Þjóðviljinn - 26.09.1978, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 26.09.1978, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINrf Þriftjudagur 26. september 1978 Umsiófi: Asmundur Sverrir Pálsson KÖRFUKNATTLEIKUR HANDKNATTLEIKUR Um helgina voru leiknir 12 leikir i Reykjavikur- móti i körfuknattleik og handknattleik. Körfuknatt- leiksmenn léku sex leiki, þrjá á laugardag og aðra þrjá á sunnudag. Svo gerðu einnig handknattleiks- menn. '1 Stewart 26, Kolbeinn Kristinsson Korfuknattleikur: j i2,jón jörundssomo. Margir biöu meö eftirvæntingu eftir að sjá getu Reykjavikurlið- annanú i byrjun keppnistimabils. Beindust augu manna þá einkum að bandarísku leikmönnunum. Eins leikmanns var þö saknað, en sá er Rick Hockenos. Sem kunnugt er, lék hann með Val á siðasta keppnistimabili og var hann hingað kominn aftur i sama tilgangi. En i vetur mun Vaisliðið leika án Huckenos þar sem hann er farinn utan og er ekki væntan- legur aftur. Leikirnir um helgina voru flest- ir spennandi og jafnir. Valur-ÍS59:57 Eins og áður sagði lék Valur án Hockenos, en þaö háði liöinu ekki verulega að þessu sinni. Nokkuð skorti á, að stúdentar næðu að stilla saman krafta sina, einkum þð i síðari hálfleik, og áttu Vals- arar þvi oft greiöan aögang aö körfunni i þeim leikhluta. Ekki var þaö stúdentum heldur til framdráttar, að Dunbar var fremur daufur i leiknum. Kristján Ágústsson skoraöi fyrstu körfu leiksins, en 1S náði Menn eru greinilega ekki á eitt sáttir. Stewart Johnson virðist þö frekar bera llöan Einars Bollasonar fyrir brjósti (liggjandi með knöttinn). Cr leik KR og Armanns. — Ljósmynd: GIsii. Reykjavíkurmótin í meistaraflokki karla Ársæll Hafsteinsson vindur sig skemmtilega fram hjá Halldóri Harðar- syniileik t.R. og Þróttar. — Ljósmynd: eik. Laugardagur: Fram-Ármann 92:83 Bæði liðin hafa nú Bandarikja- menn isinum röðum. Sá sem með Fram leikur heitir John Johnsoni en Armenningurinn heitir Stew- art Johnson og er sá dökkur á hörund. John Johnson var mjög atkvæðamikill i liði Fram, sömu- leiðis Stewart Johnson I sinu liöi, en hann virtist þó ögn kæruleys- islegur I þessum leik. Armenningar náðu forystu i byrjun leiksins, en Framarar voru iðnir, jöfnuðu metin og þeg- ar flautað var til leikhlés var staöan 48:43 Fram i vil. Allan siðari hálfleikinn hafði Fram svo undirtökin og treysti forystu sina og þegar leiknumlaukskildu 9 stig liðin aö. Stigahæstu leikmenn Fram: John Johnson 49, Simon 9 og Björn 9. Stigahæstu leikmenn Ármanns: Stewart Johnson 37, Jón Björgvinsson 20, Atli Arason 8. KR-ÍR71:65 1 þessum leik, eins og hinum fyrr nefnda, voru Bandarikja- mennirnir atkvæðamestir, þeir John Hudson hjá KR og Paul Ste- wart hjá IR. IR-ingar hófu leikinn af krafti og tóku forystu, en þegar á leið náði KR sér á strik og sigldi fram úr. I siðari hálfleik endurtók sama sagan sig. 1R hafði I fyrstu frumkvæðiö, en þeim röndóttu tókst að jafna leikinn. Aldrei munaði þó nema fáeinum stigum á liðunum, þar til á siðustu minútunum, en þá áttu KR-ingar góðan kafla meðan ráðleysiö rikti hjá andstæðingunum. IR rétti þó hlut sinn litillega áður en leikur- inn var flautaður af, en ekki dugði það og KR sigraði með 5 stiga mun. Stigahæstu leikmenn KR: John Hudson 25, Gunnar Jóakimsson 20 og Eirlkur Jóhannesson 12. Eirik- ur lék nú sinn 100. leik með meistaraflokki KR og hélt hann upp á daginn með þvi aö leika afbragðs vel. Stigaþæstu leikmenn IR: Paul fljóttforystuoghélt henni mestan hluta hálfleiksins, þó litil væri. I leikhléi hafði Valur eitt stig yfir, 28:27. I siðari hálfleik jók Valur siðan forystu sina og á timabili leit út fyrir öruggan sigur liðsins. En á lokamfnútunum sótti IS I sig veðrið og saxaði á forskotið. En betur mátti ef duga skyldi og Val- ur gekk af leikvelli meö bæöi stig- in. Stigahæstu leikmenn Vals: Kristján Agústsson 23, Torfi Magnússon .10, Þórir Magnússon 8. Stigahæstu leikmenn 1S: Dirk Dunbar 25, Jón Héðinsson 11 og Steinn Sveinsson8. Sunnudagur: KR-Ármann 90:82 Leikur dagsins var tvímæla- laust viðureign KR og Armanns. Mest kvaö að blökkumönnunum og virtust þeir geta skorað nánast þegar þeir vildu. Kom Stewart Johnson nú mun ákveðnari til leiks en daginn áður. Liöin skiptust á aö hafa yfir- höndina i fyrri hálfleik, þetta 1-2 stig. Var spennan þvi mikil. Bæöi liðin léku góðan körfuknattleik og yljuöu mörg tilþrifin áhorfend- um. Þegar flautaö var til leikhlés reyndist staðan vera 44:42 fyrir Armann. Hið sama var upp á tenmgnum bróöurpartinn af seinni hálfleik. Liðin deildu með sér forystuhlut- verkinu og spennan var I al- gleymingi. En undir lok leiksins var engu likara en Armenningar þyldu ekki spennuna; var nokkuð um misheppnaöar sendingar hjá þeim og riðlaöist leikur þeirra þvi mjög. Þetta notuöu KR-ingar sér vel og tryggðu sér annan sigur sinn I mótinu. Stigahæstu leikmenn KR: John Hudson 30, Gunnar Jóakimsson 16, Einar Bollason 16. Stigahæstuleikmenn Ármanns: Stewart Johnson 29, Jón Björg- vinsson 17 og Atli Arason 17. ÍS-ÍR 100:88 Stúdentar höfðu yfirhöndina á fyrstu minútum leiksins, en brátt jafnaöist hann og i leikhléi höfðu ÍR-ingar tveggja stiga forystu, 39:37. Það var ekki fyrr en um miðjan seinni hálfleik, sem sjá mátti hvort liðið var sterkara i þessum leik. Tók þá IS-liöiö fjörkipp meðan veruiega dofnaöi yfir leik IR-inga. Fengu stúdentar friö til hvers hraðaupphlaupsins á fætur öðru, auk þess sem leikur þeirra var aliur yfirvegaður og bókstaf- lega ekkert mistókst. IS-liðið varð fyrst til að skora 100 stig á þessu móti, en timamerkið gall viö um leið og knötturinn sigldi i' körfuna úr hendi Jóns Héðinssonar og 100. stigið varð staðreynd. Stigahæstu leikmenn 1S: Dirk Dunbar 36, Jón Héöinsson 25 og Steinn Sveinsson 19. Stigahæstu leikmenn 1R: Paul Stewart 46, Jón Jörundsson 22 og Kolbeinn Kristinsson 13. Fram-Valur 81:71 Siðasti leikurinn um helgina var njiUi Fram og Vals. Framar- ar léku vel allan leikinn og er þess að vænta, að þeir verði siður en svo auðveldir viðfangs I þessu móti. Valur átti ekki svar viö leik liðsins og sá af báðum stigunum til þessara baráttuglöðu drengja. Eftir þessar tvær umferðir eru KR og Fram efst, hafa sigrað báða sina leiki. Óhætt er að segja, að áhorfendur hafi ekki orðið fyrir vonbrigðum með leikina um þessa helgi. Bandarikjamennirn- ir settu mjögmikinn svip á mótiö, enda snjallir körfuknattleiks- menn. En eins og áður segir voru flestir leikirnir jafnir og má þvi búast við spennandi Reykja- vikurmóti. Handknattleikur: Reykjavikurmótið fer óvenju snemma af stað i ár. Liöin eru flest komin i heldur litla boltaæfingu og er þvi vart hægt að gera kröfur um góðan handknatt- leik. Leikirnir verða þó oft ekki siður tvisýnir og spennandi þar sem barátta leikmanna vegur upp á móti þvi sem kann að skorta á æfinguna. Sú varð lika raunin um helgina og flestir leik- irnir unnust með einu eða tveim- ur mörkum: Laugardagur: Það voru I.R. og Fylkir sem mættust i fyrsta leik mótsins. Vitað var að Fylkismenn yrðu friskir, þarsem þeireru nýkomn- ir úr æfingaferð til Þýskalands. Þeir höfðu lika frumkvæðið i leiknum lengst af, þótt sigurinn væri naumur 18-17. Fylkismenn tóku forystu strax i byrjun en l.R- ingar minnkuðu þó muninn i 7-6, þegar u.þ.b. 20 min. voru liönar. En slæmur kafli fylgdi i kjölfarið ogstaðan I hálfleik var 12-7 fyrir Fylki. Svo virtist sem breiddin i l.R. liðinu væri ekki nægileg, þannig að þegar reyndari mönn- unum var skiptútaf hrundi leikur liðsins. En vonandi stendur þetta til bóta. Einar Einarsson hafði reynst IR-ingum erfiður i fyrri hálfleik og skorað 5 mörk, en i siöari hálf- leik var hans mun betur gætt og bar þaö árangur. IR-ingar söxuðu jafnt og þétt á forskot Fylkis og ekki vantaði nema herslumun á að þeim tækist að jafna undir lok- in. Einar var markahæstur Fylkis- manna meö 6 mörk, en Halldór kom næstur með 3. Þeir voru einnig bestu menn liðsins ásamt markverðinum sem oft bjargaöi vel. Hjá 1R var markaskorun jöfn og einginn leikmaður skar sig úr. Valur-Vik., 19-17 Það var búist við hörkuviður- eign milli þessara ris.ta I hand-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.