Þjóðviljinn - 22.09.1978, Side 6

Þjóðviljinn - 22.09.1978, Side 6
« SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 22. september 1978 SviAsmynd úr Kátu ekkjunni. m m njv wmmi IBn »ji'i Wr- • IHBHHPB Á sunnudagskvöldiö hefjast aO nýju sýningar i Þjóöleikhúsinu á Kátu ekkjunni, sem sýnd var 34 sinnum á siöasta leikári viö fá- dæma vinsældir. Ekki veröur unnt aö hafa nema fáa sýningar. Aöalhlutverkin eru sem kunn- ugt er i höndum Sieglinde Kahm- ann og Sigurðar Björnssonár, Guömundar Jónssonar, Ölafar Harðardóttur og Magnúsar Jóns- sonar. Allur Þjóöleikhúskórinn kemur fram i sýningunni auk Is- lenska dansflokksins. Hljóðfæra- leikarar úr Sinfóniuhljómsveit Is- lands leika undir stjórn Páls P. Pálssonar. Leikmyndin við sýninguna, sem vakti sérstaka athygli er gerð af Alistair Powell en leik-, stjóri Kátu ekkjunnar er Benedikt Arnason. Sem fyrr segir verður fyrsta sýningin nú á sunnudagskvöldið og næstu sýningar á fimmtudag og laugardag. Stangar- veiðimenn mótmæla ásókn | auðmanna í laxár A fundi framkvæmdanefndar Norræna Stangarveiöisambands- ins (Nordisk Sportfisker Union), scm haldinn var I Osló dagana 4. og 5. sept. s.l. var rætt um um- hverfis-og stangarveiöimál. For- maöur NSU, liákon Jóhannsson, gaf skýrslu um starfið á þessu ári og ræddi framtlöarhorfur. Þar kom m.a. fram að samstarf við alþjóðleg samtök og stofnanir á sviði stangarveiði hefði verið aukið, og að verið væri að athuga möguleika á að halda veiðimála- ráðstefnu á næsta ári, sem fjalla mundi um umhverfismál Nordkalottsvæðisins svonefnda, sem liggur að mestu leyti norðan heimskautsbaugs, innan landa- mæra Finnlands, Noregs og Svi- þjóðar. önnur mál fundarins voru: sótthreinsun veiðitækja og bún- aðar, ásókn auðmanna og fyrir- tækja i að bjóða i laxveiðiár og önnur stangarveiðiréttindi á Norðurlöndum, og upplýsinga- þjónusta um stangarveiði. t ályktun fundarins um sótt- hreinsunarmál segir m.a. að framkvæmdanefnd NSU hafi sin- ar efasemdir um framkvæmd á gildandi reglum um sótthreinsun veiðarfæra, og þörf sé á auknum rannsóknum, heppilegri sótt- hreinsunaraðferðum, leið- beiningum og eftirliti. Miklar umræður urðu á fund- inum um ásókn auðmanna og fyrirtækja i laxveiðiár. Var m.a. samþykkt ályktun þar sem segir, aö NSU áliti rétt vera að veiðar i laxveiðiám og öðrum vötnum séu ekki látnar af hendi við fáa aðila, með þvi að leigja þær auö- mönnum eöa fyrirtækjum. Sala veiðileyfa á sanngjörnu verði hljóti aö vera það sem réttilega sé að stefnt þegar um er að ræða aö nýta veiðiréttinn. Þá fari NSU fram á það við meölimasamtök sin að þau stuðli að þvi að stangarveiöimenn á Norður- löndum taki ekki á leigu stangar- veiðiréttindi i nágrannalöndum sinum. Formaður NSU er Hákon Jóhannsson, Reykjavik en ritari er Friörik Sigfilsson, Keflavik. Helga Einarsdóttir og Adda Bára Sigfúsdóttir viö afhendingu gjafar- innar. STÓRGIÖF til Borgarspítalans Nýlega komu i heimsókn i Borgarspitalann góöir gestir frá Kvennadeild Keykjavikurdeildar Kauöa Kross islands. Færöu þær lyflækningadeild aö gjöf hljóö- bylgjutæki „Echoview 80 c”. Notkun hljóöbylgjutækni viö greiningu hjartasjúkdóma hefur fleygt mjög fram á sföustu árum. Meö sliku tæki er unnt aö fá vit- neskju um stærö og starfsemi ein- stakra hluta hjartans, einkum hjartaioka og hjartahólfa. Bergmáistækni er sérstaklega gagnleg viö greiningu lokusjúk- dóma, sjúkdóma i hjartavöðva og gollurshúsi og æxla i hjarta. Tæk- iö verkar á þann hátt aö hátiðni- hljóð eru send með sérstökum hljóðnema gegnum brjóstvegginn á sjúklingi og siöan inn i hjartaö en þar endurkastast bylgjurnar af hverju þvi yfirborði sem fyrir verður og má þannig greina fjar- lægð einstakra hluta hjartans frá hljóönemanum. Tækni þessi er sársaukalaus og hættulaus. Verðmæti gjafarinnar mun vera ca. 9 millj. króna, en að- flutningsgjöld fengust eftirgefin. Af hálfu kvennadeildarinnar af- henti tækið Helga Einarsdóttir, en gjöf þessi er i tilefni af 10 ára afmæli Borgarspitalans. Fyfir hönd stjórnar sjúkra- stofnana Reykjavikurborgar veitti Adda Bára Sigfúsdóttir gjöfinni viðtöku og þakkaði deild- inni fyrir ánægjulega og höfðing- lega gjöf. Frá sjúkrasamlagi Hafnarfjarðar Þar sem Eirikur Bjömsson læknirhefur hætt störfum þurfa þeir sem höfðu hann að heimilislækni að koma með skirteini sin i skrifstofu samlagsins og velja sér annan lækni. Sjúkrasamlag Hafnafjarðar Myndlistarsýningar Alþýðulýðveldið Norður-Kórea Galleri SÚM A morgun lýkur i Galleri SÚM sýningu þeirra Arna Ingólfssonar, Ivars Valgarðs- sonar og Hannesar Lárusson- ar. A sýningunni eru milli 15 og 20 verk, unnin i margvisleg efni. Sýningin er opin i dag kl. 16-20, og á morgun frá kl. 14 til 20. Septem-78 Sýningunni „Septem-78” lýkur i Norræna húsinu kl. 19 á sunnudaginn. Það eru þvi sið- ustuforvöðum þessa helgi að sjá þessa sýningu, en á henni eru verk sjö islenskra lista- manna, þeirra Guðmundu, Andrésdóttur, Jóhannesar Jó- hannessonar, Karls Kvaran, Kristjáns Daviðssonar, Sigur- jóns Ólafssonar, Valtýs Pét- urssonar og Þorvalds Skúla- sonar, auk danska listmálar- ans Ejler Bille. Sýningin er opin frá kl. 14 til 19. Suðurgata 7 I Galleri Suðurgötu 7 stend- ur nú yfir sýning breska lista- mannsins Michael Gibbs. Gibbs hefur aðallega fengist við ýmsar tegundir ljóðlistar og gert tilraunir með hlut- kennda ljóölist (concrete poetry). Sýningin er eitt sam- hangandi verk i fjórum hlut- um. Hún er opin i dag kl. 4-10, en kl. 2-10 laugardag og sunnudag. Kjarvalsstaðir Um þessa helgi eru einnig siðustu forvöð að sjá hina um- töluðu sýningu örlygs Sig- urðssonar aö Kjarvalsstöðum. Hún er opin i dag kl. 16-22 og um helgina kl. 14-22. A göngum Kjarvalsstaða er uppi sýning á nytjalist frá Úkrainu, og Kjarvalssýning er i Kjarvalssal. FÍM-salurinn Haustsýningu Félags Isl. myndlistarmanna lýkur á sunnudaginn. Hún er haldin i FIM-salnum að Laugarnes- vegi 112 og er opin i dag kl. 15-19, en á morgun og sunnu- dag kl . 15-22. Þar eru sýnd verk eftir 25 FIM-félaga. Verkin eru yfirleitt fremur smá að vöxtum og tiltölulega viðráðanleg hvað verð snertir, og er hér um nýjung að ræða hjá þeim FIM-urum. Þrjátíu ára Ilinn 9. september voru þrjátiu ár liðin siðan alþýöuveldi var stofnaö í Noröur-Kóreu. Fyrstu ár ■ þess voru mjög erfiö þvi aö skömmu eftir aö alþýöulýöveldiö var stofnaö hófst Kóreustyrjöldin og stóö yfir i þrjú ár. Bandariski herinn óð yfir landið og haft var eftir Banda- rikjamönnum aö það myndi taka meira en 100 ár aö byggja upp aft- ur það sem eyðilagst hefði i styrjöldinni. En á einum fjórtán árum tókst Norður-Kóreumönn- um aö byggja landið upp á ný og leggja drög að iðnvæðingu þess. Geröar voru ýmsar áætlanir sem miðuðu að þvi að framkvæma umbætur á afmörkuðum sviðum: áætlun um grundvöll iðnvæðingar og áætlun um framkvæmd tækni- byltingar. Einnig hefur verið lögö mikil áhersla á uppbyggingu menntakerfis, og var nýju kerfi komið á frá 1972 til 1976. Sam- kvæmt þvi er skólaskyldan nú ell- efu ár.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.