Þjóðviljinn - 12.04.1978, Síða 10

Þjóðviljinn - 12.04.1978, Síða 10
Umsjón: Stefán Kristjánsson 10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 12. aprn 1978 íslandsmótinu í CJ CJ o o fimleikum frestað Vegna ýmissa ófyrir- sjáanlegra annmarka á því að halda islandsmeistara- mót i fimleikum dagana 18. og 19. mars/ svo sem ráð var fyrir gert, er móta- skrá var samþykkt fyrir keppnistímabilið 1977—'78, varð stjórn F.S.i. að fresta mótinu. islandsmeistaramót i fimleíkum fer fram laugardaginn 6. og sunnu- daginn 7. maí 1978 í iþróttahúsi Kennara- háskóla islandsog hefst kl. 15.00 báða dagana. Fyrri daginn verður keppt í skylduæfingum karla og kvenna, en siðari daginn í frjálsum æfingum. Þátttökutilkynningar berist til stjórnar F.S.Í. i siðasta lagi laugardaginn 24. april n.k. Dagana 1.—7. mai verður dómaranámskeið karla og kvenna. Tveir norskir kennarar koma hingað til lands og kenna á þessu námskeiði. Kennsla fer fram i íþróttahúsi Kennara- háskólans. Kennt verður samkvæmt keppnisreglum Alþjóða fimleika- sambandsins (F.I.G.). Dómarar staðfesti þátttöku sina til stjórnar Fimleikadóm- arafélags íslands eða Fimleika- sambandsinsfyrir23. apriln.k. til að auðvelda skipulag námskeiðs- ins. 1 32. leikviku getrauna féll einn leikurinn niður, leikur Chelsea og Manch. City, þar sem leikur Arsenal og Orient var fluttur til London, eftir að Orient sló Middlesboro út úr bikarkeppn- inni. Upphaflega átti undan- úrslitaleikur Arsenal að fara fram i Sheffield, enda svo til mið- svæðis milli Middlesboro og London, en var siðar fluttur á leikvang Chelsea, Stamford Bridge, og varð þá leikur Chelsea og Manch. City að vikja. Tveir seðlar reyndust vera með alla 11 leikina rétta, var annar frá Keflavik en hinn frá Reykjavik, og vinningur hvers kr. 337.000.- Með 10 rétta voru 43 raðir og vinningshluti þeirra kr. 6.700.- Getraunatimabilinu lýkur að þessu sinni með siðustu umferð ensku deildakeppninnar laugar- daginn 29. april og eru þvi eftir þrjár leikvikur á þessu timabili. Iiandknattleiksmaður Svlþjóftar 1978 sem Dagens Nyheter I Sviþjóft kýs, hefur nú verift valinn 0g s^st hann skora eitt marka sinna I vetur en auk þess aft spila handbolta ieikur hann knatt- spyrnu einnig. Mafturinn heitir Basti Kasmussen og leikur meft Ystad. Lokaorð um Islandsmót Mál það sem rætt verður hér að þessu sinni er íslandsmótið i körfuknattleik sem nú er nýlokið. t>að er samdóma álit allra að körfuknattleikurinn hafi aldrei verið betri en einmitt nú. Hér hafa leikið Bandaríkjamenn sem hafa óneitanlega lyft körfuknattleikn- um í hátt plan. Nú er það aðalmálið fyrir stjórnendum körfu- knattleiksins að missa ekki það niður sem náðst hefur. Allir þeir leikmenn sem komu erlendis frá hafa gefið í skyn að þeir ætli að koma hing aðaftur næsta vetur og þegar hefur einn þeirra, Rick Hockenos. undirritað samning við Val. Ef til v i 11 er mestur vinningur i komu hans hingað. Hann hefur óneitan- lega lyft Valsliðinu upp úr þeirri lægð sem það var i áður en hann kom hingað og hóf að þjálfa það. Það þarf engum blöðum um það að fletta að Valsliðið hefur tekið mestum framför- um hér i vetur. Andrew Piazza hefur einn- ig náð góðum árangri hér. Lið það sem hann tók við i vetur er nú tslandsmeistari en missti af Bikar- meistaratitlinum. Þar er góður þjálfari á ferð og einn- ig drjúgur leikmaður. Dirk Dunbar hefur sýnt meiri snilli hér en nokkur hinna. Hreint ótrúlegt hvað hann getur gert við knöttinn og knötturinn fyrir hann. Mark Christiansen hefur nokkra sérstæðu meðal þess- arra manna. Hann hefur slakari meðspilara og leik- maður eins og hann þarf á góðum bakvörðum að halda sem skilja hreyfingar hans fullkomlega. En enginn efast um snilli hans. Af henni er nóg. Njarðvikingar koma sterkast út úr þessu móti að þvi leyti að þeir hafa ekki Bandarikjamann á sinum snærum. En þeir hafa gert sér grein fyrir þvi að næsta vetur verður ekki unnið til verð- launa i islenskum körfu- knattleik nema með veru sliks manns hér. Þeir missa nú einn sinn sterkasta mann i gegnum ár- in, Kára Marisson, og er að honum mikill sjónarsviptir i islenskum körfuknattleik. Framarar geta engan veginn verið ánægðir með veturinn. Arangurinn er nánast enginn. Guðsteinn Ingimarsson fór illa með lið- ið. Hann ætlaði að leika með þvi en á siðustu stundu gripu samkomuhúsin guðsmanna i taumana og hann hvarf á braut og siðast er af honum fréttist var hann að flaka þorsk á Seyðisfirði. Ármenningar féllu i 1. deild. Þeir hafa orðið fyrir miklum skakkaföllum i vetur. Bestu menn liðsins hafa yfirgefið móðurskipið og eftir stendur aðeins litil trilla sem fiskar illa. IR-ingar geta verið nokkuð ánægðir með sinn hlut. .Takmark þeirra var að halda sér eða öllu heldur að vinna sér þátttökurétt i hinni nýju úrvalsdeild og það tókst þrátt fyrir litinn mannskap. Liðið missti þá Erlend Markússon sem gafst upp á öllu saman og fór i fýlu og Kolbein Kristinsson sem gekk i raðir !S-manna. Jón Pálsson og Þorsteinn Guðna- son hurfu einnig og er skarð fyrir skildi. En IR-ingar fá sér Bandarikjamann næsta vetur auk þess sem Sigmar Karlsson sem hér fyrr á ár- um lék með félaginu en leik- ur nú i Þýskalandi, kemur til liðs við sina gömlu félaga. Þykir hann með afbrigðum góður varnarleikmaður og er greinilegt á þessari upptaln- ingu að gamla stórveldið i islenskum körfuknattleik er til alls liklegt næsta vetur og er raunar hægt að segja það um öll liðin sem skipa hina nýju úrvalsdeild. SK. 370 fyrir 11 CJ CJ A O D Z CJ CJ O D [p Dómaramálin í handknattleiknum:! Kóngamatur eða hrásaiat Eru eldri og reyndari dómarar að gera út af við þá yngri og óreyndari? Fátt hefur verið meira rætt innan þess hóps manna sem með handknattleik fylgjast en dómaramálin. Er skemmst að minnast leiks Fram og Víkings á dögunum. Þar voru menn látnir dæma þann þýðingar- mikla leik sem ekki hafa staðið í slíkum stórræðum áður og kom það lika á daginn að þeir vissu vart hvað þeir voru að gera. Iþróttasiðan hefur fregnað að meðal yngri dómaranna hér. það er þeirra sem taka eiga við af þeim eldri og reyndari er þeir leggja flaut- una á hilluna, riki nú mjög mikil óánægja. Þeir hafa jafnvel gefið i skyn að dómaranefndin fyrrverandi hjá HSl sem nú hefur sagt af sér láti þá dæma leiki sem séu þeim um megn og sé það gert til að drepa þá niður og lækka þá í áliti hjá áhuga- mönnum þeim sem tilheyra handknattleiknum. Sé þetta rétt, en ekki skal það fullyrt hér, þá er um al- varlegt mál að ræða. En það er undarlegt engu að siður. að þeir yngri dómarar s.s., Jón Þ. Magnússon, Pétur Christiansen, Guðmundur Óskarsson og Þórður Öskarsson fá ekki tækifæri til að sýna getu sina nema i úrslitaleikjum mótsins. Siðan eru þeir hakkaðir niður i blöðunum og þar á meðal i þessu blaði vegna lélegrar frammistöðu. Það má vera að t.d. þessir fjórir sem hér hafa verið nefndir séu betri dómarar en maður skyldi halda eftir frammi- stöðu þeirra, en þeir sem raða dómurum niður á leiki Islandsmótsins verða þá að sjá sóma sinn i þvi að gefa þeim tækifæri á að dæma auðveldari leiki eða leiki sem minna máli skipta, i stað þess að bæla þá niður með þeirri niðurröðun sem viðhöfð hefur verið i vetur. Þetta er lúaleg aðferð hjá þeim (ef rétter) sem ráða og likt og ef matreiðslunemi væri látinn búa til jólamat fyrir Sviakonung i stað þess að gera hrásalat fyrir próf- dómarann og geta siðan far- ið að matreiða flóknari rétti eftir að hafa náð tökum á hrásalatinu. s K ■N Z

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.