Þjóðviljinn - 27.05.1978, Page 22
-22 SÍÖÁ.r- ÞtfóÐVILJINN Laugardagur 27. mal 1978.
15% hækkun á bótum
ahnannatryggínganna
1 samræmi við lög nr. 3 frá 17.
febrúar 1978 um ráðstafanir i
efnahagsmálum og með visan til
bráðabirgðalaga frá 21. mai um
breytingar á þeim lögum munu
allar bætur almannatrygginga
hækka um 15% frá 1. júni 1978 að
telja.
Upphæðir bótaflokka verða eft-
ir hækkun sem hér segir: .
EUilifeyrir tekinn
frá 67 ára aldri
frá 68ára aldri
frá 69 ára aldri
frá 70 ára aldri
frá 71 árs aldri
frá 72ára aldri
Kr. á mán.
44.400,-
48.172,-
53.748.-
59.287,-
66.590,-
74.176.-
Hjónalifeyrir 67/67 77.620,-
(hjón fá 90% lifeyris
tveggja einstaklinga)
Tekjutr. einstaklinga 39.706.-
ásamt 67 ára lifeyri 84.106.-
Tekjutr. hjóna 67.122,-
ásamt 67/67 ára lifeyri 144.742,-
Barnalifeyrir 22.719,-
Heimilisuppbót 13.800.-
Vasapeningar (50. gr.) 10.350,-
Mæðralaun 1 barn 3.895,-
Mæðralaun 2börn 21.143,-
Mæðralaun 3börn 42.282.-
Ekkjulifeyrir 60—66 44.400,-
Ekkjubætur 6 mán. 55.632,-
Ekkjubætur 12mán. 41.716,-
Fæðingarstyrkur 51.721,-
Fæðingarkostnaður 22.648.-
Sjúkradagpeningar Kr. á dag
heima
f. 17 ára og eldri 1.894,-
með hverju barni 515.-
á sjúkrahúsi
f. fyrirvinnu heimilis 1.263,-
f. aðra 17 ára og eldri 631,-
með hverju barni 407.-
Dagpeningar slysatrygginga
fyrir einstaklinga
. eldri en 17 ára 2.397,-
með hverju barni 515,-
Kostnaður viö þessa hækkun er
áætlaöur 750 — 800 miljónir á
yfirstandandi ári.
Heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytiö
26. mai 1978.
ASI
Framhald af bls. 10.
tekjur fyrir yfirvinnu skertu
rétt til verðbóta og átu að jafn-
aði þennan viðauka alveg upp.
Þetta gerist ekki nú, þvi að
verbótaviðaukinn kemur alltaf
á dagvinnuna, en hins vegar
raskast öll launahlutföll
varðandi yfirvinnu á mjög svi-
virðilegan hátt hjá þvi fólki sem
mesta yfirvinnu vinnur og helst
þarf á þeim tekjuauka að halda
sem yfirvinnan gefur.
Vitnað var til þess að forsætis
ráðherra hafði talað á fundi
Vinnuveitendasambandsins um
það, hve launaútreikningar
væru orðnir flóknir, kjarasamn-
ingana þyrfti að einfalda.
Guðmundur J. Guðmundsson
formaður Verkamanna-
sambandsins benti á, að ekki
batnað nú ástandið að þessu
leyti þegar stjórnvöld væru búin
að fara höndum um samninga.
Þá fyrst yrðu kjaraákvæðin
alveg óskiljanleg fyrir flesta
múgamenn i landinu. Nú þyrfti
aðstoð háskólamenntaðra
manna i sérgreinum til að túlka
einföldustu kjaraákvæöi
2. grein kjaraskerðingar-
laganna frá febrúar um verð-
bótaviöauka var framkvæmd á
mismunandi hátt, enda margir
sem ekki voru inni i fræðigrein-
inni, bæði kaupgreiðendur og
launþegar. Nú er viðurkennt að
ákvæðin hafi ekki reynst nógu
vel, og kynni að koma að þvi að
hin nýju ákvæði bráðabirgða-
laganna mundu ekki standast
timans tönn heldur.
Röskun
eðlilegs jafnvægis
Guðjón Jónsson formaður
Málm- og skipasmiðasambands
ins kvaöst siður en svo vilja
draga úr þvi, hvað áframhald-
andi kaupskerðing er alvarlegt
mál.En hitt væri ekki siður
mjög alvarlegt, hvernig lögin
röskuðu allri uppbyggingu
kjarasamninganna, hlutföllum
milli mismunandi vinnu og
starfsgreina sem orðið hefðu til
á löngum tima i atvinnulifinu og
við frjálsa samninga aðila.
Dregið væri úr gildi erfiðis-
álaga, óþrifaálaga, vaktaálaga
oþh.
Bónus i frystihúsum þyrfti 1.
júni að hækka um 11,4% til að
halda sama hlutfalli gagnvart
dagvinnu og hann hefur hingað
til haft.
Vaktaálag hjá sóknarstúlkum
verður 29,6% i stað hins samn-
ingsbundna sem er 33%.
útflutningsbannið
skapar gífurlega spennu
Sumir fréttamannanna á
fundi ASt-forustunnar i gær
vildu efast um áhrifamátt út-
flutningsbannsins. Guðmundur
J. tók þá i kennslustund og
kvaðst geta fullyrt að atvinnu-
rekendur, útflytjendur, litu öðru
visi á málin. Hvar vetna væru
fullar frystigeymslur og önnur
birgðasöfnun alveg t hámarkl
All-mikill kostnaöur er við
umhiröu og varöveislu þessara
’birgða, en þó væri það barna-
leikur hjá allri vaxtabyrðinni
sem leiddi af óseldum birgðum.
Hins vegar hefur enginn verka-
maður né verkakona tapaö
dagsstund i vinnu vegna útflutn-
ingsbannsins.Talsvert er um
undanþágur.en þó ekki nema lit-
ið miðað við beiðnir.
Yfirvinnubann
kemur til greina
Forystumenn ASl og
sérsambandanna vörðust allra
frétta af þvi, með hvaða hætti
verkalýðshreyfingin hyggst
sækja rétt sinn i greipar at-
vinnurekenda og rikisvalds.
Verkamannasambandsmenn
kváðust ekki geta bundið
hendur þeirrar ráðstefnu sem
þeir halda með sinu fólki á
þriðjudaginn, en hún hefur
ákvörðunarvaldið. Hitt er ljóst
að allar fyrri aðgerðir standa
áfram og framkvæmdastjórn
Verkamnasambandsins hefur
þvi aðeins samþykkt harðorð
mótmæli við lögunum að ætlun-
in er að knýja fram lausn sem
hægt er að una við. Spurt var
hvort yfirvinnubann kæmi til
greina: Vissulega kemur það til
greina. _h.
Magnús
Framhald af 14 siðu
Kópavogs og þá fengi sú „kynslóö
sem aflar tekna” minna i sinn
hlut. En fatlaðir geta einnig aflað
tekna ef þeir fá leyfi til þess að
vinna. I Sviþjóð er jafnrétti
fatlaðra til starfa tryggtj hafi
fatlaðir menn ekki fulla vinnu-
getu eru metin jöfnuð með fram-
lagi úr opinberum sjóðum. í
minum huga er þetta þó ekki
aðferð til þess aö afla þjóðfélag-
inu tekna, heldur úrræði til þess
að tryggja fötluöum sem eðli-
legasta þátttöku i iðandi mannlifi.
I þessum viðhorfum felasf
meginandstæður
Öðaverðbólgan á Islandi hefur
gert það að verkum að hérlendis
er naumast nefndur annar mæli-
kvarði en peningar. 1 eyrum
okkar glymja f sifellu orð eins og
framleiðni, arðsemi, hagkvæmni
og fjölmörg önnur orö af hlið-
stæöu tagi. Það er meira að segja
fariö aö tala um heilbrigðismál
með kalda peningahyggju að
mælikvarða. Ég er þeirrar skoð-
unar aö heilbrigðisþjónusta sé
arðbærasta framkvæmd á Islandi
og nota þá sem mæiikvarða heilsu
og llfshamingju. Þeir sem nota
grófa peningahyggju sem mæli-
kvarða segja hins vegar að heil-
brigðisþjónustan sé baggi á þjóö-
inni, og meira að segja Matthias
Bjarnason heilbrigðisráðherra
hefur tekið undir þaö kaldrifjaða
sjónarmið, að enginn skuli fá að
dveljast á heilbrigðisstofnun
nema hann geti borgað matinn
sinn, þar megi aðeins dveljast
„kynslóðin sem aflar tekna”; við
hinir getum lifað og dáið sem úti-
gangshrossin foröum. 1 þessum
viðhorfum felast þær meginand-
stæður sem við megum aldrei
gleyma. Ekki skal ég gera litið úr
hagræöingu og þeim aðferðum
öllum, en ég vil minna á að þetta
eru aöeins aðferðir og mega
aldrei veröa aö sjálfstæöum
markmiðum. Markmiðið er eitt
og aðeins eitt: maðurinn sjálfur,
örugg afkoma hans, frelsi og
jafnrétti. Og þetta verða að vera
markmið sem ná til allra, ekki
aðeins þeirrar „kynslóöar sem
Vegna utankjörfund-
aratkvæðagreiðslu
til alþingiskosninga 25. júni n.k. verður
skrifstofan að Vatnsnesvegi 33, Keflavik,
opin utan venjulegs skrifstofutima sem
hér segir:
Frá 28. mai — 18. júni alla virka daga kl.
17-20.
Laugardaga og sunnudaga kl. 14—19.
Frá 19. júni — 23. júni kl. 17—22.
Laugardaginn 24. júni kl. 10—22 og sunnu-
daginn 25. júni kl. 10—14.
Skrifstofan að Vikurbraut 42, Grindavik,
verður opin sem hér segir:
Frá 28. mái —18. júni, kl. 16—19 alla virka
daga.
Laugardaga og sunnudaga, kl. 13—17.
Frá 19. júni f- 23. júni kl. 13—20.
Laugardaginn 24. júni kl. 13—22 og sunnu-
daginn 25. júni kl. 10—14.
Þá er hægt að kjósa utan kjörfundar hjá
hreppstjórum i umdæminu.
Bæjarfógetinn i Keflavik, Njarðvik og
Grindavík.
Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu.
aflar tekna” eins og Svarthöföi
komst að orði. Maðurinn er gullið
þrátt fyrir allt, veröur ævinlega
að vera kjarninn i allri stefnu og
öllum störfum okkar sósialista.
Fréttarabb
Framhald af 7. siðu.
litiö um hlutina og varast alla
spádóma. Þó má renna i grun
hverjir munu vinna á. Ungt fólk
virðist aöhyllast vinstri stefnuna
og eygja hlutina i raunsæju ljósi,
sér að lifið er ekkert æfintýr um
pönnukökuhús með syrkuðum
gluggum, enda ekki nema von
þvilikur óskapningur sem þessi
rikisstjórn er. Tvihöfðaður þurs
efnishyggju arðráns og svika við
láglaunafólk og öryrkja svo ekki
sé minnst á skattafrumvarpið
sæla, sem hespaö var af á einum
eða tveimur dögum og verður
mest hinni vinnandi stétt, verka-
fólki og sjómönnum i óhag. Auka-
biti I kjaft heildsalanna og brask-
aranna.
Meðal Alþýðubandalagsmanna
er mikill einhugur og fólkið allt
ein fjölskylda, duglegt og áhuga-
samt við undirbúning væntan-
legra átaka á sunnudaginn, enda
mikið i húfi. Vonandi rætist
draumur okkar um tvo menn
kjörna. Vonandi á Alþýðubanda-
lagið eftir að vinna alls staöar á i
landinu i báðum kosningunum og
þá er vel. Vonandi á ihaldið og
fylgifiskur þess Framsóknarauð-
valdið með Samband islenskra
samvinnufélaga, oliu og trygg-'
ingarauðhringa eftir að lenda i
skammarkróknum, enda Fram-
sóknarflokkurinn hér i Vest-
mannaeyjum það vesældarlegur
aðhann minnir á gamla kerlingu.
thaldið er borubrattara með
framboð unglinganna, sem ætla
að skapa hér paradis á jörð eftir
þvi sem þeir segja og nota til þess
hugsjónarán frá öðrum eins og
um bætta aðstöðufyriröryrkja og
aldraða. En hugmynd þessi er
komin frá mér. Hún er min eign
og um leið eign Alþýðubandalags-
ins hér I Vestmannaeyjum. Tölu-
verður hópur gamalla ihalds-
skarfa veifa vængjunum ekkisem
hrifnastir, með þessa ungskyrf-
inga, en kannske tekst guðföðurn-
um Guðlaugi garminum að
stöðva þetta óánægju vængja-
blak, þó einnig sé gamall og ól-
seigur skarfúr. Þó er aldrei að
vita. Gamlir skarfar þola sjaldn-
ast breytingar, vilja sitja viö sinn
gamla kopp eiliflega og ungskyrf-
ingarnir eru vist engin
átrúnaðargoð i þeirra augum,
enda lái ég þeim það ekki.
Magnús Jóhannsson
frá Hafnarnesi.
Sáttasemjari
Framhald af 12. siðu
stöðu innan flokksins ef allir I-
haldsandstæðingar hafa gefist
upp við að starfa innan flokksins.
Verði Magnús Bjarnfreðsson
kosinn i bæjarstjórn i þessum
kosningum, mun hann halda á-
fram þvi starfi sem hann hefur
haft siðasta kjörtimabil, aö halda
saman hagsmunaklikum innan
Sjálfstæðisflokksins svo að þær
reynist samstarfshæf ar við
myndun meirihluta i bæjarstjórn.
Takist Magnúsi Bjarnfreðssyni
það sáttasemjarastarf sem hann
sækist nú eftir, verður hann og
Richard Björgvinsson aðal-ráða-
menn bæjarstjórnar næsta kjör-
tima bil.
Þeir virðast eiga mesta mál-
efnalega samstöðu I bæjarráöi.
Þeir stóðu saman að þvi að segja
upp öliu ræstingafólki við skólana
og ætluðu aö bjóða störfin út til
verktaka. Þeir stóðu fast saman
aðrefsiaðgerðum gegn þeim bæj-
arstarfsmönnum sem stóðu með
sinum stéttarfélögum aö mót-
mælaaðgeröum 1. og 2. mars.
Ekki er þvi liklegt að launafólk i
Kópavogi telji sér það hagstætt að
kjósá B-listann i kosningunum á
morgun.
50 miljónir
Framhald af 12 siðu
staða bæjarsjóös er eins og hjá
gjaldþrota braskara sem veltir
rekstri sinum áfram með okur-
lánum. Lausafjárstaða bæjar-
sjóðs versnaði enn á siöasta ári
um 87 miljónir króna.
Frambjóöendur Sjálfstæðis-
flokksins og framsóknar hafa
reynt að mótmæla þessum stað-
ÞJÓÐLEIKHÚSIfl
KATA EKKJAN
i kvöld kl. 20 Uppselt
sunnudag kl. 20
fimmtudag kl. 20
Litla sviðið:
MÆÐUR OG SYNIR
sunnudag kl. 20.30
Fáar sýningar eftir
FRÖKEN MARGRÉT
Aukasýningar þriðjudag og
miðvikudag kl. 20.30
Siðustu sýningar.
Miðasala 13.15-20. Simi 1-1200
VALMUINN SPRINGUR CT
ANÓTTUNNI
5. sýning I kvöld — Uppselt
gul kort gilda
6. sýning þriðjudag kl. 20.30
græn kort gilda
7. sýning fimmtudag kl. 20.30
hvit kort gilda
SKALD-RÓSA
miðvikudag kl. 20.30
föstudag kl. 20.30
Miðasala I Iðnó kl. 14-20.30,
simi 16620
BLESSAÐ BARNALAN
Miönætursýning I Austur-
bæjarbió I kvöld kl. 23.30
Næst-siðasta sinn.
Miðasala i Austurbæjarbiói kl.
16-23.30 simi 11384.
reyndum en setið fastir i feninu
og á bæjarráösfundi 9. mai s.l.
var samþykkt að taka 50 miljón
króna vaxtaaukalán i Búnaðar-
banka íslands til þess að unnt
væri að greiða starfsmönnum
bæjarins laun að minnsta kosti
fram yfir kosningar. Ekki var
hægt að viðurkenna á skýrari
hátt aðallt það sem frambjóðend-
ur Alþýðubandalagsins hafa sagt
um fjárhagsstöðuna er satt og
rétt.
Ekki verður hjá þvi komist
hver sem tekur við stjórnbæjarins
eftir kosningar að fresta ýmsum
framkvæmdum á vegum bæjar-
ins til þess að bæta greiöslustöð-
una og koma rekstri bæjarins á
réttan kjöl.
Þá verður jafnframt að endur-
skipuleggja stjórnkerfi bæjarins
og draga þar verulega úr
rekstrarkostnaði.
Núll ofaní núll
Framhald af bls. 15
sama fyrirbrigði, þessu máli til
enn frekarisönnunar. Og þar sem
allir vita aö nú á timum trúir eng-
inn þvi að til sé nokkuð sem
heitir sál, — og allra slst
sálfræðingarnir sjálfir,
stóðu þeir afskaplega höll-
um fæti i þessu máli. Það var
þvi flestum alveg óskiljanlegt, að
i næstu könnun Gallúps á pólitisk-
um skoöunum fólks kom i ljós, aö
fulltrúar guðs I Noregi,
Kristelig folkeparti, höföu misst
talsvert fylgi eftir þetta púka-
ævintýri. Flokksforystunni leist
ekki meira en svo á blikuna og tók
að hugleiða verulega eftirgjöf á
afstöðu sinni til guölegra mála, ef
það mætti verða til þess aö bæta
fylgið á ný.
Hugmynd
Kannski reviusmiðir þessa
lands geti sótt hugmynd sina fyr-
ir næstu Montreux hátiö i þessa
kómediu i lifsins leikhúsi — og
slegiö 1 gegn. Hver veit. En það
vitum við þó , að reviusmiöir
breska sjónvarpsins, BBC,fengu
silfurrósina fyrir prógram sitt
„Dave Allen at Large” þar sem
þeir gerðu stólpa grin að geistleg-
um yfirvöldum kaþólsku kirkj-
unnar. Það hefur reyndar flogið
fyrir, að þáttur þessi þyki að mati
kristilega þenkjandi fólks inni-
halda svo mikil óguðlegheit.að út-
varpsráð samþykki aldrei
sýningu hans I Norsk Rikskring-
kastning. En kannski Kristilegir
demökratar lini svo á stefnu sinni
að fulltrúar þeirra i útvarpsráö-
inu skoði haná með blinda
auganu þegar þar að kemur. Það
er þó fyrir mestu að halda styrk
sinum á þinginu sérstaklega þeg-
ar baráttan gegn sósialismanum
i landinu er höfð I huga.
Osló 21. mai,
Þorgrímur Gestsson