Þjóðviljinn - 26.09.1978, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 26.09.1978, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 26. september 1978 —209. tbl. 43. árg. • „Heitur” flutningur og grun- semdir um kjarnorkuvopn „HEIT” VARA TIL HERSINS Fjórum sinnum á ári kemur tlugvél med „heita” flutninginn til Keflavíkurflugvallar og þá eru gerdar sérstakar varúðarráðstafanir. ,,Hot cargo” („heitur” flutningur) kemur til tslands i flutningavélum af geröinni C-141,og sést hér ein á Keflavikurflugvelli (Ljósm.: Leifur) Fjórum sinnum á ári kemur til Keflavíkurflug- vallar flutningavél af gerðinni C-141 frá McGu- ierherf lugvelli í New Jersey í Bandarikjunum. Hefur hún þá innbyrðis svokallað „hot cargo" eða „heitan" flutning og er islensku f lugmálastjórn- inni sérstaklega gert við- j vart þegar hún er á leið- í inni. Miklar varúðarráð-l stafanir eru gerðar á Kef lavíkurf lugvelli og flugvélin flutt á afvikinn staðá vellinum og af fermd þar undir strangri öryggis- gæslu. Engir islenskir að- ilar eru þar viðstaddir og gæti þvi hvað sem er verið i farminum. Blaöamaður Þjó&viljans spuröi Perry Bishop, talsmann banda- riska hersins, hvað væri i þessu ,,hot cargo” og svaraði hann þvi til að það væru flugskeyti, kúlur, sprengiefni og þess háttar. Einnig var haft samband við Hannes Guðmundssón sendiráðu- naut i varnarmáladeild utanrikis- ráðuneytisins og spurt hvernig eftirliti væri háttað af hálfu lslendinga með þessum flutningi og svaraði hann þvi til að varnarmáladeildin tæki einungis við skýrslum frá hernum þar s'em fram kæmi hvort um væri að ræða vopn, skotfæri eða sprengi- efni án þess að þaö væri nánar skilgreint. Engar áætlanir eru uppi um það aö varnarmáladeild- in komi sér upp sérfræðingi sem fylgist nákvæmlega meö „heitum flutningi” til tslands. Ekki virðist vanþörf á þvi þeg- ar grunur leikur á þvi að kjarn- orkuvopn séu geymd á Kefla- vikurflugvelli að islensk yfirvöld hætti að láta bandarisk yfirvöld, sem kunn eru að blekkingum i hernaðarmálum viöa um heim, mata sig og fari að afla sér sjálf- stæðra upplýsinga i þessum efn- um. —GFr Hvorki • / w . ne nei Perry Bishop, talsmaður handa- riska hersins á Kefíavíkuriiugvelli, spurður hvort hægt væri að leyna kjarnorkuvopnum „Þaö yrði mjög erfitt”, var það eina sem Perry Bishop, talsmaður bandariska hersins á Kefla- vfkurflugveili, vitdi svara blaðamanni Þjóðviljans á laugardag þegar hann var spurður að þvi hvort hugsan- legt væri að leyna kjarnorkuvopnum þar. Hann var itrekað spurður að þvi hvort ekki væri hægt að svara spurningunni með já eða nei og svaraði hann þvi til að hann hefði ekki ieyfi til þess. Spurningin var borin fram vegna ummæia Beriedikts Gröndals utanrikisráðherra i Timanum nú i haust er hann sagði: „Ég er þeirrar skoðunar að engin kjarn- orkuvopn séu geymd hér, enda teldi ég að það væri útilokað að fela það fyrir tslendingum ef svo væri”. Umræöa um hugsanleg kjarnorkuvopn á Keflavikur- flugvelli kom á dagskrá, m.a. á Alþyngi, fyrir 2-3 árum þegar bandariskt sérfræðirit fullyrti að á Keflavikurflugvelli væru geymd k jarnorku vopn. Ummæli utanrikisráöherra lýsa nokkurri vanþekkingu þegar m.a. eru höfö i huga orð Kissingers fyrrv. utan- rikisráöherra Banda- rikjanna i bók sinni Kjarn- orkuvopn og utanrikis- stefna New York 1969: „Framleiddar hafa verið svo margar tegundir kjarnorku- vopna, og af svo mörgum stærðum, og þau er svo auðvelt að fela að jafnvel nákvæmustu leitartæki gætu ekki fundið þau ö!l”. —GFr A 60 ára afmœli Olafs Jóhanns Sigurðssonar. Afmœlisk veðjur á siðu 6-7 og 14 Vöruskipta- hallinn tvöfaldast frá i fyrra Vöruskiptajöfnuður við útiönd var óhagstæður um 12,6 miljarða króna fyrstu 8 mánuði ársins i ár, en i fyrra var hallinn helmingi minni eða 6,3 miljarðar kr. Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar nam innflutn- ingurinn i mánuðunum janúar- ágúst þessa árs um tl2hiiljörBum króna, en á sama-tima i fyrra var verðmæti innflutnings 73 milj- arðar. Flutt var út fyrir 99 milj- arða i ár en 67 miljarða kr. i fyrra. Aukinn halli á vöruskipta- jöfnuði kemur fram við það, að innflutningurinn hefur aukist um 52% á sama tima sem út- flutningurinn hefur ekki aukist nema um 47%. Þessar tölur um inn- og út- flutning eru i islenskum krónum en miðaðar viö gengi hvers tima. Við samanburð á tölum fyrir jan- úar ágúst 1977—78 veröur aö hafa i huga, aö meðalgengi erlends gkaædeyris er talið hafa hækkað um 37% milli þessara timabila. —h. Þrióji hver unglingur fer á Hallærisplanið 2000 unglingar leggja leið sína í miðbæinn um helgar Um þriðjungur unglinga á aldr- inum 15-17 ára i Reykjavik og ná- grannasveitarfélögunum leggur ieið sina niður i miðbæ Reykja- vikur um helgar samkvæmt könnuh á vegum Reykjavikur 6. og 7. júni s.l. Heildarfjöidi þeirra sem leið áttu um miðbæinn var um 2000 hvort kvöidið. Flestir voru i svæðinu um og eftir miðnættið eða um 700 manns, en áberandi er að hópur- inn er sibreytilegur og gegnum- streymi mikið. Þannig var um 74% þeirra sem voru á miðbæjar- svæðinu kl. 01 eftir miðnætti nýir, þ.e. höföu ekki verið þar kl. 23. Einungis 11% þeirra sem voru á svæðinu kl. 3, en þá voru þar um 250 manns höföu veriö þar allan timann frá kl. 23. Flestir eru Reykvikingar, eða 65,8%, en afgangurinn, rúmur þriðjungur kemur annars staðar að, — flestir úr Kópavogi eða um 15% af heildinni. Könnunin sýnir að hér er ekki um tiltekinn hóp að ræða heldur unglinga almennt á Stór-Reykjavikursvæöinu. Þessi skipting eftir sveitarfélögum er i samræmi viö könnun sem gerð var á sinum tima meðal gesta Tónabæjar. Sóknin ræðst af þroska ungl- inganna, stúlkur koma fyrr inn á svæðiö en drengir og fara fyrr út af þvi. Þannig eru t.d. 4,3% stúlk- ur 14 ára, en 2,8% drengir á sama aldri. Aðeins 7,4% eru stúlkur 17 og 18 ára en 30,8% eru drengir á sama aldri. Flestar eru stúlkurn- ar 16 ára en drengirnir eru flestir 17 ára. Þessar niðurstöður voru kynnt- ar blaðamönnum á fundi mef starfsmönnum nokkurra stofnana Reykjavikurborgar i gær. Þai var lögð fram skýrsla um stari svokallaörar útideildar óg verðui nánar greint frá henni i Þjóðvilj anum siðar. —A1 Hvemig verður öryggið aukið? É a opnu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.