Þjóðviljinn - 22.09.1978, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 22.09.1978, Qupperneq 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVtLJINN Föstudagur 22. september 1978 Umsjón: Magnús H. Glslason Magnús Jóhannsson skrifar: Kannski kemur sagan seinna? Atvinnuhjólin eru farin aö snúast hér i Vestmannaeyjum og þaö er lif og fjör i útskipuninni. Þaöer eins og bærinn hafi vaknaö af dvala. þyrnirósarsvefn ihalds- ins hefur veriö rofinn af gáska nyrrar og ferskrar stefnu. Skip koma hér daglega til að taka fisk- afuröir. bátar búast til rekneta- og spærlingsveiöa. Eitt er þó hörmuiegt aö sjá, Slippinn. sem vegna framtaks- leysis getur ekki tekiö upp 100 lesta báta hvaö þá skuttogara og ekki bryddir á skipalyftunni margumtcSuðu. Þarft verk væri að veita öllum þeim óhreinindum, sem höfnin geymir, norður fyrir Eiöi, en höfnin er eins og stöðuvatn, sem fúlnar vegna kyrröar, siöan gosiö varö. Útgerðarmenn segja, að það sé ódýrara aö hafa bátana i Slippnum en i þessari eðju. Vélbáturinn Eyjaver var ný- lega aö landa afla. Sýndist mér þaö mestmegnis karfi. Lifiö hefur sem sé tekiö á sig allan annan blæ, þrátt fyrir óhreina höfn, lélegan slipp og skipalyftuleysi. En þaö er von minog fleiri, aö hún eigi eftir aö koma og aö þingmenn okkar yti við þvi máli. Það er til háðungar, að ekki skuli vera til skipasmiöastöö I stærstu verstöð landsins. En hér var á sinum tima smiöað stærsta skip Islands. af Brynjólfi skipa- smiö og skáldi. Helgi Helgason. Einnig smfðaöi Gunnar Marel Jónsson Helga. En lifið er nú einni sinni svona, tröppugangur annaö veifiö. Við gengum um bryggjur og plön, Oddur Júliusson, ungur maður og róttækur, fundum lundapysju og björguöum henni i sjóinn út af Eiöinu. Hún varö frelsinu fegin, kafaöi fljótlega og hvarf i kvöldhúmið, sem var aö færast yfir. En upp viö Safnahús kúrir elsta rafvél landsins hið mesta ger- semi, ásamt gömlum árabát. Vonandi fara þauaö komast i hús, hjúin. Vélin er siðan 1915 og lýsti upp' þessa verstöð. Kasthjól hennar eru mannhæðarhá. Hún hefur þjónaö þessari verstöö vel og dyggilega. Meö naumindum tókst að bjarga henni úr gosinu.en gamla rafstööin, sem hún var i, varö eldinum aö bráö. Viö Oddur héldum áfram að rölta i hauströkkrinu, eftir aö hafa bjargaö vinkonunni okkar, pysjunni. — Hann sagöist ungur hafa hneigst til vinstri stefnu. Hvar var ástæöan, spurði ég? — Þaö er löng saga, sagöi hann, hinn ungi, róttæki maður. — Viö getum setið heilan dag yfir henni. Kannski fæ ég þá sögu hjá honum seinna, þegar pysjan er hætt aö fljúga á bæjarljósin, slippurinn orðinn skipasmiðastöö, skipalyft- an aö veruleika, sjórinn i höfninni tær. Magnús Jóhannsson frá Hafnarnesi. Frá Vestmannaeyjahöfn. • Blikkiðjan Ásgaröi 7, Garðabæ onnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmiði. Gerum föst verðtilboö SÍMI53468 Einkaritaraskólinn þjálfar nemendur — karla jafnt sem konur — i a) verslunarensku b) skrifstofutækni c) bókfærslu d) vélrit- un e) notkun skrifstofuvéla f) notkun reiknivéla g) meö- ferö tollskjala h) íslensku. Mimir Brautarholti 4 Simi 10004 og 11109 (kl. 1-7 e.h.) Hvassafell undir Eyjafjöllum. Bændafundur að Heimalandi Eyfellingar vígbúast gegn búfjár- sjúkdómum Hinn 29. ágúst s.l. var haldinn aö Heimalandi almennur fundur bænda i Vestur-Eyjafjallahreppi. Tilefni fundarins var aö ræöa um, meö hverjum hætti helst megi verjast búfjársjúkdómum, sem komiöhafa upp vestan Þjórsár og virðast færast austur á bóginn. Upp á sfökastiö hafa og fundist ýmsar tegundir smitandi búfjár- sjúkdóma, einkum . i utanveröri Rangárvallasýslu. Landpósti hefur borist fundar- gerð frá Heimaiandsfundinum og birtist hér útdráttur úr henni. Arni Sæmundsson, hreppstjóri i Stóru-Mörk, setti fundinn og lýsti þeim varnaraögeröum, sem framkvæmdar hafa verið, jafn- framt þvi sem hann bauö gesti fundarins velkomna en þeir voru: Siguröur Siguröarson, dýralækn- ir, Böövar Brágason, sýslu- maður, Pálmi Eyjólfsson, skrif- stofustjóri og Einar Orn Björns- son, héraösdýralæknir. ólafur Kristjánsson, oddviti á Seljalandi stjórnaði fundinum en Ólafur Sveinsson, Stóru-Mörk, ritaöi fundargerö. A fundinum mættu 23 bændur úr Vestur-Eyjafjalla- hreppi og 2 úr Austur-Eyjafjalla- hreppi. Sigurður Sigurðarson dýra- læknir hóf umræöur. Ræddi hann um -búfjársjúkdóma almennt, fyrr og nú, einkum er varðaöi Suöurland og sýndi myndir máli sinu til skýringar. Þjórsá taldi hann aö vera yröi aðal varnarlina og þyrfti að efla varnir með henni til hins ýtrasta. Hvaö snerti varnir fyrir Eyjafjallahreppana hefði komið til tals aö girða sem næst vesturmörkum þeirra, ella setja vegrist við Markarfljótsbrú, — og banna búfjárflutning yfir fijótið. Vegna erfiðs fjárhags Sauðf járveikivarna væri hiö fyrra óframkvæmanlegt i bili en ristarhliö væri unnt að setja niöur strax i haust, þar sem sýslunefnd Rangárvallasýslu hefði boðið að lána til þess tii 3ja ára. Flutnings- bann hefur þegar veriö tilkynnt. Fundarstjóri skýrði frá sam- þykkt hreppsnefndar Vestur- Eyjafjallahrepps, þar sem áhersla er lögð á varnargirðingu á mörkum Austur-Landeyja og Vestur-Eyjafjalla. Agreinings- laust er að þörf sé á vörnum fyrir Eyjafjallahreppa en hrepps- nefndin er andvig þvi, aö bann það, sem auglýst hefur veriö á flutningum yfir Markarfljót, hindri að marki frjáls samskipti innan hreppsins og verði til þess að kljúfa hann i sundur. Hins vegar gildi flutningabanniö aö ööru leyti. Miklar umræöur uröu um þessi mál en ekki eru tök á að rekja þær hér. Til máls tóku: Siguröur Siguiröarson, Ólafur Kristjáns- son, Guðjón ólafsson, Arni Sigurðsson, Böðvar Bragason, Kjartan Ólafsson, Arni Sæmunds- son, Einar örn Björnsson, Þor- steinn Markússon, ólafur Sveins- son, Baldur Björnsson og flestir oftar en einu sinni. Niðurstaða þessara ýtarlegu umræðna var svo eftirfarandi til- laga, sem samþykkt var með öllum greiddum atkvæöum: „Fundurinn samþykkir að ristarhlið verði byggt vestan Markarfljóts sem fyrst og að Sauðfjárveikivarnir geri, i sam- ráði við hreppsnefnd V-Eyja- fjallahrepps og „nefnd heima- manna” þær undanþágur varð- andi bann á flutningi yfir fljótið, sem frekast er hægt að gera, lút- andi aö frjálsum samskiptum innan hreppsins. Jafnframt kanni sömu aðilar með hverjum hætti girðingu á vesturmörkum hreppsins veröi komiö upp sem fyrst.” —mhg Verðlagsgrund- völlur landbúnað- arafurða 1.9.1978 Gjöld: 1. Kjarnfóöur: a) Kúafóöurblanda b) Fóðurmjólk ... 2. Aburöur: a) Köfnunarefni c) Kali ..............,...1.255 3. Viöhald og fyrning útihúsa: e) Tiiendurnýjunar (4% af 3500 þúskr) 4. Viöhald giröinga 5. Kostnaöur viö vélar: e) Til endurnýjunar (10% af 3000 þús kr) 6. Flutningskostnaöur: 7. Vextir: b) Skuldir viö stl.deild. 1322 þús x 12.61% Skuldir viö veödeild 184 þús x 12.88% Annar kostnaöur: 9. Laun: kr. 958.428 kr. 15.284 kr. kr. 546.709 kr. 214.150 kr. 88.478 kr. kr. 36.263 kr. 13.872 kr. 9.290 kr. 11.943 kr. 140.000 kr. kr. 32.246 kr. 24.616 kr. kr. 252.000 kr. 141.593 kr. 153.418 kr. 14.553 kr. kr. 300.000 kr. kr. 165.000 kr. 166.704 kr. 14.410 kr. 23.699 kr. 171.000 kr. kr. 25.469 kr. 96.069 kr. 359.843 kr. kr.3 1.297.510 kr. 712.425 849.337 211.368 56.862 861.564 362.000 540.813 481.381 c) Næturoghelgidv. 600 st. á 1.831.95 .... kr. 1.099.170 kr. 5.109.105 d) Orlof 8.33% .................................... kr. 425.588 e) Sjóöagjöld ..................................... kr. 19.371 f) Friðindi ....................................... kr. 101.797 g) Veikindaálag .................................. kr. 32.975 Tekjuliöurinn verður birt- ur í blaðinu á morgun. Laun alls kr. 5.688.836 Samtals kr. 10.025.873

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.