Þjóðviljinn - 16.03.1978, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.03.1978, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 16. mars 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 af erlendum vettvangi Mikill sigur franska Sósíalista- flokksins mmmmSmSmSi |pH| Leiðtogar hans saka innanríkis - ráðuneytið um fikt með tölur <■<.■& *jy. 'í t f í\h >/>}'< < >' '::í ? ■. - ' Giscard d’Estaing, Frakklandsforseti — kjördæmaskipanin er honum og fylgismönnum hans i hag. Einar Már Jónsson símar frá París PARIS 14/3 frá Einari Má Jóns- syni: — Eftir fyrri umferð .frönsku þingkosninganna gætir þess annars vegar, að vinstri- menn hafa orðið fyrir verulegum vonbrigðum með að sigur þeirra skyldi ekki verða nieiri en raun ber vitni, og hinsvegar gremju yfir vissri hlutdrægni yfirvalda og jafnvel fjölmiðla, sem reynt hafa á ýmsan hátt að gera sem minnst úr sigri vinstriflokkanna, sem þrátt fyrir allt varð umtals- verður. Samkvæmt tilkynningu hins opinbera um fyrri umferðina urðu úrslit hennar þau, að vinstri- menn fengu 49,5% atkvæða en hægri- og miðjumenn 48,4%. Sósialistaflokkurinn véfengir bessar tölur og segir að innan- rikisráðuneytið, sem hefur taln- inguna á sinni könnu, hafi fiktaö við tölurnar. Þannig er að i Frakklandi eru eingöngu ein- menningskjördæmi, og að þessu sinni höfðu Sósialistaflokkurinn og smáflokkurinn vinstri-radikal- ar með sér kosningabandalag þegar i fyrriumferð. Það var með þvi móti að sósialistar buðu fram fyrir báða flokka i þeim kjör- dæmum, þar sem Sósialistaflokk- urinn var sigurstranglegri, og öfugt. 1 nokkrum kjördæmum, var þó brugðið Ut af þessari reglu, þannig aö báðir flokkar studdu óháðan frambjóðanda með mikið persónufylgi i' kjördæminu. Nokkrir slikir óháöir frambjóð- endur á vegum sósialista og vinstri-radikala náðu kosningu, en fylgi þessara frambjóðenda var ekki taliö með fylgi flokkanna tveggja I hinni opinberu talningu. Þessu hefur einn af leiðtogum sósialista, Claude Estier, haldið fram, og segir að með fylgi þess- ara utanflokksframb jóðenda hefðu vinstriflokkarnir fengið heldur meira fylgi en hin opinbera talning gefur til kynna, eða rUm- lega 50%. Þetta er hin opinbera skoðun Sósialistaflokksins, og gagnrýndi Mitterand leiðtogi hans þetta fikt með tölur i sjón- varpinu. Segir hann að með þessu sé verið að reyna að gera sem minnst Ur sigri Sósialistaflokks- ins. Sósialistaflokkurinn einn vann á Sigra og ósigra i kosningum þessum er raunar aðeins hægt að Norrænt lögfræðiþing í Kaup- mannahöfn Dagana 23. til 25. ágUst nk. verður 28. norræna lögfræðiþingið haldið I Kaupmannahöfn. Slik þing hafa verið haldin á 3ja ára fresti siðan 1872. Þarna verða rædd ýmis lögfræöileg verkefni, m.a. lögfræðileg álitamál er tengjast jafnstöðu karla og kvenna, sem Guörún Erlends- dóttir mun hafa framsögu. Tilkynningar um þátttöku isl. lögfræöinga i þinginu skulu hafa borist fýlltrúa stjórnar Islands- deildar norrænu lögfræðinga- þinganna, Björns Helgasonar hæstaréttarritara, eigi siöar en 30. mars n.k. Þann dag . 16-18 verður opin skrifstofa á vegum stjórnarinnar i dómhúsi Hæsta- réttar neðstu hæð. miða við siðustu þingkosningar, sem fóru fram 1973. Miðað við þær hafa allir fiokkar staðið þvi sem næst i stað, nema hvað Sósialistaflokkurinn hækkaði i fylgi um 4%, miðað viö hinar opi- beru tölur. Þetta er mjög mikill sigur fyrir Sósialistaflokkinn, ekki sfst þegar haft er i huga hve fylgi franskra stjórnmálaflokka er yfirleitt stöðugt. Fréttamiðlar hömruðu mjög á þvi að Utkoman væri i raun ósigur fyrir vinstriflokkana og sérstak- lega Sósíalistaflokkinn, miðað við niðurstöður skoðanakannana, en slikar kannanir eru vitaskuld hæpinn grundvöllur til viðmiðun- ar i þessu efni. Staðreyndin er sú, að vinstriflokkarnir eru nú fylgis- meiri en þeir hafa verið um langt skeið, og sósialistaflokkurinn hef- ur nú liklega meira fylgi en nokkru sinni siðan 1936. Kjördæmaskipanin vinstriflokkunum óhag- stæð Allir erusammála um að Urslit- in i siðari umferðinni nú á sunnu- daginn verði mjög tvisýn og að þá geU orðið mjög mjótt á munun- um. Vegna kosningafyrirkomu- lagsins þurfa vinstriflokkarnir helst að fá eitthvað yfir helming atkvæða, jafnvel ein 52%, til þess aðhafa sæmiíegar vonir um þing- meirihluta. Þetta stafar af þvi að kjördæmaskipanin og allt kosn- ingaf-yrirkomulagið er vinstri- flokkunum i óhag. Langvarandi sundrung þeirra hefur áreiðan- lega spillt mjög fyrir þeim, en i gærkvöldi náðist loks samkomu- lag um kosningabandalag I siðari umferöinni. Munu vinstriflokk- arnir þrir, sósíalistar, kommún- istar og vinstri-radikalar, þá styðja þá frambjóðendur þessara þriggja flokka sem mest fylgi fengu i fyrri umferð, hver i sinu kjördæmi, án tillits til þess i hverjum flokkanna þeir eru. Stóru vinstriflokkarnir nærri jafnsterkir Forustumenn stjórnmálaflokk- anna hafahaftþetta samkomulag i flimtingum og kalla það stór- undarlegt að ekki skyldi þurfa * nema þrjár klukkustundir til þess að semja bandalag, sem vinstri- flokkunum hafði áður ekki tekist að ná samkomulagi á sex mánuö- um. Barre forsætisráðherra kall- ar samkomulagið sýndar- mennsku eina, en aðrir talsmenn stjórnarflokkanna leggja þetta þannig Ut að sósialistar hafi gefist upp fyrir kommúnistum. En það rétta er að þetta samkomulag er mjög svipað þvi, sem sósialistar höfðu áður boðið upp á, svo að frekar eruþaðkommúnistar, sem gefið hafa eför. Margar tilgátur eru á kreiki um það, hvað hafi valdiðþvi að kommúnistar gengu nú allt i einu til samkomulags eftir að hafa svo lengi verið þver- stæðir gegn þvi. Ein ástæðan kann að vera sú, að þeir hafi ótt- ast að sóasialistar yrðu þeim miklu sterkari eftir fyrri umferð- ina, en það hefði leitt til þess að i siðari umferðinni hefðu miklu fleiri frambjóðendur verið frá sóasialistum en kommúnistum. En samkvæmt hinum opinberu tölum er fylgismunur þessara tveggja stóru vinstriflokka litill, svo að liklegast er að þeir hafi nokkurnveginn jafnmarga fram- bjóðendur i siðari umferðinni. Kæti braskara Þrátt’fyrir samkomulagið er ljóst að róöurinn er nú þungur fyrir vinstriflokkana. Þetta hefur meðal annars sýnt sig i kauphöll- inni i Paris, þar sem hlutabréf stórhækkuðu I verði. Það sýnir að braskararnir, sem vitaskuid hafa illan bifur á vinstriflokkunum, gera sér nú vonir um að þeir tapi siðari umferðinni. Hægriflokk- arnir reyna áreiðanlega að kynda undir kommúnistahræðslunni, sem er mikil meðal ópólitiskra kjósenda. Hinsvegar má búast við að umhverfisverndarsinnar, sem fengurúm 2% atkvæða i fyrri umferð, kjósifremur til vinstri en hægri i þeirri seinni. Mikiö veltur auðvitað á kjörsókn, sem varð meiri en nokkru sinni fyrr á sunnudaginn, en það er sumpart þakkað sérstaklega góðu veðri. Mikil kjörsókn er hægri flokkun- um fremur i hag. Ennfremur má geta þess að þvi fer fjarri að stjórnarflokkarnir séu nein órofa fylking. Þar er mikill rigur milli gaulleista ann- arsvegar og Giscard-sinna hins- vegar, en þeir siðarnefndu eru nú sameinaðir i bandalagi, sem kall- ast Franska lýöræöisbandalagið. En stjórnarflokkunum hefur bet- ur tekist að breiða yfir þennan ágreining en vinstriflokkunum yfir deilurnar i sinum röðum. Stríðið í Ogaden-auðninni 1 International Herald Tribune birtist 4. nóvember 1977 grein eft- ir Victor Perry um striðið I Ogad- en-auðninni. Greinin fylgir laus- lega þýdd og stytt: Efns og flestar styrjaldir hefur striðið i Ogaden-auðninni orðið ihugunarefni herforingjum, sem hyggjast draga af þvi lærdóma. A striðsvettvangnum hefur verið teflt fram meira af vopnum, framíeiddum i Ráðstjórnarrikj- unum og Bandarikjunum, en áður eru um dæmi I styrjöld á miili af- rikanskra rlkja. Skulu hér upp talin nokkur atriði, sem að dómi herfróðra manna hafa einkennt vopnaviðskiptin þar. 1. A fyrstu vikum striösins beittu Sómalar litlum, en vélbornum herafla, sem á skömmum tima lagði langar vegalengdir að baki sér. Haföi hann meöferðis stórskotaliö og rakettu-hleypur á vélknúnum pöllum. Með stór- skotahriö og rakettum lagði hann aö velli hinar fáu og strjálu varnarstöðvar Eþiópiu- manna i auðninni. Framan af striðinu var litið um bardaga i návigi. 2. Astæöur þess, aö fyrsta tilraun Sómala til að hertaka Dire Dawa mistókst voru aðallega nn^r/ ?/», rmt uin-: Barnungur eþiópskur hermaður og kassar með sprengikúlum, sem Eþiópar tóku herfangi af Sómölum. Sprengikúlur þessar hafa Sómalir fengið frá Nató-rikjum. tvær. 1 fyrsta lagi var árás skriðdreka þeirra á bæinn ekki samræmd árás vélborins fót- gönguliðs þeirra, sem kom Ur annarri átt. 1 öðru lagi héidu þeir ekki uppi stórskotahrið á bæinn, þvi að þeir gerðu sér vonir um að ná honum ósködd- uðum á sitt vald ásamt flug- vellinum við hann. 3. Sakir þess að mjög lágskýjað er i Ogaden-auðninni á regn- timanum, gat sómalska stór- skotaliðiö á vélknúnum pöllum sinum farið nær allra sinna ferða, þótt Eþiópiumenn hefðu yfirráð i lofti. En yfirráð Eþiópiumanna i lofti hafa ekki siður en leiftursóknir Sómala sett svip á striðiö. 4. Ráðstjórnarrikin hafa verið að byrgja her Eþiópiu upp af stói skotavopnum, en Eþiópiumenn þarfnast nokkurs tima til að læra að fara með þau. Flugher þeirra viröist vera eini armur herstyrks þeirra, sem notið hefur þjálfunar i meöferö nýs og flókins vopnabúnaðar. 5. Ahafnir sómalskra skriödreka eru litlu betur þjálfaðar en sómalskir flugmenn. 1 sovésk- um skriðdrekum af geröinni T- 55, sem eþiópski herinn hefur náð úr höndum Sómala, hafa ratsjártæki til ferða að nætur- lagi enn verið i umbúðum óupptekin. 6. Sómalar rufu friðinn og völdt til þess tima, þegar miklii flokkadrættir voru i Eþiópiu sem jafnframt átti i höggi vif skæruliða i Eritreu, og þegai eþiópski herinn var að haft skipti á sovéskum og banda riskum vopnum, svo að hanr átti af þeim sökum enn erfiðarr en ella með aö halda uppi flutn ingum birgða til vigstöövanna 7. Birgðaflutningar til sómalskr hersins I Ogadenauðninni virð ast lika hafa veriö miklum erf iðleikum undirorpnir. Þótt herförin I auðninni virðist hafa verið vandlega undir- búin, mun sómalska her- foringjaráðiö ekki hafa treyst sér til að ábyrgjast stöðugar birgðascndingar mánuðum saman til innrásarliðsins. H.J.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.