarpinu er aöstaöa til aö klippaog vinna hljóö. Félag á vegum kvikmyndageröarmanna er i þann m und að koma sér upp aðstöðu til hljóövinnslu.auk klipp- ingar.og nokkrir kvikmyndagerö- armenn eiga oröiö tökuvélar sem notast má við til töku á leiknum kvikmyndum á 16 mm filmu. Kvikmyndagerð annarra landá hefur byggst upp sem hver önnur viöskipti fyrst með fjármagni frá peningamönnum og siöan meö fjármögnun gegnum bankakerfi. Þannig lenti kvikmyndin i hönd- um blindrar gróöahyggju með þeim afleiöingum aö kvikmynda- geröarmenn hafa aldrei notiö nema örlitils brots þess tjáning- arfrelsis, sem listamenn njóta i öðrum greinum. Aöferðin til að spyrna gegn þessu hefur reynst vera sú i löndum Vestur-Evrópu að veita fé af opinberri hálfu til kvikmyndageröarmanna og frelsa þá með þvi undan gróða- hyggjunni, sem sjaldan á samleið meö menningarlegri kvikmynda- gerö. Fyrir þetta framlag hins opinbera greiða kvikmyndagerð- armenn meðþvi aðkynna þjóðlif I hverju landi á alþjóðlegum vett- vangi og reka áróður fyrir menn- ingu þjóðar sinnar með þessu máttugasta áróðurstæki nútim- ans. Nú má vera að Hrafn Gunn- laugsson eigi við framlög vel meinandi hugsjónamanna til framleiðslu mannbætandi kvik- mynda, þegar hannleggur til að framlög til kvikmyndagerðar verði undanþegin skattskyldu. Öskandi væri aö þjóðin ætti slika hugsjónamenn. En hitt er vist aö þetta myndi vera til mikils gagns fyrir þá tegund fjáreignamanna, sem hafa stóran hluta kvik- myndagerðar heimsins i höndum sér, bæði kvikmyndageröarmönn- um og almenningi til mikils ó - gagns. Meö þvi aö stuöla að slikri fjármögnun kvikmynda er ekki verið aö stiga skref fram á viö heldur veriö að endurtaka sömu mistökin og hafa átt sér staö I öðrum löndum, þar sem kvik- myndagerðamenn eiga I stööugri baráttu við fjármálavaldið að fá aðgera þær kvikmyndir sem þeir telja framsæknar og mannbæt- andi á þann hátt sem þeir hafa kunnáttu til; að þeir hvorki þurfi að gangast undir ritskoðun né séu neyddir til aö setja i myndirsinar efni, sem höfði til lægstu hvata áhorfenda og seljist vel i þaö og þaö skiptiö. Sé ætlunin aö skapa þessari grein lifsskilyrði hér á íslandi, þarf það að vera á þann veg aö þessi sjónarmiö verði ekki ofaná oghægt verði að framleiöa kvikmyndir um málefni, sem varða lifandi fólk I þessu landi i staö mynda sem byöu upp á lifs- flótta og andlegt s jálfsmorö af þvi tagi, sem stór hluti kvikmynda- framleiöslu heimsins er i dag. Það sem gera þarf til þess að á íslandi geti þróast þjóðleg sjálf- stæð kvikmyndagerö er eftirfar- andi: 1. Kvikmyndageröamenn þurfa aö eiga kost á lánum eöa fram- lögum úr sérstökum sjóöi til einstakra kvikmynda. Sjóöur- inn þarf aö vera svo stór aö hann geti veitt umtalsverðu fjármagni til a.m.k. tveggja leikinna kvikmynda auk heim- ildakvikmynda á ári hverju. Frumvarp um kvikmyndasjóð hefur verið lagt fram á Alþingi af ménntamálaráöherra, og vonandi ber þjóöin gæfu til aö þaö veröi samþykkt og fjár- magn tryggt til sjóðsins þannig að hann komi að gagni. 2. Til viðbótar framlagi sjóösins ætti islenska sjónvarpið að leggja fram allt að helmingi kostnaðar sem greiöslu fyrir sýningarrétt i sjónvarpi á íslandi og ef til vill á Norður- löndum eftir að viðkomandi kvikmynd hefur veriö sýnd i k'vikmyndahúsunum. Þar fengi sjónvarpið islenskar kvik- myndir til sýninga á hálfvirði miðað viö aö þurfa að standa i framleiðslu þeirra sjálft og gætiauk þess selt þær áfram til sjónvarpsstööva á Norðurlönd- um. 3. Gera þarf samkomulag við Þorsteinn Jónsson stjórnendur kvikmyndahúsa sem mörg hver eru rekin af opinberum aðilum og félags- samtökum um sýningar á islenskum kvikmyndum á viö- ráöanlegum kjörum þannig aö ágóðinnnýtist iáframhaldandi framleiðslu islenskra kvik- mynda og kvikmyndasjóðurinn endurnýist. Framhald á bls. 21'

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.