Þjóðviljinn - 27.05.1978, Síða 17
Laugardagur 27. maí 1978.ÞJÖÐVILJINN — StÐA 17
Aukinn straumur til vinstri
Rabbaö við Kristinu
A. Ólafsdóttur sem
skipar þriöja sœti
á lista Alþýðu-
bandalagsins
á Akureyri
Kosningarnar leggjast nokkuð
vel i mig. Eftir þvi sem maður
heyrir frá fólki Uti á götu virðist
vera straumur til vinstriog ég tel
alls ekki vonlitið að koma Helga
Guðmundssyni trésmið inn f
bæjarstjórn þó að vanti nú um
300 atkvæði miðað við fylgið
siðast. Þessi orð sagði Kristin A.
ólafsdóttir þegar Þjóðviljinn
hringdi norður til að forvitnast
um bæjarstjórnarkosningarnar á .
Akureyri. Kristln skipar þriðja
sæti á framboðslista Alþýðu-
bandalagsins i þessum
kosningum.
— Við leggjum mikla áherslu á
að koma Helga inn, sagði Kristln,
þvi að með þvi tengdist verka-
lýðshreyfingin beint viö bæjar-
stjórnina. Hann er formaður Tré-
smiðafélagsins hér og auk þess
stjórnarmaður i MFA sem vonir
eru bundnar við að geti komið
mörgugóðu til leiðar i fræðslu- og
félagsmálum.
— Um hvað eru meginátökin i
þessum kosningum?
— Þau snúast um það hvort sá
vinstri meirihluti sem verið hefur
hér siðasta kjörtimabil haldist
eða hvort ihaldið sem er með 5
fulltrúa nær meirihluta með þvi
að bæta við sig manni. Að visu
hefur Alþýðuflokkurinn lýst þvi
yfir að hann gangi óbundinn til
kosninga svo að það er hugsan-
legt að hann gangi i sæng með
ihaldinu eftir þær. Alþýðubanda-
lagið hefur eitt flokka lýst þvi
afdráttarlaust yfir að það vilji
halda áfram vinstra samstarfinu
ef úrslit kosninganna ráðast á
þann veg.
— Hver eru helstu stefnumál
ykkar?
— Við höfum lagt áherslu á
atvinnumálin og viljum að
uppbygging atvinnuveganna
verði i félagslegu formi eins og
verið hefur stefna meirihlutans
og gefið hefur góða raun hér á
Hússtjórnarskóli
Suðurlands
Kristin A. ólafsdóttir
Akureyri t.d. i útgerðinni, rekstri
sambandsverksmiðjanna og
Slippstöðinni.
Þá leggjum við mikla áherslu á
að dagvistarmál hafi forgang á
næsta kjörtimabili. A Akureyri
eru rúmlega 1000 börn á aldrinum
2-5 ára en aðeins pláss fyrir 180 á
dag vistarstofnunum.
— Borgarstjórinn i Reykjavik
gagnrýndi ykkur fyrir slælega
frammistöðu i dagvistarmálum i
sjónvarpi um daginn.
— Eins og Soffia Guð-
mundsdóttir hefur bent á voru
þessi mál I miklum ólestri þeg-
ar kjörtimabilið hófst, og ofan
á það bættist að núverandi rikis-
stjórn kippti til baka stuðningi við
byggingu dagvistarstofnana árið
1975. Nú á að fara að reisa nýjan
leikskólameð plássi fyrir 80 börn
og á fjárhagsáætlun bæjarins er
hönnunarframlag til dagheimilis
i Glerárþorpi. Þá tók til starfa á
þessu kjörtfmabili skóladag-
heimili og varkeypthúsnæði fyrir
það I fyrra. Þar voru um 25 börn i
vetur. Einu má bæta við ennþá.
Það var ákveðið að á leikskólum
gætu verið þroskaheft börn og
fjölgað starfsliði i þeim tilgangi.
Þetta tiðkast hvergi annars
staðar á landinu svo að ég viti til.
Það er þvi alls ekki rétt aö ekkert
hafi verið gert i dagvistarmálum
hér á Akureyri undanfarin 4 ár.
1 framhaldi af þessu vil ég lika
nefna að Soffia Guðmundsdóttir
hefur verið formaður félagsmála-
ráðs og félagsumbætur hafa
aukist að mun undir hennar for-
mennsku. Vil ég þar sérstaklega
nefna aukna heimilisaðstoð fyrir
gamalt fólk og sjúklinga.
—GFr
Nafntausi sönghópurinn.
r
I félagsstofnuninni i dag
Listin i þágu alþýðunnar
1 dag kl. 15.00 verða haldnir
tónleikar i Félagsstofnun stúd-
enta við Hringbraut undir kjör-
orðunum LISTIN 1 ÞAGU AL-
ÞÝÐUNNAR.
Þar koma fram m.a. Kór Al-
þýðumenningar, Nafnlausi söng-
hópurinn, sem er nýstofnaður
hópur söngvara og hljóðfæraleik-
ara og flytur hann baráttulög,
hljómsveitin Melchior, Þorvaldur
Árnason og Auður Haraldsdóttir,
Hjördis Bergsdóttir, 2 gestir frá
Danmörku og fleiri. Þá verður
stjórnað fjöldasöng.
Aðgangur er ókeypis og öllum
heimill.
Breyttir starfshættir
Með samþykki menntamála-
ráðherra og skólanefndar Hús-
stjórnarskóla Suðurlands, hefur
verið ákveðin breyting á starf-
semi skólans, nú þegar á næsta
hausti. Stjórnskipuð nefnd, sem
veitir þessi deild góðan undirbún-
ing til framhaldsnáms I Hótel- og
veitingaskóla Isiands og fleiri
skólum.
Akveðið hefur verið að meta til
styttingar nám þeirra umsækj-
Húistjórnarskóll Suðurlands á Laugarvatnl.
fjallaði um starfsemi skólanna að
Laugarvatni, lagði til að stofnuð
yrði við skólann ný tveggja ára
hússtjórnarbraut, eða réttara
sagt hússtjórnardeild, f samræmi
við lög nr. 53/1975 um hússtjórn-
arskóla. Aætlað er að veita nem-
endum menntun til að annast for-
stöðu smærri mötuneyta og vist-
stofnana og til að vera aðstoðar-
ráðsmenn i stórum mötuneytum,
að viðbættri starfsþjáifun svo og
ræstingarstjórar á sjúkrahúsum
og stærri stofnunum. Einnig
enda, sem lokið hafa námi frá
einhverjum hússtjórnarskóla, svo
að þeir geti lokið umræddu
tveggja ára námi I hússtjórnar-
fræðum á styttri tima en ella.
Bóklega námið i framhaldsdeild-
inni verður samræmt og tengt við
aðrar nýjar framhaldsbrautir
sem ákveðið er að stofna við hina
skólana að Laugarvatni.
Þá verða, auk þess sem áður er
getið, haldin styttri námskeið i al-
mennum heimilisfræðum við
skólann.
1) A timabilinu 1.-14. október
verður haldið námskeið, sér-
staklega ætlað ungu fólki sem
hyggst stofna heimili og verður
trúlofuðu fólki og hjónum gef-
inn kostur á að búa saman i
herbergi.
Á námskeiðinu verður lögð
sérstök áhersla á fræðslu fyrir
byrjendur i heimilishaldi.
Fengnir verða sérfræðingar til
fyrirlestra um hjúskaparmál
og barnauppeldi o.fl.
2) Tveggja mánaða námskeið
verður haldið i heimilisfræöum
og handmennt á timabilinu frá
18. okt. til 16. desember.
Kenndar verða manneldis-,
heilsu- og uppeldisfræðigrein-
ar. Jafnhliða almennri mat-
reiðslu verða einnig kennd
hauststörf á þjóðlega visu, svo
sem sláturstörf, niöursuöa og
hraðfrysting matvæla. Sérstök
áhersla verður lögð á jólaund-
irbúning á þessu námskeiði.
3) Frá 8. janúar til mailoka verð-
ur haldið námskeið i almennum
hússtjórnargreinum og hand-
mennt. Verða einnig kenndar
bóklegar greinar, svo sem nær-
ingar-, heilsu- og uppeldis-
fræðigreinar o.fl.
Þessu námskeiði lýkur með
prófi og getur það próf stytt
nemendum leiðina á tveggja
ára brautinni, þ.e. hússtjórnar-
brautinni.
Allar deildir Hússtjórnarskóla
Suðurlands eru jafnt opnar fyrir
pilta sem stúlkur.
AUGLYSING
Greiðsla oliustyrks i Reykjavik fyrir
timabilið jan. — mars 1978 er hafin.
Oliustyrkurinn er greiddur hjá borgar-
gjaldkera, Austurstræti 16. Afgreiðslu-
timmí er frá kl. 9.00 — 15.00 virka daga.
Styrkurinn greiðist framteljendum og ber
að framvisa persónuskilrikjum við mót-
töku.
Skrifstofa borgarstjóra.
Framhaldsskólanám að
loknum grunnskóla
Athygli er vakin á að umsóknarfresti um inngöngu á
ýmsar námsbrautir á framhaldsskólastigi lýkur 10. júni,
og nemendur sem siðar sækja geta ekki vænst skólavistar.
Tilskilin umsóknareyðublöð fást i þeim grunnskólum, sem
brautskrá nemendur úr 9. bekk, og I viðkomandi fram-
haldsskólum. Leiðbeiningar um hvert senda skuli um-
sóknir eru á umsóknareyðublöðun im.
Menntamálaráðuneytið, 25. mai 1978
Afgreiðsla Þjóðviljans
er opin sem hér segir:
A mánudögum frá kl. 9 — 17.
Þriðjudögum — föstudags kl. 8 — 17.
Laugardögum frá kl. 8 —12 og kl. 17 —19.
Lokað á sunnudögum.
Simi 8-13-33.
Þjóðviljinn