Þjóðviljinn - 12.04.1978, Síða 1
Miðvikudagur 12. aprill978—43. árg. 74. tbl.
Helgi Ólafsson
alþjóðlegur
meistari
i skák
— Sjá baksiðu
Grœn
bylting í
Vestur-
bænum
Nýlega var undir ritaður
saniningur sem felur i sér
töluverða skerðingu á
Landakotstúninu i Reykja-
vik. t yfirbótaskyni lofar
borgarstjórnin að koma þar
upp skriíðgarði. í næsta ná-
grenni eru hins vcgar elstu
skrúðgarðar borgarinnar i
megnustu niðurniðsiu. — Sjá
opnur
Sement
hækkar
um
29,5%
Frá og með deginum i dag
hækkar verð á Portlandsementi
lír kr. 17.300 per tonn i kr. 22.400
án söluskatts og i 26.900 kr. með
söluskatti. Verð á öðrum
sementstegundum hækkar til
samræmis við framangreint.
Meðaltalshækkunin á sements-
vörum verksmiðjunnar nemur
29.5%.
t>essi sementshækkun mun
valda 270.000 krónu hækkun á
byggingarkostnaði mcðalein-
býlishúss (150 fm.)
IJtskipunar-
bann á
Vestfjörðum?
Alþýöusamband Vestfjarða
hefur boðað til fulltrúafundar að-
ildarfélaga sinna n.k. laugardag.
Þar verður tekin ákvörðun um
hvort gripið verður til útskipun-
arbanns á Vestfjörðum, en
Vinnuveitendasamband Vest-
fjarða hafnaöi frekari viðræðum
við ASV bréflega i gær og hvatti
til þess að deiluaðilar á Vestfjörð-
um biðu átekta eftir úrsiitum að
sunnan.
Pétur Sigurðsson, forseti ASV
sagði i gær að hann liti á bréf at-
vinnurekenda sem neitun um sér-
viðræður á Vestfjörðum, en af
hálfu VVSV hefur þvi verið lýst
yfir siðan að sérviðræöur séu ekki
útilokaðar, ef beiöni þeirra um
frestun verði hafnað.
Gert er ráð fyrir að 3 fulltrúar
frá hverju verkalýðsfélagi á
Vestfjörðum sæki fulltrúafundinn
sem verður á laugardag, eins og
fyrr segir.
ÚTSKIPUNARBANNIÐ:
Undanþágubeiðnír eru
farnar ad berast
Það eina sem við heyrum frá atvinnurek-
endum, sagði Guðm. J. Guðmundsson
„Á sama tíma og yfir
okkur í Verkamannasam-
bandinu dynja skammir og
svívirðingar frá málgagni
atvinnurekenda/ Morgun-
blaðinu/ fyrir það hve við
séum óábyrgir og að við
séum að eyðileggja mark-
aði þjóðarinnar erlendis,
þá heyrist hvorki hósti né
stuna frá atvinnurekend-
um, annað en undanþágu-
beiðnir frá útskipunar-
banninu.
Það tók þá um 10 daga að fá á-
heyrn hjá rikisstjórninni og siðan
hún fékkst eru liðnir margir dag-
ar, en samt hefur ekkert frá þeim
heyrst, og þvi engar samninga-
viðræður farið fram”, sagði
Guðmundur J. Guðmundsson er
við ræddum við hann i gær.
Guðmundur benti á að á sinum
tima þegar 10 manna nefnd ASt
var að ræða við fulltrúa frá at-
vinnurekendum, heföu þeir sagt
1 gær viðraði aldeilis til þess að fá útilykt i þvottinn I Reykjavik. Þessa mynd tók eik af húsmóöur I
Réiiarholtinu i gær.
Ef frystiiðnaður væri eins nýtinn og Vestfirðingar
Þá græddust 5,5
miljarðar á ári
Ef hráefnisnýting i frystihúsum
væri allsstaðar jafn tnikil og á
Vestfjörðum myndu þau skila
miljörðum til viðbótar í þjóðarbú-
ið. Rckstrartækni s.f. og Hag-
vangur h.f. gerðu úttekt á þvi
fyrir Sjávarfréttir hvað tapaðist,
ef gengið væri út frá tölum Þjóð-
hagsstofnunar i athugiun á afkomu
frystihúsa haustið 1977 og þeirri
forsendu að nýting væri alls stað-
ar eins mikil og á Vestfjörðum.
Aðeins er miöað við vinnslu fjög-
urra fisktegunda, þorsks, ýsu,
ufsa og karfa. i ljós kom að tap
frystiiðnaðarins á umræddum
fjórum fisktegundum vegna lé-
legrar hráefnisnýtingar getur
numið alltað5.5 miljörðum króna
miðað við fiskverð um þessar
mundir.
Ætla má að tapið nemi um
10.700 lestum af fullunnum vör-
um, segir i Sjávarfréttum, en það
svarar til ca. 27 000 lesta af hrá-
efni, eða ársafla 10 skuttogara.
Nýtingarhlutfall á Vestfjörðum
er 4—5% hærra að jafnaði en
landsmeðaltal nema á karfa, þar
sem það er aðeins 1% hærra en
landsmeðaltal.
Ýmsir varnaglar eru slegnir i
niðurstöðum könnunar þessar.
Meðal annars veltur áreiðanleiki
hennar á þvi hve traustar skila-
tölur um skiptingu framleiðsl-
unnar i frystingu, helstu og söltun
eru i reynd.
Það vekur lika mikla athygli i
sambandi við hráefnisnýtingu
frystihúsanna að best er nýtingin
þar sem smæsti fiskurinn berst á
land, en ætla mætti að hann væri
mun lélegra hráefni til vinnslu en
stærri fiskurinn, þótt slikt sé
reyndar órannsakað mál”, eins
og segir i Sjávarfréttum.
—ekh.
að þeir gætu ekkert hreyft sig i
samningaviðræðunum fyrir en
þeir hefðu rætt við rikisstjórnina
og nú hefði það gerst fyrir nokkr-
um dögum eftir lOdaga bið þeirra
eftir þessum viðræðum, en samt
sem áður heði hvorki ASI né VMS
heyrt orð frá atvinnurekendum.
Guðmundur sagði að nú þegar
væru undanþágubeiðnir frá út-
skipunarbanninu farnar að berast
og sagði hann að hver þessara
beiðna væri tekin fyrir og skoðuð,
en engin undanþága hefði enn
verið gefin, en það væri á valdi
hvers verkaiýðsfélags fyrir sig að
ákveða með undanþágu.
—S.dór
Voru tékkarnir
fleiri?
Get
ekkert
fullyrt
— segir ríkissak
sóknari um
Alþýðubankamál
— Ég get ekkert fullyrt um
það hvort þetta hafi verið
cinu tékkarnir, sem geymdir
voru fyrir viðskiptamenn
bankans. Ég er hvorki tilbú-
inn til að segja að þeir hafi
verið fleiri né heldur hvort
fleiri verði kærðir fyrir að
hafa átt slika innistæðulausa
tékka í geymslu hjá bankan-
um.
Þannig fórust saksóknara
rikisins, Þórði Björnssyni,
orð er Þjóðviljinn spurði
hann eftir þvi i gær, hvort
fleiri aðilar en Guðni Þórðar-
son, forstjóri Sunnu og
Ingvar Georgsson, gjaldkeri
Sunnu, yrðu kærðir fyrir að
hafa áttigeymslu innistæðu-
lausa tékka i Alþýðubankan-
um.
Þórður sagði að þeir Guðni
og Ingvar hefðu verið kærðir
nú vegna sömu fjögurra
tékkanna og forráðamenn
bankans voru kærðir fyrir að
hafa i kassa og telja sem
reiðufé frá ágúst til október
1975 en innistæða var ekki til
fyrir þessum tékkum að sögn
Þórðar.
Þórður sagði að ekki yrðu
gefnar út fleiri kærur i
Alþýðubankamálinu að
sinni.
1 tékkakeðjumálinu svo-
nefnda, sem er undir rann-
sókn Hrafns Bragasonar, er
unnið sérstaklega að rann-
sókn þeirra tékka, sem voru
úr Alþýðubankanum og þá
sem hluti af þvi sem kallað
hefur verið Alþýðubanka-
mál, og nú hafa verið gefnar
út kærur i.
Tékkakeðjumálið sem
slikt,sem nærtilnánast allra
viðskiptabankanna, mun sið-
an verða afgreitt sem ein
heild og þá um leið skorið úr
á hvern hátt Alþýðubankinn
tengist þvi, sem og aðrir
bankar.
—úþ