Þjóðviljinn - 27.05.1978, Page 2

Þjóðviljinn - 27.05.1978, Page 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 27. mal 1978. AF GLINGGLO Flestir sem ég þekki eru staðfastlega þeirr- ar skoðunar að betra sé að vakna ótimbraður en timbraður. Þetta er ein af meginorsökum þess að almenningur í landinu er sem óðast að afleggja drykkju — ,,daginn áður" — með öllu. En það er nú svo, að sá sem leggur það á sig að neita sér um brennivín að kvöldi gerir það auðvitað í þeirri von, eða réttara sagt vissu, að hann muni vakna ótimbraður morg- uninn eftir. í „borginni okkar" er þessu aftur á móti ekki að heilsa. Á sunnudagsmorgnum, þegar menn vita að þeir eiga að vera ótimbraðir, hefst slíkt als- herjar-glingló í hausnum á borgarbúum að hörðustu timburmenn eru barnaleikur í samanburði við þau ósköp. Á þessum morgni vænta menn þess að þurfa ekki að búa við þungan umferðarnið hl jóðkúfalausra umferðatækja og að eitthvað i líkingu við kyrrð ráði ríkjum fremur en endranær. En þá skeður það að borgarbúar vakna upp með and- fælum við það að dælt er fortimbrandi og ærandi hljóðmengun úr kirkjuturnum borgar- innar með þeim afleiðingum að allir borgar- búar roktimbrast á stundinni, bæði þeir sem „falleruðu" kvöldið áður, sem og ófalleraðir. Og slikur er gauragangurinn að menn eru þess fullvissir í svefnrofunum að dómsdagur sé kominn og víst fáir í vafa um að þeir séu komnir til helvítis. Nú er éq ekki að seqja að klukknahljómur geti ekki verið bæði fallegur og hugljúfur, en þegar hann er f raminn af slíku smekkleysi, þá er hann engu betri en eitrið, sem Gufunes- verksmiðjan ælir, opin skólpræsi, né önnur mengun. Það er ekki nóg með að klukkur séu barðar eins og blautur fiskur, heldur er klukknahl jómur spilaður út í eterinn af segul- bandi með styrk, sem er mörghundruð desí- bilum fyrir ofan það sem mannlegt eyra þolir og allt mannlif hljóðlátra sunnudagsmorgna verður óbærilegt. Hver kirkjuturn öskrar yfir bæjarbúa sínu prívatglinglói. Einn spilar dægurlag, annar sálm, þriðji fingrapolka og fjórði hestavísuna „Víst ertu Jesús kóngur klár" og úr þessu verður slikur hl jóðmengunaróskapnaður að borgarbúum liggur við algerri sturlun. Nýjustu kannanir sýna að vísu að drykkju- skapurá laugardögum hefur farið mjög í vöxt á laugardögum og er ekki talinn vafi á því að menn líti þannig á að úr því að þeim sé gert að þola hörmungar „timbursins" hvort sem er, þá sé eins gott að drekka sig ærlega fullan aðfaranótt sunnudagsins og freista þess að sofa klukknahl jóminn af sér og timbur- mennina úr sér morguninn eftir. íbúar Laugarneshverfis, sem hafa eins og aðrir bæjarbúar búið við það árum saman að vakna við vondan klukknahljóm, hafa nú vaknað við þann vonda draum að húseignir í hverfinu eru hriðfallnar i verði vegna hljóð- mengunar úr kirkjuturni hverfisins. Þetta vesalings fólk hef ur reynt að fá lögbann sett á klukknabarninginn, en verið af slæmum dóm- stólum synjað. Nú fækkar íbúum hverfisins óðfluga og virðist kjörið tækifæri fyrir heyranarskerta að fá íbúðir fyrir slikk í Laugarneshverfinu. Þegar hefur verið komið á stofn kvöldskóla í fingramáli í Laugarnes- hverfinu en því má beita bæði meðan klukk- urnar hringja, sem og í samskiptum íbúanna eftir að þeir eru gersamlega búnir að missa heyrnina, en heyrnarleysi mun algengara þarna í hverfinu en annars staðar í „borginni okkar". Sterklega kom til greina að halda borgara- fund í hverf inu, ef koma mætti með samstöðu í veg fyrir þá hljóðmengun sem er á góðum vegi með að sprengja ístaðið, kuðunginn og hljóðhimnuna, en frá slíkum fundi varð að hverfa þar sem aldrei er fundarfært í hverf- inu fyrir hávaða í klukkunum. Talið er að það verði fyrsta verkefni hins nýja borgarstjórnarmeirihluta, sem tekur við aðafloknum kosningunum um þessa helgi, að f lytja þá fáu sem ekki eru orðnir heyrnarlaus- ir og sturlaðir, úr Laugarnesinu og flytja þangað fólk, sem að aflokinni læknis skoðun hefur verið úrskurðað heyrnar- laust eða stórlega heyrnaskert, eins og til sæmis poppara. Sannleikurinn er nefnilega sá að þótt popparar virðist oft eins og vankaðir þarf það ekki að stafa af því að þeir séu vitlausari en annað fólk. Þeir eru bara heyrnarlausari. Þeir eru dæmigerð fórnardýr þeirrar ærandi hljóð- mengunar, sem tröllríður öllu um þessar mundir. Þess vegna segi ég enn og aftur. Þegar búið er að loka skólpræsum höfuðborg- arinnar til að fyrirbyggja taugaveiki, þá ættu borgaryf irvöld að vinda bráðan bug að því að byrgja ærandi hl jóðmengunarskólpið í „borginni okkar" til að fyrirbyggja almenna taugaveiklun. Og taugaveiklun er líklega ekki hægt að fyrirbyggja, nema með eftirfarandi læknisráði úr Laugarnesinu. Þögn mun teljast þér til bóta þögnina svo margur kaus. En þagnar ei þú nærð að njóta nema sértu heyrnarlaus. Flosi Jón Sigurbjörnsson og Hjalti Rögnvaldsson i hlutverkum slnum I „Valmúinn springur út á nóttunni”. hálfgerður einfeldningur. Það virðist raunar vera algert inn- tökuskilyrði i þá alþýðu sem Jónas Arnason hefur búið sér til að vera hæfilega einfaldur og mátulega skrýtinn, og helst nátt- úrlega að hafa verið til sjós. Um sýninguna i heild er fátt eitt að segja, en ég hygg að leikhúsið hafi fengið það út Ur þessu verki sem i þvi býr. Leikmynd Stein- þórs Sigurðssonar er að visu með dauflegasta móti og leikarar og leikstjóri megna ekki að glæða leikinn lifi á sviðinu nema endr- um og sinnum, en það er ekki þeim að kenna. Sverrir Hólmarsson. Alþýðan dafni frjáls t upphafsatriðunum er að finna það sem skást er i þessu verki. Það eru mannspartar i lýsingunni á Keopsi togarakalli sem er kom- inn heim i þorpskirkjugarðinn til að reisa móður sinni minnis- varða, og Jón Sigurbjörnsson berst hetjulega við sitt hlutverk en hlýtur að biða ósigur að lokum. Þaðbregður fyrir skemmtílegum tilþrifum i sjónvarpsatriðunum, þar sem Sigurður Karlsson og Margrét Helga Jóhannsdóttir bregða upp kostulegum myndum. En það er einmitt i ádeiluskotum sinum sem Jónasi bregst boga- listin hrapallegast. Þar er hvorki á ferðinni beinskeytt kimni né markviss sundurgreining, heldur einungis fruntaskapur og ofstæki. Hatur á Svium og ungu róttæku fólki brýst hér út á heldur óvið- kunnanlegan hátt. Það á að heita svo að Freudistinn (sem Hjalti Rögnvaldssonleikur) eigi að vera fulltrúi þeirra sem eru svo drukknaðir i kenningum að veru- leikinn er þeim hulinn (og vissu- lega er slíkt fólk til) en i reyndinni er þessi persóna notuð sem ein- hvers konar allsherjar Utrás höf- undar fyrir andúð á ungum rót- tæklingum, ungu háskólafólki og Megasi. Hið siðasttalda, bein stæling leikarans á þeim ágæta listamanni, er einhver .grátleg- asta smekkleysa sem ég hef horft uppá og nánast ótrúlegt að góður listamaður eins og Hjalti Rögn- valdsson skuli láta hafa sig út i slikt. Freudisti þessi er i för með ungri stúlku er Fidela kallast, og er hressilega leikin af Lilju Guð- rúnu Þorvaldsdóttur, nýliða, sem hefur vakið verðskuldaða athygli á sýningum Nemendaleikhússins i vetur. Fídela þessi nýtur nokk- urrar náðar fyrir augliti höfund- arins i krafti þess að hún trúir þvi að marxistar eigi að þekkja til erfiðisvinnu og kann aukinheldur nokkuðtilmúrverks, en er annars _eikfélag Reykjavikur iýnir VALMUINN SPRINGUR OTÁ NÓTTUNNI eftir Jónas Árnason Leikstjóri: Þorsteinn Gunnarsson Leikmynd: Steinþór Sigurösson Leikrit Jónasar Árnasonar fram til þessa hafa öðlast að ýmsu leyti verðugar vinsældir í I nýjasta verki hans, Valmúinn springur Ut á nóttunni, er eins og höfundur gefi þessum áðurnefndu veikleikum sinum algerlega laus- an tauminn. Hvað form og stil á- hrærir er verkið undarlegur hrærigrautur. Það upphefst i al- þýðlegum hálfkæringsstil með í- vafi af reviuinnskotum og farsa. Um mitt verk er svo allt i einu skipt yfir i hjartnæma ástarsögu með pólitisku ivafi, og er hún flutt sumpart með hástemmdum orð- um af munni Margrétar Ólafs- dóttur, eða með álika vandræða- legum athöfnum ásviðinu. Hef ég krafti hnyttilegra tilsvara, sterkrar og einfaldrár atburða- rásar og alþýðlegrar framsetn- ingar.Þessirágætukostirhafa þó einatt verið i bland viö önnur ein- kenni sem hafa gert það að verk- um að erfitt hefur veriö að hrífast fyllilega með. Þar hefur vegið þyngst annars vegar nokkuð á- berandi skortur á formskyni og stilvitund, en hins vegar nokkuð rik tilhneiging til alþýðusmjaðurs og tilfinningasemi, sem hefur þegar v^rst létsnúistupp i vellu. Hingað til hafa þó þessi einkenni ekki orðið yfirgnæfandi i verkum Jónasar, þau hafa lotiö i láginni fyrir öðrum og betri hlutum. satt að segja sjaldan séð eins klaufalega framsetningu á leik- sviði. Það er i þessari ástarsögu sem tilhneigingar Jónasar til alþýðu- smjaðurs og tilfinningasemi fá ó- beislaða Utrás. Þessi saga af fá- tæka sjómannssyninum sem misstí föður sinn i sjóinn, varð ástfanginn af dóttur rika manns- ins en var meinað að njóta hennar af vondum auðmönnum og fasist- um, er i sjálfri sér heldur fráleit, en það er þó endanlega stfll henn- ar sem ómerkir hana m'eð öllu, hinn mikli belgingur, grátklökkv- inn i tóninum og vægðarlaus lág- kúran i orðafarinu. X-G

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.