Þjóðviljinn - 11.10.1978, Side 1
Alþýöubandalagiö i Reykjavík.
UOWIUINN
Miðvikudagur 11. október 1978 — 222. tbl. 43. árg.
Frá setningu Alþingis i gær. A litlu myndinni er forseti tslands herra Kristján Eldjárn i ræðustól. A efri
myndinni eru ráöherrarnir, (f.v. Tómas Arnason, fjármálaráöherra, Steingrfmur Hermannsson dóms-
málaráðherra, Kjartan Jóhannsson, sjávarútvegsráöherra, Svavar Gestsson, viöskiptaráöherra og
Hjörleifur Guttormsson, iönaöarráöherra. A neöri myndinni eru f.v. Magnús Magnússon heilbrigöis-
ráöherra, Ragnar Arnalds menntamálaráöherra, Benedikt Gröndal utanrikisráðherra og ólafur Jó-
hannesson, forsætisráöherra. (Ljósm. —eik—)
Alþingi sett í gær
Alþingi íslendinga, 100.
löggjafarþing, var sett í
gær. Athöfnin hófst með
guðsorðatali kl. T3.30 í
Dómkirkjunni, en síðan
gengu ráðherrar og þing-
menn, ásamt forseta
(slands herra Kristjáni
Eldjárn til Alþingis-
hússins, þar sem forset-
inn setti þingið.
Aö lokinni þingsetningarræöu
forseta Islands tók Oddur Olafs-
son, aldursforseti alþingis-
manna fundarstjórn. Hann
kvaddi þá Jón Helgason og
Lárus Jónsson til sem skrifara.
Þvi næst voru kjörbréf þing-
manna athuguö og samþykkt
samhljóöa og þar á eftir undir-
rituöu þeir þingmenn, sem ekki
hafa setiö á alþingi fyrr eiöstaf-
inn um að halda stjórnarskrána
Eftir þaö var fundi frestaö þar
til i dag.
—S.dór (Ljósm. —eik—)
Mikil lodnuveidi
Aflinn oröinn jafn mikill og á allri
sumar- og haustvertíöinni í fyrra
Mjög góð loðnuveiði hef-
ur verið undanfarið og
fengu margir bátar góðan
afla um síðustu helgi.
Loðnan veiðist um það
bil 130 til 140 mílur norð-
ur af Horni og því löng
sigling á miðin.
Heildarafli á þessari sumar og
haustloönuvertið er orðinn 260
þúsund lestir, en það er jafn
mikiö og veiddist áallrivertlöinni 1
fyrra.
Mest hafa verið 53 bátar að
loðnuveiöum i sumar, en nú eru
þeir á milli 40 og 50, aö sögn
Andrésar Finnbogasonar hjá
loðnunefnd.
I gær var bræla á miðunum og
þvi enginn bátur við veiðar og
nokkrir bátar voru aö koma til
hafnar með farm eftir langa sigl-
ingu af miðunum.
Sigurður RE er enn aflahæstur
meö rúmlega 10 þús. lestii'.
—S.dór
Félagsfundur
um borgarmál
Borgarfulltrúarnir
fimm hafa stuttar
framsögurœöur
1 kvöld kl. 20.30 hefst félags-
fundur Alþýöubandalagsins i
Reykjavik á Hótel Esju. A fundin-
um veröur rætt um borgarmál og
starf félagsins aö þeim. Borgar-
fulltrúar Alþýöubandalagsins,
Sigurjón Pétursson, Adda Bára
Sigfúsdóttir, Þór Vigfússon,
Guörún Helgadóttir og Guömund-
ur Þ. Jónsson, munu hafa stutta
framsögu á fundinum en siöan
sitja fyrir svörum.
Einar Karl Haraldsson ritstjóri
stýrir fundinum. Félagsmenn eru
hvattir til þess að mæta og skrá
sig til þátttöku i starfshópum um
borgarmálin. Stjórnin
Þingflokkur Al-
þýðubandalagsins:
Lúðvík
formaður
A fundi þingfiokks Alþýöubanda-
lagsins I gær var Lúövik Jóseps-
son kjörinn formaöur hans. Lúö-
vik er einnig formaöur Alþýöu-
bandalagsins. Kjartan Ólafsson
var kjörinn varaformaöur þing-
flokksins og Helgi Seljan ritari.
Halldór E.
formaður
þingflokks
Framsóknar-
flokksins
A þingflokksfundi Fram-
sóknarflokksins I gærdag var
Halldór E. Sigurösson kosinn for-
maöur þingflokksins en þeir Ing-
var Gislason og Jón Helgason
meöstjórendur. A þingflokksfundi
Sjálfstæðisflokksins f gær var
hins vegar ekki tekiö fyrir for-
mannskjör. —GFr
Jóhannes Siggeirsson hag-
fræöingur ASt
Ráðinn
hagfræð-
ingur
hjá ASÍ
A fundi miðstjórnar
Alþýðusambands lslands 28.
sept. sl. var samþykkt aö
ráöa Jóhannes Siggeirsson I
starf hagfræöings hjá ASl
frá 1. október sl.
Jóhannes er fæddur 1947.
Hann lauk stúdentsprófi frá
Kennaraskóla Islands árið
1969 og prófi frá viðskipta-
deild Háskóla Islands vorið
1973. Hann stundaði fram-
haldsnám i hagfræði vetur-
inn 1973 — 74 viö Háskólann i
Uppsölum. Jóhannes hefur
áður starfað hjá Þjóðhags-
stofnun, Kjararannsókna-
nefnd og sl. 2 ár verið starfs-
maður Alþýðubankans.
Hann hefur þegar hafið störf
hjá ASt, en mun fyrst um
sinneinnigsinna störfum hjá
Alþýðubankanum. Asmund-
ur Stefánsson hagfræðingur
mun áfram veita hagfræöi-
deild ASt forstöðu. —ekh.
Stimpilklukka sett upp
í skólanum á Hellu
• Einsdæmi i skólum hér á landi
Skólastjóri grunnskólans á
Hellu hefur látiö setja upp
stimpilklukku I skólanum. Mun
þaö vera einsdæmi f skólum hér á
landi og þótt vfðar væri leitað. Sjö
kennurum skólans og tveim
ræstingakonum er gert aö
stímpla sig inn, þegar mætt er til
vinnu.
Stimpilklukkan var tekin i
notkun I fyrradag, en flestir
kennararnir, a.m.k. þeir eldri,
neituðu aö stimpla sig inn, þar
sem þeir telja þessa ráðstöfun
skólastjórans fráleita og jafn-
gilda vantrausti á kennara og
starfsfólk skólans.
Sigurður Helgason deildarstjóri
grunnskóladeildar menntamála-
ráðuneytisins sagðist hafa frétt af
þessu tiltæki. Hann sagðist ekki
vita um neinn annan skóla, þar
sem stimpilklukka væri notuð.
Jón R. Hjálmarsson fræðslu-
stjóriSuðurlands sagöisömuleiðis
isamtali við blaðið, að hann vissi
ekki til að þetta hefði verið gert
annars staðar á landinu. Jón var
spurður að þvi, hvaöa ástæöur
væru fyrir þvi að þessi stimpil-
klukka hefði verið sett upp. „Mér
skildist helst, að eitthvað hefði
boriö á óstundvisi þarna,” sagði
hann. „Kennarar hefðu á hinn
bóginn haldið þvi fram, aö aldrei
hefði veriðfundiðað þvi og ekkert
væri þvi til sönnunar.” Liggur þvi
beint við að álykta, að skólastjór-
inn vilji hafa „sönnunargögn” i
höndunum, ef menn væru að
Framhald á bls. 14.
Töfin á framlagningu jjárlagafrumvarpsins:
Ekki átök, heldur vinna
Sjá viötal
viö Geir
Gunnarsson
á bls. 6.