Þjóðviljinn - 27.05.1978, Síða 7
Laugardagur 27. mal 1978. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7
3Öllu því sem hér hefur verid lýst og til heilla horfir
virdist borgarstjórnarmeirihlutinn vera
andsnúinn, enda enga forystu haft, og öllu því sem
til óheilla horfir ber hann ábyrgö á.
Hjalti
Þórisson
Borgarstjórn — hverfa-
samtök — hverfastjórn
t upphafi vil ég visa tii tveggja
fyrrigreina (Þjóöviljinn 20.5 og
Þjóðviljinn 2 .5) til nánari skýr-
inga. Sérstaklega varðandi um-
ferða-. skipulags-og umhverfis-
mál Reykjavikur.
Niðurstaða þessara tveggja
greina er sil að borgarar
Reykjavikur hafi látið traðka á
borgaralegum réttindum sín-
um, sérstaklega varðandi frið-
helgi einkalifsins. Þeir hafa i
þeim efnum sýnt einstakt sinnu-
leysi og félagslegan vanþroska.
AUa sök á þeim ólestri mála
sem lýstvarl fyrri greinum ber
að lýsa á hendur borgarstjórn
og þar af leiðandi borgurum
sjálfum.
Reykjavik er allt annað en
indæl borg, eins og málum er
komið og hefur við óeðlilega
mörg stórborgarvandamál að
striða miðað við stærð. Það
heyrist glöggt á tali fólks, sem
kvartar undan stressi, hraða,
hávaða og aðstöðuleysi, og fólk
flýr borgina unnvörpum.
Borgarstjórnarmeirihlutinn
hefur hins vegar ekki annað að-
hafst en að fjölga stórborgar-
vandamálunum undir þvi yfir-
skini, að verið sé að leysa þau
(vegna rangrar og úreltrar
stefnu eða stefnuleysis i skipu-
lagsmálum. Sjá fyrri grein).
Borgararnir eiga skýlausa
heimtingu á þvi, aðibúðahverfir
séu friðsælir staðir, en yfirvöld
virðast enga virðir.gu bera fyrir
þvi.
Hvað má þá verða til hjálp-
ræðis? — VIÐ!
Mörgu þarf að breyta til að
svo megi verða. Til dæmis að
byggja nýja miðbæi, — að veita
þeim f jármunum, sem nú fara i
margar minniháttar hraðbraut-
ir i fáar stórar, sem tengja vel
miðbæina og liggja framhjá
ibúðahverfunum, sem þurfa að
vera lokuð fyrir gegnumakstri.
Mikilvægast er þó að stofnuð
verði hverfasamtök, til að koma
málunum fram.
Hverfasamtök geta gegnt
geysi þýðingarmiklu hlutverki,
ef þau erusterk og rétt er á mál-
um haldiö. Þau eiga og geta orð-
ið virk baráttutæki borgaranna
fyrir hagsmunum sinum ekki
sist ef verkalýðsfélögin létu
þessi mál til sin taka.
Auk þess að beita sér fyrir
hagsmunum ibúanna geta
hverfasamtök starfað að ýmsu
leyti sem sveitarstjórnir (og
ekki værióeðlilegtaðþau fengju
hluta útsvars) og hverfin þá
verkað sem undir-sveitarfélög
borgarinnar. (Þar sem t.d.
mini-strætisvagnar gengju inn-
an hverfanna og aðrir eftir
hraðbrautunum milli þeirra).
Hverfasamtökin gætu haft
samráðog samstarf við borgar-
yfirvöld um skipulag, fram-
kvæmdir og ýmiskonar
þjónustu við borgarana s.s.
sorp- gatna- og lóðahreinsun.
Samtökin gætu tekið félags-
heimili, elliheimili og dagvist-
unarstofnanir svo e-ð sé nefnt.
Þau gætu haft forystu um að
koma á tengslum milli fólks
innan hverfanna (en slikum
tengslum hefur mjög hrakað)
og stofnað áhugahópa um ýmis
sameiginleg áhugamál ibúanna
og rekið vinnumiðlun innan
hverfanna.
1 höndum borgarstjórnarinn-
ar er græna byltingin ekki
annað en nokkrir grasgeirar og
ræmur meðfram hraðbrautum.
Vesælar tilraunir til að breiða
yfir eigin skipulagsmistök. t
höndum sterkra hverfasamtaka
þyrfti borgarstjórnin hins vegar
ekki að hafa miklar áhyggjur af
henni. Fólkið sjálft sæi hags-
muni sina i veði og gæti haft
áhrif á skipulagið og ráðstöfun
eigin fjármuna og trúlega auk
þess fúst til að leggja fram
sjálfboðavinnu.
Eðlilegast er að hverfasam-
tök fái inni við skólana t.d. fyrir
fundahöld og skrifstofu, enda
yrði það til nánari tengsla full-
orðinna og barna.
Þvi er ekki að leyna að hér
hefur verið dregin upp nokkur
„útópia”, en eftir hverju er að
biða? Virðingarleysið fyrir gró-
inni byggð með óskert landrými
er algjört. Endanlega hljóta
hverfi að fá fast form og afleitt
er að stöðugt sé verið að fylla i
skörðin og raska góðu jafnvægi.
Othverfi Reykjavikur, ná-
grannasveitarfélögin, virðast
sjá hag sinum best borgið með
þvi að loka að sér og vera sér-
stakir kaupstaðir — ai hverju
ætli það sé?
öllu þvi sem hér hefur verið
lýst og til heilla horfir virðist
borgarstjórnarmeirihlutinn
andsnúinn, enda enga forystu
haft, og öllu þvi sem til óheilla
horfir ber hann ábyrgð á, — það
ber því að dæma hann af verk-
unum eins og hann biður um.
Víkingur H.
Arnórsson, prófessor:
Merkjasala
Hringsins
Að venju munu Hringskonur
bjóða merki sin til sölu á
kosningadaginn og má segja að
það sé orðin nokkurs konar hefð
að þær ,fái leyfi til að minna á
starfsenvi sina við slik tækifæri.
Kvenfélagið Hringurinn sem
var stofnað 1904 hefur ætið haft
manúðarmál efst á stefnuskrá
sinni. Fyrsta verkefnið var að
hjálpa bágstöddum sængurkon-
um með mjólkur- og fatagjöfum.
Þar næst tóku Hringskonur að sér
að greiða götu berkasjúklinga
sem þá voru fjölmennir i landinu
bæði með þvi að standa straum af
legukostnaði á sjúkrahúsum og
slðar með rekstri hressingarhælis
i Kópavogi.
í byrjun fimmta áratugsins
ákvað félagið að taka sér það
verkefni fýrir hendur að koma
upp barnaspitala sem enginn var
tii i landinu. Avöxtur af þessari
ákvörðun þeirra er Barnaspitali
Hringsins i Landspitalanum og
Geðdeild Barnaspitala Hringsins
við Dalbraut. Hringskonur hafa
ávallt verið reiðubúnar að hlaupa
undir bagga með fjárframlög
þegar barnadeildirnar hefur van-
hagað um eitt eða annað sem hið
opinbera hefurekki getað lagt fé
til s.s. leikföng, bækur, rann-
sóknartæki og jafnvel húsgögn i
sjúkrastofur. Minna má og á 2ja
milj. króna framlag Hrings-
kvenna um siðustu jól til endur-
hæfingarstarfsemi fyrir börn á
vegum Félags fatlaöra og
lamaðra. Og eftir gosið I Vest-
mannaeyjum gáfu þær 1 milj.
króna til styrktar börnum þaðan
sem á aðstoð þurftu að halda.
Hringskonur hafa aflað fjár til
starfsemi sinnar eftir ýmsum
leiðum. Þær voru fyrstar til að
hefja sölu á minningarkortum en
þaðvar árið 1914. Þá hafa þær og
haldið basar á hverju hausti og
kaffisölu I desember sem hvoru-
tveggjahefurreynstmjög vinsælt
meðal bæjarbúa.
1 dag eru þær svo með merkja-
sölu. Ég vil hvetja alla borgarbúa
til góöra undirtekta og veita með
þvi góöu máh lið.
Berum öll merki Hringsins i
barmi á kosningardaginn.
Styðjum fórnfúst starf.
Hús með rætur. Mynd: Sigrún Eldjárn.
Mynd: Sigrún Eldjárn
Miöbœrinn í Reykjavík:
Ádur 92 timburhús, innan
skamms 21
Kannski eitt eftir ad lokum
Frá þvi nálægt árinu 1955 eða á
rúmum 20 árum hafa orðið all-
miklar breytingar á svæðinu milli
Garðastrætis-, Tjarnar-, Lækjar-
og Hafnarstrætis eða nánar til-
tekið á svæðinu Garöastræti —
Túngata — Suðurgata — Vonar-
stræti — Lækjargata — Hafnar-
stræti — Vesturgata. Svo er að sjá
að á svæðinu hafi verið um 92
timburhús. Af þeim hafa fjölmörg
verið rifin, nokkur brunnið og tvö
verið flutt að Arbæ eða alls 34 hús.
Eru þá eftir 58 hús. I tillögum um
uppbyggingu Grjótaþorps er gert
ráð fyrir að 28 timburhús viki en I
tillögum um uppbyggingu við
Vallarstræti og Veltusund er 9
timburhúsum ætlað að vikja.
Yrðu þá eftir 21 af 92 timburhús-
um. Flogið hefur fyrir að sumum
þeirra sé ætlað aö vikja og engin
trygging að neitt fái að standa ut-
an Aðalstræti 10.
COr blaðinu
Vinaminni)
Fréttarabb úr Eyjum
Vestmannaeyjum 23. mai 1978.
Mikill framkvæmdahugur er nú
i Vestmannaeyingum. Til dæmis
er verið að grafa upp Bárustlginn
og á að skipta um jarðveg I hon-
um, enda ekki vanþörf þvilikt
forasvað sem hann hefur verið i
regni. Hann á siðan að verða
göngugata, malbikuð i miðju, en
hellulögð til beggja enda. Verður
að þessu stór bót og prýði, enda
Bárustigurinn aðal verslunar-
hverfi Vestmannaeyjar bæjar,
„Austurstræti” Vestmannaeyja
þótt hann liggi frá norðri
til suðurs. Einhversstaðar
þarf hinn gangandi veg-
farandi að hafa skjól fyrir—
bllunum, sem gera h'tið ann-
að en ausa for og leðju. Viða má
sjá vinnuflokka að verki, unga
verkamenn við hreinsun og lag-
færingu á vegum, og nú stendur
yfir herferð gegn alls konar rusli
og sóðaskap, sem þyrlast til i
vindinum og er jaf nfögrum bæ og
Vestmannaeyjar eru til vanvirðu.
Frambjóðendurnir okkar tveir
efstu gerðu sér litið fyrir einn
daginn, þeirSveinn Tómasson og
Ragnar óskarsson og létu hendur
standa fram úr ermum við
hreinsunina. Ekki tóku frambjóð-
endur hinna flokkanna þátt i
þessari hreinsunar herferð, hafa
— sennilega haft öðru þarfara að
sinna, eða við skulum segja það.
Ekki má þetta bréfkorn fara
svo á þrykk að ekki sé minnst á
skipalyftuna umtöluðu, sem þeir
Sjálfstæðisherrarnir setja á odd
kosningaspjótsins, en ekki er ég
trúaður á að sú framkvæmd hefj-
ist i bráð, þó brýn sé. Þeir hafa
verið að tönnlast á þessu af og til
þegar mestur hefur verið i þeim
vindurinn i málgagni sinu Fylki,
sem er eins og hver önnur skraut-
útgáfa af Speglinum sáluga, en
ekkert orðið annað en japlið.
Töluvert er verið aö byggja, ein-
býlishús, blokkir, versiunarhús
og verkstæði.
Menn erú vaknaðir af lokavim-
unni. Slúttin eins og danskurinn
segir, fjarlægur draumur, bátar
teknir aðróa að nýjueftir uppgjör
og ný útgerðarlán. Afiabrögð eru
viðunnanleg. Tildæmis kom
Þristurinn inn i nótt með 15 tonn
af hreinum óg góðum þorski svo
ekki sýnir það að sá guli blessað-
ur sé útdauður, skipstjóri á Þristi
er Jóhann Guðjónsson, einnig
kom Björg með 19 tonn, en ufea-
borið. Fleiri bátar afla nú vel.
Nú eru bæjar og sveitar-
stjórnarkosningar i nánd meö
miklum viðbúnaði, enkyrrter yf-
ir málgögnum flokkanna, þó smá
skotséugefineins og til aðminn-
ast á tilveru sina, en i þeim er
ekkert púður eins og i gamla
daga. Menn koma við á kosninga-
skrifstofum andstæðinga sinna,
drekka þar kaffi, spjalla æsinga-
Framhald á bls. 22