Þjóðviljinn - 01.07.1978, Side 12

Þjóðviljinn - 01.07.1978, Side 12
12 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Laugardagur 1. júli 1978 LAGERMAÐUR Óskum eftir að ráða mann til lagerstarfa. Upplýsingar aðeins veittar á skrifstof- KENNARASTÖÐUR Kennara vantar að grunnskólanum á Stokkseyri. Gott húsnæði er fyrir hendi. Kennsla bæði i eldri og yngri bekkjum. Upplýsingar gefa skólastjórinn Teódór Guðjónsson,simi 99-3261, formaður skóla- nefndar Hörður Sigurgrimsson,simi 99- 3211,og Rut Gunnarsdóttir,simi 99-3219. Skólanefndin Fisklandanir í Fleetwood Verkalýöefélögin hafa nú aflétt löndunarbanni í Fleetwood fyrir íslenzk fiskveiðiskip. Viö bjóöum fullkomna þjónustu, löndun og sölu á fiski. Fljót afgreiösla og ábyggilegt uppgjör. Togara- og fiskiskipaeigendur veriö velkomnir til Fleetwood. Vinsamlegast setjiö ykkur sem allra fyrst í samband viö: John N. Ward & Son Ltd. Wyre Dock, Fleetwood, Trawler Owners, Fishsalesmen, Lloyds Agents Fleetwood símar 4411 — 6716 — 6717, nætursími 6314 Fleetwood telex 67485 Ward. Allar nánari upplýsingar í Reykjavík gefur Helgi H. Zoega, sími 19115. UTBOÐ Húsavikurkaupstaður óskar eftir tilboð- um i gatnagerð á Húsavik. Verkið nær yfir um 870 metra langan kafla af Stangar- bakka. Eftirtalin aðalverk eru innifalin i tilboð- inu: Jarðvegsskipti, lagning holræsa og niðurfalla, endurnýjun og tenging skolp- heimæða, lagning slitlags á hluta götunn- ar og steypa gangstétta. Útboðsgögn fást afhent á bæjarskrifstof- unni á Húsavik gegn skilatryggingu, kr. 20.000.-. Tilboð verða opnuð á skrifstofu bæjar- stjórans á Húsavik mánudaginn 10. júli nk. kl. 14.00 e.h. Bæjartæknifræðingurinn Húsavik. Á undanförnum árum hefur því verið haldið fram, að sífellt gangi á gróðurlendi og þar væri um að kenna ofbeit bú- fjár á afréttina. Litið hafa verið dregnar inn í þær umræður margvís- legar ráðstafanir, sem hafa verið gerðar til að bæta afréttina og þær að- gerðir, sem bændur hafa Herjaö á au&nina Markvisst er unníð aö gróöurvernd og uppgræðslu staðið að, til að minnka á- lag í sumarbeitilöndum. Landnýtingarráðunaut- ur, dr. Ólafur Dýrmunds- son, hefur nú starfað hjá Búnaðarfélagi íslands í tæpt ár og hefur hann m.a. unnið að könnun á fjölda búfjár, sem talinn er ganga í afréttum, — í samvinnu við sveita- stjórnir. Það hefur komið i ljós að verulegur hluti sauðf jár gengur i heimalöndum jarða yfir sum- armánuðina. Yfir landið allt virðist það vera um helmingur sauðfjárins. Áætlað er, að á Suðurlandi gangi um 80% sauð- fjárins i heimahögum, þannig að á þvi svæði, — en þar er gróðureyðing talin hafa verið einna mest — hefur beitarálagið á afréttum farið minnkandi á siðari árum. Hrossum er viðast hvar beitt á heimalönd og i flestum upprekstrarfélögum er bannað áð reka hross á afrétti. Þeim sveitarfélögum hefur farið fjölgandi, sem setja reglur um upprekstur sauðfjár á af- rétti sina. Algengast er að banna upprekstur fyrr en seint i júni eða byrjun júli. Fylgst er meö fjárfjölda við afréttargirð- ingar siðla sumars og rekið til byggða ef þurfa þykir i lok ágúst eða i byrjun september og i mörgum sveitarfélögum hefur göngum og réttum verið flýtt. Með Landgræðslu rikisins og fjölmörgum sveitarfélögum i landinu er ágæt samvinna um markvissa gróðurvernd og upp- græðsluaðgerðir af ýmsu tagi. Að dómi dr. Ölafs eru það ýkjur þegar þvi er haldið fram, að heilar sýslur eða jafnvel heilir landshlutar séu ofbeitarsvæði. Nærri sanni sé, að ræða um af- markaðri svæði i þessu sam- bandi. A sama hátt virðist sú fullyrðing eiga sér litla stoð i raunveruleikanum, að beitarþol úthaga hafi aldrei verið minna en nú. Vert er að minnast þess, að vetrarbeit sauðfjár er að mestu hætt og fénu er viðast hvar mikið beitt á ræktaö land vor og haust. (Heim.: Uppl. þjón. landb.). —mhg. Frá Húsmæðra- skólanum á ísafirði s Skólanum var slitið sunnu- daginn 28. mai. Nám stunduðu 85 nemendur á lengri eða skemmri námskeiðum i vefnaði og hússtjórn. Auk þess annaðist Húsmæðraskólinn alla handa- vinnukennslu stúlkna í Gagn- fræðaskóla tsafjarðar. Haldin voru 4-5 vikna námskeið i ýms- um greinum fram að jólum en eftir áramótin byrjaði 5 mánaða hússtjórnarnámskeið, sem stóð til vors og endaði með prófum. Tuttugu nemendur sóttu þetta námskeið, vfðs vegar að af landinu. Hæstu einkunn hlaut Ólaffa Halldórsdóttir frá Vopnafirði, 9.20, og voru henni veitt verðlaun úr Camillusjóði, silfurskeið áletruð. Landssamband veiðifélaga 20 ára Landssamband veiðifé- laga var stofnað 21. júní 1958, að f rumkvæði Veiði- félags Árnesinga, Stofn- félög voru 7. Fyrsti for- maður Þórir Steinþórs- son, skólastjóri í Reyk- holti, Fram til 1970 nær sambandið aðeins til þriggja landsfjórð- unga en þá bætist Austurland i hópinn og samtökin komast i núverandi horf. Stjórnarmenn eru 5, einn úr hverjum lands- fjóröungi og formaður, sem kosinn er óbundinni kosningu. Aðildarfélög eru nú 46 og tekur til ca. 63% þeirra veiðifélaga, sem laxveiði hafa, með um það bil 87% aflamagnsins. Félagar i veiðifélögum eru nú 3993, eða næstum eins margir og byggðar jarðir eru á landinu. Þetta sýnir hvaö veiðihlunnindi eru algeng hérlendis. Hlutverk Landssambandsins er að gæta hagsmuna veiöifé- laga og veiöiréttareigenda á all- an hátt, stuðla að auknum tengslum félaganna innbyrðis, vinna að aukinni fiskrækt og auknum rannsóknum á þessu sviði, ásamt aukinni þekkingu á veiðimálum almennt. Aðalfundir eru haldnir árlega og standa tvo daga i senn. Þeir eru haldnir til skiptis i hinum ýmsu landsfjórðungum. Frá og með árinu 1973 hefur Landssambandið rekið skrif- stofu i Reykjavik fyrir starf- semi sina, svo og veiðileyfasölu. Það hefur margsinnis tekið þátt i endurskoðun eða athugun lax- veiðilaganna, á fulltrúa i Veiði- málanefnd og er nú farið að styrkja Veiðimálastofnunina til rannsókna á veiðivötnum. Þá aðstoðar Landssambandið, eða lögmaður þess, aðildarfélögin við útboð veiðiréttinda og samn- ingagerð, sé þess óskað. —mhg Fastir kennarar auk skóla- stjóra, Þorbjargar Bjarnadótt- ur, voru Guðrún Vigfúsdóttir i vefnaði og Rannveig Hjaltadótt- ir i handavinnu. Stundakennar- ar i verklegum greinum voru Emma Rafnsdóttir i mat- reiðslu, Sigrún Vernharðsdóttir i fatasaum og Jónina Jakobs-, dóttir i útsaum. Einnig voru ráðnir stundakennarar i bókleg- um greinum. Skólakostnaður var nokkru hærri en á sl. ári. Þó mun hann ekki hafa farið fram úr kr. 150 þús. á nemanda, þar innifalið fæði, handavinnuefni, bækur og skólagjöld. Handavinnusýning nemenda var opin sama dag og skólaslit fóru fram. Fjöldi manns var viðstaddur skólaslit, þar á meö- al margir gamlir nem'endur, 50 ára, 25 ára, 20 ára, 10 ára og 5 ára. Færðu þeir skólanum, skólastjóra og kennara fagrar gjafir, blóm og heillaóslkir i til efni dagsins'. Þakkaði skóla- stjóri gjafirnar og þann hlýhug, sem þar lægi að baki. Einnig gat hún þess, að 30 ár eru liðin frá þvi skólinn flutti i núverandi húsnæði, sem þá var nýbyggt. Rakti hún stuttlega sögu skólans þau 30 ár, sem hún hefur verið þar skólastjóri og þakkaði frú Guðrúnu Vigfús- dóttur, vefnaðarkennara, sem kennt hefur við skólann sam- fleytt 33 ár, frábær störf i þágu skólans. Skólastjóri gat þess, að ætlun- in væri að skólinn starfaði með sama hætti næsta ár, þ.e. stutt námskeið fram til jóla, en 5 mánaða hússtjórnarnámskeið með heimavist eftir áramót. Er þegar farið að sækja um fyrir næsta vetur. —mhg VQf Umsjón: Magnús H. Gíslason

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.