Þjóðviljinn - 12.04.1978, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 12.04.1978, Blaðsíða 16
DIOÐVIUINN Miövikudagur 12. april 1978 Aðalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfs- menn blaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiðsla 81482 og Blaðaprent 81348. L 81333 Einnig skal bent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóðviljans i sima- skrá. Bónussamningar í frystihúsum lausir frá 1. mars sl. Samningaviðræður eru að hefjast Banaslys á Reyðarfirdi Það slys varð á Reyðarfirði si. mánudag, að 10 ára stúlka féil fram af hafnargarðinum og drukknaði. Kafari fann lfk stúlk- V.M.S.Í. hélt ráöstefhu um máliö nýlega Bónussamningarnir i frystihúsum landsins runnu út 1, mars sl. og i fyrri viku hélt Verkamannasam- band íslands fjölmenna ráðstefnu að Hótel Loftleið- um þar sem mættir voru trúnaðarmenn úr frysti- húsum, viðsvegar að af landinu. Þar voru þessi mál tekin fyrir og rædd ýtarlega. Sem kunnugt er eru það að lang-mestu leyti konur sem vinna eftir bón- uskerfi i frystihúsum, og þær voru þvi mjög fjölmennar á þessari ráðstefnu, sem markaði stefn- una við gerð nýrra bónussamninga, en samninga- viðræður um þennan nýja samning hefjast senni- lega nk. föstudag. A landinu öllu eru nú um 100 frystihús og að sögn Guðmundar J. Guðmundssonar formanns Verkamannasambands Islands mun unnið eftir bónus I öllum stærstu frystihúsunum, eða á milli 40 og 50 frystihúsum. Að sögn Þóris Danielssonar framkvæmdastjóra VMSl verður farið fram á nokkrar breytingar og lagfæringar á bónussamning- um og taldi hann helstu breyting- una vera þá, að farið er fram á breytingar á nýtingarákvæðun- um. Frystihúsaeigendum hafa þeg- ar verið kynntar þær breytinga- kröfur sem farið er fram á,og eins og áður segir, hefjast samninga- viðræður á föstudaginn kemur. —S.dór I„Ég hef þegið boö um að taka þátt I skákmóti, sem hefst i Las í Palmasá Kanarieyjum 30. april I nk. Bent Larsen hafði umboð til ■ að bjóða á þetta mót og gerði | það þegar hann var hér á dög- ■ unum” sagði Friðrik Ólafsson ■ er við ræddum við hann i gær. J Friðrik sagðist ekki vita ná- Ikvæmlega hverjir myndu taka þátt i mótinu, en þó sagðíst hann ■ vita að tveir sovéskir stórmeist- |arar yrðu þar, Larsen, Miles, ■ Ivkov, Kavalek og Garcia frá |Kúbu. Þá sagðist hann haida að .þeir Spassky og Portisch yröu ■ meðal þátttakenda, en þaö væri Jjekki endanlega ákveðið. IMótiö hefst eins og áður segir 30. april nk. en dregið veröur JJum töfluröð 29. april. Friörik |var meðal þátttakenda á þessu ■ árlega skákmóti i Las Palmas |fyrir tveimur árum. —S. dór ÍFriðrik fer ! á stórmót í |Las Palmas Skákmótið í Lone-Pine — 7. umferð Helgi Ólafsson alþjóðlegur meistari Margeir og Haukur eiga nú góöa möguleika á fyrri hluta al- þjóölegs meistara Með því að gera jafn- tefli við hollenska stór- meistarann Ree hefur Helgi ólafsson nú tryggt sér útnefninguna alþjóð- legur meistari. Haukur Angantýsson og Margeir Pétursson þurfa nú lík- lega aðeins hálfan vinn- ing hvor til að öðlast fyrri hluta þess sama titils eftir sigra sina í sjöundu umferð. Helgi ólafsson, alþjóðlegur meistari i skák. Ljósm.: -gsp Margeir tefldi við júgóslav- ann Mestrovic og eftir langa skák stóð hann upp sem sigur- vegari. Haukur átti i höggi við bandariska stórmeistarann Larry Christiansen, sama og átti ekki i neinum vandræðum með að innbyrða vinninginn. Þeir Ásgeir og Jónas töpuðu báðir sinum skákum gegn Whitehead og Garcia. Eftir þessa umferð hefur Helgi nú 4.5 vinninga, Margeir og Haukur eru með 4 vinn., Asgeir 1.5 vinn. og Jónas 1/2 vinning. I efstu sætunum var hart bar- ist. Mesta athygli vakti viður- eign þeirra Petrosian og Port- ich. I þeirri skák hafði Petrosi- an svart og af miklu haröfylgi tókst honum að sigra. Poulaga- jevsky gerði jafntefli við Larsen og heldur þar með forustu sinni i mótinu með 6 vinninga. Lar- sen kemur næstur með 5.5 vinn- inga. Næstir með 5 vinninga koma þeir Petroisan, Lane og Peters. —eik— Gleðileg tíðindi ,,Þetta eru mjög gleði- leg tíðindi og ég óska Helga til hamingju með þennan góða árangur og vona að hann láti ekki þarna staðar numið. Ég hef áður sagt það opin- berlega að það búa geysi- lega miklir skákmanns- hæfileikar i Helga og ef hann gerist aðeins þolin- móðari við skákborðið en hann hefur verið, á hann án vafa eftir að ná langt", sagði Friðrik Ólafsson stórmeistari er sagði Friörik Olafsson stór- meistari um árangur Helga Ólafssonar við sögðum honum frétt- irnar af alþjóðlega meist- aratitlinum sem Helgi Ólafsson vann til í gær, þegar hann gerði jafn- tefli við hollenska stór- meistarann Ree. Þá sagði Friðrik að það væri einnig mjög ánægjulegt að sjá hvernig þeim Margeiri og Hauki gengur, en útlit er fyrir að þeir nái báðir fyrri hluta alþj. meist- aratitils. Friðrik sagði að þessir ungu menn hefðu stundað skák- ina mjög vel og væru nú að upp- skera laun erfiðisins, ef svo mætti að orðum komast, og að þeir virtustætla að uppfylla þær vonir sem við þá hefðu veriö bundnar. —S.dór Sigurjón Pétursson, borgarráðs- maður. Fundur Framfara- félags Breiðholts Fram- bjóðendur spurðir Framfarafélag Breiðholts efnir á morgun til fundar með fulltrú- um allra framboðslista við borgarstjórnarkosningar. Fund- urinn verður i Fellahelli og hefst kl. 20.30 annaðkvöld. Fulltrúi Alþýðubandalagsins verður Sigurjón Pétursson, borgarráðs- maður. Kosningastjórn Alþýðubandalagsins í Reykjaneskjördæmi: Opið hús í Þinghól Kosningastjórn Alþýðubanda- lagsins i Reykjaneskjördæmi hefur ákveðið að gangast fyrir opnu húsi i Þinghól i Kópavogi á hverjum laugardegi fram að alþingiskosningum. Þar verða frambjóðendur flokksins til þings á staðnum og stuðningsmönnum flokksins og öðrum áhugamönn- um gefin kostur á að ræða sin á milli og við frambjóðendur um þaö sem efst er á baugi i kosningabaráttunni. Kaffiveit- ingar verða I Þinghól þessa laugardaga. Byrjaö verður næst- komandi laugardag og er húsið opnað kl. I6vkl. fjögur siödegis og verður opiö eins lengi og mönnum likar. Kosningastjórnin vonast til þess að þessi opnu hús verði lif- legur þáttur i kosningaundirbún- ingi Alþýöubandalagsins I Reykjaneskjördæmi. 1 Þinghól er ákjósanleg aðstaða til þess aö vinna að undirbúningi kosninga- mála og vinna að ýmsu sem þörf er að gera fyrir kosningar. Kosningastjórnin vonast til þess aðallir þeir sem áhuga hafa á þvi að leggja eitthvað að mörkum fyrir kosningar taki þátt I þvi að samræma kosningastarfiö og hafa áhrif á það með því að mæta vel í opna húsið i Þinghól. Á laugardaginn kemur verða væntanlega allir efstu frambjóð- endur Alþýðubandalagsins I kjör- dæminu til staðar, eða þau Geir Gunnarsson, Gils Gumundsson, Karl Sigurbergsson, Bergljót Kristjánsdóttir og Svandis Skúla- dóttir. Frá kosningastjórn Alþýðu- bandalagsins I Reykjaneskjör- dæmi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.