Þjóðviljinn - 27.05.1978, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 27.05.1978, Blaðsíða 11
' Laugardagur 27. mal 1978.: ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 Ekki lengur greitt fyrir aukin afköst Blaðið leitaði til Snorra Sævars Konráðssonar bifvélavirkja, sem skipar 3. sætið á lista Alþýðu- bandalagsins i Kópavogi, og bað hann að segja álit sitt á kaupráns- aðgerðum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins — og hvernig þær flettast inn f bæjar- málin i Kópavogi. Með dyggri aðstoð þingliðs sins, en þar á meðal eru „verkalýðs- foringjar” eins og Pétur Sigurðs- son og Guðmundur H. Garðars- son, tók rikisstjórn hægri manna af launafóki i vetur sem svarar einum mánaðarlaunum hvers og eins fyrir árið 1978. í mai er rikisstjórn hægri manna orðin hrædd vegna sveit- arstjórnarkosninganna og við launafólk og samtök þeirra. Þess vegna breytir hún fyrri gjörðum sinum, — en hvernig? Nokkur hópur launafólks fær fullar verð- bætur frá 1. júni, aðrir minna. Enginn fær óskert oriofslaun, enginn fær óskert yfirvinnukaup, enginn fær óskert vaktaálag, verkafóik fær ekki lengur fulla greiðslu fyrir aukin afköst við vinnu, ekki verður lengur greitt segir Snorri Sœvar Konráös- son, 3. maður G-listans í Kópavogi rétt iðgjald i lifeyrissjóði, öll grundvallaratriði kjarasamninga þverbrotin. Með yfirgangslögum hægri flokkanna er verið að koma á stefnubreytingu i kjara- og samn ingamálum alþýðunnar, það er verið að taka upp skömmtunar- kerfi auðmanna til handa verka- fókinu, það er verið að breyta kjörum alþýöunnar til jafns við það ástand er rikti fyrir 30-40 ár- um. t desember 1971 var launafólki með lögum tryggð 40 stunda vinnuvika. Með bráðabrigðalögum nú i mai 1978 er verið að lengja vinnu- vikuna i 50 stundir á viku með stórfelldri skerðingu á samnings- bundnu yfirvinnuálagi. Það kynni einhver að spyrja hvort það hafi ekki verið krafa verkafólksins að minnka yfir- vinnu og hækka kaup fyr.ir dagvinnu? Jú, það er rétt, en þá meinum við lika lifvænleg laun fyrir dag- vinnu. Kosningar eru kjara- barátta Af hverju er verið að tengja saman kjaramál verkafólks og bæjarstjórnarkosningar i Kópa- vogi? Það er vegna þess að i bæjar- stjórn Kópavogs er fjallað um kjör fólksins. Þar er verið að fjalla um laun starfsmanna bæj- arins og þar er verið að fjalla um kjör bæjarbúa á öllu sviðum. Meirihluti bæjarstjórnar Kópa- vogs sýndi mikinn dug vegna að- Snorri Sævar Konráösson. gerða launafólks 1. og 2. mars s.l. En hver var sá dugur? Dregið var sérstakt refsigjald af launum bæjarstarfsmanna, — þeim var refsað fyrir að nota neyðarrétt sinn þegar á þá var ráðist. Meirihluti bæjarstjórnar gerði atlögu að ræstingakonum eins og frægt varð. Meirihluti bæjarstjórnar sam- anstendur lika af hægri mönnum — eins og rikisstjórnin. A framboðslista Alþýðubanda- lagsins i Kópavogi eru fulltrúar launafólks og þar á meðal margir úr röðum verkafólksins sjálfs. Engir eru hæfari til að gæta hagsmuna launafólksins og þess vegna kjósa Kópavogsbúar G— listann á sunnudaginn. Kópavogur Fjóra menn kjöma í bæjar- stjóm Fjölvís veit svör vid öflu sem þú vilt vita á kosninga- Hverjir eru i framboöi á Akur- eyri? Hver uröu úrsiitin 74 I Vest- mannaeyjum? Hver hefur meirihlutann i Keflavik? Hvað hefur Alþýöubandalagiö marga bæjarfulltrúa á Siglufiröi? Hvaöa flokkar bjóöa fram á isafiröi? Hvaö eru margir á kjörskrá I Reykjavik? Þetta eru spurningar sem menn velta gjarnan fyrir sér á kosn- inganótt. Svörin viö þeim er öll að finna i kosningahandbók Fjölviss, og i henni eru lika ótal aðrar upp- lýsingar, t.d. úrslit borgarstjórn- arkosninga i Reykjavik 1930-1974, úrslit þingkosninganna ’74, kosn- ingalögin og margtfleira. 1 kosningahandbók Fjölviss er einnig pláss til þess að skrifa inn tölurog úrslit i hverjum kaupstað og kauptúnahreppi á landinu. Tryggið ykkur eintak af Fjölvis á Grensávegi 16, simi 83281 eða Grettisgötu 3, simi 17500. Fridrik í 2. sæti Friðrik Olafsson stórmeist- ari tekur nú þátt I skákmóti á Kanarieyjum, rétt eins og i þvi fyrra i Las Palmas. Eftir 4. umferðir var hann i 2. sæti með 3,5 v. af 4 mögulegum. Csom frá Ungverjalandi er efstur en hann hefur unnið allar sinar skákir. 1 1. um- ferð mótsins vann Friðrik Spánverjann Padron, Rubio einnig frá Spáni i 2. umferð og Perez enn einn Spánverj- ann I 3. umferð. I 4. umferð gerði hann svo jafntefli við Italann Tatai. Töfluröðin á mótinu er þessi: 1. Csom (Ungv.land) 2. Cabrera (Spánn) 3. Mestre (Spánn) 4. Vesterinan (Finnland) 5. Rodriquez (Perú) 6. Friörik ólafsson 7. Padron (Spánn) 8. Rubio (Spánn) 9. Perez (Spánn) 10. Tatai (Italia) 11. Medina (Spánn) 12. Lebesco (Spánn) Friðrik sagði I samtali við Þjóðviljann i gær að þetta væri nú svona hálfgert minniháttarmót þar sem flestir þátttakenda væru lágt skrifaðir Spánverjar. Teflt er á nýtískulegu hóteli alveg við ströndina, sem óneitan- lega væri ansi lokkandi aö sögn Friðriks. 1 5. umferð sem tefld var i gær tefldi Friðrik við Spán- verjann Medina og hafði svart. Friðrik kemur svo heim strax að loknu móti, eða þann 4. júni. —hól. Friðrik ólafsson KOSNINGASKRIFSTOFUR ALÞÝÐUBANDALAGSINS í Reykjanes- kjördæmi Kópavogur Skrifstofan: Þinghóli, Hamraborg 11, sími: 41746 Hafnarfjörður Skrifstofan: Skálanum (uppi), Strandgötu 41 — Sími: 54510 Á kjördag Sunnudaginn 28. maí n.k. verður aðalskrifstofa G- listans í Góðtemplarahúsinu, Suðurgötu 7 — Simi: 50273. Kaff iveitingar verða á staðnum allan daginn, kjördag. Garðabær Skrifstofan: Goðatúni 14. — Sími: 42202 Mosfellssveit og Kjós Skrifstofan: Birkiteig 2— Sími: 66470 Seltjarnarnes Skrifstofan: Bollagörðum við Norðurströnd — Sími: 27174 Suðurnes Skrifstofur: Hafnargötu 49, Keflavík.— Simi 3040 Leynisbraut 10, Grindavik. — Sími 8530 Skólabraut 12, Garði — Sími 7134 Holtsgötu 4, Sandgerði — Sími 7680 Sjálfboðaliðar, látið skrá ykkur til starfa strax í dag. Stuðningsmenn, munið kosningasjóðinn. Komið á kosningaskrifstofurnar. Lítið í kjörskrár. Kaupið kosningahandbókina og happdrættismiða AB. Kosningastjórnirnar ^Komið á vorkappreiðar Fáks í dag, sem hefjast kl. 15 á skeiðyeiiinum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.