Þjóðviljinn - 27.05.1978, Page 4

Þjóðviljinn - 27.05.1978, Page 4
4 SIÐA — ÞJÓDVILJINN Laugardagur 27. mal 1978.’ DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfmgar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Berg- mann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Ein- ar Karl Haraldsson. Umsjón með sunnudagsblaði: Arni Bergmann. Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson Ritstjórn, afgreiðsla auglýs- ingar: Siðumúla 6, Sími 81333 Prentun: Blaðaprent hf. Kjörseðill er vopn í kjarabaráttu Rikisstjórnin hefur skilað aftur broti af kauprán- inu frá 1. mars. Það sýnir að verkalýðshreyfingin hefur náð verulegum árangri i baráttu sinni með verkföllunum 1. og2. mars, með útskipunarbanninu og með verkföllum Iðju. Þessi árangur verkalýðs- samtakanna er mikils virði vegna þess meðal ann- ars að hann er fenginn með óvenjulitlum fórnum af hálfu verkalýðsins i landinu. Oft hefur þurft löng allsherjarverkföll til þess að ná árangri. Það er hins vegar ljóst að rikisstjórnin gaf lika eftir nú af ótta við að tapa kjósendafylgi. Það sýnir um leið hvilikt vopn kjörseðillinn er i kjarabaráttunni, það sýnir að kjósendur geta náð enn meiri árangri þegar á morgun i kosningunum til borgarstjórnar Reykja- vikur og byggðastjórna annars staðar i landinu. Kosningarnar eru kjarabarátta nú sem aldrei fyrr, kjörseðillinn getur verið beittara vopn i kosninga- baráttunni nú en nokkru sinni fyrr. Þannig eru kosningarnar til borgarstjórnar Reykjavikur mikil- vægur hlekkur i kjarabaráttunni um leið og þær snúast um það að treysta félagshyggju gegn gróða- hyggju i sjálfri stjórn borgarinnar. —s. Fylkjum liði um G-listann Guðmundur Vigfússon, sem um áratugaskeið var foringi reykviskra sósialista i borgarmálum, segir i grein i Þjóðviljanum i gær: „Reykvikingar þurfa að tryggja fjórða manni G- listans, Guðrúnu Helgadóttur, kosningu i borgar- stjórn á sunnudaginn. Guðrún Helgadóttir hefur með störfum sinum i Tryggingastofnun rikisins og öllum afskiptum sinum af stjórnmálum og félags- málum sýnt og sannað að hún er verðugur fulltrúi þeirra viðhorfa sem eru grundvöllur Alþýðubanda- lagsins og nú þarf að efla innan borgarstjórnar. Vegna heiðurs sins og hagsmuna á alþýða Reykja- vikur að tryggja Guðrúnu Helgadóttur kosningu i borgarstjórn með því að fylkja öflugu liði um G-list- ann á sunnudaginn kemur.” —s. Þitt atkvæði getur ráðið úrslitum I borgarstjórnarkosningunum á morgun er tekist á um grundvallarviðhorf. Það verður tekist á um hvort borginni á að stjórna á forsendum félags- hyggju eða einkagróða. Það verður tekist á um það hvort höfuðstaður landsins á áfram að sæta fólks- flótta og tekjulækkun, meðan aðrar byggðir dafna, eða hvort Reykjavik á að verða blómleg byggð sem fólkið i landinu sækir til og er stolt af. Borgarstjór- inn I Reykjavik hefur lýst þvi yfir, að honum sé sama þó að atvinnutækifærin flytjist burt úr Reykjavik, en Alþýðubandalagið hefur lagt fram tillögur um eflingu atvinnulifs i borginni á félags- legum forsendum. Á morgun, 28. mai, verður valdið i höndum hvers einasta kjósanda. Þetta vald verða kjósendur að nota vel, þvi það gefst tæplega aftur fyrr en eftir fjögur ár. Á morgun getur oltið á einu einasta at- kvæði um það hvernig höfuðstað landsins verður stjórnað — kannski þinu atkvæði. — s. ingum voru veitt lán sem á nú- gildandi verðmæti nema 8 mil- jónum kr., 7 miljónum kr., 5 miljónum kr. og 1 miljón kr. Lán þessi voru til margra ára og er það stærsta þeirra enn ógreitt. Jafnframt hefur bæjar- stjórnarmeirihlutinn notað Gjafasjóðinn til að lána bæjar- félaginu rekstrarfé. Hús á góðu verði 4) Húseignin Vesturgata 28 sem var eign Gjafasjóðsins var fyrir ári siðan selt fyrirtæki sem Guðmar Magnússon, vara- bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins er annar aðaleigandi að. Húsið var selt á 12 miljónir kr. sem var 10 miljónum kr. minna en gildandi fasteignamat á þeim tima. Ekkert reiknings: yfirlit frá ’64 5) Þegar blað H-listans vakti máls á málefnum Gjafasjóðsins fyrir tveimur vikum síðan hafði Rikisendurskoðun ekki verið send reiknisyfirlit frá 1964 eða frá þeim tima sem meirihluti Sjálfstæðismanna tók við stjórn Gjafasjóðsins Þessum reiknis- yfirlitum var hins vegar skilað til Rikisendurskoðunar þremur dögum eftir útkomu blaðs H- listans. Hvergi auglýst? 6) Þrátt fyrir fullyrðingar meirihlutamanna um að aug- lýsingarum sölu húseignarinnar Vesturgötu 28 hafi birst einu sinni til tvisvar i viku m.a. á fyrri hluta árs 1977 hafa engar slikar auglýsingar verið finnan- legar i blöðum, enda hafa tals- menn meirihlutans ekki orðið viö þeirri áskorun H-listablaðs- ins að birta skrá yfir dag- setningar auglýsinga. Sjóðnum sóað að mestu Fulltrúar H-listans á Sel- tjarnarnesi hafa gagnrýnt það harðlega að sá sjóður sem Sigurgeir Einarsson gaf til byggingar elli- og hjúkrunar- heimilis á Seltjarnarnesi hafi ekki verið ávaxtaður eins og skipulagsskrá hans mælir fyrir um, heldur hefur honum verið sóað að mestu með vafasömum lánveitingum og óeðlilegri sölu húseignarinnar Vesturgötu 28. Opinber rannsókn Magnús Erlendsson, forseti bæjarstjórnar, hefur óskað eftir opinberri rannsókn á afmörkuð- um atriðum sem snerta hann persónulega i málefnum Gjafa- sjóðsins. Um leið og forsvars- menn H-listans fagna þvi að for- seti bæjarstjórnar skuli nú hafa dregið til baka fyrri rangfærslur um mál þetta setjum við fram þá kröfu að öll stjórn meiri- hlutamanna á Gjafasjóði Sigur- geirs Einarssonar frá og með 1964 verði tekin til opinberrar rannsóknar. Skólabókardœmi Ekki er vanþörf á. Og enda þótt Magnús Erlendsson, forseti bæjarstjórnar, bendi á i bréfi sinu til ábyrgðarmanns H-list- ans að ekkert lán hafi verið veitt úr sjóðnum frá þvi hann tók við formennsku, er ábyrgö þeirra Sjálfstæðisforkólfa á Nesinu mikil. Margt bendir til þess að hér sé komið skólabókardæmi um hvernig óprúttnir eigin- hagsmunamenn nota aðstöðu sina og itök i bæjarstjórnum til þess að skara eld að eigin köku. Fullljóst er að fara verður rækilega ofan isaumanaáöllum atriðum þessa máls með opin- berri dómsrannsókn. rUh Seinheppnir Sjálfstœðismenn Sjötta júni 1944 réðust breskar og bandariskar hersveitir inn i Normandy og var þar með haf- in frelsun Frakka úr helsi nas- ismans. Innrásin boðaði um leið að fall Hitlers-Þýskalands væri skammt undan. 1 áætlunum var innrásardagurinn nefndur ,,D- day”. Vissulega boðaði D-dag- urinn sumariö 1944 endalok rikj- Ingjaldssonar ábyrgðarmanns H-listans, þar sem sá fyrrnefndi óskar eftir rannsókn á nokkrum atriðum er hann snerta per- sónulega, en sá siðarnefndi krefst fyrir hönd H-listans rann- sóknar á allri stjórn og meöferð meirihluta Sjálfstæðismanna á sjóðnum. Hér fer á eftir hluti úr frétt sem H-listamenn sendu frá sér i gær. Millifyrirsagnir eru Þjóð- viljans. 1 fréttinni eru taldar upp þær staðreyndir sem fram eru komnar i málinu: Kosningaborði ihaldsins: Boðar hann umbreytingu rikjandi ástands? andi ástands á meginlandi Evrópu. Nú hafa kosningasmal- ar Sjálfstæðisflokksins enn á ný reynt að nota þetta striösminni sér til framdráttar vegna þess að það hæfir svo vel listabók- stafnum. En vel mættu þeir hugleiða hvað D-dagurinn fól i sér fyrir striðshrjáðan almenn- ing Frakklands og Þýskalands. Hann boðaði endalok valdakerf- is nasistanna, ekki áframhald. Enga samlikingu viljum við draga milli valdakerfis þeirra og Sjálfstæðisflokksins i Reykjavik. En i hugum fólks um allan heim er D-dagur tákn um að ný og betri tið sé i vændum. 1 hugum okkar tákn um nýja og betri stjórn borgarmála. Sjóði sóað á Nesinu I blöðum H-listans á Sel- tjarnarnesi, lista vinstri manna og óháðra, hefur að undanförnu verið flett ofan af fjármála- hneyksli meirihlutamanna Sjálfstæðisflokksins i bæjar- stjórn. Málið snýst um meðferð opinbers sjóðs i eigu bæjar- félagsins sem Sjálfstæðismenn hafa farið með sem sinn einka- sjóð, notað til lána milli bæjar- fulltrúa og vildarvina, og ráðs- mennska meirihlutamanna með fé og eignir sjóðsins hefur verið þvilik að hann hefur rýrnað ó- eðlilega. Sjóðnum hefur verið sóað að mestu með vafasömum lánveitingum og óeölilegri sölu húseignarinnar Vesturgötu 28. H-listinn hefur nú sent frá sér sérstaka fréttatilkynningu vegna þessa máls, þar sem drepið er á helstu staðreyndir þess. Með fréttinni fylgir einnig skrá yfir lánveitingar úr Gjafa s jóði Sigurgeirs Einarssonar frá ’63 til '11 og afrit af bréfaskipt- um Magndsar Erlendssonar, forseta bæjarstjórnar, og Njáls Einkasjóður Sjálfstœðis- manna 1) Gjafasjóður Sigurgeirs Einarssonar var stofnaður árið 1953 og var honum ætlað að standa straum af kostnaði við byggingu elli- og hjúkrunar- heimilis á Seltjarnarnesi. Eftir að Sjálfstæðisflokkurinn fékk meirihluta á Seltjarnarnesi árið 1964 hefur hann farið einn með stjórn þessa sjóðs og neitað minnihlutanum i bæjarstjórn um að tilnefna endurskoðanda úr röðum minnihlutans. Mi/jónatuga rýrnun 2) A timabilinu 1964—1978 hafa eignir sjóðsins rýrnað um marga tugi miljóna og kemur þar einkum til að fulltrúar meirihluta sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi hafa notað sjóð- inn til einkalánveitinga og selt húseign hans langt undir fast- eignamatsverði. Undarleg lána- starfsemi 3) A skrá sem endurskoðandi sjóðsins hefur nú afhent for- svarsmönnum H-listans kemur fram að þegar sjóðurinn var undir stjórn Karls B. Guðmundssonar, þáverandi forseta bæjarstjórnar, bæjar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, var öðrum bæjarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins og öðrum for- ystumönnum á Seltjarnarnesi veitt lán úr sjóðnum sem að nú- gildandi verðmæti nema mörg- um miljónum króna. Einstakl-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.