Þjóðviljinn - 27.05.1978, Qupperneq 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 27. maí 1978.
Efstu
menn
G-listans
í Kópa-
vogi
1
1. Björn Ólafs-
son
2
2. Helga Sigur-
jónsdóttir
3
3. Snorri S
Konráösson
4. Ragna
Freyja
Karlsdóttir
5. Asmundur
Ásmundsson
6. Hallfriöur
Ingimundar-
dóttir
7
"■****>■ /ff!
7.Ólafur Jóns-
son
Framboðsfundur í Víghólaskóla
Barátta stendur milli sjáJ&tæðs-
manna og Alþýðubandakgsins
A funntudagskvöld var hald-
inn sameiginlegur framboös-
fundur {Vighólaskóla fyrir fullu
húsi áheyrenda.
Allir listar voru með 5—6
ræðumenn, nema Framsóknar-
menn, sem aðeins sýndu fjóra
efstu menn listans, liklega er
hin margrómaða samstaða inn-
an þeirra raða ekki meiri en
svo, að þeir treysta ekki á hana
ef fleiri koma saman.
Ræðumenn Alþýðubanda-
lagsins voru: Helga Sigurjóns-
dóttir, sem innleiddi umræður
um bæjarmálin, Asmundur
Ásmundsson, sem ræddi um
kjaramálin ogafstöðu ihalds og
framsóknar á þeim, Ragna
Freyja Karlsdóttir ræddi um
fjárhagsstöðu bæjarins og afrek
meirihlutans i gatnagerðarmál-
um. Hallfriður Ingimundardótt-
irræddium byggingarmál Snæ-
landsskóla, stefnumörkun i
málefnum framhaldsskóla og
vanrækslu meirihlutans i
þessum málaflokki.
Ölafur Jónsson ræddi einkum
um sundurlyndið innan meiri-
hlutans og afleiðingar þess á
.stjórnun bæjarins og fjárhags-
stöðu hans. Siðastur ræðu-
manna Alþýðubandalagsins var
Björn Ólafsson, sem ræddi um
hina yfirþyrmandi ábyrgð, sem
Framsóknarmenn þættust sýna
istörfum sinum og sjálfumgleði
Sjálfstæðismanna, sem einir
þykjastallt geta.
Umræður einkenndust mjög
af sjáifumgleði D-listamanna,
sem þó þorðu ekki að sýna
Richard i ræðustól Mikið bar á
innbyrðis deilum og persónu-
legu ski'tkasti milli D- og
S-slitamanna, einkum frá Stefni
Helgasyni.
Annars var allur málflutn-
ingur S-lista manna afar bragð-
daufur. Framsóknarmenn voru
sem fýrr nokkuð þungir og
þrungnir ábyrgi, en málflutn-
isngur þeirra fremur daufur.
Kratar stóðu sig vel i umræð-
unum.
Góður rómur var gerður að
málflutningi Alþýðubandalags-
manna og niðurstaða fundarins
ótvirætt jákvæð fyrir G-listann.
Greinilega kom fram á þess-
um fundi, að baráttan og
forystan i bæjarmálum Kópa-
vogs stendur nú milli Sjálf-
stæðismanna og Alþýðubanda-
lagsins.
Alþýðubandalagid
sterkur flokkur
r
Arangurinn á kjörtímabilinu
Það hefur farið illilega i taug-
arnar á meirihlutanum i bæjar-
stjórn Kóavogs aö við Alþýöu-
bandalagsmenn höfum haldiö þvi
fram aö ýmis þörf málefni i þess-
um bæ hafi náö fram aö ganga
fyrir þrotlausa vinnu og ýtni full-
trúa okkar i bæjarráði, bæjar-
stjórnog ýmsum nefndum bæjar-
ins.
Fjölmörg málefni mætti benda
á til sönnunar þessari fullyrðingu
okkar Alþýðubandalagsmanna en
vil hér aðeins nefna örfá dæmi:
Byggingu Snælandsskóla varð
loks hrundið af stað eftir að For-
eldrafélag skólans og fulltrúar
Alþýðubandalagsins iskólanefnd,
bæjarráði og bæjarstjórn tóku
málið að sér og börðust fyrir
framgangi þess.
Gerð leilésvæðis i Hólmunum
varð raunveruleiki eftir að ibúar
hverfisins bundust samtökum um
aö þrýsta á málið og fulltrúar Al-
þýðubandalagsins i félagsmála-
ráði ogbæjarstjórn beittu sér fyr-
ir framgangi þess.
Þaö sem núverandi meirihluti
afrekaöi að undirbúningi gatna-
gerðar-áætlunar er að þakka I-
trekuðum tillöguflutningi fulltrúa
Alþýðubandalagsins i bæjarráði
og bæjarstjórn.
t skipulagsnefnd hefur fulltrúi
Alþýðubandalagsins hindrað meö
málflutningi sinum mörg axar-
sköft meirihlutans, svo sem stað-
setningu Hafsteinshúss I opnu
svæði, yfirbyggingu Snælands-
hverfis austan lóðar Snælands-
skóla svo nokkuð sé nefnt.
Alþýðubandalagið knúði með
kröfum unglinganna sjálfra fram
verulegar lagfæringar á launum i
unglingavinnunni.
Þetta eru aðeins örfá dæmi um
árangur, sem náðst hefur með
góðu starfi, þrátt fyrir minni-
hlutaaðstöðu Alþýðubandalags-
ins.
Sáttasemjari íhaldsins
Framsóknarmenn hafa haldið
þvi mjög á loft i kosningabarátt-
unni að þeir væru ábyrgir og ætið
reiðubúnir til þess að taka á sig á-
byrgð á stjórn bæjarins. Jafn-
framt telja þeirsig sjálfkjörna til
þess að mynda meirihluta i
bæjarstjórn eftir kosningar, en
tala hinsvegar ekkert um það að
þessu sinni með hverjum þeir
vilji vinna næsta kjörtimabil.
Eftir siðustu kosningar áttu
framsóknarmenn kost á þvi að
mynda meirihluta i bæjarstjórn
með Alþýðubandalaginu. Ekki
virtist vera um neinn verulegan
málefnaágreining að ræða á milli
flokkanna, en án þess að á það
reyndi hlupu framsóknarmenn til
og sömdu við ihaldið.
Allir sem til þekktu vissu vel að
Magnús Bjarnfreðsson átti mest-
an þátt i þeirri ákvörðun. Hann
taldi þá leið léttari og tryggja bet-
ur aðgang að fyrirgreiðslu rikis-
valdsins. Nú telur Magnús sig
vera i baráttusæti flokksins, og ef
hann nær kosningu þarf ekki að
efast um að það hvert verður leit-
að eftir samstarfsmönnum að
kosningum loknum. Ekki þarf
heldur að búast við verulegri and-
stöðu innan flokksins gegn i-
haldssamvinnu þar sem allir
frjálslyndari menn eru þegar
farnir úr flokknum svo sem And-
rés Kristjánsson, Jónas Pálsson,
Sigurður Einarsson og Björn Ein-
arsson fyrrv. bæjarf ulltrúi
þeirra, sem nú er á Borgaralist-
anum. Það er von að þeir fram-
sóknarmenn státi af góðri sam-
Framhald á bls. 2 2
Tóku 50 milj. kr.
yaxtaaukalán
til þess að geta greitt bæjarstarfs«
mönnum laun fram yfir kosningar
1 kosningabaráttunni i Kópa-
vogi hefur fjárhagsstaöa bæjar-
sjóös verið mjög til umræðu bæöi
hóflaus skuldasöfnun og slæm
greiöslustaða bæjarsjóðs. í sjón-
varpsþætti s.l. sunnudag geröi
Ragna Freyja Karlsdótdr grein
fyrir niðurstöðum rei>kninga
bæjarsjóðs fyrir árið 1977 en þar
kemur fram að bærinn skuldar
877 miljónirkróna. Er þar um aö
ræða gengistryggð lán, verð-
tryggð Ián, og váxtaaukalán,1
enda eru vaxtagreiöslur á þessu
ári áætlaðar 120 miljónir kr.
Alvarlegast er þó, aö greiöslu-
Framhald á bls. 2 2;>
Alþýðubandalagið
Sterkasta aflið
sagði Ólafur Jónsson á framboös-
fundinum i Vighólaskóla s.l.
fimmtudag þar sem hann ræddi
um fjármál bæjarins og þá upp-
lausn sem nú rikti i meirihluta-
flokkunum. Ólafur sagöi m.a.:
„Égkem nú hér fram tilþess að
þakka Kópavogsbúum fyrir mikið
traust og stuðning i störfum fyrir
bæinn I 2 áratugi og fjölmörgum
fyrir ágætt samstarf að bæjar-
málum bæði samherjum og and-
stæðingum.
En ég ætla um leið að taka þaö
fram að ég er ekki að hætta af-
skiptum af bæjarmálum þó ég sé
nú, vegna mikilla anna i sæti
varamanna á framboðslistanum.
Ég ber mikið traust til þess
unga fólks sem nú skipar fram-
boðslista okkar og við ætlum öll
að vinna saman að bæjarmálum
næsta kjörtimabil.”
Siðan ræddi ólafur um fjár-
hagsstöðu bæjarins, sem gerð er
greinfyrir hér I blaðinu og sagði
að ástæðan fyrir ástandinu I f jár-
málum væri það stjórnleysi á
bæjarfélaginu sem leiddiaf þvi að
meirihlutinn hefur verið marg-
klofinn allt kjörtimabilið og þvi
ekkert aðhald getað veitt i fjár-
málum. Ekkert lát væri á þessari
upplausn i flokkunum og væru
liðsmenn þeirra nú á tveimur
framboðslistum. Að lokum sagði
Ólafur:
„Alþýðubandalagið er nú ótvi-
rætt sterkasta og samstæöasta
afliðsem vinnuraðbæjarmálum I
Kópavogi.
Þar eru hæfir menn i öllum
málaflokkum til þess að móta
stefnunaog þar erugætnir menn i
fjármálum.
Þótt Borgaralistinn og Alþýðu-
flokkurinn fái kjörna bæjarfull-
trúa, vegna ástandsins i gömlu
meirihlutaflokkunum, þá megna
þeir ekki aðveitaneina forystu I
bæjarstjórn.
Aðeins Alþýðubandalagið getur
veitt þá forystu sem þarf til þess
að rétta við fjárhag bæjarsjóðs
og hefja siðan alhliða fram-
kvæmdir og uppbyggingarstarf.”