Þjóðviljinn - 27.05.1978, Side 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐV|LJINNLaugardagur 27. maí 1978.
Maríanna Friðjónsdóttirútsendinga
stjóri sjónvarps á kosninganótt:
Við ætlum að
standa okkur
betur núna
í kosningunum 1974
fórum við dálitið illa út
úr samkeppninni við
hljóðvarpið að koma frá
okkur kosningatölum, en
núna erum við með
ýmsar breytingar sem
ættu að gera okkur
kleift að standa betur að
vigi, sagði Marianna
Friðjónsdóttir útsend-
ingarstjóri sjónvarps á
kosninganótt. Þeir Guð-
jón Einarsson og Ómar
Ragnarsson munu flytja
landsmönnum úrslit i
bæjar- og sveitastjórn-
arkosningum aðfaranótt
mánudags.
Kosningasjónvarpið hefst kl.
22.50 og stendura.m.k. til kl. 3 um
nóttina. bá verður það metið
hvort haldið verður áfram. Þetta
er eiginlega eina dagskráin i
sjónvarpinu sem allir starfs-
menn þess vinna á einhvern hátt
að, sagði Marianna, og eru það
um 50 manns sem leggja hönd á
plóginn.
Tvöfalt tölvukerfi verður i
notkun. 1 aðra tölvuna er hægt að
Marianna Friðjónsdóttir. Margir hafa séð nafniö hennar, en færri hana
sjálfa. (Ljósm.: eik)
mata stööugt, en úrslit og spár er Helgi Sigvaldason verkfræð-
birtast á hinni á skerminum. Það ingur sem hefur útbúið forrit i
tölvurnar sem eru fengnar á leigu
frá Heimilistækjum h.f.
Af tæknilegum ástæðum verður
einungis hægt að birta úrslitatöl-
ur úr kauptúnahreppum, en i
kaupstöðum verða tölur birtar
jafnóðum og þær berast og reynt
jafnframt að spá um úrslit, gerð-
ur samanburður á tölum nú og i
siðustukosningum og sýnt fram á
hvaða flokkur standi næst þvi að
fá fulltrúa ef fleiri væru i viðkom-
andi bæjar- eða sveitarstjórn.
Fréttaritarar sjónvarps eða
menn úr kjörstjórnum senda
jafnóðum inn tölur utan af landi,
en i Reykjavik verður sjónvarpað
beint frá Austurbæjarskólanum
þar sem talning fer fram. Mari-
annasagði að fengin væru tæki að
láni frá Noregi til þess að það
væri unnt.
Milli þess sem tölur berast
verður sjónvarpað viðtölum við
fólk á kjördag sem þær Sigrún
Stefánsdóttir og Sonja Diego ann-
ast. Þessi viðtöl verða tekin i
Reykjavik og nágrenni og enn-
fremur á ísafirði, Akureyri, Sel-
fossi og i Neskaupstað og Vest-
mannaeyjum. Þá hafa verið val-
in skemmtiatriði úr gömlum
sjónvarpsdagskrám til að flytja
inn á milli.
Efstu menn á listunum i
Reykjavik verða i sjónvari»sal
um svipað leyti og fyrstu tölur
berast og verða þeir þá spurðir á-
lits. Undir lokin verður svo rætt
við flokksleiðtoga um úrslit kosn-
inganna.
—GFr
Það verður
óskaplegt
talnaflóð
Pétur Pétursson þulur og Kári Jónasson fréttamaður i stúdiói frétta-
stofunnar. A milii þeirra er tölvuskermur þar sem spá tölvu Háskólans
kemur beint á (Ljósm.: eik)
Kosningaútvarpið hefst
klukkan 22.30 og verður
beint úrvarp frá frétta-
stofu útvarpsins, leikfimi-
sal Austurbæjarskólans og
Reiknistofnun Háskólans.
Auk þess verðum við með
beinar línur á nokkra taln-
ingastaði svo sem í Kópa-
vogi, á Akureyri, Sauðár-
króki og Isafirði og etv.
fleiri, sagði Kári Jónasson
i samtali við Þjóðviljann
en hann mun stjórna
fréttaflutningi hljóðvarps-
ins á kosninganóttina.
Það er talsvert vandaverk að
stjórna þessu, sagði Kári, en allt
starfslið fréttastofunnar, alls 13
manns, verður að störfum og auk
Stríð
bóndans
við borgar-
stjórann
Einn af siðustu bændum i
Reykjavik á i stöðugu striði við
borgaryfirvöld. Það er Gunnar
Júliusson á Laugabóli i Laugar-
dal. Borgaryfirvöid hafa árum
saman reynt að koma honum af
þessari jörð sem hann eignaðist
eftir foreldra sina og telur sig
hafa fullan umráðarétt yfir.
í gær komu menn frá borginni
til að plægja upp hluta af landi
Laugabóls, og kærði Gunnar til
lögreglunnar,en þegar hún kom á
vettvang voru þeir horfnir á
braut. Gunnar hringdi á Þjóðvilj-
ann og sagði að borgarstjórinn
ættiekki að veraað ráðast á eldra
fólk sem væri að baksa við að
reyna að lifa án þess að þiggja
hjálp. Ef hann gæti ekki látið sig i
friði yrði hannaðfara aðrar leiðir
tilaðnáfram réttisinum. Gunnar
rekur kúæog fjárbúskap á Lauga-
bóli.
þess margir tæknimenn og sima-
stúlkur og ennfremur fréttamenn
á 51 kjörstað á landinu. Alls verða
þvi um 80 manns sem starfa fyrir
kosningaútvarpið.
Við birtum kosningatölur frá
öllum stöðum á landinu og spá-
um jafnóðum og þær herast, lika i
kauptúnahreppunum og er það
nýjung. önnur nýjung er sú að við
höfum tölvuskerm i stúdiói
fréttastofunnar sem er sam-
tengdur tölvu háskólans og kem-
ur spá hennar samtimis á þennan
skerm.
Það verður þvi óskaplegt talna-
flóð sem flæðir yfir útvarps-
hlustendur á kosninganótt og litill
timi fyrir tónlist á milli. Orslitin i
heild verða lesin i fréttum kl. 8.15
og tekur heilan klukkutima að
lesa þau.
Dr. Þorkell Helgason verður á
beinni linu i Reiknistofnun Há-
skólans og munu þeir Kári
segir Kári
Jónasson
sem stjórnar
fréttaflutn-
ingi hljóð-
varps á
kosninganótt
spjalla saman þegar nýjar tölur
berast og velta þeim fyrir sér.
Þegar úrslitin verða nokkurn
vegin ljós i Reykjavik verðurleit-
að til efstu manna á framboðslist-
um og þeir spurðir álits. Sömu
sögu er að segja um Akureyri.
Efstu menn listanna þar verða á
beinni linu hljóðvarpsins til að
láta i ljós álit sitt. Þá verður reynt
að fá flokksleiðtoga til að tjá sig
um úrslit þegar þau liggja fyrir.
—GFr
Sýnishorn af kjörseðli við borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík 28. maí 1978
A listi Alþýðuflokksins B listi Framsóknarflokksins D Iisti Sjálfstæðisflokksins X G listi Alþýðubandalagsins
l.Björgvin Guðmundsson 1. Kristján Benediktsson !• Birgir lsleitur Gunnarsson i. Sigurjón Pétursson
2.Sjöfn Sigurbjörnsdóttir 2. Gerður Steindórsdóttir 2. ólafur B. Thors 2. Adda Bára Sigfúsdóttir
3. Sigurður E. Guðmundsson 3. Eirikur Tómasson 3. Albert Guðmundsson 3. Þór Vigfússon
4.Helga K. Möller 4. Valdimar K. Jönasson 4. Davíð Oddsson 4. Guðrún Helgadóttir
5. Bjarni P. Magnússon 5. Jónas Guðmundsson 5-Magnús L. Sveinsson 5. Guðmundur Þ. Jónsson
6. Þórunn Valdim arsdóttir 6. Ilelgi Hjálmarsson 6. Páll Gislason 6. Sigurður G. Tómasson
7. Snorri Guðmundsson 7. Björk Jónsdóttir 7-Markús örn Antonsson 7. Guðrún Agústsdóttir
8. Þorsteinn Eggertsson 8. Páll R. Magnússon 8’ Elin Páimadóttir 8. Þorbjörn Broddason
9. Gunnar Eyjólfsson 9. Kristinn Björnsson 9 Sigurjón A. Fjeldsted 9. Alfheiður Ingadóttir
10. Skjöldur Þorgrimsson 10. Tómas Jónsson 10' Ragnar Júliusson 10. Sigurður Harðarson
11. Anna Kristbjörnsdóttir 11. Þóra Þorleifsdóttir H'Hilmar Guðlaugsson 11. Kristvin Kristinsson
12. Marias Sveinsson 12. Ómar Kristjánsson 12. Bessi Jóhannsdóttir 12. Ragna Ólafsdöttir
13. Birgir Þorvaldsson 13. Guðrún Björnsdóttir 13. Margrét S. Einarsdóttir 13. Gisli Þ. Sigurðsson
14. Ingibjörg Gissurardóttir 14. Pálmi Asmundsson 14-Sveinn Björnsson 14. Ester Jónsdóttir
15. Gunnar Svanholm 15. Hlynur Sigtryggsson 15 Hulda Valtýsdóttir 15. Þorbjörn Guðmundsson
16. Sonja Berg 16. Skúli Skúlason 18-Sigríður Asgeirsdóttir 16. Guðmundur Bjarnleifsson
17. Viggó Sigurðsson 17. Rúnar Guðmundsson 11'Sveinn Björnsson 17. Stefania Harðardóttir
18. Agúst Guðmundsson 18. Guðmundur Valdimarsson 18-Valgarð Briem 18. Gunnar Arnason
19. Siguroddur Magnússon 19. ólafur S. Sveinsson 19-Skúli Möller 19. Jón Ragnarsson
20. Thorvald Imsland 20. Sigurður Haraldsson 20. Þuríður Pálsdóttir 20. Steinunn Jóhannesdóttir
21. Ómar Morthens 21. Sigurjón Harðarson 21-Gústaf B. Einarsson 21. Jón Hannesson
22. Jarþrúöur Karlsdóttir 22. Sigriður Jóhannesdóttir 22. Þórunn Gestsdóttir 22. Hallgrimur G. Magnússon
23. örn Stefánsson 23. Baldvin Einarsson 23. Jóhannes Proppé 23. Stefania Traustadóttir
24. Sverrir Bjarnason 24. Sigrún Jónsdóttir 24. Guðinundur Halivarðsson 24. Hjálmar Jónsson
25. Kristin Arnadóttir 25. Þráinn Karlsson 25. Björgvin Björgvinsson 25. Anna Sigriður Hróömarsdóttir
26. Guðlaugur G. Jónsson 26. Markús Stefánsson 26. Sigurður E. Haraldsson 26. Vilberg Sigurjónsson
27. Asgerður Bjarnadóttir 27. Þorsteinn Eiriksson 27. Anna Guðmundsdóttir 27. Hermann Aðalsteinsson
28. Valgarður Magnússon 28. Egill Sigurgeirsson 28. Gunnar A. Friðriksson 28. Margrét Björnsdóttir
29. Kári Ingvarsson °9. Sr. Guðmundur Sveinsson 29. úlfar Þórðarson 29. Tryggvi Emilsson
30. Eggert G. Þorsteinsson 30. Dóra Guðbjartsdóttir 30. Geir Hallgrimsson 30. Guðmundur Vigfússon
Þannig lítur kjörseðillinn út, þegar G-listinn — listi Alþýðubandalagsins — hefur
verið kosinn með því að krossa fyrir framan G.
—GFr