Þjóðviljinn - 12.04.1978, Qupperneq 9
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 12. april 1978
Mi&vikudagur 12. april 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
INGA BJARNADÓTTIR:
Elliheimilismál
á Selfossi
Eru hlutirnir i lagi hjá okkur?
Eða er eitthvað sem við þurfum
að athuga og sem betur má fara.
Flestir álita að eitthvað þurfi að
gera og hvenær? Ég hugsa að
svörin verði misjöfn og einstakl-
ingsbundin, það fer eftir þvi hvort
það kemur við eigið skinn eða
ekki.
Þannig fer um flest mál og er
ekki nema mannlegt. Svo koma
sjónarmið þeirra, sem þekkja
vandann og eru alltaf að reyna að
leysa hann, og á ég þar fyrst við
sjúkrahúslækninn núverandi
IngvarE. Kjartansson. Hann fær
þrýstinginn. Auk þess að fást við
vandann frá degi til dags hefur
hann Ieitað upplýsinga um bygg-
inamál fyrir aldraða á ýmsum
stöðum hér á landiogerlendis. Þá
hefur hann i samráði við starfs-
fólk Sjúkrahússins, haft samband
við fagmenn i byggingariðnaði á
Selfossi og i Reykjavik og látíð
gera teikningar og likön af ein-
ingarhúsum.
Stærð einingar er hugs-
uð 62-63 ferm., þ.e. svipað og
sams konar færanlegar skóla-
stofur. Þetta er það stærsta sem
hentugt er að flytja i einu lagi.
Þessi eining mundi t.d. rýma eina
góða ibúð fyrir öldruð hjón eða
tvo einstaklinga eða þá tvö
tveggja manna herbergi með sér
baði og salerni fyrir hvort her-
bergi. Einnig rýjni sem yrði hluti
af breiðum gangi ef einingum er
raðað saman i stærra hús eða
verönd við stök hús. Þessi hús
mætti reisa sem keðjuhús eða
raðhús sem sjálfstæðar 62 ferm.
ibúðir fyrir aldraða, sem nokkrar
álmur likt og i heyrnleysingja-
skólanum i Reykjavik, sem fékk
fegurðarverðlaun þar siðast liðið
haust, eða þá sem samstæða
byggingu likt og elliheimilið i
Vestmannaeyjum sem byggt er
úr þannig einingum.
Hvers vegna? Einingar eru
hagkvæmt, ódýrt og fljótlegt
að byggja. S.l. sumar var
reiknaðmeð að slik eining mundi
kosta svipað og lausar skólastof-
ur, þ.e. 7 milj. krónur ef á sama
tima hefði verið keyptar 10 ein-
ingar og settar saman i 1-2 álmur
með plássi fyrir vistmenn i 2ja
manna herbergjum mundi hver
eining þá hafa kostað 4.6-5 milj.
full frá gengin eða utan og innan
að öllu leyti nema að hreinlætis-
tækjum og húsgögnum. Þannig
hefði heimili fyrir 28 manns, sem
fyllir ströngustu kröfur,
kostað 50-60 milj. krónur. Þetta
mundi vera hægt að reisa á 3-4
mán. af stærri bygginaraðilum
hér á Suðurlandi — það er á jafn-
mörgum mánuðum og það að
jafnaði tekur ár að byggja sams
konar hús úr steinsteypu. Ef ekki
er til f jármagn fyrir þessu á þess-
um stutta tima má byggja helm-
ing, eða svo stóran hluta sem fé
og lánsfé endist til, taka i notkun
og fá tekjur i daggjöldum til að
standa undir rekstrarkostnaði.
Þegar meira fé verður til
mætti á sama hátt byggja
og taka i notkun seinni hlut-
ann og alveg eins bæta við
meira eða minna, ef svo
skyldi fara að þörfin eða eftir-
spurn reyndist meiri en fyrr var
áætlað. Eins á hinn veginn, ef
þörfin reyndist minni, eða minnk- (
aði, eða þá að fjármagn væri ekki
fyrir hendi, þá má á nokkrum
dögum minnka um eina eða fleiri
einingar, sem seldar yrðu til
sömu notkunar annars staðar eða
annarrar notkunar, þar sem allar
breytingar eru auðveldar. Sem
sagt þessar byggingar eða stofn-
anir er auðvelt að aðlaga breytt-
um kröfum og breytilegum þörf-
um.
Það dreymiralla stóra drauma
i sambandi við nýja sjúkrahúsið
þvi það er okkar stolt og sam-
eiginleg gleði. Mér finnst þessar
hugmyndir svo athyglisverðar að
við getum ekki gengið fram hjá
þeim.
Min skoðun er sú að við megum
ekki leggja krónu í gamla sjúkra-
húsið. Við höfum ekki efni á þvi
að gera vitleysur. Þetta gamla
sjúkrahús er alveg útilokað sem
elliheimili, hvernig sem þvi yrði
breytt. Við þær aðstæður sem þar
myndu skapast fengist heldur
ekki starfsfólk, Við skulum at-
huga það. Byggingariðnaðurinn á
Selfossi er það stór og fullkominn
aðhérer ekkium neitt vandamál
að ræða.
Fjármögnunarmögu-
leikar
A. Lán Húsnæðismálastofnunar
rikisins.
B. Lán Tryggingarstofnunar
rikisins.
C. Lifeyrissjóðir stéttafélaga.
D. Framlög einstaklinga, mætti
vera i skuldabréfaformi.
E. Framlag sveitafélaga.
F. Framlag aldraðra gegn lifs-
tiðarnotum.
G. Mætti stofna byggingarsjóð
aldraðra.
í útvarpinu var 17. janúar 1978
viðtal við Sigurð Guðmundsson,
framkvæmdastjóra Húsnæð-
ismálastjórnar rikisins. Hann
sagði: ,,Nú hafa ver-
ið veitt lán 485 milj. króna
til leiguhúsnæöis fyrir aldr-
aða. Lán þessi eru aðeins
veitt til ibúða sem eru minnst 45
ferm. nettó. Veitt hafa verið til
dæmis 45 milj. til Akraness, 58
milj. til Hafnarfjarðar, 31 milj.
til Isafjarðar. Mest hefur verið
veitt til Reykjavikur, enda flestar
* ibúðir i smiðum þar. Samanlagt
voru 476 ibúðir i smiðum, sem
byrjað hafði verið á 1976-77 og
þær væntanlega tilbúnar 1978-79.
Lán geta fengið bæjarfélög,
sveitarfélög, öryrkjabandalög og
önnur félög eða samtök t.d.
bæjarfélaga við önnur félög.
Meðalannarshafa kvenfélög viða
verið mjög áhugasöm. Auk þess
hefur samkvæmt Vestfirska
fréttablaðinu haustið 1977 hús-
næðismálastofnun lánað 79
milj. krónur til byggingar elli-
heimilis þar 1977-78. Samkvæmt
frétt i Timanum 14. febrúar 1978
hafa verið byggðar 6 ibúðir á
Akranesi og verður nú byrjað á 21
ibúð vegna mikillar eftirspurnar.
Byggingaraðilar eru 26 sveitar-
félög.
1 nóvember árið 1976 voru á Sel-
fossi 160 ellilifeyrisþegar þar af
eru 45 80 ára og eldri. 1 október
1977 voru 177 ellilifeyrisþegar þar
af 51 80 áraogeldri. Þegar félags-
starf aldraðra tekur til starfa,
janúar ’77 á Selfossi, sem kaliað
er Opiðhús ertalanorðin 194 með
mökum, sem óðum renna inn i
þennan aldurshóp sem við köllum
ellilifeyrisþega. Það sem mér
finnst alvarlegast við þetta er, að
51 maður 80 ára og eldri, sem býr
einn i húsi og jafnvel upp i 88 ára
aldur, hefur engan ákveðinn að
leita til ef eitthvað verður að.
Við hér á Selfossi stöndum i
þakkarskuld við lækna og starfs-
fólk Sjúkrahússins, þvi það er til
fyrirmyndar hvernig það leysir
vandann við þær hörmungar að-
stæður sem það býr við með öll
þessi gamalmenni. Ég held að
það sé ekki hægt að gera betur.
Min skoðun er, að elliheimili
eiga að vera i tengslum við
sjúkrahús og heilsugæslustöðvar,
þangaðer jafnvel hægt að fá mat
og þvegna þvotta. Læknishjálp og
hjúkrun er þar á næsta leyti ef
þarf annars myndi þetta fólk
hjálpa sér sjálft eftir þvi sem
heilsa og aðstæður leyfðu.
Það á að vera stutt i verslanir
og i allar útréttingar, svo fólkið
geti bjargað sér sjálft beint i ið-
andi mannlifinu,svofólk lifi lifinu
lifandi meðan það getur. Þvi
fögur sál er ávallt ung undir silf-
urhærum. Það er umhverfinu og
aðstæðum að kenna efsvoerekki.
Við skulum ekki gleyma þeim
öldruðu. Ég bið guð að gefa ráða-
mönnum okkar gæfu til að ráða
þessum málum til farsælla lykta.
Selfossi 11-03-1978
Inga Bjarnadóttir,
Kirkjuvegi 21.
:j:5g5®í5$gí:pí:S|
■
Hugmyndir eru um að
skerða Landakotstún við
Túngötu um 250 ferm.
fyrir bílastæði. (Myndir:
eik)
áHls
Hér var áður einn fegursti skrúðgarftur bælarins, garður Magnúsar Einarssonai
dýralæknis, að Túngötu 6. Bilarnir eru að ganga af þeim fáu trjám sem eftir eru dauðum.
en ekki elns mikið og í upphafi var áætlað
S.l. sumar voru birtir upp-
drættir aft fyrirhugaðri skerð-
ingu Landakotstúnsins og urðu
mikil blaftaskrif um málið.
ibúasamtök Vesturbæjar héldu
einnig fjölmennan fund þar sem
samþykkt var harðorft mót-
mælaályktun. Þetta varft til
þess aft borgarstjórnin og
kaþólska kirkjan drógu sig
nokkuft til baka og hættu við
áform um byggingar á austur-
hluta túnsins. Ilinn 21. mars s.l.
undirskrifuðu svo þessir aftilar
samning þar sem staðfest er
skipulagá vestarihluta túnsins
sem felur i sér nýbyggingar og
niöurrif gamalla húsa þar. Hins
vegar mun Reykjavikurborg fá
til afnota tæplega 9000 ferm. af
austurhluta túnsins og ætlar sér -
að gera þar skrúðgarö — likiega
i yfirbótaskyni. Jafnframt eru
uppi hugmyndir um aft skerfta
túnift við Túngötu og gcra þar
bilastæöi.
Kaþólska kirkjan hefur fengið
leyfi til að rifa IR-húsið og
Prestahúsið og reisa þar ný-
byggingar og ennfremur nýja
kennsluálmu sunnan gamla
skólans og tengiálmu fyrir
framan gamla skólann, sem er
Gamli barnaskólinn, Prestahúsift og IR-húsið (sem áður var kirkjp). Rlfa á tvö hin sfðarnefndu og reisa
þar ný hús og ennfremur byggja fyrir framan skólahúsið.
með fegurstu byggingum
Reykjavikur, þannig að hann
mun að nokkru leyti hverfa
sjónum manna. Þess skal getiö
að bæði IR-húsið og Prestahúsið
hafa verið i niðurniðslu um
langan tima.
Hið nýja skipulag gerir einn-
ig ráð fyrir byggingum suðvest-
an kirkjunnar við Hávallagötu
austan gatnamóta við Blóm-
vallagötu fyrir aðsetur biskups
og presta. Þar verður tekið af
túninu.
Ibúasamtök Vesturbæjar
héldu almennan fund um skipu-
lag Vesturbæjarins i Tjarnar-
búð 3. april s.l. og fengu Hilmar
Ólafsson forstöðumann Þró-
unarstofnunar Reykjavikur-
borgar til að skýra nýtt deili-
skipulag sem nii er i bigerð fyrir
þennan borgarhluta. Hann
sýndi þar uppdrátt að Landa-
kotstúninu sem gerir ráð fyrir
5x50 m bilastæði inn i Landa-
kotstún austanvert við Túngötu
en sagði þó jafnframt að ekkert
hefði þó verið samþykkt enn um
þetta bflastæði.
Mikil gagnrýni kom fram á
fundinum á það hvernig saxað
hefur verið áopin og græn svæði
Menn falla ekki i starfi þótt koma eigi skrúftgarftur á
Landakotstúni. Eyftilagftir hafa verift hinir fegurstu
skrúögarftar i nágrenninu. Hér er einn á horninu á Tún-
götu og Garðastræti sem er aft verfta að engu. Eldgömul
tré eru þar öll brotin og i sárum og þar biasir vift gryfjan
eftir eitt fegursta gullregn i bænum sem frú Anna Thor-
oddsen ræktaði meft mikilli eljusemi upp úr aldamótum
Svona er umhyggja borgaryfir-
valda fyrir gömlum trjám I bæn-
um. Hér eru stúfur af tré I garftin-
um á Túngötu 6 sem krómstuðar-
ar gljábfla höföu sært til ólifis.
i Vesturbænum. Landakotstúnið
væri nú eitteftir og enn ætti nú
að skerða það. Pétur Gunnars-
son rithöfundur rakti þessa þró-
un frá þvi að hann var strákur
og benti á tengsl þess að ungt
fólk flytti burtu úr þessum
bæjarhluta og hversu erfitt væri
að vera með börn i honum. Pét-
ur Pétursson útvarpsþulur
sagðist ekki falla i stafi þó að
hann heyrði að ætti að koma
skrúðgarður á Landakotstúni.
Þar i grendinni hefði verið
höggvið hvert tréð á fætur öðru
undanfarin ár og minnti á örlög
gullregnsins fagra i garði Onnu
Thoroddsen á horni Túngötu og
Garðastrætis og eins fegursta
skrúðgarðs bæjarins við hús
Magnúsar Einarssonar dýra-
læknis við Túngötu sem nú er
orðinn bílastæði. Fleiri dæmi
nefndi hann og sagði ennfremur
að ekki væri nóg að hægt væri
að sýna fallegan skrúðgarð á
korti ef ekkert mannlif þrifist
þar þegar til kæmi.
Landakotstúnið hefur verið i
mikil'i vanrækslu undanfarin
ár. Það hefur verið athvarf og
vettvangur barna um langan
aldur. —GFr
Kór Menntaskólans við Hamrahlíö
TÓNLEIKAR
í Kópavogskirkju
Annað kvöld, f immtud.13.
apríl kl. 20.30 verða haldnir
tónleikar i Kópavogskirkju
á vegum minningarsjóðs
Hildar ólafsdóttur.
Sjóðurinn var stofnaður
árið 1963 og er markmið
hansað ef la tónlistarlíf við
Kópavogskirkju. Að þessu
sinni mun Kór Menntaskól-
ans við Hamrahlíð flytja
tónleika á vegum sjóðsins.
Kór Menntaskólans við Hamra-
hlið hóf starfsemi sína haustið
1967. Allt frá stofnun hefur það
verið markmið kórstarfsins að
glæða skilning og áhuga á tónlist
með söng. 1 kórstarfinu hefur
verið lögð rik áhersla á að kynna
Félagar úr kúr Menntaskólans vlö Hamrahnó a ætingu
maþ f 'fj T Jl W .1 . i ' É iLiG
■ .4] sjr'. m m, h£
tónverk frá ýmsum timabilum,
og á efnisskrá kórsins er jöfnum
höndum innlend og erlend söng-
listailtfrá 16. til 20. aldar. Kórinn
hefur m.a. frumflutt verk eftir
fimm islensk nútimatónskáld,
Gunnar Reyni Sveinsson, Jón As-
geirsson, Jón Þórarinsson, Pál
Pampichler Pálsson og Þorkel
Sigurbjörnsson.
Kórinn hefur komið opinber-
lega fram við ýmis tækifæri, bæði
i skólanum sjálfum og utan hans
Hann hefur ferðast á íslandi og
erlendis og haldið tónleika á fjöl-
mörgum stöðum, m.a. i Kaup-
mannahöfn 1975 og 1977 og Lond-
on 1976. Kórinn tók þátt i alþjóð-
legu tónlistarmóti i Wales i Bret-
landi 1971, hann var fulltrúi Is-
lands i lokakeppni norrænna
æskukóra i Noregi 1973, i Sviþjóö
1975 og i Danmörku 1977, og þátt-
takandi i evrópsku kórahátiðinni
„Evrópa syngur” i Englandi 1976
og alþjóðlegu kórahátiðinni
„Zimriya” i ísrael 1977.
Arið 1973 söng kórinn á listahá-
tiö alþjóðasamtaka nútimatón-
listar (ISCM), sem haldin var i
Reykjavik. 1974 tók kórinn þátt i
keppni. sem haldin var á vegum
evrópskra útvarpsstöðva i BBC.
Arið 1975 söng kórinn með Sinfón-
iuhljómsveit Islands. Kórinn
frumflutti norræn tónverk á Nor-
rænu músikdögunum 1976 og á
Tónlistarhátið norræns æskufólks~
(UNM) 1977.
Kórinn hefur margoft komið
fram i sjónvarpi og sungið i út-
varpi auk þess sem hann hefur
sungið fyrir danska, norska og
sænska útvarpið og komið fram i
breska útvarpinu og sjónvarpinu
BBC.
Allir kórfélagar eru nemendur
Menntaskólans við Hamrahlið og
á hverju ári verða miklar breyt-
ingar á kórnum vegna þess að
kórfélagar ljúka námi sinu við
skólann. A þessu skólaári er kór-
inn skipaður 49 nemendum á
aldrinum 16—21 árs. Þorgerður
Ingólfsdóttir hefur verið stjórn-
andi kórsins frá upphafi.