Þjóðviljinn - 11.10.1978, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 11.10.1978, Blaðsíða 16
WÐVIUINN Miðvikudagur 11. október 1978 Aöalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfsmenn blaðs- ins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiðsla 81482 og Blaðaprent 81348. Skipholti 19, R. 1 BUÐlKf simi 2980«, (5 linur)^—^ Verslið í sérverslun með litasjónvörp og hljómtæki r ■ l ■ I i ■ i i ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I Ekki eins háll og hinir Sem kunnugt er varð að smiða níunda ráðherrastólinn fyrir Alþingi, þegar ráðherrum fjölg- aði úr 8 i 9 og hefur smiði stóls- ins staðið yfir undanfarnar vikur Hann er alveg eins að útliti og þeir fjórir ráðherrastólar sem fyrir voru til vinstri handar við forseta Alþingis, þeir sem eru barna eru þrir nýir ráðherrar, f.v. Steingrimur Hermannsson, dómsmálaráðherra, Kjartan Jóhanns- son sjávarútvegsráðherra i nýja ráðherrastólnum, sem hann sagði ekki vera eins hálan og hina.og loks Svavar Gestsson viðskiptaráðherra. (Ljósm.—eik—) hægra megin við hann lita öðru- visi út. Að einu leyti er 9. stólinn þó frábrugðinn þeim sem fyrir voru, hann er dekkri að lit. Kjartan Jóhannsson, sjávarút- vegsráðherra fékk þennan nýja stól og sagði hann brosandi eftir að hafa sest i stólinn að hann væri ekki eins háll og hinir en ljóst væri að hann væri svarti ráðherrastólinn. Eftir að 9. stóllinn bætist við, er orðið mjög þröngt um ráð- herrana og mátti þó vart á þrengslin bæta; flestum þótti þau vera næg fyrir. —S.dór ■ i ■ i ■ i ■ i i ■ i ■ i ■ i ■ i ■ i ■ i ■ i ■ ! Ashkenazy fluttur til Sviss ☆ Tónlistarsamstarfi hans við íslendinga lokið? ☆ Æ tlaði að stjórna mikið hérlendis i vetur en hætti við Vladimir Ashkenazy hefur nú flust búferlum til Sviss/ til að geta verið nær börnunum sínum, að því er Morgunblaðið hefur eftir Þórunni Jóhannsdóttur í gær. En þær eru heldur kaldar kveðjurnar/ sem þessi heimsfrægi tónlistar- maður sendir Sinfóníu- hljómsveit islands. 1 viðtali sem birtist i ágústhefti timaritsins Gramophone segir hann að „stundum er leikur þeirra áhugaverður, en tæknilega séð eru þeir ekki mjög góðir. Maður verður aö umgangast þá einsog börn, og gæta þess að ósið- ir verði ekki aö ávana”. 1 viðtali við Morgunblaðið i gær segist Ashkenazy ekki segja þetta ,,af neikvæðum hvötum”. Þetta sé bara raunsætt mat. Einsog nærri má geta þykir meðlimum Sinfóniuhljómsveitar- innar illt að vera kallaðir „hálf- gerðir áhugamenn” og börn. Sig- urður Ingvi Snorrason, formað- ur verkefnavalsnefndar Sinfónlu- hljómsveitar Islands, sagði i við- tali viö Þjóðviljann að sér fyndist Ashkenazy láta alla sina óánægju með Island og íslendinga bitna á Sinfóniuhljómsveitinni. Honum hefði aldrei dottið I hug að gagn- rýna neitt opinberlega nema hljómsveitina, en svo virtist sem hann væri alls ekki ánægður með viðskipti sin við Islendinga. Sigurður Ingvi sagði einnig, að Ashkenazy hefði ætlað að stjórna Ashkenazy nennir ekki að stjórna barnahljómsveit mikið hér i vetur. Sinfóniuhljóm- sveitin hefði aldrei séð ástæðu til að hafna honum sem stjórnanda, og þvi hefði þetta verið ákveðið. En svo fækkaði hann smám saman fyrirhuguðum tónleikum þartil svo var komið að hann ætl- aði alls ekkert að gera. Sagðist Sigurður Ingvi ekkert hafa vitað um þessa breytingu fyrren seint i sumar. Þó sagðist hann halda að þetta mál befði fyrst borið á góma i sambandi við Listahátið I sumar. Þjóðviljinn reyndi að fá álit Hrafns Gunnlaugssonar á þvi, hvort þetta ástand myndi hafa einhver áhrif á framkvæmd Listabátiöar i framtiðinni, en Hrafn vildi ekkert um það segja og kvaðst ekki ætla að taka að sér framkvæmdastjórn Listahátiöar oftar. Eftir stendur spurningin; kemur brottför Ashkenazys niður á Listahátiö? Sem kunnugt er var Ashkenazy einn af upphafsmönn- um Listahátiðar og hefur allar götur siðan verið einskonar list- rænn ráðunautur fulltrúáráðs og framkvæmdastjórnar Listahá- tiðar. Hann hefur fengið marga heimsþekkta listamenn til að koma hingað. Spurningin er þvi, hvort Listahátið sé komin það vel á legg að hún geti án hans verið. —ih Alþjóöaár barnsins 1979 Ráðstefna á Hótel Loftleiðum í dag A allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 21. des. 1976 var samþykt að helga árið 1979 mál- efnum barnanna i tilefni þess, að þá eru liðin tuttugu ár frá þvi að S.Þ. staðfestu yfirlýsingu um réttindi barnsins. t dag verður haldin ráðstefna að Hótel Loft- leiðum, þar sem fjallaö verður um framkvæmdir á islandi I til- efni alþjóðaárs barnsins 1979. Ragnar Arnalds menntamála- ráðherra setur ráðstefnuna kl. 10. f.h. Þá ræðir Armann Snævarr forseti hæstaréttar um réttar- stöðu barna, Guðný Guðbjörns- dóttir sálfræöingur um börnin og umhverfið, Björn Björnsson prófessor um barnið og fjölskyld- una og Gunnvör Braga dagskrár- fulltrúi um börn og fjölmiðla. Eftir hádegi ræðir Svandis Skúladóttir fulltrúi i mennta- málaráðuneytinu um undirbún- ing alþjóðaárs barnsins og starfs- svið og starfshætti fram- kvæmdarinnar. Siðan verður unnið I fjórum starfshópum. Aö lokum verða umræður og kosnir tveir fulltrúar i framkvæmda- nefnd barnaársins. —eös Ráðið í aLlar kennarastöður Nú mun vera búið að ráða i all- ar kennarastöður i grunnskólum landsins, enda skólar teknir til starfa um allt land. Samkvæmt upplýsingum Siguröar Helgasonar, deildar- stjóra I menntamálaráðuneytinu, 1 var ekki búið að ráða I tvær eöa i þrjár stöður um siðustu helgi, en væntanlega væri nú búiö aö ganga frá ráöningu i gær. Jafnan reynist erfiðast að fá kennara I lausar stööur á Norö- austurland? og Vestfjörðum og var svo einnig nú I haust. — eös Mnréttið í reynd á Alþingi Þyí miður, emm bara þrjár áfram Sagði Svava Ipkobsdóttir alþingismaður Á siðasta Alþingi sátu aðeins 3 konur af 60 þingmönnum. Við siðustu kosningar féli ein þeirra, Sigurlaug Bjarnadóttir, en Jóhanna Sigurðardóttir náði aftur á móti kjöri og eru þvi á- fram 3 konur á Alþingi: „Þvi miður vil ég segja, erum viö bara þrjár áfram og mér finnst þaö leitt”, sagöi Svava Jakobsdóttir alþingismaður, er við hittum hana að máli niður i Alþingishúsi i gær. Svava sagði að hún óttaðist að sú alda jafnréttis sem reis á kvennaárinu 1975 ^æri aö hniga. „Eg veit ekki af hverju, alla vega er þaö ekki vegna áhuga- leysis kvenna, svo mikið er vist. Littu bara á prófkjör Sjálf- stæðisflokksins sl. vor; þar voru margar konur, sem buðu sig fram, en aðeins ein náöi öruggu sæti. Mér finnst nefnilega að konurnjóti ekki fyrirfram sama trausts og karlar, þegar til kast- anna kemur”, sagði Svava. „Nei, konur eru ekki aö missa móöinn, þetta tekur sinn tima aö koma fullkomnu jafnrétti á og viö munum halda áfram aö reyna aö brjótast i gegnum karlamúrinn.” — Veröurðu vör viö mismun- un innan veggja Alþingis? „Nei, það get ég ekki sagt. Það er þá helst I þvi aö kjósa okkur konurnar i nefndir þar sem fjallaö er um „kvenleg” Þær eru bara þrjár, konurnar á alþingi. „Þvf miður”, sagði Svava Jakobsdóttir. F.v. Jóhanna Sigurðar- dóttir Alþýðufl,Svava Jakobsdóttir Alþýðubl. og Ragnhildur Helgadóttir Sj.fl. (Ljósm.—cik-^-) verkefni, þaö er þaö eina sem ég hef orðiö vör viö. Ég hef þá trú aö konum eigi eftir aö fjölga mikið á þingi og ég sakna þess mjög að við skulum ekki vera nema þrjár á þessu þingi”, sagði Svava Jakobsdóttir að lokum. —S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.