Þjóðviljinn - 27.05.1978, Side 9
Laugardagur 27. mal 1978.' ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
inn ráðalausan.Ég vil að hún þegi
og geri eins og ég segi henni.
Varla hefur hún neitt á móti þvi.
Og svo verður hún að vera sæmi-
lega lagleg, holdug og bústin — en
það er nú bara það, skyldi nokkur
svoleiðis kona vilja mig? Jæja,ég
fæ mér þá bara hjólbörur i stað-
inn.
Gripum hka niður i umræður
kennara og nemenda i 24(2)
Napur sannleikur það.
En fyrr en varir situr karlgrey-
iðí súpunni og hver finnur ekki til
með Jóni i 84(1), þegar þau hjón
ræða huldufólkstrú:
„Steinarnir eru harðir, en
hjörtu álfanna eru mjúk eins og
meyjarbrjóst” segir Jón. Svo
horfir hann á Gunnu og hugsar.
Hvaðskyldi Jón annars vera að
hugsa?
Eftir að hafa lesið þessar
námsbækur fara erlendir is-
lenskunemar ekki i neinar graf-
götur um hefðbundna hlutverka-
skiptingu kynjanna hér á landi.
Hér verður aðeins hirt um að
nefna örfá dæmi af mýmörgum:
Konan vinnur i eldhúsinu. Það
er mjög sjaldgæft að eiginmaður-
inn vinni þar. I eldhúsinu er eigin-
konan drottning. Þar ræður hún
öllu...
Eldhúsiðer þvi orðið eitt mikil-
vægasta herbergi hússins. Þar
hittist fjölskyldan þar tala for-
eldrarnir við börnin, þar biður
eiginkonan um tiuþúsund kall
fyrirnýjum skóm.Þegar pabbinn
og börninerufarinút á morgnana
ryksugar mamman ibúðina. Hún
á auðvitað ryksugu, hvað held-
urðu? Stundum bónar hún gólfin.
31(2)
Þegar gestir koma i heimsókn
leggur húsfreyja á borðið, en hús-
bóndinn býður gestunum til stofu.
Stundum bakar húsfreyja eitt-
hvað, t.d. pönnukökur, og gestir
verða aðborða mikið,ef þeir vilja
vera kurteisir. 28(2)
A fötunum eru vasar og hnapp-
ar. Ef hnappur dettur af saumar
konan þin hann á fyrir þig. Ef gat
kemur á vasann saumar konan
þin það saman. Fyrir þetta gefur
þú konunni þinni koss á kinnina.
Nærfötin nefnast bolur, skyrta
og' nærbuxur. Þegar nærfötin
verða óhrein eru þau send i þvott.
Flestir þvo nærfötin i þvottavél
nú orðið. Sumir senda þau i
þvottahús. Eftir þvottinn strauar
konan skyrturnar og stifar flibb-
ana.Flibbinneroftast áfastur við
skyrtuna. 42(2)
En E.P. hefur nú fylgst með
rauðsokkaumræðum seinni ára
og slær nú að léttari strengi i
31(2):
En sumar eiginkonur hafa
þetta öðruvisi. Þær vinna úti og
segja við manninn sinn: viltu
gjöra svo vel að vinna heimilis-
störfin eins og ég. Ef maðurinn
möglar þá skipa þær honum að
hlýða sér. Þá gefst maðurinn upp
— hann hefuralltaf verið hræddur
við konuna sfna — og byrjar að
þvo upp, ryksuga og bóna. Mörg-
um finnst gaman að þessu. Sumir
islenzkir karimenn hlakka mjög
til þegar þeir geta verið heima og
séð um heimilið, meðan konan
vinnur fyrir fjölskyldunni. Þá
þarf konan að vera úti á s jó i öll-
um veðrum, koma heim tvisvar í
mánuði meðan maðurinn hefur
það rólegt i eldhúsinu, fær sér
kaff iog hlustar á óskalagaþáttinn
i útvarpinu. Bara að konur fái nú
sem fyrst jafnrétti á við karl-
menn, hugsa þeir.
Eiginmenn eru misheppnir,
stundum reynast gripirnir gallað-
ir, og þá er nú Þórður betur settur
með hjólbörurnar sinar.
Hvaö mundi Arabi gera, ef
hann ætti vonda konu? fá sér
fleiri.
Hvað mundi Frakki gera, ef
hann ætti vonda konu? fá sér hjá-
konu.
Hvað mundi islendingur gera,
ef hann ætti vonda konu? takk
fyrir, ég nenni ekki að skipta úr
þessu.
Skyldu ekki heilbrigðar erlend-
ar stúlkur sem ganga i Málaskól-
ann Mimiverafljótar að forða sér
úr landi eftir að hafa kynnst lýs-
ingu þessara kennslubóka á is-
lensku þjóðfélagi?
Það sem einkennir bækurnar
efnislega er takmarkalaus fyrir-
litningogniðurlægingkvenna auk
ósmekklegra skrumskælinga á
venjulegum athöfnum fólks.
Hvorutveggja á vist að heimfæra
undir fyndni, en lágkúruleg er
hún. H.ó.
Vlfar Þormóðsson, kosningastjóri G-listans
Undanfarnar vikur hafa tugir
manna unnið hér mikið starf,
sagði Olfar Þormóðsson
kosningastjóri G-listans þegar við
litum inn á Grensásveginn til
hans i gær. Langt fram á nætur og
allar helgar hafa menn lagt vinnu
i að ganga frá húsnæðinu hér og
gera það vistlegt. dreift bækling-
um og blöðum, sem flokkurinn
hefur gefið út, og undirbúið kjör-
dagsvinnuna. Störf þessa stóra
hóps tryggja það að vinnan á
kjördag mun ganga hratt og vel
fyrir sig eins og nauðsynlegt er.
A sunnudag velja Reykvikingar
á milli þess að fá Sigurjón Fjeld-
sted, fréttaþul og 9. mann Sjálf-
stæðisflokksins i borgarstjórn
næsta kjörtimabilið — eða Guð-
rúnu Helgadóttur sem þá yrði 4ði
borgarfulltrúi Alþyðubandalags-
ins.
Að sjálfsögðu er meginhlutverk
okkar i dag og á morgun að skýra
út fyrir borgarbúum mikilvægi
þess að Guðrún sitji þar en ekki
Sigurjón Fjelsted.
Héðan af verður það ekki gert
með blaöaskrifum eða ræðum
einstakra manna, heldur aðeins
með persónulegu sambandi allra
stuðningsmanna G-listans við þá
sem þegar hafa fengið nóg af of-
ríki Sjálfstæðisflokksins i höfuð-
borginni.
Lokahrinan er nú hafin og
árangur G-listans veltur á þvi að
hver stuðningsmaður geri sér
ljóst að hvert eitt og einasta at-
kvæði þarf að komast til skila ef
okkur á að takast að ná 4ða
manninum inn.
Kjósiö snemma
Kjördagsvinnan er margþætt. í
fyrsta lagi hljóta allir flokksmenn
að verða að byrja daginn með þvi
að kjósa til þess að dagurinn nýt-
ist þeim allur til annarra starfa.
Þá þurfa þeir sjálfboðaliðar sem
tekið hafa að sér vinnu i hinum
ýmsu kjördeildum i skólum
borgarinnar að vera komnir
hingað á Grensásveg 16 á tU-
skyldum tima, fyrsta vaktin kl. 8
um morguninn og aðrar eins og
um hefur verið talað.
Að auki þurfum við hundruðir
sjálfboðaliða og við höfum nú
þegar skrá yfir fjölda fólks sem
okkur vill leggja lið i þessum
lokaslag. Þeir sem ekki hafa enn
látið skrá sig til vinnu á kjördag
þurfá að gera það i simunum,
sem upp eru gefnir i Þjóðviljan-
um, eða koma við á Grensásveg-,
inum eða Grettisgötu 3.
A kjördag verður aðal-
kosningamiðstöðin að Grensás-
vegi 16. Þar verða skrifstofur
allra kjörhverfa borgarinnar
nema Melaskóla og Miðbæjar-
skóla. Skrifstofur fyrir þau kjör-
hverfi verða i Lindarbæ.
Bilaþjónustan verður hins veg-
ar i húsnæði Þjóðviljans að Siðu-
múla 6 og aðstoð vegna utankjör-
fundaratkvæðagreiðslu verður
veitt á Grettisgötu 3
Utanbæjarmenn sem þurfa að
vita hvar þeir eru á kjörskrá geta
snúið sér þangað og allar almenn-
ar upplýsingar um kjörskrá
verða einnig veittar þar.
Kosningamiðstöðin
í Þjóðviljanum i dag og á morg-
un verða almennar upplýsingar
varðandi kjördeildir i skólunum.
Þeir sem ekki vita i hvaða kjör-
deild þeir eiga að kjósa ættu að
lita á þær upplýsingar en að s jálf-
sögöu veitir kosningaskrifstofan
slíkar upplýsingar lika.
Við búumst við miklum fjölda
manna á Grensásveginn á kjör-
dag. Húsnæðið er ekki of rúmgott
Grensásvegur 16: Kosningamiðstöð G-listans. Hverfadeildir allar
nema Vesturbær (i Lindarbæ). Upplýsingar um kjörskrá og almennar
upplýsingar. Simi 83281.
Grettisgata 3. Utankjörfundarkosning og upplýsingar um kjörskrá.
Simi 17500
Þannig verðum
við að hugsa ef
við eigum að
koma Guðrúnu
Helgadóttur inn
í borgarstjórn
fyrir alla þá starfsemi sem þar
mun fara fram og þvi höfum við
sérstaka upplýsingagjafa vel
merkta sem taka á móti fólki og
beina því i störf, þar sem þess er
þörf eða til þeirra sem veita upp-
lýsingarnar sem fólk er að sækj-
ast eftir.
Kosningavinna er
bráðskemmtilegt
starf
Þó þessi upptalning hér að
framan sé þurr og leiðinleg sagði
Úlfar að lokum, þá er kosninga-
vinna bráðskemmtileg þegar
fólk er samhent og einhuga
eins og allir flokksmenr
eru nú i þvi að fá 4ða borg
arfulltrúann kjörinn. Ekk:
ætti það að draga úr bar
áttu- og starfsgleðinni að vita að
hundruðir og aftur hundruðir
fyrrum stuðningsmanna annarra
flokka hafa þegar lýst þvi yfir að
þeir vilji fá Guðrúnu Helgadóttur
i borgarstjórn.
Hlutverk okkar i dag og á
morgun er að sjá til þess að það
megi takast. —AI
F isk vinnsluskólinn
Umsóknir um skólavist, næsta haust, skulu hafa borist skólanum fyrir
10. júni n.k.
Skólinn útskrifar:
FISKIÐNAÐARMENN OG FISKTÆKNA
Hægt er að hefja nám við skólann á ýmsum námsstigum eftir grunn-
skóla og fer námstiminn eftir undirbúningi. Fiskiðnaðarmannsnámið
tekur þrjú ár eftir grunnskóla en sérstök 11/2 árs námsbraut er fyrir
„öldunga”, þá sem eru25 ára eða eldri og starfað hafa a.m.k. i 5 ár við
fiskiðnað. Stúdentar geta lokið fisktæknanámi á tveimur árum. Nánari
upplýsingar i skólanum. Simi 53544.
Fiskvinnsluskólinn Trönuhrauni 8, Hafnarfirði
Ulfar Þormóðsson
Vik i Mýrdal:
Sýslumað-
urinn átti
enga sök
að máli
Magnús Þórðarson bókari á
sýsluskrifstofunni i Vik i Mýrdal
hringdi I Þjóðviljann út af frétt
sem þar birtist á fimmtudag um
að sýslumaður hefðigleymt að
senda út kjörgögn. Sagði hann
þetta alrangt. Kjörgögnin lágu i
pósti og dróst þess vegna að koma
heim út, en Magnús fór sjálfur
með þau til hreppstjórans sem
minnst er á i fréttinni, og dróst
ekki nema um hálfan sólarhring
að viðkomandi hjón gætu kosið.
Sýslumaðurinn sjálfur á enga sök
að máli enda er hann i sumarfrii
sem hann á rétt til eins og aðrir
menn, sagði Magnús. Einar
Oddsson er samviskusamur
embættismaður. Þjóðviljinn biðst
velvirðingará þessum mistökum.
—GFr
Húsnæðismálastjórn
Frumlán
10. júlí
A fundi húsnæðismálastjórnar
hinn 25. mai sl. var samþykkt, að
frumlán (1. hluti) skuli veitt til
greiðslu eftir 10. júll n.k. þeim
umsækjendum til handa, sem
áttu tullgildar og lánshæfar
umsóknir fyrirliggjandi hjá
stofnuninni fyrir 1. april sl. og
höfðu jafnframt sent henni fok-
heldisvottorð fyrir sama tima.
Má gera ráð fyrir að lánveiting
þessi nemi samtals um 80
miljónum króna.
Hvert einasta atkvæði
er úrslitaatkvæði