Þjóðviljinn - 12.04.1978, Síða 3
Miðvikudagur 12. apríl 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
Mesta hneyksli i sögu FBI
Fyrrverandi framkvœmdastjóri ákærður
11/4 — Þrir fyrrvcrandi háttsettir
menn i bandarisku aIrikislögregl-
unni (FBI) hafa vcrið ákærðir
fyrir að gefa samþykki sitt til
innbrota, og er þetta að sögn al-
varlegasta hneykslið sem FBI, aö
likindum voldugasta njósnastofn-
un Bandarikjanna að CIA frátal-
inni, hefur nokkurntima lent i.
Af þremenningunum er helstur
Patrick nokkur Gray, fyrrum
framkvæmdastjóri FBI, og hinir
eru Mark Felt, fyrrum settur
meðframkvæmdastjóri stofn-
unarinnar og Edward Miller,
fyrrum aðstoðarframkvæmda-
stjdri, sem hafði með innanrikis-
öryggismál að gera. Þeir þrir eru
ákærðir fyrir að hafa gefið stórri
og leynilegri sveit njósnara um-
boð til þess að brjótast inn hjá
liðsmönnum Veðurmanna
(Weathermen), róttækrar leyni-
hreyfingar, ogþeim sem grunaðir
voru um samúð með þeim. Einnig
var hlerunum beitt gegn Veður-
mönnum og meintum stuðnings-
Háttsettur sovéskur starfsmaður S.Þ.:
Neitar að snúa heim
11/4 — Háttsettasti Sovétmaður-
inn i þjónustu Samcinuðu
þjóðanna, Arkadí Sjevtsjenkó að
nafni, hefur lýst þvi yfir að hann
hafi ekki ihyggju að snúa aftur til
Sovctrik janna, aðsögn talsnianns
S.þ. vegna ágreinings við stjórn
sina. Bandariska utanrikisráðu-
neytið hefur sagt að Sjevtsjenkó,
47 ára Úkrainumaður, hafi cinnig
tilkynnt bandariskum yfirvöldum
þetta. Hann er nú i felum.
Leónid Rómanof, talsmaður
sendinefndar Sovétrikjanna hjá
Sameinuðu þjóðunum, gaf i dag i
skyn aðhann teldi að njósnastofn-
anir Bandarikjanna hefðu með
einhverju móti knúið Sjevtsjenkó
til þessarar ákvörðunar.
Rómanof bætti við að sovéska
stjórnin hefði mótmælt þessu
harðlega við þá bandarisku og
krafist þess að Sjevtsjenkó yröi
skilað. Sjevtsjenkó er aðstoðar-
Viðbrögð Transkei:
Martröð
99
í vændum
99
11/4 — Johannes Vorster,
forsætisráðherra Suður-Afriku,
sagði i dag að ákvörðun Kaisers
Matanzima, forsætisráðherra
Transkei, um að slita stjórnmála-
sambandi við Suöur-Afriku, yröi
honum sjálfum verst, en var að
ööru leyti fátalaður um þessi tið-
indi, sem mörgum þykja mikil.
Ekki er vitað hvort Suður-Afriku-
stjórn hyggst beygja Transkei til
hlýðni með efnahagslegum refsi-
aðgerðum, eins og Matanzima
sagöi i gær að búast mætti við.
Suður-Afrika hefur heitið
Transkei 130 milljón dollara efna-
hagsaðstoð á þessu ári, og yrði
það alvarlegt mál fyrir Transkei
ef sú aðstoð yrði afturkölluð. I
viðtali við fréttamann i dag sagði
Matanzima að Transkei hefði
ekki tekið ákvörðun um að styðja
skæruliða, er berðust fyrir jafn-
rétti svartra Suður-Afrikumanna
við hvita, og virðist með þvi hafa
verið að tiraga úr hörku ummæla
sinna i gær. Colin Eglin, leiðtogi
stjórnarandstöðunnar á suður-
afriska þinginu, sagði af þessu til-
efni að „draumur Þjóðernis-
flokksins (stjórnarflokks Suður-
Afriku) væri farinn að breytast i
martröð fyrir sunnanverða
Afriku”.
Enn er óvíst um
/
brottför Israela
11/4 — ísraclar segjast hafa
byrjað á þvi að yfirgefa nokk-
ur þorp á austurhluta þess
svæðis, sem þeir hertóku I
Libanon i innrásinni á dögun-
um, svo og cina brú yfir
Litani-fljót. Embættismenn
Sameinuðu þjóðanna og
libönsku stjórnarinnar I
Beirút sögðust hinsvegar enga
staðfestingu hafa fengið á þvi
að þetta væri rétt.
1 siðastliðinni viku lofuðu
tsraelar að skila litlum hluta
þess svæðis, sem þeir hertóku,
i tveimur áföngum, en Kurt
Waldheim, framkvæmdastjóri
S.þ., hefur tilkynnt Israelum
að hann telji þá ráðstöfun
ófuilnægjandi og hernaðarsér-
fræðingar segja að hún breyti
engu. Yfir þrjár vikur eru sið-
an öryggisráð S.þ. samþykkti
gð tsraelsher skyldi þegar
verða á brott úr Libanon.
Blikkiðjan
Asgaröi 7, Garðabæ
önnumst þakrennusmiði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíði.
Gerum föst verötilboð
framkvæmdastjóri S.þ. um
stjórnmálaleg efni og málefni
öryggisráðsins, ög er hefð að
sovéska stjórnin skipi mann i þá
stöðu. Rómanof vildi ekkert upp
um það gefa hvort stjórn sin
myndi fara þess á leit að
Sjevtsjenkó yrði vikiðúr embætti.
t Moskvu sagði eiginkona
Sjevtsjenkós fréttamanni, sem i
hana hringdi, að hún teldi frétt-
irnar um ákvörðun hans um að
snúa ekki heim ekkert nema ögr-
un og væri hún sannfærð um að
þær væru marklausarmeðöllu. —
Bandariska utanrikisráðuneyt-
ið lagði áherslu á að Bandarikja-
menn hefðu ekkert gert til þess að
hafa áhrif á Sjevtsjenkó.
tiu ára fangelsisdómi hver og
10.000 dollara sekt.
Gray er fil árs að aldri og skip-
aöi Nixon I>."v. forseti hann
framkvæmdastjóra FBI, er J.
Edgar Hoover, sem um langan
aldur hafði stjórnað FBI og verið
einn valdamestu manna Banda-
rikjanna, lést 1972. En rúmu ári
siðar varð Gray að láta af emb-
ætti með skömm er uppvist varð
að hann hafði að beiðni aðstoðar-
manna NLxons brennt skjöl, sem
hefði verið hægt að nota sem
sönnunargögn i Watergate-
rannsóknunum, — Griffin Bell,
dómsmálaráðherra, sagði er
hann tilkynnti ákærurnar gegn
þremenningunum að ákæruvaldið
myndi einnig hefjast handa gegn
68 FBI-starfsmönnum, sem flest-
ir starfa við New York-deild FBI.
PatrickGray getur vist ekki beint
talist lukkunnar pamfill. Hann lét
af embætti með skömm út af
Watergate-málum og nú getur
hann átt von á tiu ára fangelsis-
dómi. '
mönnum þeirra. Aðgerðir þessar
voru framkvæmdar i New York
og nágrenni snemma á áratugn-
um.
t gær ákærði svo kvið-
dómur þá Gray.FeltogMiller um
samsæri i þeim tilgángi að niðast
á mannréttindum ættingja og
vina Veðurmanna með þvi að
leyfa leynilegar húsrannsóknir á
heimilum þeirra og skrifstofum
og leynilega opnun bréfa til
þeirra. Verði þeir þremenningar
fundnir sekir, gætu þeir átt von á
Barist
Beirút
1
11/4— Heitt er I kolunum i Bei-
rút, höfuðborg Libanons, milli að-
ila þeirra er áttust við i borgara-
striðinu þar i landi.
1 dag var barist i borginni og
beitt eldflaugum og vélbyssum.
Vopnaðir menn i múhameðska
hverfinu Shiyah og i Ain Rumm-
aneh, þar sem kristnir menn búa,
viðurkenndu að niu menn að
minnsta kosti hefðu verið drepnir
og yfir 30 særðir i bardögunum,
sem hófust á sunnudagin.
SIMI53468
Taktu
forskot á sæluna
....og sumarið heilsar þegarþú kemur heim!
Það er komið sumar
í sólarlöndum þegar
Samvinnuferðir senda
fyrstu farþega sína
þangað í maí.
Hvers vegna ekki að
taka forskot á sæluna,
lengja sumarið um
nokkrar vikur og láta
svo íslenskt sumar-
veður taka á móti sér
við heimkomuna?
COSTA DEL SOL 13. OG 28. MAÍ
JÚGÓSLAVÍA 17. MAÍ
HA GSTÆÐUSTU KJÖRIN
LANDSÝN
SKÓLAVÖRÐUSTÍG 16
SÍMI 28899
feröir
AUSTURSTRÆTI 12 SÍMI 27077