Þjóðviljinn - 01.09.1978, Qupperneq 9
Föstudagur 1. september 1978 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
Steingrímur Hermannsson,
landbúnaðar-, dóms- og kirkjumálaráðherra:
Magnús H. Magnússon, heilbrigöis-,
trygginga- og félagsmálaráðherra:
Treysti því aö unnið verði
af fullum heilindum
„Mér list vel á rikisstjórnina,”
sagöi Steingrimur Hermannsson
landbúnaðar, dóms- og kirkju-
málaráðherra þegar hann var
spurður hvernig honum litist á að
vera orðinn ráðherra. „>að er
ekki aðalatriðið hvort ég er
orðinn ráðherra eða einhver ann-
ar. Ég er ánægður með að það er
komin stjórn og fagna þvi mjög
að það skuli vera vinstri stjórn.
Ég hef alltaf talið rétt fyrir þessa
flokka að vinna saman ef þess er
nokkur kostur.
Stjórnarsamstarfið er mest
komið undir heilindum þeirra
manna sem þar eiga hlut að máli.
Ef rikisstjórnir springa þá gerist
það oftast innanfrá,en mér list vel
á samstarfsaðilana og treysti þvi
að unnið verði af fullum heilind-
— Ertu ánægður með sam-
starfsyfirlýsingu rikisstjórnar-
flokkanna?
„Það er margt mjög gott i
henni en ég held að það verði
erfitt að framkvæma það allt.
Þarna eru i raun settir fram eins-
konar óskalistar þessara flokka
og að sjáifsögðu verður unnið að
þvi að framkvæma stjórnarsátt-
málann eins og timi og aðstæður
leyfa. En auðvitað getur ýmislegt
komið i ljós, sem getur tafið og
breytt þessum góðu áformum.
Þótt efnahagsmálin skipi um-
fangsmesta sessinn i samstarfs-
yfirlýsingunni er ekki unnt að
gera svo stórum málum skil i
slikum samningi þvi þar eru svo
margir óvissuþættir. Efnahags-
málin eru yfirgnæfandi þvi þar er
vandinn svo mikill og öll atvinnu-
Kjartan Jóhannsson, sjávarútvegsrádherra:
Endurskipu -
lagning
Steingrfmur Hermannsson.
mál koma þar mjög við sögu. Það
skiptir mestu máli að leitað verði
allra leiða til að ná tökum á þess-
um vanda.”
— Eru einhver sérstök mál sem
þú munt beita þér fyrir sem land-
búnaðar- og dómsmálaráðherra?
„Það er nú kannski of snemmt
að tala um það. En ég tel mjög
brýnt að tryggja bændum þau
kjör sem þeim ber og þaö verður
að leita allra leiða til að ná þvi
marki. Annað er ekki sæmandi. 1
dómsmálunum hefur verið unnið
mjög vel og margt lagfært upp á
siðkastið. Það þarf að halda
áfram á þeirri braut og gera
dómskerfið fljótvirkara en nú
er” —eös
V er ðtry ggður
lífeyrissjóður
„Þetta á að vera aðhaldsstjórn
og verður að vera aðhaldsstjórn
til aö byrja með,” sagði Magnús
H. Magnússon ráðherra heil-
brigðis- trygginga- og félags-
mála. „Það er þvi ekki hægt að
reikna með að menn komi miklu
af áhugamálum sinum i kring,
a.m.k. ekki fyrsta kastið.'*
„Já, ég er ánægður með
stjórnarsáttmálann,” sagði
Magnús. „Að visu hefðum við
viijað hafa meira i honum af
þessum sérstöku áhugamálum
okkar og umbótamálum, en i
heild er ég ánægður með hann.”
Að þvi er snertir félagsmálin,
sagðist Magnús hafa mikinn á-
huga á að ganga endanlega frá
lögum um breytingu á verkefna-
skiptingu rikis og sveitarfélaga. I
tryggingamálum þyrfti að endur-
skoða almannatryggingalögin
með það i huga aö beita þeim
meira i tekjujöfnunarátt, og bæta
og jafna aðstöðu aldraðs fólks.
„Það sem ég hef þó allra mestan
áhuga á er verðtryggður lifeyris-
sjóður fyrir alla landsmenn, sem
kveðiö er á um i stjórnarsáttmál-
anum. Það held ég aö sé mesta
timamótaverkefnið sem fyrir
liggur i þessum málaflokkum,”
sagði Magnús.
Magnús H. Magnússon: „Aöalat-
riðið er að allir vinni af fullum
heilindum i þessu samstarfi.”
„Aöalatriðið er að allir vinni af
fullum heilindum i þessu sam-
starfi og þá held ég að árangur
stjórnarsamstarfsins verði góð-
ur,” sagði Magnús að lokum.
Magnús H. Magnússon hefur
ekki setið á þingi áður fremur en
reyndar þrir aörir hinna nýju
ráðherra. En hann hefur mikla
reynslu i félagsmálum og stjórn-
unarmálum, sem ætti aö koma til
góða i ráðherraembætti. Magnús
hefur verið simstöðvarstjóri i
Vestmannaeyjum og bæjarstjóri
um árabil. —eös
fiskviimslunnar
„Þetta er eins og hvert annað
starf sem maður gengur i og
verður að reyna að gegna eftir þvi
sem maður getur,” sagði Kjartan
Jóhannsson sjávarútvegsráð-
herra, er Þjóðviljinn spurði hann
hvernig ráöherradómurinn
leggðist i hann. „Ég vona bara að
vel takist til.”
Kjartan sagðist vera ánægður
með sumt og annaö ekki i sam-
starfssamningi rikisstjórnar-
flokkanna. „Þaö er eins og geng-
ur og gerist i samsteypustjórn-
úm, að flokkarnir koma ekki
fram vilja sinum nema að tak-
mörkuðu leyti,” sagöi hann.
„Ég er þeirrar skoðunar aö það
þurfi að gera mikið átak i sam-
bandi við tæknilega og rekstrar-
lega endurskipulagningu i fisk-
vinnslu, og ég minni sérstaklega
á suðvestur-hornið i þeim efnum
og þau vandamál sem þar er við
að kljást. Það er lika mikilvægt
að fiskistofnarnir séu vel nýttir,
og helst hvorki of- né vannýttir.”
Kjartan sagðist ekki vera með
öllu ókunnnugur sjávarútvegs-
Kjartan Jóhannsson.
málum, þvi hann hefði verið for-
maður útgerðarráðs Bæjarút-
gerðar Hafnarfjarðar um fjög-
urra ára skeið. Kjartan Jóhanns-
son er varaformaður Alþýðu-
flokksins. Hann útskrifaðist sem
byggingarverkfræðingur frá Svi-
þjóð 1959 og lærði siöan rekstrar-
hagfræöi i Bandarikjunum. Hann
hefur rekið eigin verkfræðistofu
og kennt i Háskóla Islands.
—eös
Tómas Árnason, fjármálarádheirra:
Jafnvægi
í ríkisbúskapnum
Tómas Árnason er fjármála-
ráðherra hinnar nýju rikisstjórn-
ar. „Ég held að starf fjármála-
ráðherra sé frekar erfitt eins og
sakir standa,” sagöi hann. Tómas
sagðist að sjálfsögðu vera
ánægður með að takast skyldi að
mynda þessa rikisstjórn og
sagðist vænta þess að henni
vegnaði vel.
„Ég er að sumu leyti ánægður
með stjórnarsáttmálann og að
sumu leyti ekki,” sagði hann.
„Samkomulag þriggja flokka
hlýtur að byggjast á þvi að menn
ná ekki fram öllu þvi sem þeir
mundu kannski helst kjósa."
I sambandi við efnahagsmálin
sagðist Tómas vilja leggja
áherslu á það að miðað við rikj-
andi aðstæður i islensku efna-
hagslifi væri mjög nauðsynlegt að
ná jafnvægi i rikisbúskapnum.
„Ég tel það vera brýnasta verk-
efni rikisstjórnarinnar og þjóðar-
Tómas Arnason.
innar að ná verðbólgunni niður,”
sagði Tómas Arnason að lokum.
VIÐOPNUMÍDAG
MEÐ FRUMSYNINGU KL.16
„Stórglœsileg
sýning, sem á vafa-
laust eftir að vekja
umtal. .
ólafur Laufdal, Hollywood
Tuttugu og þrír fataframleiðendur,
Karon, Módelsamtökin og félagar ur
Hárgreiðslumeistarafélagi íslands og
Sambandi íslenskra fegrunarsér-
fræðinga, hafa einsett sér að koma
öllum rækilcga á óvart á FÖT ’78.
Sýndar verða nýjungar í innlendri
fataframleiðslu í sérstökum sýningar-
deildum, en á sýningarpalli verður sér-
sýning á hárgreiðslu, sérsýning á
snyrtingu, og síðast en ekki síst
STÓRGLÆSILEG TÍSKUSÝNING.
ISLENSK
FÖT/78
LAUGARDALSHOLL
1,—10. SEPTEMBER
AKRAPRJÓN HF.
ÁLAFOSS HF. ~~ <|
ARTF.MIS SF. NÆRFATAGERÐ “
BLÁFELDUR HF.____________
BÓT HF.__________________
ELGUR HF.________________
FATAGF.RÐIN HF.__________
FÖT HF,__________________
GRÁFELDUR HF.________-
HENSON — SPORTFATNAÐUR HF.
HII.DA HF._______________
KARNABÆR HF._____________
KLÆÐI HF,________________
LEÐURSMIÐJAN_____________
LEXA HF. ______________
MAX HP.__________________
NÆRFATAGERÐIN CERES HF.
PAPEY HF.________________
R. GUÐMUNDSSON___________
SJÓKLÆÐAGERÐIN HF,_______
SKINFAXI HF._____________
SPORTVER HF._____________
VINNUFATAGERÐ ÍSLANDS HF.
Opið virka daga kl. 17—22.
Laugardaga og sunnudaga kl.
14—22.
Aðgöngumiðaverð: kr. 700
______________fyrir fullorðna
kr. 300 fyrir börn