Þjóðviljinn - 22.09.1978, Page 11
Föstudagur 22. september 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11
„Ég legg mikla áherslu á þjálfaramenntun og námskeiðahald, slik starfsemi skilar sér i bættum
árangri.”
Viðtal við Jóhann Inga Gunnarsson
landsliðsþj álfara í handknattleik
L
í blaðinu á morgun verður birt viðtal
við Jóhann Inga Gunnarsson, 24 ára
gamlan þjálfara og einvald islenska
handknattleikslandsliðsins.
Ýmislegt ber á góma m.a. val lands-
liðsins, staða fslands í handboltanum
og f ræðslumál. Margir hrukku í kút, er
þeir sáu fyrsta landsliðshópinn, en
þeir ættu að fá svar viö spurningum
sinum.
Umsjóp: Ásmundur Sverrir Pálsson
Handknattleikur:
Reykjavíkur-
mótið hefst
um helgina
Leikið í tveimur
riðlum
Á morgun opna IR og
Fylkir Reykjavikurmótið i
handknattleik i meisfara-
flokki karla. Leikurinn
hefst kl. 15.30, en kl. 16.45
leika Valur og Víkingur og
leikdeginum lýkur svo með
leik Ármanns og Fram. Á
sunnudag verður mótinu
fram haldið. Klukkan 14.00
leiða IR og Þróttur saman
hesta sína, þá Fylkir og
Valur og kl. 16.30 reyna
Leiknir og KR með sér.
Að þessu sinni verður leikið i
tveimur riðlum og tvö efstu liðin
úr hvorum riðli keppa til úrslita
um Reykjavikurmeistaratitilinn,
en biða verður til 10. október eftir
þeim úrslitum.
1 A-riðli eru Valur, Vikingur,
1R, Þróttur og Fylkir, i B-riðli
Fram, Armann, KR og Leiknir.
Liðið sem neöst verður i A-riðli,
lendir um leiö i 9. sæti. Þar sem
liðin, sem lenda i 3. og 4. sæti
hvors riöils, bitast um röðina frá
5-8.
Reykjavíkur-
mótið í körfu-
knattleik
Fyrstu
leikirnir
á morgun
A morgun verður leikin fyrsta
umferð Reykjavikurmótsins i
körfuknattleik. Mótið hefst kl.
14.00 með leik Armanns og Fram,
siðan eigast KR og IR við og að
þeim leik loknum IS og Valur A
sunnudaginn kl. 13.30 byrjar svo
önnur umferðin og i henni mætast
Armann og KR, 1R og IS og siöast
Fram og Valur.
Leikirnir i mótinu verða alls 15
og, eins og sjá má, taka öll
úrvalsdeildar- og 1. deildarliðin
þátt i mótinu. Allir leikirnir verða
i Iþróttahúsi Hagaskólans.
Knattspyrna:
Evrópukeppni lands-
liða:
I fyrrakvöld léku Eng-
lendingar og Danir i Evrópu-
keppni landsliða.Leikurinn var
spennandi frá upphafi til enda
og nóg var af mörkunum.
Fjögur mörk voru skoruð á 10
minútum i fyrri hálfleik. Kevin
Keegan kom Englandi i 2:0, en
þeir Henning Munk Jensen og
Frank Arnesen jöfnuðu fyrir
Dani. Aftur náðu Englendingar
tveggja marka forystu, en
danski fyrirliðinn Per Rontved
skoraði þriðja mark Dana 5
min. fyrir leikslok. England 4,
Danmörk 3.
Finnar sigruðu Ungverja i
Helsinki 2:1. 1 þessu landsliði
Ungverja voru aðeins fjórir úr
liðinu, sem keppti i Argentinu.
Norðmenn ogBelgar gerðu hins
vegar jafntefli 1:1. Staðan i leik-
hléi var 1:0 fyrir Noreg og
skoraði Larsen Okland markið.
Belgar jöfnuðu siðan með marki
Julien Cools.
1 Vi'n léku Austurrikismenn og
Skotar og sigruðu hinir fyrr
.nefndu 3:2. Grikkir sóttu Sovét-
menn heim og tókst ekki að
skora mark, en Chesnokov og
Bessnov skoruðu hins vegar sitt
markið hvor fyrir Sovétmenn.
I UEFA-keppninni léku á
þriöjudag Hibernians frá Möltu
og Sporting Braga frá Portugal.
Leikið var i höfuðborg Möltu og
sigruðu heimamenn 3:2. Þetta
var seinni leikur liðanna og
dugði þessi sigur Möltubúa
þeim skammt, þar sem Portú-
galarnir sigruðu fyrir leikinn
með aöeins 5 mörkum gegn
Iengu.
Evrópukeppni lands-
, liða undir 21 árs aldri:
1 vikunni fóru fram nokkrir
Þaö þykir vist betra að vera vel búinn i isknattleik. Hér er Sovét-
maðurinn Vladislav Tretyak i viðbragðsstöðu.
slóvakiu, Júgóslaviu og Sovét- •
rikjunum háð með sér keppni i j
handknattleik, i heimalandi I
hinna siðast nefndu. Af mótinu I
hafa borist þaer fregnir, að •
Júgöslavar unnu Dani 23:9 og J
lið Litháa með 19 mörkum gegn I
17. Sovésku landsliösstúlkurnar I
sigruðu þær tékknesku 18:13.
ísknattleikur:
Liðin Podhale Nowy Targ frá |
Póllandí og Dynamo Berlin frá •
A-Þýskalandi mættust öðru I
sinni i Evrópukeppni i isknatt-
leik á þriöjudaginn. Podhalar I
skoruðu 7 mörk gegn 2 mörkum ■
Dynamo.
Sama dag sigruðu Sovétmenn I
Tékka 8:2 á alþjóðlegu móti i I
Bratislava. •
leikir þessara ungu manna. 1
Kaupmannahöfn sigruðu Eng-
lendingar Dani 2:1. Danir
skoruðu eina mark fyrri hálf-
leiks, en ensku piltarnir létu
sem sé ekki segjast.
Norðmenn töpuðu illa fyrir
Belgum. I leikhléi var staðan
1:0 fyrir þá belgisku og i siðari
hálfleik bættu þeir þremur
mörkum við. Kunnu Norðmenn
ekkert svar við þessu. 1 Saloniki
sigruðu Sovétmenn þá grisku
3:0, skoruðu sovésku piltarnir 1
mark i fyrri hálfleik.
Handknattleikur:
A undanförnum dögum hefur
kvenfólk frá Danmörku,
Austur-Þýskalandi, Tékkó-
Eitt og annað
Frá íþróttakennarafélagi Islands
F yrirlestur
á Hótel Loftleiðum
Á vegum íþrótta- og
æsku lýðsmá ladei Ida r
Menntamálaráðuneytisins
og iþróttakennarafélags
Islands mun bandariski
prófessorinn Muska
Mosston flytja erindi um
kennsluaðferðir á sviði
likamsuppeldis og iþrótta-
kennslu i skólum i ráð-
stefnusal Hótels Loftleiða,
þriöjudaginn 27. septem-
ber n.k. og jafnframt sýna
kvikmynd um sama efni.
Fyrirlesturinn hefst kl. 20.00, en
aö honum loknum mun Mosston
svara fyrirspurnum.
Prófessor Mosston er kunnur
fyrir rannsóknir sinar á sviði
kennslufræði og iþrótta og hefur
viða haldið fyrirlestra um þau
efni. Hingaö til lands kemur hann
frá Finnlandi þar sem hann hefur
dvalist um tima og flutt
fyrirlestra, m.a. i iþróttaháskól-
anum i Jyvaskyla.
Þurrkaður harðviður
Einnig fyrirliggjandi hnota* japönsk eik
og oregon pine. Harðviðargólflistar fyrir
parket. Sendum i póstkröfu um allt land.
** • u
éw*f
HÖFÐATÚNI 2 - REYKJAVÍK
Sími: 22184 (3 llnur)