Þjóðviljinn - 01.07.1978, Blaðsíða 3
Laugardagur 1. júll 1978 ÞJÓÐVILJINN —SIÐA3
Hættaáað Bandaríkin
innlkni hluta af Kanada
ef Quebec slítur sig laust, seglr Trudeau
29/6— Pierre Trudeau,
forsætisráðherra
Kanda, sagði i dag að
ef hið frönskumælandi
fylki Quebec segði skil-
ið við Kanada og gerð-
ist sjálfstætt ríki, væri
hætta á þvi að Kanada
leystist upp og að sum-
ir hlutar þess yrðu inn-
limaðir i Bandarikin.
Sagði Trudeau þetta i
ávarpi, sem hann flutti
i tilefni þess, að 111 ár
eru liðin frá stofnun
kanadiska sambands-
rikisins.
Sambandsstjórnin hefur veitt
4.5 miljónir dollara til hátiöa-
halda i tilefni afmælisins, og
veröa hátiBahöldin notuö til þess
aö leggja áherslu á nauðsyn
þess, aö rikiö sundrist ekki.
Stjórn Quebec undir forustu
Rene Levesque forsætisráð-
herra, sem hefur skuldbundiö
sig til þess aö fá þvi til leiöar
komiö, aöfylkiö fái sjálfstæöi aö
einhver ju marki, varöi fyrir sitt
leyti miklum fjárfúlgum i
hátiöahöld, sem haldin voru um
s.l. helgi Úl heiðurs Jóhannesi
skirara, sem er verndardýrling-
ur frönskumælandi Kanada-
manna.
Trudeau — telur upplausn
Kanda framundan.
Kanadiska þingiö hefur nú til
athugunar stjórnarfrumvarp,
sem gerir ráö fyrir verulegum
breytingum á stjórnarskránni
meö þaö fyrir augum, aö
Quebec og önnur fylki fái aukna
sjálfstjórn. Tilgangur Kanada-
stjórnar meö frumvarpi þessu
er aö reyna aö fá Quebecmenn
tíl aö hætta viö skilnaö*
Schmidt segir
OTRAG
meinlaust
30/6 — lielmut Schmidt, sam-
bandskanslari Vestur-Þýska-
lands, sagöildag I Lusaka, höfuö-
borg Sambiu, þar sem hann er I
opinberri heimsókn, aö vestur-
þýska fyrirtækiö OTRAG, sem
hefur komiö sér upp eldflauga-
stöö I Shaba, syösta fylki Zaire,
væri i engum tengslum viö
vesturþýsku stjórina. Schmidt
fullyrti einnig aö eldflaugatil-
raunir OTRAG heföu enga hern-
aöarlega þýöingu.
Talsmen ORTAG fullyröa aö
tilgangur þess sé sá einn aö fram-
leiöa ódýrar eldflaugar, er boriö
geti gervihnetti á sporbaug um-
hverfis jöröu Ekki eru allir reiöu-
búnir aö taka þá skýringu gilda
án fyrirvara.og grunarsuma aö
þarna sé veriö aö koma á fót her-
bækistöö fyrir Vesturveldin.
INDLAND:
6 ráðherrar
segia af sér
30/6 — Sex ráðherrar í
ríkisstjórn Indlands sögðu
af sér i dag vegna ósam-
komulags við Morarji Des-
ai forsætisráðherra, og er
þetta alvarlegasti klofn-
ingurinn, sem komið hefur
upp í ríkisstjórninni frá því
að hún kom til valda fyrir
15 mánuðum. Meðal ráð-
herranna, sem sögðu af
sér, eru Charan Singh inn-
anríkisráðherra, sagður
voldugasti maður á Ind-
landi að Desai einum frá-
töldum og Raj Narain heil-
brigðismálaráðherra.
Desai skoraöi á ráöherrana að
SALT-viðræður:
Church telur all góðar
horfur á samkomulagi
30/6 — Frank Church,
bandariskur öldungadeild-
arþingmaður og demókrati
frá Idaho, sagði i dag í
Genf að hann teldi góðar
horfur á því að Bandaríkin
og Sovétríkin kæmust síðar
á árinu að samkomulagi
um að setja takmarkanir á
kjarnorkuvopnabúr sín og
banna allar tilraunir með
kjarnorkuvopn.
Church sagði þetta við frétta-
mann eftir aö hafa rætt viö samn-
inganefndir risaveldanna, sem nú
reyna aö berja saman nýjan sátt-
mála um takmarkanir á strate-
giskum kjarnorkuvigbúnaði
(SALT). Jafnframt er reynt i við-
ræöum þessum aö ná samkomu-
lagi um bann viö öllum kjarn-
orkusprengingum I tilraunaskyni,
hvort heldur er neöanjarðar, i
andrúmsflotinu, úti i geimnum
eða neðansjávar.
Bretland tekur einnig þátt i
þessum viðræðum. Church sagöi
aö samningannefndirnar heföu
þokast áleiöis aö samkomulagi
um eftirlitskerfi, sem tryggöi aö
enginn samningsaöili gæti rofiö
ákvæöi samningsins án þess aö
eftir væri tekiö. SALT-viðræöur
þessar hafa nú staöiö yfir i ár.
Desai — annar valdamesti rdö-
herrann segir af sér.
hverfa úr stjórninnni eftir aö þeir
höföu ráöist heiftarlega á forustu
Janata-flokksins fyrir aö láta þaö
hjá liöa aö stefna Indiru Gandhi,
fyrrum forsætisráöherra, fyrir
rétt vegna athafna hennar á þeim
19 mánuöum, sem hún stjórnaöi
samkvæmt neyöarástandslögum.
t gærkvöldi kraföist Singh þess að
Gandhi yrði þegar handtekin.
Einnig er ágreiningur milli
Singhs og félaga hans annars
vegar og Desai hinsvegar út af
efnahagsmálum.
Þeir Singh og Narain voru báöir
i Þjóöarflokknum svokallaöa,
er sameinaöist Janataflokknum
fyrir kosningarnar, sem uröu
stjórn Gandhi að falli. Taliö er
liklegt aö stjórn Desais standist
þennan klofning, en hinsvegar er
mikil hætta á þvi aö Janata sem i
raun er bandalag margra óllkra
flokka, detti i sundur. Desai for-
sætisráöherra hefur verið varkár
gagnvart Indiru Gandhi siðan i
fyrra, er hún var handtekin en
látin laus daginn eftir samkvæmt
fyrirskipun dómara sem úr-
skurðaði aö hún þyrfti ekki aö
svara til neinna saka.
Sameinuðu þjóðimar:
Ný afvopnunar-
ráöstefna í
anda de Gaulle
I 30/5 — Samkomulag hefur
náöst um þaö á ráöstefnu alls-
herjarþings Sameinuöu þjóöanna
um afvopnunarmál aö slitiö veröi
| afvopnunarráöstefnunni I Genf,
sem staöiö hefur I 16 ár og litlu
komiö áleiöis, og aö I staöinn
veröi komiö I kring annarri
afvopnunarráöstefnu, sem lik-
legri veröi til árangurs. Nýja ráö-
stefnan, sem einnig á aö halda i
Genf, á aö hefjast þar I janúar
n.k.
öllum þeim fimm stórveldum,
sem vædd eru kjarnorkuvopnum,
er heimil séta á ráöstefnu þess-
ari, og auk þess 32 til 35 rikjum
öörum, og veröa þau valin úr i
samráöi viö forseta allsherjar-
þingsins. öll ríkin skiptast á um
aö hafa forsæti ráöstefnunnar á
hendi, mánuö i senn hvert þeirra.
Franska stjórnin hefur fagnaö
þessum niöurstööum og litur á
þær sem mikinnsigur fyrir sig. A
gömlu Genfar-ráðstefnunm um
afvopnunarmál, sem nú á aö
slíta, áttu þrjátiu riki sæti, en
Bandarfkin og Sovétrikin höföu
ein forsæti hennar á hendi og
skiptust á um þaö. Á þessum for-
sendum hafa Frakkar allt frá tiö
|de Gaulle hershöföingja neitaö
aöeiga nokkurn hlut aö ráöstefnu
þessari, sem þeir hafa sakaö risa-
veldin um aö nota til þess aö
leggja áherslu á drottnun sina I
heiminum.
Uppljóstrun um Súes-stríðið:
Samantekin ráð Breta,
Frakka og ísraela
30/6 — í næstu viku kemur út
bók eftir Selwyn Lloyd lávarö,
fyrrum utan rikisrá öhe rra
Breta, og viöurkennir lávaröur-
inn i bókinni aö fulltrúar Bret-
lands, Frakklands og Israels
hafi komiö saman á fund I
Sevres, nálægt Paris, áriö 1956,
og boriö þar saman ráö sin um
sameiginlega árás á Egypta-
land, sem rikin þrjú hófu
skömmu slðar. Er þaö blaöiö
Guardian, sem vakiö hefur
athygli á þessari uppljóstrun i
bókinni.
Leynifúndurinn i Sevres var
að sögn Guardian haldinn 24.
okt. þetta ár, en 29. okt. réöust
ísraelar inn á Sinai-eyöimörk.
Bretar og Frakkar kröföust
þess þá aö báöir aöilar sam-
þykktu vopnahlé, og játuöu
IsraelarþvienEgyptar neituöu.
31. okt. réöust svo breskar og
franskar herflugvélar á flug-
velli Egypta, og 5. nóvember
lentu breskar fallhlifasveitir við
Port Said og reyndu aö ná
Súes-skuröi á sitt vald.
Enda þótt varnir Egypta yröu
mjög I handaskolum uröu Bret-
ar, Frakkar og Israelar fljót-
lega aö kalla hersveitir sinar
heim, vegna utanaökomandi
þrýstings, einkum af hálfu
Sovétrikjanna. Siöan hefur ver-
iö um þaö deilt, aö hve miklu
leyti ráöamenn þessara þriggja
þjóöa hafi haft meö sér samráö
um innrás þessa, sem sumir
kölluðu siöasta heimsvalda-
ævintýri Breta og Frakka. En
nú kemur þaö að sögn fram i
bók Selwyns Lloyds, sem var ut-
anrlkisráðherra Breta þegar
innrásins var gerö, aö árásar-
rikin hafi fyrirfram komiö sér
saman um, hvaöa hlutverk
hvert þeirra skyldi leika i hild-
arleiknum.
Sir Hugh Greene, fyrrum
framkvæmdastjóri breska út-
varpsins, upplýstifyrr i vikunni
aö háttsettur stjórnarembættis-
maöur heföi sagt honum aö séö
heföi verið til þess, aö „allur
sannleikurinn i málinu kæmi
aldrei i ljós”. Sir Hugh telur, aö
meö þessuhafi embættismaöur-
inn átt viö aö mikilvæg skjöl
heföu veriö eyöilögö.
Breska utanrikisráðuneytiö
neitaöi i dag aö svara mikilli
spurningahriö um þaö, hvort
ráðuneytiö heföi á einhvern hátt
eyöilagt eöa faliö skjölin frá
Sevres-fundinum.
Bretar og Frakkar ákváöu
árásina á Egyptaland vegna
þess aö Nasser, þáverandi leiö-
togi Egypta, tók þá ákvöröun aö
þjóðnýta SUes-skuröinn, en til
þessa höföu Bretar og Frakkar
haft þar mikil itök. Israelum
gekk þaö til aö þeir vildu
klekkja á Egyptum vegna
stuönings þeirra siöarnefndu
viö palestinska skæruliöa.
Mesta
sókn
Eþíópa til
þessa
30/6 — í Reuter-frétt frá
Kartúm, höfuðborg Sú-
dan segir að eþíópski
stjórnarherinn haf i nú haf-
ið nýja sókn gegn sjálf-
stæðissinnum í Eritreu og
sé þetta mesta sókn Eþiópa
til þessa í stríði þessu, sem
staðið hefur yfir í 17 ár.
Aðalatlaga sóknarinnar
hófst í gær, þegar mörg
þúsund manna lið lagði af
staðfrá Adúa í Tígre-fylki,
sem er norðaustast í
Eþíópíu sjálfri við landa-
mæri Eritreu.
Talsmenn Eritreumanna segj-
ast hafa heyrt loftskeyti, sem
bendi til þess að sovéskir hern-
aðarrábgjafar hafi átt þátt i
skipulagningu sóknarinnar, en
hins vegar taki hvorki kúbanskt
né sovéskt herliö þátt i sókninni.
Sagt er að Kúbanir og Sovétmenn
sem veittu Eþiópiuher öflugan
stuðning gegn Sómölum, séu
ófúsir til aö flækja sig I Eritreu-
striðinu og leitist viö aö fá
Mengistú valdsmann Eþiópiu til
að reyna samningaleiöina viö
sjálfstæöishreyfingarnar i Eri-
treu.
Auk tveggja sjálfstæöishreyf-
inga Eritreumanna, ELF og
EPLF, berst lið sjálfstæöishreyf-
ingingar Tigremanna á vigstööv-
um þessum gegn eþiópska stjórn-
arhernum. Sjálfstæöissinnar
segja aö Eþiópar hafi ekki sótt
fram nema takmarkab, enda eru
monsúnrigningar hafnar á þess-
um slóöum og breyta jarövegin-
um i efju, auk þess sem griöar-
legur vöxtur er i fljótum. Útvarp-
ið i Addis Ababa, höfuðborg
Eþiópiu, segir hinsvegar aö
eþlópski herinn vinni hvern sigur-
inn af öörum.