Þjóðviljinn - 26.09.1978, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.09.1978, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 26. september 1978 Alberta-háskólinn I Edmonton I Kanada. Edmonton Norðlægasta stórborg Ameríku — með alþjóðlegu yfirbragði Borgin heitir Edmon ton eða Játmundartún, eins og einn íslenskur fræðimaður kallaði hana heima áður en við lögð- um af stað hingað vest- ur. Hún er höfuðborg i fylkinu Alberta í Vestur-Kanada, og hér hefur háskóli sem heitir University of Alberta, aðsetur sitt. Það er þessi háskóli sem hefur haft svo sterkt aðdráttarafl, að við erum hingað komin 2 islenskir kenn- arar á miðjum aldri og hyggjum á tveggja ára framhaldsnám. Menn brugöust nokkuö ólikt viö þessum ráöageröum okkar heima. Sumir uröu furöu lostnir, hvernig dettur ykkur þetta i hug? Eruö þiö ekki búin aölæranóg? En að nenna þessul o.sv. frv. öörum.og sem betur fer fleirum, þótti þetta stórfin hugmynd. Spurning, sem ég var orðin dá- lltið leiö á aö heyra var: „Ætlar þd lika i framhaldsnám”. Karl- maöur er aftur á móti aldrei spuröur slikrar spurningar. Ekki hefur okkur enn miðaö lengra i baráttunni fyrir vitundarvakn- ingu um jafnrétti kynjanna. Hér i Edmonton var tekið vel á móti okkur af fólki frá skrifstofu háskólans fyrir alþjóðlega stúdenta. Erlendir stúdentar eru hér um 1200 alls, frá 75 löndum. t næstu viku veröa 4 kynninga- dagar á vegum þessarar skrif- stofu. Fariö veröur i skoöunar- ferömeðokkur um bæinn, kerfiöi háskólanum verður kynnt, sjúkratryggingar, læknisþjón- usta, samgöngur i borginni, möguleikar til iþróttaiðkana og margt fleira sem nauösynlegt er að vita deiliá.Inn ámilli erokkur svo boöið i mat og kaffi og siðasta daginn er veisla meö kanadisku námsfólki. Hér er lögð mikil áhersla á að fólk kynnist og tali saman. Okkur var útvegaö hús- næði til bráöabirgða á stúdenta- garöi, HUB MALL heitir hann og er afar stórt hús, nokkurra ára gamalt. A annarri hæö þess liggur göngugata meö plasthimni 3 hæö- um ofar. Þegarsólinskineruhvit gluggatjöld dregin yfir himininn tilaðdragaúrhitanum. Viöþessa notalegu götu, sem er hátt upp i þaö eins löng og Austurstræti er fjöldinn allur af litlum búöum, smá veitingastöðum og þjónustu- stööum. Runnar, tré og blóm prýða götuna , svoog litil borö og bekkir, þvi aö þarna neytir fólk matar og drykkjar „úti” á götu. lbúar hússins geta hangiö úti i glugganum á ibUöum sinum og fylgst meö götulifinu eöa veifað í kunningjana. Þarna er notalegt aö fá sér smá hressingu og lita i kringum sig. Meðan viö bjuggum þarna var alltaf eitthvaö aö gerast sem gaman var af. Hópar komu og tróöu upp, sungu, spiluðu, dönsuöu eöa léku. HUB MALL er á háskólasvæöinu eins ogaörar byggingar, sem tilheyra háskólanum. Ekki meira um há- skólann aö sinni; viö erum litiö. farin aö kynnast honum, nema skriffinnskunni sem er gifurleg. Kennsla hefst i byrjun sept., en þau kynni verða kannski efni I aðra grein. Lega borgarinnar og loftslagið Edmonton er staðsett á u.þ.b. 114. gráöu vestlægrar lengdar og 53. breiddargráöu norðlægrar breiddar, um 700 m. yfir sjávar- mál. Gegnum borgina liðast áin North Saskatchewan River i mörgum hlykkjum. Hún á upptök sini Klettafjöilunum. Allur dalur- inn meöframánni er friðaöur sem Utivistarsvæöi fyrir borgarbúa. Viöa eru svokölluö Picnic areas, þar er komiö fyrir boröum og bekkjumogútigrillum. Þrifalegar og smekklegar snyrtingar eru viö höndina, leiksvæði fyrir litlu börnin meö leiktækjum og nógaf vatni og sandi. Hér er hægt aö láta sér liða vel á góöviörisdögum og þaö er nóg pláss, skuggar af trjám og runnunvstórir grasfletir til aö hlaupa eöa velta sér á og falleg blóm aö horfa á. A veturna er veriö á skiöum þarna. Ctivistarsvæöi eru mörg i Edmonton. Sum eru notuö jafnt sumar, vétur, vor og haust. t.d. Mayfair garðurinn (geysi stór) þar er veriö á skautum á veturna og börnog ungiingar undir 16 ára aldri (en ekki fullorönir) mega veiöa i vatninu á sumrin og haust- in. Þaðersagtaösé nóg af silungi þarna. Þetta vatn var búiö til og silungur settur i það. Á veturna veröur oft 20-30 stiga frost, einkum i janúar sem er kaldasti mánuöurinn. A sumrin er aftur á móti heitt, meöal hita- stig á daginn i júli er 27 gr. Hér er loftið mjög þurrt og þess vegna veröa menn kuldans eöa hitans ekki svo mjög varir. Þaö tekur svolitinn ti'ma aö venjast þessu þunna og þurra lofti hérna. Fyrstu dagana fundum viö mjög til þreytu. Hér var lika mjög heitt 25-30 gráður. Undanfarna daga hefur rignt og kólnað mikið. A nóttunni fer hitinn niður i 4-7 stig og á daginn er yfirleitt 18-22 stig þessa dagana. Sólskinsdagar eru hérmargir samkvæmt skýrslum, glaöasólskin 2214.2 kiukkustundir á ári, þ.e.a.s. aö meöaltali 6.1 klukkustund á dag. Guðrún Friðgeirs- dóttir skrifar frá Kanada Saga borgarinnar er stutt og vöxtur hennar hefur veriö gifur- lega ör siöustu áratugi. Edmonton á sér ekki langa sögu sem borg. Fyrstu byggingarsem hétu Edmonton voruvirki,reist á árbakkanum 1795 af verslunarfé- lögum sem versluöu meö skinn. Um 1845 bjuggu um 90 manns utan veggja virkisins. A siöari hluta 19. aldar flykktist fólk til Edmonton i gullleit rétt austan viö bæinn, i Norður-Saskatchewan fljóti, og milli 1890-1900 varö fólks- straumurinn enn meiri til Edmonton. Þaö voru gullleitar- menn á leiö til Klondike-gullnám- anna, sem komu viö hér eöa sett- ust aö. Edmonton varö höfuöborg Alberta 1905, en þaö var ekki fyrr en eftir 1946, þegar miklar oliu- lindir fundust viö Leduc nokkurn spöl sunnan viö borgina, aö hún varö að miklum viöskipta- og at- hafnarbæ, og siðan hefur vöxtur borgarinnar veriö geysilega ör. 1 borginni býr nú um hálf miljón manna og 72% þeirra eru innan viö fertugt. Hér hefur litiö boriö á atvinnu- leysi I borginni ennþá, en hingað leita margir eftir atvinnu, þvi vföa i Kanada er atvinnuleysi. Auölindir eru miklar i jöröu ná- lægt borginni, ekki aðeins olia, heldur lika kol og gas. Iönaöar- svæöunum hefur veriö haldið utan viö borgina, svo aö furöan- lega hefur tekist aö halda henni hreinni, þrátt fyrir það að hér eru fleiri ökutæki en i flestum borgum Noröur-Ameriku, miðað við fólksfjölda. Það verður aö viður- kennast aö umferðin gengur greiölega. Hér er algjörlega bannaðaðganga yfir götunemaá gangbrautum og fólk er hiklaust sektað ef þaö brýtur þessi lög. En það eru lika lög, að bilarnir eiga aö vikja fyrir gangandi fólki og þeir gera þaö. Viö þurfum ekki aö bföa eftiraökomastyfirgötu, bil- arnir nema staöar og biöa meöan viögöngum yfir, þarsem ekki eru ljós. Margar götur eru hér alveg lagðar undir bila, bilasölur, bila- þvotta, viögerðir — varahlutir o.sv.frv. eins langt og augaö eygir. Næslum allar götur eru þráö- beinar og óskaplega langar. Há- hýsi meö 20-30 hæöum eöa rúm- lega þaö en mörg, liklega margir tugir, ýmist ibúöarhús eöa viö- skiptahallir og gistihús. Sérstak- lega eru þaö olíufyrirtækin, sem hafa á siöustu árum byggt háhýsi. Skipulag borgarinnar er frægt og hefur verið notuö i æöri menntastofnunum . Evrópu, sem dæmi um fyrirmyndar nútima borgarskipulag. Mjög mikið er hér um litil ein- býlishús, annaö hvort úr timbri eöa steypu. Flestar götur hafa númer, en ekki nafn. Avenues liggja frá austri til vesturs og hækkar talan þvi lengra norður sem dregur en streets liggja frá suöri til noröurs meö hækkandi tölu þvi lengra vestur sem dregur. Hér er bókstaflega ekki hægt aö villast. Fólkið Hér býr fólk af mörgum kyn- þáttum og óliku þjóðerni. Siöast- liðiö ár hafði fólk i Edmonton af 107 mismunandi þjóöerni sótt um rlkisborgararétt i Kanada. Þaö er rétt sem stendur i feröa- mannabæklingnum, Edmonton hefúr alþjóðlegt yfirbragö. Þaö kemur fram i mörgu, svo sem fatatiskunni, matnum, veitinga- stööum, búöunum og mörgu fleiru, en þaö væri ekki rétt aö segja, aö allir hefðu þaö jafn gott hérna. Þeir sem fyrst og fremst hafa orðiö undir I þessu þjóöfélagi eru hinir innfæddu, indjánarnir. Þeir búa flestir i gömlum og lé- legum húsum næst miðbænum, noröan viö ána. Þar eru lika skitugar krár hver við aðra og þar eru glæpir framdir eftir að dimmt er orðið. A leikvöllunum á þessu svæöi eru eingöngu börn með kolsvart har og oft illa hirt. Eitthvað er eflaust af ööru fólki af ýmsu ööru þjóöerni sem þarna hefúr lent, en indjánarnir eru mest áberandi. 1 háskólanum þar sem 20 þús. manns eru i fullu námi og 10-15 þús. i námi meö starfi, eru aöeins 50 indjánar. Þaö segir sina sögu. Kanadamenn eiga viö erfiö- leika að stríða, svo sem verð- bólgu, óstööugt gengi dollarans, atvinnuleysi og fleira. Nýlega hafa verið sett ný innflytjendalög til aðsporna gegn straumnum af innflytjendum. Þaö gefur auga leiö að vandamál risa upp þegar fólk meö svo ólika menningu að baki byggir sama þjóöfélag. Um daginn heyrði ég sagt frá þvi i Ut- varpinu að upp heföu komiö nokkur tilfelli af mænuveiki i Al- berta, siöan var sagt aö yfirleitt væriengum hætta búin af þessum sjúkdómi, nema þeim sem ekki létu bólusetja sig af trúarlegum ástæöum. Aróöurinn var augljós. Hér eru barnaskólar tvenns konar, annaöhvort fyrir kaþólska eða mótmælendur (+alla aöra trú). Barnaskólarnir eru sagöir vera jafngóöir alls staöar i borg- inni; þó var mér sagt að besti barnaskólinn væri fyrir inn- flytjendabörn, einkum frá Hong Kong. Borgaryfirvöld vita hvað þau eru aö gera, hugsa ég.þegar þau verja peningunum til betra uppeldis og menntunar til handa þeim sem litils mega sin. 1 strætisvögnunum er rekinn áróður meö auglýsingum og myndum fyrirmeiriumhyggju og betri uppeldisskilyrðum fyrir börn, boöin ókeypis aöstoö I sam- bandi viö fæöingar, uppeldi og ættleiöingar. Athygli fólks er vak- in á þvi, aö það aö eignast barn kosti mikiöframlagaf ást og um- hyggju og aö ill meöferð á börnum sé of algeng. Þá er einnig rekinn áróður fyrir takmörkun barneigna, boöin ókeypis aöstoö og leiöbeiningar. Fólk er hvatt til aö vernda heils- una, halda áfram aö mennta sig o.fl. og fl. 1 Edmonton er hvorki sölu- skattur né skemmtanaskattur, svo að þaö er heldur ódýrt aö borða á veitingastööum. og hér eru margir góöir og spennandi matstaðir. Hér er hægt aö fá ósvikna kinverska rétti, italska, úkrainska, japanska, indverska o.s.frv. Hér er talsvert algengt, a.m.k. hjá millistéttinni aö fjöl- skyldan boröar Brunch á sunnu- dögum Uti á veitingastöðum (Brunch = Breakfast + lunch). Það eru aöeins sumir staöir sem hafa vinveitingaleyfi. Ö1 er aöeins hægtað kaupa I vinbúöum og svo ásumum veitingastööum, þaö er annars ágætis öl hér og vin ódýrt. Fólk hér virðist eyöa miklum tima og fé i mat. Matarbúöirnar eru ólýsanlegar. Magnið af mat og úrvaliö er alveg ofboðslegt. Sá sem hefurgaman af matartilbún- ing getur algjörlega gleymt sér i matarbúö hérna timunum saman og ekki haft hugmynd um hvað hann á að kaupa. Ekki höfum viö oröiö fyrir ööru en kurteisi, hjálpsemi og elsku- legheitum af hálfu borgarbua. Fyrsta daginn sem við vorum hérna, sneri ég mér aö roskinni konu inni i matarbúö og spuröi um eitthvaö, hún spuröi mig frá hvaöa landi ég væri og þegar hún heyröi þaö brosti hún, tók um báða arma mina og sagöi innilega vertu velkomin til lands okkar. A fyrsta veitingastaönum (á há- skólasvæöinu) sem viö fengum okkur hressingu fór veitinga- maðurinn að tala viö okkur og sagði okkur að stjúpmóðir sin heföi átt islenska foreldra. Einn af starfsmönnum á al- þjóðlegu stúdentaskrifstofunni i háskólanum sagöi mér um daginn aö konan sin væri af islenskum ættum og f jölskylda hennar kæmi frá smábæ sem heitir Marker- ville, i miöju Albertafylki, þar byggi margt islendinga sem enn legði raEkt viö islenska tungu og menningu og héldi sambandi við Island. Enn eigum viö eftir aö skoöa margt og kynnastmörgu i þessari spennandi borg, svo ekki sé minnst á landssvæöin hér i ná- lægð borgarinnar, einkum þó þjóðgarðarnir viö Klettafjöllin, likust ævintýraheimi eftir myndum og frásögnum að dæma. Þar eru t.d. aðalskiöasvæði borgarbúa. Við eigum lika eftir aö fara á slóöir Klettafjalla- skáldsins, en þangaö er ekki löng leiö héöan. Guörún Friögeirsdóttir, I103-95th street lOlsuite, Edmonton, Alberta, Canada T5G 1L3. Blikkiðjan Asgaröi 7, GarAabæ önnumst þakrennusmiöi og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíöi. Gerum föst verAtilboA SÍMI 53468

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.