Þjóðviljinn - 12.04.1978, Side 4

Þjóðviljinn - 12.04.1978, Side 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 12. aprfl 1978 Málgagn sósíalisma verkalýöshreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Ctgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón með sunnudagsblaði: Arni Bérgmann. . Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar Siðumúla 6, Simi 81333 Prentun: Blaðaprent hf. Minnir á þrjá bræður norður í landi Snemma i febrúar var Kröfluvirkjun sett i gang. Mönnum til undrunar og ánægju reyndist virkjunin þegar i stað . framleiða nokkra raforku, eða 5—7 mega- vött. Nú hefur virkjunin hins vegar verið stöðvuð. Astæðan er sú að sú borholan sem mestum ávinningi skilaði er ónýt i bili meðan efra vatnskerfið er ekki fóðrað af, og siðustu dagana hefur þessi umdeilda virkjun framleitt innan við 2 megavött. Hvað er þá til ráða? Ráð stjórnarvalda felast i þvi að stöðva virkjunina og siðan tekur óvissan við. Ekkert fé hefur verið ákveðið til þess að verja til borunar á svæðinu. Sitji við þá ákvörðun stjórnar- valda er fullljóst að virkjun þessi verður ekki tekin i notkun að neinu marki fyrr en ef til vill seint á árinu 1979. Þar með stæði 10—12 miljarða króna fjárfesting ónotuð, almenningur greiðir lánin, afborganir og vexti með hærra raforkuverði um land allt. Þjóðarbúið verður að borga brúsann — en stjórnarvöld hafa skömmina. Annar angi orkumálanna hefur verið mjög til umræðu að undanförnu en það eru fjármál Rafmagnsveitna rikisins. Fyrir- tækið skuldar hátt á annan tug miljarða, vaxtagreiðslur nema meiru eh miljarði, vanskil um miljarði o.s.frv. Efnið i Austurlinu sem hefur legið á Reyðarfirði siðan um áramót hefur ekki fengist leyst út og þvi ekki unnt að flytja það upp á Hérað. Vafamál er að flutningur á efninu takist fyrir sumar. Það hefði i för með sér raforkuskömmtun á Austurlandi næsta vetur. Þrátt fyrir fjársvelti RARIK og vanskilaskuldir um land allt ákveður iðn- aðarráðherra að fela fyrirtækinu enn meiri framkvæmdir sem kosta hundruð miljöna. Þegar hann er inntur eftir þvi hvernig eigi að greiða kostnaðinn koma spyrlar að tómum kofunum: orkustefna Gunnars Thoroddsens er að þessu leyti eins og nýju fötin keisarans: Hann lofar og lofar aftur, en sér ekki fyrir neinu fjár- magni til framkvæmdanna. Það er sama hvert litið er; orkumála- stefna núverandi stjórnarvalda hefur leitt þau mál öll i öngþveiti og einstigi. Við lok stjórnartimabils rikisstjórnar Geirs Hallgrimssonar 1978 er ámóta um að litast og var við endalok viðreisnarstjórnar- innar 1971. Viðreisnarstjórn Alþýðu- flokksins og Sjálfstæðisflokksins sinnti engu öðru en stórvirkjunum fyrir útlend- inga, og hún skildi eftir sig Laxárdeiluna frægu. Þegar vinstristjórnin tók við beitti Magnús Kjartansson sér fyrir nýrri stefnu i orkumálum, samtengingu rafkerfisins i landinu, nýjum virkjunum og eflingu dreifikerfisins. Fyrsta verk Gunnars Thoroddsens var að fresta byggðalinunni, en þau embættisafglöp hafa orðið ákaf- lega örlagarik fyrir landsmenn alla eins og kunnugt er. Má þvi til staðfestingar minna á að i þessu fyrsta ári byggðalin- unnar, 1978, sparast mörg hundruð milj- óna króna á rekstri linunnar. Jafnframt réðist Gunnar Thoroddsen i Kröflu- virkjun, varið er i hana 10-12 miljörðum króna, enþegar loksins er fullljóst að unnt er að reka þarna stóra virkjun þá eru fjár- framlög til framkvæmda stöðvuð og mannvirkin standa ónotuð. Þá hefur núverandi rikisstjórn tafið fyrir endurskipulagningu orkumálanna en i þeim efnum hóf vinstristjórnin undir- búningsstarf og markaði skýra stefnu. í stað þess að fylgja þeirri stefnu hefur Gunnar Thoroddsen hrokkið undan hvarvetna og útkoman er stefnuleysi, sundrung, glundroði og vitleysa. Orkumálastefna núverandi rikis- stjórnar minnir um margt á orkubúskap þriggja bræðra norður i landi, Bakka- bræðra, sem enn eru þekktir af sögum. Þeir kusu að bera sólarljósið i bæinn i skjólum við litinn orðstir. Gunnar Thor- oddsen notar að visu ekki skjólur i orku- búskap sinum: Hann fjárfestir miljarða i orkuskorti, neitar um fjármagn til orku- framleiðslu og skipar undirsátum sinum að glæða ljós og yl úr engu. — s. Var hanastélið einum of sterkt •fyrirOrkubúið? — Rafmagnstækin á Patró liggja undir skemmdum vegna lélegs ástands í rafmagnsmálum „Síðan Orkubú Vestfjarða hélt hana- |stélsboð fyrir rúmri viku í tilefni af því | að það tók til starfa hefur aldrei verið ijafn lélegt ástand í rafmagnsmálum á Patreksfirði,” sagði Elín Oddsdóttir ifréttaritari DB. ,Það eru sífelldar rafmagnstruflanir rog spennufall. Þetta er að eyðileggja öll heimilistæki á staðnum,” sagði Elín. ! tilefni þessarar Dagbla&s- fréttar mætti benda Þorvaldi Garðari alþingismanni á að blanda veikara i næsta kokkteil Orkubúsins. Annars læðist að klippara þessa þáttar sá grunur að með þvi að blanda sterkt hafi verið ætlunin að ylja mönnum svo um hjartaræturnar, að þeir treystu sér til þess að senda heitar kveðjur til Gunnars Thoroddsens orkuráðherra Ur Vestf jarðakuldanum. Þegar menn hafa ekki hitann annars staðar úr getur verið gott að fá hann úr flöskunni. Stöðustríð í gœslunni Úr þvi að yfirmenn Land- helgisgæslunnar hafa ekki ann- að að striða i bili telja Sjávar- fret'tir að næsta strið þeirra sé að hef jast og standi það um for- stjórastöðuna: „Bollaleggingar eru nú manna í milii hver muni taka við starfi Péturs Sigurðssonar, forstjóra Landhelgisgæzlunnar, sem senn mun láta af þvi starfi vegna aldurs. í veikindaforföll- um Péturs aö undanförnu hefur Þröstur Sigtryggsson, skip- herra gegnt forstjórastörfum, og er hann ofarlega á lista þeúra sem talað er um sem lik- lega eftirmenn Péturs. Þá hefur Guðmundur Kjærnested einnig verið nefndur og telja flestir starfsmenn Gæzlunnar að hon- um beri starfið, verði forstjór- inn valinn úr þeirra hópi, eöa þá Ilelga Ilallvarðssyni sem einnig á að baki langan starfsferil hjá stofnuninni. Fylgir það einnig sögunni að Guömundur muni hafa litinn áhuga á forstjóra- stöðunni. Margir menn utan stof nunarinna r hafa einnig heyrst tilnefndir sem hugsan- legir eftirmenn Péturs og er Ilannes Þ. Ilafstein, fram- kvæmdastjóri Slysavarnafélags íslands i þeirra hópi. Að margra mati er þó liklegt að dómsmála- ráðherra muni velja þann kost- inn að veita einhverjum lög- fræðingi eða viöskiptafræöingi stöðuna þegar þar að kemur, og þá auövitað samflokksmanni sinum. Verður aö teljast liklegt að svo verði gert, a ,m.k. ef Ólaf- ur Jðhannesson veröur dóms- málarþöhcrra, þegar staöan verður veitt”. Hver man hinn gleymda „Þjóð- félagshóp,f? Ritstjóri Alþýðublaðsins hefur af þvi áhyggjur i gær i for- Þingmenn, embættis- menn og ýmsir adrir alþyóu- Olgvlandl: Alþý&uflokli Rrkólur: Rrykjaprrnl h «on. Ahrrlur rlolJOrnor . KHtlJOrl og tf byrg&ornioánr: Arnl Guontrilon. KrfllollJOrl: Elotr Slgurít- rlhlftumulo II. ilml II110 Kt&Mllmi frtllotokUr: lllll. Auglyilngodrlld. i l» — ilml IIOM Alkrlfur-ogktorlonoilml: IIM&. Prrnlun: Blo&oprrnl h f. AtkrlflttrrA ISOOkrðnur 1 mftnu&l og ftll krOnur 1 louial&lu. bankast|óra. þlngmenn. hala launuð slörf ul- an þings. nelndakónga og lleirl sllka. Alhyglln hel- aðallega bein/l að þingmönnum og héllsell um opinberum embællls mönnum. Hlunnlndl bankastjóra og ráðherra eru al þvl tagl. að þau ber að legg|a þegar I slað. Má i þvl sambandi benda á lollaafslátt og lán vegna bllakaupa. Það er hrelnt slðlaust að þesslr tek|u- ‘ ' menn fál Ivllnanlr. jafngllda árslaunum verkamanns og jafnvel meira. Einnlg þarf að hafa strangt eftirllt með risnu hóps opinberra embcttls- ta. og koma I veg fyrlr. að þelr gegnl svo mörgum slörfum að þelr engu elnu þeirra slnnf 1 sómasamlega. Þlngmenn varóa að hafa • ■>■•'•«»01 nð bvl, að all- hlunnlnda. Þelr fá dag setu fyrlrbæri og kanna að hverjum þelr belna væntanlega tekjuskatta samkv»mt þvl. Af margvlslegum ástæðtmhefðl Alþýðublaó inu þótt eölllegt, að Alþyðubandalagið belndi spjótum slnum að þelm . þ|oðfélagshópl. sem er 1 mjög fjölmennur. hef ur hærri laun en þlngmenn og embattlsmenn. en um leið aðstöðu til að skammta sér laun. risnu og skatta. Þessi hópur er margfalt stærrl en hðpur embættlsmanna og þing- manna, sem nýtur hlunn- Indaog hefur flelrl en eltt starf. Vegna gloppóttra skattalaga. slðlausrar f yrlrgrelðslu og margvls legrar aðstöðu hefur þessl hópur rakað að sér veröbólgugróða. án þess að greiða af honum veru legan skatt. Aöstaöa hans I þ|0ðfélaginu er svlpuð aðalsmanna fyrr á öld- um. Lelgullóarnlr eru þeir. sem grelða skatta af lágum og mlólungstekl- um. Það vatrl verðugra verkefnl fyrlr Alþýðu- bandalaglð að berjast gegn friðlndum þessa hóps I stað þess að halda uppl málþófi um kosn- Ingabrellur. þar sem hln- Ir lllu andar eru komlsar- ar Framkvæmdastofnun- Þá er nauósynlegt að hafa hugfast I umraeðum um laun þingmanna. að þau eru I langflestum tll- fellum ekkl nema brot af launum f|ölmenns hóps I þjóðfélaglnu. Þingmenn ystugrein aö Alþýðubandalags- menn hafi sýnt launum þing- manna og kommisara við Framkvæmdastofnun of mikinn áhuga uppá sfökastið. Verður að virða honum það til vorkunnar þar sem hann er sjálfur i fram- boði og vill sjálfsagt ekki sitja við sultarlaun á Alþingi slamp- ist hann þangað inn á komandi árum. Það er hinsvegar alveg óþarfi af ritstjóra Alþýðublaðsins að gera þvi skóna að Alþýðubanda- lagsmenn hafi ekki haft áhyggj- ur stórar af þeim „þjóðfélags- hópi, scm er mjög fjölmennur” og rakað hefur að sér verð- bólgugróða i skjóli „gloppóttra skattalaga, siölausrar fyrir- greiðslu og margvislegrar að- stöðu”. Arna Gunnarssyni til glöggvunar voru menn i þessum hópi kallaðir kapitalistar til skamms tima i Alþýöuflokknum og Alþýðublaðinu. Nú heita þeir „þjóðfclagshópur” þar á bæ. t allri vinsemd má benda Alþýðublaðinu á þaðaðAlþýðu- bándalagsmenn hafa á Alþingi hvað eftir annað flutt frumvörp um skattlagningu á fyrirtæki og tillögur sem miða að þvi að þeir sem atvinnurekstur stunda og hafa arð af annarra vinnu (áður fyrr uefnt arðrán i Alþýöublað- inu) sleppi ekki undan þvi að reikna sjálfum sér tekjur og greiða skatt af þeim, enda þótt viökomandi geti sýnt fram á bókhaldslegt tap á fyrirtæki sinu. Þá hafa Alþýöubandalags- menn á þingi flutt tillögur um hámarkslaun, þar sem gert er ráð fyrir að engin laun i þjóð- félaginu verði hærri en tvöföld taxtalaun verkamanna. Þessi dæmi ættu að nægja til þess að sýna fram á að Alþýðu- bandalagið hefur ekki alveg gleymt þeim „þjóöfélagshópi, sem er mjög fjölmennur”, og ritstjóri Alþýðublaðsins þorir ekki að nefna réttu nafni. —ekh.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.