Þjóðviljinn - 16.03.1978, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.03.1978, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 16. mars 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 JÞad er misskilningur aö halda ad sósialismi í framkvæmd sé meðal annars i þvi fólginn að sitja i strætisvagni. — Má raunar vera að blaðamenn Þjóðviljans séu allir á reiðhjólum og telji bensinhækkun þvi ekki kjaraskerðingu Bensín, bflar og blaðið okkar Stuttu fyrir siðasta verkfall kom Geir Hallgrlmsson fram i umræðuþætti i sjónvarpi, horfði alvarlegum augum framan i þjóðina og bað hana að taka ekki þátt i verkfallinu. Aðgerðir rikisstjórnarinnar i efnahags- málum, aö fella gengið, sem hækkar allt vöruverð og rifta þriggja mánaða gömlum kjara- samningum og lækka kaupið, væri framhald i baráttu rikis- stjórnarinnar gegn verðbólg- unni og þáttur i að tryggja kaupmátt verkalýðsins. Geir er ekki fyrsti pólitik- usinn, sem heldur þvi fram, að svart sé hvitt. Hins vegar eru sorglega margir launþegar, sem taka hann alvarlega, þenn- an auðkýfing og atvinnurekenda og kjósa hann og stéttarfélag hans, Sjálfstæðisflokkinn. Undanfarið hafa verðhækkanir dunið á landslýðnum. Þó eru enn i gildi lög um verðstöðvun. Ólafur Jóhannesson var nýlega spurður að þvi i sjón- varpsþætti, hvort verð- stöðvunarlögin væru ekki i gildi. „Jú” svaraði Óli Jó. ,,en verð- stöðvunin er ekki hörð, þó vant- ar ekki viljann hjá rikisstjórn- inni.” Þetta minnir á söguna um rit- höfundinn sem var spurður að þvi, þegar hann varð niræður, hvort hann væri ekki orðinn náttúrulaus. „Það vantar ekki viljann” svaraði hann, ,,en getan er engin”. Þaö er ekki hægt að segja annað um rikisstjórnina og Óla Jó„ en linkan er mikil, getan litil og viljinn enginn i verðbólgubaráttunni. Það er ekki hægt að bera það á Þjóðviljann, að hann hafi ekki vakið athygli á kjaraskerðingu og verðhækkunum. Þó hafa hækkanirnar verið svo örar að blaðið hefur vart haft við. Þó vika sé liðin, þegar þetta er skrifað, frá hækkun á bensini, hefur blaðiö ekki minnst á hana enn. Má raunar vera að blaða- menn Þjóðviljans séu eins og Arni Bergmann allir á hjólum (reiðhjólum) og finnist þvi bensinhækkun ekki kjara-, skerðíng. Til eru einnig þeir. sem eru andvigir bilum, þvi þeir telja sig svo róttæka. t N-Kóreu, Kina, Kúbu og Alban- iu eru ekki til einkabilar. Það er misskilningur að halda að sósialismi i framkvæmd sé m.a. að sitja i strætisvagni. 1 þessum löndum eru ekki leyfðir einka- bilar, vegna þess aö efnahagur landanna og einstaklinganna leyfir það ekki. E.t.v. eigum við stutt i það að komast á sáma stig. Bensinlitrinn hefur hækkað á árinu um 26 kr. Það þýðir að maður sem ekur bil sinum 10 þús. km á ári, þarf að borga 26 þús. kr. meira fyrir bensin en i fyrra. (Trúlega á bensin enn eftir að hækka). Meö núverandi verði 119 kr. pr. litra, kostar 10 þús. km akstur miðað við 10 litra eyðslu á hverja 100 km 119 þús. kr. á ári. Ekki held ég, að einn aðalhluthafi Shell á Islandi liti þennan útgjaldalið heimil- anna neitt sérlega alvarlegum augum. Það þarf lika að tryggja bil- ana. Alþýðublaðið skýröi frá þvi, að hagur tryggingafélag- anna séslæmur, þess vegna hafi þau sótt um hækkun á iðgjöldum t.d. fyrir Cortinu úr 53 þús. kr. i 89 þús. kr. Vonandi sýna trygg- ingafélögin ráðdeild i rekstri. Þau geta falið einum aöalhlut- hafa Sjóvá (Geir) að flytja for- sætisráðherra (Geir) hækkunarbeiðnina. 1 þvi tilfelli geta þau sparaö frimerkið. Það er ótrúlegt, að svo hittist á, að Óli Jó. verði harður. Það er öruggt, að rekstarkostnaður heimilisbifreiðar er hátt yfir 200 þús. kr. á ári. Það er einnig að verða óframkvæmanlegt að endurnýja bil, t.d. hefur ný Cortina hækkað vegna gengis- falls og stöðugs gengissigs yfir 100 þúsund kr. á mánuði að meðaltali siðustu 12 mánuðina. Ég skil ekki Þjóðviljann, þegar hann tekur syrpur gegn heimilisbilum, sem hann kallar þá blikkbeljur i háðungarskyni. 1 stóru og strjálbýlu landi eins og okkar er bill nauðsyn, eins og hesturinn áður fyrr. Þetta er svo augljóst, að ég nenni ekki að rökstyðja það. Hins vegar er rétt, að það er umferöaröngþveiti I miðbæ Reykjavikur, en það stafar ekki af þvi, að of margir eigi biia, heldur röngu skipulagi bæjar- ins. Ihaldið reynir aö hrúga i miðbæinn alls konar verslunar- fyrirtækjum, til aö gæöingarnir geti grætt á lóðabraski, en breidd miðbæjarins takmarkast annars vegar af Tjörninni og hins vegar Reykjavikurhöfn. Afleiðingin er umferöarhnútar og óskapnaður. En svo vikiö sé aftur að verk- fallinu, þá sýndi það bæði veik- leika og styrk verkalýðs- hreyfingarinnar. Fjölmargir launamenn botna hvorki upp né niður I baráttu verkalýösfélaga. Þeir kjósa i stjórnir félagana Þórhalla og alls konar ihalds- blesa, sem reynast eins og dæmin sanna þjónar atvinnu- rekenda og fjandsamlegrar rikisstjórnar, reynast að visu harðir i baráttu fyrir mann- sæmandi launum, en kjósa siðan afturhaldskújóna á Alþing, sem taka aftur kjara- bæturnar með „efnahagsráð- stöfunum” og „bjargráðum”. Hér hefur Þjóðviljinn mikið verk að vinna og raunar allir vinstri menn þó hafa engar umræður eöa skrif átt sér stað nýverið i blaðinu eða Alþýöu- bandalaginu um hlutverk Þjóð- viljans, stefnu, fjárhag, út- breiðslu, efnisval, uppsetningu og fleira. Væri það þó góð tilbreytni i umræðu um Evrópukommún- isma, dilkakjöt og Stalin. 12. mars 1978. NÝTT HEFTI RÉTTAR: Ádur óbirt bréf Þórbergs í nýútkomnum Rétti, 4rða hefti 1977, er að finna áður óbirt bréf meistara Þórbergs til Páls Bjarna- sonar, sem var, eins og segir í inngangi að bréfinu ,,einn hinna ágætustu Vest- ur-ísl.endinga, róttækur sósíalisti alla ævi og skáld gott." Bréf Þórbergs ber yfirskriftina „Obbinn af þjóölifinu er orðið eitt maraþonshlaup eftir pcningum” og tók það meistarann 18 mánuði að setja það saman, en hann hóf skriftirnar 6. mars 1963 og póst- lagði bréfið 4. september 1964. í bréfinu kemur Þórbergur viða við og segir Páli fréttir af viðreisn á Islandi, skrimslanjósnum sin- um fyrir Hennar Hátign Breta- drottningu, efnahagsbandalögum og öðru lifi. Einar Olgeirsson, ritstjóri Réttar, sagði i samtali við Þjóð- viljann, að sonur Páls, Emil Bjarnason, hefði sent sér bréfið, en Emil er lögfræðingur og hag- fræðingur búsettur i Bandarikj- unum. Einar ritar grein i Rétt um þá ætlun einkaframtaksins að stela rikisfyrirtækjum og nefnist hún „Aform um að stela eigum þjóð- arinnar”. 1 greininni rekur Einar tilraunir islenskrar braskara- stéttar á liðnum áratugum til þess að sölsa undir sig sivaxandi hluta af þeim eignum sem felast i framleiðslutækjum og viðskipta- gögnum, t.d. þegar leggja átti Landsbankann niður og selja hálf- og al-útlendum hlutafélög- um mestallt fossafl landsins. Nú er komið að Gutenberg, Lands- smiðjunni og raunar öllum rikis- fyrirtækjum, sem i augum brask- aranna eru „bákn” sem rétta á hinu siblanka „einkaframtaki” á gullfati. Erla Sigurðardóttir ritar „Ferðasögu eða hvarmkvæli” stutta en beitta lýsingu á Parisar- konunni og samskipum kynjanna i Paris fyrir og eftir hjónaband. „Auðvaldsskipulagið á Islandi, verkalýðshreyfingin og sósialisk barátta 1887—1942”, erindi ólafs R. Einarssonar sagnfræðings, sem hann flutti hjá Alþýðubanda- laginu i Reykjavik 1977. Þá er i Rétti minningargrein um Knud Jespersen, formann danska kommúnistaflokksins, og að venju er þar Ritsjá, Neistar og Erlend viðsjá. Stjórnmálaályktun 4. landsfundar Alþýðubandalags- ins er birt i heftinu, en leiðara þess ritar Einar Olgeirsson og nefnist hann Afsal manngildis i á- föngum. Þar fjallar Einar um þá rotnun sem nýlega hefur orðið lýðnum ljós i „viðskipta”-lifi is- lenskrar burgeisastéttar, þjófn- aði, gjaldeyrissvik og gengisfell- ingar. Með þessu hefti lýkur Réttur 60. árgangi sinum, og nú þegar er langt komið vinnu við 1. hefti næsta árgangs, 1978. Réttur hefur i 60 ár samfellt verið helsta tima- rit islenskra sósialista og átt sér tryggan áskrifendahóp sem enn stækkar. Enn eru þó fjöldamargir sem ekki hafa látið verða af þvi að tryggja sér áskrift af timant- inu, en hún kostar 2000 krónur á ári, fjögur hefti árlega. Askriftar- Þórbergur simi Réttar er 81333. Enn mun unnt að fá nokkra árganga aftur i timann fyrir þá sem óska. —Ai Námskeið á vegum S.þ. Sameinuðu þjóðirnar efna að vanda til tveggja alþjóðlegra námskeiða á sumri komanda, sem islenskum háskólastúdent- um og háskólaborgurum gefst kostur á að sækja um. Annað námskeiðanna er haldið i aðal- stöðvum Sameinuðu þjóðanna i New York, dagana 24. júli-18. ágúst. Hitt námskeiðið verður haidið i Genf, dagana 31. júli-18. ágúst og er það ætlað háskóla- borgurum. Viðfangsefni þess er starfsemi S.Þ. með sérstöku tilliti til starfseminnar i Genf. Megintilgangur námskeiðanna er að gefa þátttakendum kost á að kynnast til nokkurrai hlííar grundvallarreglum, markmiðum og starfi S.Þ. og sérstofnana þeirra. Hver þátttakandi greiðir sjálfur ferðakostnað og dvalar- kostnað. Sameinuðu þjóðirnar annast sjálfar val þátttakenda, en Félag Sameinuðu þjóðanna á Islandi hefur milligöngu um tilnefningu úr hópi islenskra umsækjenda. Skriflegar umsóknir, ásamt upplýsingum um ástæður fyrir þvi að sótt er um, skulu sendar Félagi Sameinuðu þjóðanna á ts- landi, pósthólf 679, fyrir 14. mars næstkomandi. Ritgerðasamkeppni Ljónhreyfingin á Islandi efndi fyrir nokkru til sérstakrar rit- gerðarsamkeppni um starfsemi þessarar hreyfingar hér á landi. Ritgerðasamkeppninni lýkur nk. mánudag, en verðlaunin eru dvöl i unglingabúðum á Norður-Jótlandi dagana 8. til 29. júli nk. Ritgerðarsamkeppnin er fyrir unglinga á aldrinum 15-17 ára. Hverju námu niöurgreiöslur á búvörum s.l. 10 ár? r Oheppilegar sveiflur Eins og kunnugt er hefur verð sumra búvara verið iækkaö til neytenda mcð niðurgreiðslum úr rikissjóði undanfarin ár. Hafa rikisstjórnir á hverjum tima notað niðurgreiðslur sem eins- konar hagstjórnartæki i eiiifðar- glimunni við dýrtiöina. Eftir- farandi tölur sýna árlegar greiðslur úr rikissjóði til niður- færslu á verðlagi undanfarin 10 ár. Verðgildið er reiknaö til verð- lags árið 1977, eftir visitöiu fram- færslukostnaðar, og deilt á ibúa. Þess skal getið, að árið 1975 voru Aburðarverksmiðju rikisins greiddar 752 milj. kr. til þess að draga um helming úr hækkun áburðarverðs, sem ella hefði orðið 153%. A miðju s.l. ári voru niðurgreiðslur auknar um 1 1/2 miljarð á ári og fyrir nokkru var niðurgreiðsla á smjöri hækkuö um skeið úr kr. 587 á kg. i kr. 1010,-. Augljóst er að svo miklar sveiflur á niðurgreiðslum, sem þessar tölur bera með sér, eru óheppilegar og valda röskun á sölu þeirra vara, sem þær ná til. - Bent skal og á, að söluskattur var felldur niður af mjólkurvörum 1971 og jafngildir sú ráðstöfun niðurgreiðslu á þeim vörum. —mhg Arleg niður - Á verðlagi A hvern greiðsla árið 1977 ibúa Ar milj. kr. milj. kr. kr. 1977 áætl 5932 5932 .. 26.435,- 1976 5157 6375 .. 28.807,- 1975 5586 9126 .. 41.805,- 1974 3740 9102 ... 42.271,- 1973 2142 7455 .. 35.105,- 1972 1681 7149 .. 34.161,- 1971 1640 7996 ... 37.343,- 1970 571 2851 ... 13.968,- 1969 487 : 2751 ... 13.557,- 1968 551 3788 ... 18.827,-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.