Þjóðviljinn - 27.05.1978, Page 14

Þjóðviljinn - 27.05.1978, Page 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 27. mal 1978. Ég hef tekiö þátt i islenskri stjórnmálabaráttu i þriðjung aldar og á margar minningar frá þvi timabili, góöar og miöur góö- ar. Mjög góðar minningar eru tengdar viö Kópavog. Ég á minn- ingar frá þvi nútimabyggö tók aö þróast hér i Kópavogi^ sú byggö var i meginatriðum sjálfsbjargar- viðleitni fátæks fólks sem fékk ekki að bjarga sér i Reykjavik. Sú barátta leiddi til mikilla átaka sem hinir eldri I ykkar hópi muna eins vel og ég, átaka við rikis- stjórn og Alþingi, viö banka og aðrar stofnanir sem stjórna þjóð- féiaginu. A þeim árum kom ég oft i Kópavog og kynntist mörgum þeim er höfðu forustu i sjálfs- bjargarviðleitni fátæks fólks. Það hefur orðið minna um kynni min af Kópavogi eftir að gjáin skelfilega var grafin gegnum miðjan bæinn og ég eign- aðist bíl á sextugsaldri. Ég minn- ist þess ekki að ég hafi nokkurn tima árætt af eigin rammleik að beygja út úr gjánni ófrýnilegu inn i Kópavogsbyggð af ótta við að ég yrði siðan að villast um þetta ágæta byggöarlag til æviloka og kæmist aldrei i gjána á nýjan leik. Gott fólk hefur hins vegar orðið til þess að aðstoða mig nokkrum sinnum og ég hef komið i nokkur hús i Kópavogi eftir að gjáin var grafin, einnig siðustu skýrslum sem ég hef athugaö er heildarniðurstaðan sú að ef orðiö fötlun er notað i viðtækustu merkingu eru þeir fimmtán hundraðshlutar þjóðarinnar, sjötti til sjöundi hver maður. Samkvæmt þeirri hlutfallstölu eru um tvær þúsundur manna fatlaðir hér i Kópavogi — ég endurtek: um tvær þúsundir manna. Krafa fatlaðra á að vera jafnrétti Þessi samkoma okkar er helguð 11 alda baráttu islenskrar alþýðu. 1 þeirri sögu er einn þátturinn svartari en allir aðrir, meðferðin á fötluðu fólki. Sú saga hefur ekki verið skráð, en ég gæti nefnt ykkur mörg átakanleg dæmi úr sögu forfeðra okkar öld' fram af öld. Ég læt það þó eiga sig að þessu sinni, en minni á að þetta er ekkert sérislenskt fyrirbæri, þetta er svartur kafli í gervallri mannkynssögunni. Það var ekki fyrr en i siðustu heimsstyrjöld að skriður komst á endurhæfingar- lækningar, trúlega upphaflega að undirlagi herfræðinga sem ekki gátu fengið nóg af fallbyssufóöri, en þessar endurhæfingarlækn- ,ingar héldu áfram, hafa þróast Magnús Kjartansson: Magnús Kjartansson „Svolítil fró fyrir siðlausan róg” árin eftir að ég fatlaðist. Ég hef komið i samkomuhús það sem evangelisk-lúterski söfnuðurinn, þjóðkirkjan, hefur hér i bænum; ég fór þangað á minningarsam- komu um Þorstein vin minn Valdimarsson skáld, sem minnst var áðan. Ég sá þá að fatlaður maður sem bundinn er við hjóla- stól á þess engan kost að komast inn i það samkomuhús af eigin rammleik, og sama máli gegnir raunar um allar þær kirkjur á Islandi sem ég hef komið i. Það virðist vera afstaöa evangelisk-lúterska trúfélagsins að engu máli skipti hvar fatlaðir Vistast að lokum samkvæmt kenningunni, hvort þeir lenda i efra eða I neðra eða i hjáleigunni hjá Húsavikur-Jóni. Sama máli gegnir um þetta hús sem við erum nú i, menningarmiöstöð Kópavogs, hér kemst enginn inn af eigin rammleik,ef hann er bundinn við hjólastól, stefnan er sú að fatlað fólk á ekki aö dveljast innan um aðra og taka þátt i lifinu til jafns við. aðra, það á að láta sér nægja að sitja út i horni og horfa á lifið i sjónvarpi eða hlusta á það i út- varpi, vera áhorfendur, ekki þátt- takendur. Siðan ég fatlaðist hef ég ekki komið i félagsheimilið myndarlega sem sósialistar komu sér upp hér af miklum dugnaði, en ef ég man rétt á fatlaður maður i hjólastól þess engan kost að komast upp með lyftunni; þaö er ekki til þess ætl- ast aö fatlað fólk taki þátt i stjórnmálabaráttu. Og nú vil ég biðja ykkur að hugsa. Er nokkurt venjulegt hús i Kópavogi hannað i samræmi við þarfir fatlaðra, nokkur vinnustaður, nokkur verslun, nokkur þáttur i sam- göngumálum? Mig skortir þekkingu til þess að svara þess- um spurningum, en mér kæmi ekki á óvart þótt það reyndist svo, að hér hafi ekki verið hugsað um vandamál fatlaöra i sam- bandi við nokkur skipulagsmál, frekar en annarsstaðar á landinu. Ég segi þetta ekki vegna þess að ég sé gefinn fyrir aö bera einkavandamál min á torg, enda er ég betur sjálfbjarga en margir aðrir. En sem fatlaður maður er ég fulltrúi ákaflega stórs hóps. Vitið þið hve margir fatlaöir búa i Kópavogi, ef orðiö fatlaður er notað i viðtækustu merkingu um alla þá sem ekki geta athafnað sig i þjóðfélaginu til jafns við alheil- brigt fólk? Það hefur aldrei verið kannað hér i Kópavogi frekar en annarsstaðar á íslandi, þegar undan eru skildir þeir sem fá einhvers konar bætut frá al- mannatryggingum. En þetta hefur verið kannað annarsstáðar á Norðurlöndum. í finnskum Ræða haldin á samkomu sósíalista í Kópavogi mjög ö'rt og leitt til byltingar á þessu sviði heilbrigðismála. Ótrúlega stór hluti fatlaðra getur náö fullu heilbrigði, og mikill meirihluti þeirra getur náð svo miklum styrk andlega og likam- lega, að þetta fólk gæti lifað eðli- legu lifi I sambýli og samvinnu við þá sem alheilbrigöir eru. Einnig á Islandi hefur orðið mikil þróun I endurhæfingar- lækningum. Þær hafa hérlendis verið bútaðar niður i fleiri þætti en svo, að ég hafi nokkurt yfirlit yfir þá, og verið i höndum áhuga- mannasamtaka. Þessi ágætu samtök hafa eitt sammerkt; þau stunda starfsemi sina af mannúð, hjartagæsku, meðaumkun, likn og fleiri fögrum dyggðum. Ég hef mætur á þessum mannlegu dygð- um, en ég sætti mig ekki við for- sendu þess hvernig haga á mál- efnum fatlaðra. Krafa okkar sem fatlaðir eru á að vera jafnrétti, ekkert meira og ekkert minna. Samtök okkar eiga ekki að vera liknarsamtök, heldur baráttu- samtök fyrir breyttum þjóð- félagsháttum. Einmitt á þvi sviði er mikill vandi óleystur hvar- vetna um heim en óviða jafn herfilega og á tslandi. Þjóðfélög eru hvergi þannig skipulögð aö fatlaðir geti athafnað sig þar til jafns viö þá sem heilbrigir eru. Það hafa gerst kraftaverk á sviði heilbrigöismála og endur- hæfingarmála, en hvað tekur siðan við? Lokað þjóðfélag. Það stendur i islenskum lögum frá 1970 að fatlaö fólk skuli hafa for- gangsrétt til vinnu, en þeir ráð- herrar sem fjallað hafa um mál- efni fatlaðra siðan, hafa ekkert gert til þess að framkvæma lögin. Maður sem er mikið fatlaður getur hvergi unnið, vegna þess að byggingarsamþykktir, lögreglu- samþykktir og samgöngur miðast einvörðungu viö alheilbrigt fólk. Hin miklu afrek læknisvisinda og endurhæfingar leiða ekki til fulls árangurs vegna þess að skipulag borga er ekki miöað við fatlað fólkj það á áfram að fela sig að hurðarbaki eins og óhreinu börnin hennar Evu. Hér á ég ekki við kenninguna um verndaöa vinnu- staöi, heldur það grundvallar- atriði að fatlað fólk á að njóta jafnréttis hvarvetna i þjóð- félaginu, I öllum störfum, á öllum vinnustöðum. Það skortir ekki fögur orð á tyllidögum um umhyggju fyrir fötluðu fólki, menn kaupa merki og happdrættismiða. En sé látið reyna á I alvöru verður annað uppi á teningnum. Ég hef vakiö athygli á málefnum fatlaðra á siðustu tveimur þingum en litlum árangri náð umfram fögur orð úr ræðustóli. Ég minni á eitt litið dæmi. Alþingi Islendinga hefur ekki haft mikið að segja um þau einstæöu stjórnsýsluafglöp Gunnars Thoroddsens að dæla 20 þúsundum miljóna króna niður i Viti á Kröflusvæðinu; I sambandi við það mál virðast þingmenn eiga erfitt með að gera upp hug sinn. En þeir áttu ekki vitund erfitt með að gera upp hug sinn þegar ég flutti tillögu um það við afgreiðslu fjárlaga þessa árs að einum þúsundasta af Kröflu- upphæðinni yrði varið til þess að koma fyrir lyftu i auðu lyftu- göngunum i Þjóðminjasafns- byggingunni, svo að fatlað fólk I hjólastólum gæti notið Þjóð- minjasafns og Listasafns Islands. Tillagan var felld að viðhöfðu nafnakalli af öllum þingmönnum Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks undir forustu Gunnars Thoroddsens sem fer með mál okkar fatlaðra. Fatlað fólk á ekki aðgang að gjöf þjóðar- innar til sjálfrar sin i tilefni lýðveldisstofnunar; það er I raun ekki hluti af þjóðinni. Ofstækisviöhorf jafn gamalt mannkyninu Og enn er grunnt niður á gamla svarta ofstækisviðhorfið. A föstu- daginn var las ég grein eftir Svarthöfða I Visi, en höfundur þeirra greina er yfirleitt Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur, sem er góöur fulltrúi stjórnar- flokkanna beggja enda á opinberu- framfæri með margföld árslaun fatlaðra. Hann segir i þessari grein: „A sama tima og aðrir staðir blómgast I háum meðal- tekjum situr Reykjavik að mann- fjölda sem að tiu hundraðshlutum til eru gamalmenni.” Hann talar af sömu hatursfullu fyrirlitningu um börn og barnaheimili. Hann segir orðrétt: „Það er fyrir löngu komið i i ljós, að sú kynslóð, sem aflar tekna i opinbera sjóði borgarinnar, er yfirleitt ekki til umræðu fyrir borgarstjórnar- kosningarnar. Freðýsurnar eru frambjóðendur barna og gamal- menna. Annað varöar þær ekki um.” Þetta ofstækisviðhorf er jafn gamalt mannkyninu og hefur oft leitt til ógnarlegra atburða, einnig á okkar öld. Þýsku nasist- arnir tortimdu ekki aðeins gyðingum og sósialistum I búðum sinum, þeir tortimdu einnig fötluðu fólki á þeim forsendum að það væri úrkynjað og gömlu fólki með þeim rökum aö það væri gagnslaust. Með þessu dæmi er ég ekki að gera Indriða G. Þor- steinssyni upp neinar aðrar skoð- anir en hann hefur sjálfur birt, ég er aðeins að benda á hvert það getur leitt að hugsa eingöngu um þá „kynslóð sem aflar tekna.” Og þá kemur upp I huga minn limra Jóhanns S. Hannessonar: „Þegar Gróur á Leiti eru grafnar og glatkistan Mörðunum safnar, þá er svolitil fró fyrir siðlausan róg, að Svarthöfði lifir og dafnar”. Ykke.r finnst kannski beiskja i þessum orðum minum, en ég hef alltaf verið bjartsýnismaöur og er þaö enn. Hitt veit ég af eigin reynslu og annarra, að árangur næst aldrei á nokkru sviði án baráttu. Það hefur lengi verið timabært að færa málefni fatl- aðra af sviði liknar yfir á baráttu- völl. Kosningarnar á sunnu- daginn þurfa að snúast um vandamál fatlaðra ekki siður en önnur stórmál; fatlað fólk á tslandi ^hefur rýrasta afkomu allra þjoðfélagshópa og er þar að auki félagslega einangrað, fær aðeins i takmörkuðum mæli að lifa lifinu. Mér fyndist fara vel á þvi að Kópavogur, sem hófst vegna sjálfsbjargarviöleitni hinnar snauðu, taki forustu i sókninni fyrir þvi að tryggja fötluðu fólki jafnrétti. Það er m.a. hægt með þvi að breyta byggingasamþykkt Kópavogs þannig, aö það verði sett sem skilyrði fyrir nýjum sambýlis- húsum, samkomuhúsum, vinnu- stöðum, skólum o.s.frv. að fatlað fólk i hjólastólum geti athafnað sig þar til jafns við aðra. Þaö kostar ekki fé, aöeins fyrir- hyggju. Það er hægt með þvi áð breyta lögreglusamþykktinni þannig að fatlað fólk geti farið um i hjólastól af eigin rammleik án þess að þurfa að reka sig á að þegar á næsta horni er óyfir- stiganleg torfæra. Það er hægt að stefna að þvi marki að almenningsfarartæki verði hönnuð þannig að fatlað fólk, m.a. i hjólastólum, geti ferðast meö þeim, en þaö mál er nú i brenni- depli i baráttu fatlaðra i Sviþjóð. Ég gæti nefnt mörg verkefni önnur, ef menn vilja stefna að þvi að Kópavogur verði jafnréttis- byggð. Svarthöfðar þessa byggðarlags koma vafalaust með þau gagnrök að með slikum framkvæmdum myndi fatlað fólk streyma til Framhald á bls. 2 2 Skólaslit Sam- vinnuskólans Félags- málanám- skeiðið fullgilt kennara- nám Samvinnuskólanum að Bifröst var slitið hinn 1. mai. 1 Bifröst var i vetur 81 nemandi, þar af 37 I 1. bekk og 44 i 2. bekk. Luku annars- bekkingar allir burtfararprófi frá skólanum. I skólaslitaræðu skólastjóra, Hauks Ingibergssonar, kom m.a. fram, að s.l. vetur voru haldin i samvinnu við Kaupfélag Borg- firðinga I Borgarnesi verslunar námskeið fyrir nemendur I 2. bekk. Fóru námskeiðin fram i Borgarnesi, og dvöldu tveir nem- endur þar i senn i vikutima, þar sem þeir stunduðu afmarkað nám og starfsþjálfun I sölubúðum kaupfélagsins undir leiðsögn verslunarstjóranna þar. Er þetta annað árið i röð, sem slikt sam- starf er á milli Samvinnuskólans og Kaupfélags Borgfirðinga. Margar skoðunarferðir voru farnar á vetrinum, til þess að nemendur gætu séð með eigin augum hin ýmsu fyrirtæki, sem samvinnumenn reka viðs vegar um landið. Voru þær ferðir sér- staklega skipulagðar með það fyrir augum að auka yfirsýn nemenda yfir atvinnulifið og starfshætti I hinum einstöku at- vinnugreinum. Félagslif og félagsmálakennsla hefur alltaf verið i hávegum höfð i Bifröst, og hefur Æskulýðsráð íslands nú viðurkennt félags- málanámið I skólanum sem full- gilt kennaranám. Hafa útskrifað- ir nemendur Samvinnuskólans þvi rétt til að kenna á félagsmála- námskeiðum um land allt og nota það kennsluefni, sem Æskulýðs- ráð gefur út i þvi skyni. Efstar á burtfararprófi úr 2. bekk urðu Lára Agústa Snorra- dóttir, Patreksfirði sem hlaut 8,84, Guðbjörg Skúladóttir, Borgarfirði, 8,75, og Guðlaug Baldvinsdóttir, Dalvik með 8,71. Framhaidsdeild í Reykja- vík Þá var framhaldsdeild Sam- vinnuskólans i Reykjavik slitið hinn 11. mai. Þar gengu til prófs 16 nemendur i 3. bekk, sem allir luku prófum, og 18 nemendur i 4. bekk. Luku 17 þeirra stúdents- prófi, en hinn átjándi mun ljúka prófi siðar á árinu, þar sem hann stundaði nám utanskóla s.l. vetur vegna trúnaðarstarfa á vegum samvinnuhreyfingarinnar. Efst á stúdentsprófi varð Vil- borg Hauksdóttir, sem hlaut 8,67, önnur varð Maria Jónsdóttir með 8,57, og þriðja Steinunn Jónas- dóttir með 8,50. Aðrir nýstúdentar voru Andrés Magnússon, Arnar Gr. Pálsson, Asgerður Þorsteins- dóttir, Guðbjörn Smári Hauks- son, Guðjón Kristjánsson, Kristin Einarsdóttir, Kristján Skarp- héöinsson, Ragnar Jóh. Jónsson, Ragnheiður Jóhannsdóttir, Sigur- jón Ingi Ingólfsson, Svanhildur Árnadóttir, Olfar Reynisson, Vil- helmina Þ. Þorvaröardóttir og Vilhjálmur Sigurðsson.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.