Þjóðviljinn - 27.05.1978, Side 3

Þjóðviljinn - 27.05.1978, Side 3
Laugardagur 27. mal 1978. ÞJÖÐVILJXNN — SÍÐA 3 Stjórnir SHI og SÍNE Dapurlegar túlkanír hjá formanni Lánasjóds, Jóni Sigurössyni, ritstjórnarfulltrúa i fjölmiðlum hafa birst næsta undarlegar túlkanir á dómi bæjarþings Reykja- víkur i máli námsmanns gegn stjórn Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna. Hér er að sjálfsögðu átt við þá túlkun Jóns Sigurðssonar, formanns LIN, sem bókuð var á stjórnarfundi sjóðs- ins 23. maí sl. Sérstaklega hefur fréttaflutningur ver- ið dapurlegur í Tímanum, þar sem þessar annarlegu túlkanír hafa átt upp á pallborðið, en á þeim bæ er fyrrnefndur Jón ritstjórn- arfulltrúi. Þessar rakalausu túlkanir Jóns ganga út á það að dómurinn hafi staðfest að eðlilegt tillit hafi verið tekið til framfærslu barna i út- hlutunarreglum LIN. Þetta er al- rangt. Þvi létu fulltrúar náms- manna i stjórn Lánasjóðsins bóka eftirfarandi m.a.: „Það eina i dómnum sem hugs- anlega gæfi tilefni til slikrar rök- semdafærslu er að þar er áréttað að tekið hafi verið tillit til þess að stefnandi hafi barn á framfæri sinu að þvi leytiað umframtekjur hans eru miðaðar við 25% hærri upphæð en ella (bls. 341). Rétt er að leggja á það áherslu að um þetta var enginn ágreiningur á milli stefnanda og stefndu. Eins og fram kemur I dómnum lýsti lögmaður stefnanda þvi yfir að þessu sé „ekki andmælt á nokk- urn hátt”. Þetta er þvf algjört aukaatriði i málinu. t raun snýst málið um það hvort úthlutunar- reglur séu I samræmi við lög og reglugerð sem kveða skýrt á um að tekið sé tillit til fjölskyldu- stærðar. Niðurstaða dómsins er ótviræð að þessu leyti: úthlutun- arreglurnar eru i andstæðu við á- kvæði 3. gr. laganna og 11. gr. reglugerðarinnar. Rétt er að i rökstuðningi þessarar niðurstöðu er höfuðáhersla lögð á það að ekkert tillit hafi verið tekið til maka námsmanns og þeirrar staðreyndar að hún hafði mjög litlar tekjur. Þetta er ástæðan til þess að aðeins stuttlega er vikið að þvi á hvern hátt tekið er tillit til barns á framfæri námsmanns, sem er ekki ágreiningur um að er að þvi leyti að umframtekjur námsmanns reiknast við 25% hærri upphæð en ella. Þetta merkir auðvitað ekki að niður- staða dómsins sé á þá leið að eðli- legt tillit sé tekið til framfærslu barna þar sem ljóst má vera að sé námsmaður með barn á fram- færi, tekjulaus eða tekjulltill, þ.e. hafi minni tekjur en marktekjur, er ekkert tillit tekið til framfærslu barnsins (barna).Rétt er að taka fram að það er einmitt barnafólk sem hefur skerta möguleika á að afla sér umframtekna. Af þessu má ljóst vera að eina raunhæfa leiðin til að taka tillit til fram- færslubarns (barna) er að reikna framfærslu þess beint inn i fram- færslukostnað námsmanns. Af ofangreindu leiðir að dómur- inn gefur alls ekki til kynna að eðlilegt tillit sé tekið til fram- færslu barna I úthlutunarreglum LIN. Þvert á móti liggur hið gagnstæða i augum uppi. 1 dómn- um er margitrekað að lög og reglugerð kveði skýrt á um að veita beri lán með tilliti til f jölda þeirra er lánþegi hefur á fram- færi sinu. Dómari sér jafnvel á- stæðu til að taka það fram svo það fari ekki á milli mála að bæði er átt við maka og barn (börn). Og i dómsorði er kveðið á um að endurskoðun lánaúthlutunar til Egils beri að framkvæma með til- liti til fjölskyldustærðar en ekki aðeins maka námsmanns. A eng- an hátt er þvi hægt að túlka dóm- inn þannig að úthlutunarreglurn- ar taki eðlilegttillit til framfærslu barna. I máli Egils var að visu tekið tillit til þess að hann hafði barn á framfæri en aðeins aö litlu leyti og aðeins vegna þess að Egill hafði þær tekjur að 25% hærra umframtekjumark kom honum til góða. En það er ljóst aö það er stór hópur tekjulitilla námsmanna sem hafa barn (börn) á framfæri sinu sem ekk- ert tillit er tekið til vegna ólög- legra úthlutunarreglna.” Jón Sigurðsson. Félag áhugamanna um heimspeki Önnur tilraun Aðalfundur Félags áhuga- manna um heimspeki sem boðað var til þann 7. mai, var ólögmæt- ur sakir ónógrar þátttöku. Sam- kvæmt lögum félagsins verður þvi aðalfundurinn haldinn sunnu- daginn 28. mai 1978, i Lögbergi og hefst hann kl. 14.00. Að fundinum loknum eða um kl. 14.30, flytur Vilhjálmur Arnason erindi sem hann nefnir „Siöfræði Jean-Paul Sartres”. Verður er- indi Vilhjálms hið siðasta á þess- um vetri. Almennar tryggingar hafa flutt aðalskrifstofur sínar úr Pósthús- stræti9,ínýog rúmgóð húsakynni að Síðumúla 39, en afgreiðsla verður þó áfram á götuhæð í Pósthússtræti. í hinu nýja húsi mun fyrirtækið hafa betri aðstöðu til allrar þjónustu við viðskiptavini sína. Að Síðumúla 39, á horni Síðumúla og Fellsmúla, eru næg bílastæði og greið aðkeyrsla, hvort heldur þú kemur akandi Síðumúlann sjálfan eða Grensásveg og Fells- múla. .... —.... ...................... Miðbæjarafgreiðsla áfram opin að Pósthússtræti 9 TRYGGINGAR Síóumúla 39 / Sími 82800 Pósthússtræti 9 / Sími 17700 Pípulagnir Nýlagnir, breyting- ar, hitaveitutenging- ar. Simi 36929 (milli kl. 12 og 1 og eftir kl. 7 á :kvöldin)

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.