Þjóðviljinn - 01.09.1978, Side 13
Föstudagur t. september 1978 ÞJÓÐVIL4INN — SIÐA 13
þjóðfélögum sem hafa nýlega los-
að sig undan oki nýlenduherra.
Sérstætt stjórnarform
Stjórnarformið i Lýbýu er ákaf-
lega sérstætt, en Gadhafi heldur
þvi fram að það eigi eftir aö leysa
öll önnur stjórnarform af hólmi,
vegna þess að hér sé um að ræða
„endanlega lausn á stjórnunar-
vanda þjóðanna”, eins og hann
kemstað orði i „Græna kverinu.”
Hin „endanlega lausn”, heitir á
arabisku Jamahiriya, en það
merkir „riki fjöldans”, eða eitt-
hvað slikt. Gadhafi heldur þvi
fram að ekki sé hægt aö þýða orð-
ið á aörar tungur og raunar sé
sjálfsagt að halda sér við hina
sem á að koma i stað fulltrúalýö-
ræðis og „annarra alræöislegra
stjórnarforma.”, eins og Gadhafi
kemst að orði. Otal nefndir og ráð
hafa verið sett á laggirnar og
samkvæmt kenningunni situr
nánast öll þjóðin á rökstólum.
Mér er sagt að fólkið taki þátt i
öllum þessum fundahöldum af
miklum áhuga, en ég hafði engin
tök á að kanna sannleiksgildi
þeirrar staðhæfingar. En hvað
sem öðru liður, birta dagblöðin i
Libýu daglega fréttir og myndir
af þessum fundum.
Pólitiskir fangar
Gagnrýnendur stjórnarinnar
benda á, að veruleikinn stangist á
við orðin og þrátt fyrir allt lýö-
ræðis talið sé Gadhafi i rauninni
Hesturinn er þarfur þjónn á götum Tripolis. (Myndir: Gisli Páls-
son).
Verslunargata i Tripolis.
arabisku mynd. Nú heitir Libýa
hvorki meira né minna en „Ara-
biska Jamahiriya sósialistisku
þjóðarinnar i Libýu”!
Kenning Gadhafis, sem sett er
fram i „Græna kverinu”, afneitar
sósialismanum og kapitalisman-
um, eins og það heitir, og gerir
ráð fyrir „þriöju leiðinni”.
„Græna kverið” er, a.m.k. við
fyrstu sin, samsafn af losaraleg-
um og barnalegum þönkum um
annmarka fulltrúalýðræðis,
stjórnmálaflokka og stéttastjórn-
mála. Ef til vill er kenningin ekki
svo vitlaus ef haft er i huga aö
marxistum hefur gengiö erfiðlega
aö heimfæra stéttagreininguna
upp á frumstæð hirðingja- og
bændasamfélög á borö viö Libýu.
Þó skyldi maður ætla, að eftir þvi
sem iðnvæðingin verður meira
áberandi og skilin á milli stétt-
anna skarpari, rýrni gildi þeirra
hugmynda sem settar eru fram i
„Græna kverinu”. Og vissulega
eru stéttaandstæöurnar áberandi
i Libýu, enda þótt skipting auðæf-
anna sé kannski réttlátari þar en i
nágrannarík junum.
Þjóð á rökstólum
t „Græna kverinu” er einnig
gerö grein fyrir hugmynd höf-
undarins um „beint lýðræði1'
Börn aö leik.
einvaldur á svipaðan hátt og ætt-
arhöfðinginn i hinu forna samfél-
agi Bedúinanna i Libýu. Samtök-
in Amnesty International telja að
i fangelsum landsins séu um 500
pólitiskir fangar og sumir þeirra
hafi orðið að þola pyntingar.
Stjórn Gadhafis, sem hingað til
hefur verið orðlögð fyrir að fara
smekklega með andstæðinga sina
i samanburði viö aðrar herfor-
ingjastjórnir, virðist nú standa
frammi fyrir háværari óánægju-
röddum en áöur.
Einhvern veginn læöist að
manni sá',grunur. að helgisvipur-
inn sem birtist á andliti Libýu-
manna þegar „Græna kverið”
ber á góma, sé ekki tilkominn af
eldheitri sannfæringu. Stundum
breytist helgisvipurinn i bros, og
e.t.v. er lófaklappið og ákafinn,
sem Libýumenn eru svo gjarnir á
aðsýna á mannamótum, einungis
tilraun til að fela nagandi efa,
sem undir býr. Það er lika freist-
andi að lita á róttæka afstööu
stjórnarinnar i Palestinumálinu
sem tilraun til aö lægja öldurnar
innanlands. Það er ekkert nýtt af
afriskir leiðtogar minni menn á
sameiginlegan óvin, i þvi skyni að
draga athyglina frá óánægju
þegnanna.
—eös