Þjóðviljinn - 11.10.1978, Page 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miftvikudagur II. október 1978
DIOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma,
verkalýðshreyfingar
09 Þjóöfrelsis
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Ritstjórar:Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson.
Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson.
Afgreiöslustjóri: Filip W. Franksson
Blaðamenn: Alfheiður Ingadóttir, Einar örn Stefánsson,
Erla Sigurðardóttir, Guðjón Friðriksson, Ingibjörg
Haraldsdóttir, Ingólfur Margeirsson. Magnús H. Gisla-
son, Sigurdór Sigurdórsson. tþróttafréttamaður: As-
mundur Sverrir Pálsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson.
Útlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson. Sævar Guð-
bjartsson.
Handrita- og prófarkalestur, Blaðaprentsvakt: Andrea
Jónsdóttir, Elias Mar, Óskar Albertsson.
Safnvörður: Eyjólfur Árnason.
Auglýsingar: Rúnar Skarphéðinsson, Sigriður Hanna
Sigurbjörnsdóttir.
Skrifstofa: Guörún Guðvaröardóttir, Jón Ásgeir Sigurðs-
son.
Afgreiðsla: Guðmundur Steinsson. Kristin Pétursdóttir.
Simavarsla: ölöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjáns-
dóttir.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen
Jónsdóttir.
Útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guðmundsson.
Ritstjórn, afgreiðsia og auglýsingar: Siðumúla 6,
Reykjavik, simi 81333
Prentun: Blaðaprent h.f.
Kenningin um
kínalífselexírinn
Að reka sig á
veruleikann
Skrúfugang kaupgjalds og verðlags er hægt að stöðva
með afnámi eða upptöku vísitölukerfisins. Þetta er sú
kenning sem nú er haldið að landsmönnum með slíkum
f itonskrafti að hún á þegar talsverðu f ylgi að fagna. Þótt
margir hafi hana í munni þessa dagana batnar hún ekki
við það og er jafnvitlaus þó að æ fleiri tönnlist á henni.
Og kenningin er þessutan röng.
Jón Sigurðsson formaður vísitölunefndarinnar svo-
kölluðu hefur meðal annars sagt í spjalli um vísitölu-
bindingu kaupgjalds:
,/Afnám (eða upptaka) visitölukerfisins er enginn
kina-eða bramalifselexir við verðbólgu. Sama gildir um
mat á mismunandi vísitölutilhögun, sem verður að skoða
i sínu félagsiega og sögulega samhengi í hverju landi".
Vísitölukerf ið er ekki hægt að skoða sem sjálfstæðan
verðbólguvald því það þarf annaðhvort verðhækkun eða
launahækkun til þess að hrinda því af stað. Ef sam-
komulag er um það hvað vísitala f ramfærslukostnaðar á
að mæla er hún ekkert annað en mælikvarði á verðlags-
þróun. Enginn er bættari með þvi að skekkja mælinn ef
menn á annað borð vilja fylgjast með verðlagsþróun i
stað þess að stinga höfðinu i sandinn. Að rjúfa tengingu
kaupgjaldsviðframfærsluvísitöluer heldur engin lausn.
Reynslan er ólygnust í því efni.
Án vísitölubindingar kallar hækkun framfærslukostn-
aðar hvarvetna fram kröfur um hækkun kaups. Verka-
lýðshreyfingin svarar afnámi vísitölubindingar með
efldri kjarabaráttu og samningum til skemmri tíma.
Um reynsluna hérlendis segir Jón Sigurðsson for-
stöðumaður Þjóðhagsstofnunar í áðurgreindu spjalli:
„Það sama gildir að nokkru um samanburð milli ein-
stakra ára innanlands og samanburð milli landa. Hvert
einstakt ár á launaþróun og verðlagsþróun sér sérstakar
skýringar, aðrar og oft mikilvægari en vísitölubind-
inguna7 t.d. af lasveif lur, verðsveif lur, útflutnings- og
gengisbreytingar. Ef litið er yfir tímabilið frá 1961 til
1972 eða (1972), má skipta því í tvennt. Fyrst koma 4 ár
án vísitölubindingar. Meðalhækkun timakaupstaxta
verkamanna á þessu tímabili var 13.6% og árstekna
þeirra 19.4% en meðalhækkun vísitölu framfærslukostn-
aðar 12.0%.
Árin 1965-71 var vísitölubindingin við lýði í einhverri
mynd. Á þessum árum hækkuðu kauptaxtar verka-
manna að meðaltali um 13.6 % á ári (eða hið sama og
árin-1961-1964), atvinnutekjur hinsvegar um 13.8% á ári
og vísitala f ramfærslukostnaðar um 10.8%. Þessi
samanburður bendir ekki til að vísitölubindingin skipti
sköpum".
Þeir sem ganga með það í maganum að hægt sé að
plata verkalýðshreyf inguna til þess að taka á sig kaup-
máttarskerðingu með skyndibreytingum á vísitölukerf.
inu ættu að kynna sér þessar reynslustaðreyndir vel.
Verðlagshækkanir og kaupmáttarskerðing eiga sitt
hefðbundna og geysisterka andsvar, sem ekki verður
breytt nema að verkalýðshreyf ingin beygi sig og fallist á
þá skoðun að núverandi kaupmáttarstig sé of hátt.
Slík uppgjöf er allsekki upp á’teningnum. í samþykkt
með tilnefningu fulltrúa sinna í vísitölunefndina undir-
strikaði miðstjórn Alþýðusambands fslands sérstaklega
að þær aðgerðir sem kynnu að verða gerðar í efnahags-
málum yrðu „ekki látnar skerða þann kaupmátt launa
sem að var stef nt með samningunum í júní 1977."
Við þetta kaupmáttarstig hljóta aðgerðir núverandi
rikisstjórnar að miðast. Annað væri stríðsyfirlýsing við
verkalýðshreyfinguna. Og þeir kauplækkunarpostular
sem halda því fram að ekki sé hægt að stjórna efna-
hagslífinu án þess að ísland sé sérstakt láglaunaland
mættu vel minnast þess að margt er ógert: Framleiðni
fyrirtækja er ónóg, fjárfestingar ómarkvissar, út-
flutningur óstöðugur og gengið valt. Tækist að koma á
meiri stöðugleika á þessum sviðum og ná á þeim fram-
búðartökum myndi stórlega draga úr sveiflum sem
reglulega fara um hagkerfið ? gegnum verð- og tekju-
myndunarkerf iö og magnast á þeirri leið. Að einblína á
vísitölukerfið en beina athyglinn: frá þeim þáttum sem
máli skipta segir meira um áhuga á að knýja f ram kaup-
máttarskerðingu en hagspeki viðkomandi aðila.
—ekh.
IVeruleikinn er margklofinn
og sjálfsagt þyrftu menn aö
brjóta sig i spaö og hugsa á
■ mörgum sporbrautum til þess
Iaöskilja hanntil fulls. Dagblaö-
iö er stundum eins og ritstjórn
þess hafi einsett sér aö hugsa i
• brautum sem hvergi skerast.
Ibetta hefur þau áhrif aö oft
kemur það manni d óvart og lik-
lega er þaö meining ritstjórans
■ Jónasar Kristjánssonar frekar
■ en að i' ritstjórn hans sé ekki
I einn meginstraumurskoðana og
I stefnumótunar, harla hægri
• sinnaöur.
IDagblaöið er óháö og frjálst
segja menn, en þaö skirrist ekki
viö aö taka afstööu til aöskiljan-
, legra mála eins og dagblaöi
Iraunar sæmir. En i skrifum
Dagblaösins stangast oft á
furðuleg tregöa til þess aö taka
, afstöðu i nafni þess aö það sé
Ióháö og svo á hinn bóginn
heiftarlegur áróöur fyrir ein-
stökum málum.
IÓhlutdræg frásögn?
Dæmi um hiö fyrrnefnda er
frásögn Dagblaösins af islenska
I* málaliöanum sem hefuratvinnu
af þviaöskjóta svertingja Ibak-
iö I Rhódesiu og Mósambique.
Þar var ekki tekin afstaða, lík-
I* lega samkvæmt kennisetning-
unni aö ekki eigi aö blanda sam-
an í einni frétt staöreyndum og
mati blaöamanns. Forsiöuupp-
* sláttur þessarar „fréttar” er þó
| ótviræöur vitnisburöur um aö
I Dagblaösmenn hafa fundiö i
I henni púöur og ekki viljað
* bleyta þaö meö vandlætingu
Ihafi hún nokkur veriö i þeirra
kolli.
IHlutdræg frétt?
Að taka afstööu i fréttum er
þó engin meginafstaða hjá Dag-
• blaöinu. Þaö er oftlega gert I
Ifyrirsögn og sjálfri frétta-
smiöinni. Tökum sárasaklaust
dæmi þarsem Dagblaöiö bland-
■ ar sér i innanrikismál Samtaka
Iáhugamanna um ðfengismál:
„Menn geta ekki einu sinni
bundist samt(8ium um aö hætta
■ aðdrekka brennivin, án þess aö
Iþeir fari jafnframt aö berjast
um, hvereigiað vera i stjórnog
þó sérstaklega formennsku.
• Aöalfundur SAA verður hald-
Iinn i kvöld. Þar veröur aö sjálf-
sögðu kosin stjórn auk annarra
aðalfundarstarfa. Haröur
• áróöur er rekinn fyrir þvi aö
Ifella Hilmar Helgason frá for-
mannsstarfi I samtökunum.
Hins vegar viröast andstæö-
• ingar hans ekki alveg á einu
Imáli um það, hver eigi aö erfa
stööuna.
Þetta er ekki i fyrsta skipti,
• sem áhugamenn um bindindis-
Imál fara i hár saman út af
meira og minna tilbúnum á-
greiningi, engum til meira.tjóns
• en góöum tilgangi sam-
Itakanna.”
Samkvæmt kenningunni um
aö mat biaöamanns eöa blaös
■ eigi ekki aö koma fram i frétta-
Iskrifum heföi þessi stuönings-
yfirlýsing viö formann SÁA
fremur átt heima I forystugrein
i en i frétt.
IStuðningur
við glæpaforingja
IForystugreinar Dagblaösins
eru i megindráttum vinsamleg-
ar I garö auövaldskerfisins og til
, aö mynda bandarlskra hern-
I aöaritaka á Islandi. En
Aronsku-blaöiö kemur á óvart
stundum meö þvi aö gagnrýna
einstaka sundurslitna þætti.
Eins og t.d. þegar Jónas
Kristjánsson endurprentar upp
úr Þjóöviljanum á skinandi
skýran hátt skilgreiningu á
þjóöarbaráttunni i Nicaragua
gegn Somoza og bakhjarli hans
Bandarikjastjórn. „Harmleik-
urinn f Nicaragua minnir á hina
ógnþrungnu ábyrgö, sem
Bandarikin bera á ekki bara
flestum, heldur öllum ein-
ræöisherrum Miö- og
Suöur-Ameriku.” Þrátt fyrir aö
Bandarikjastjórn hafi ekki
nægilegt taumhald á glæpafor-
ingjum sem hún hefur stutt til
valda I Chile, Argentinu og
Brasiliu, bendir Jónas réttilega
á aö hún ber á þeim fulla
ábyrgö. „Þetta rýröa taumhald
Bandarflcjastjórnar á ýmsum
glæpaforingjum breytir ekki
þeirri staöreynd aö hdn ber á
þeim fulla ábyrgö. Aratugum
saman hefur hdn leynt og Ijóst,
hernaöarlega og fjárhagslega,
stutt til valda öfgafyilstu hægri
mennina Ur rööum hægri-
manna.”
Ljósið siokknar
Þannig rennur upp ljós I
myrkrinu, en jafnskjótt og ein-
hver reynir að leiöa Ut frá fram-
feröi Bandarikjamanna I Suöur-
og Miö-Ameriku almenn sann-
indi um þá auövaldshagsmuni
sem liggja aö baki utanrlkis-
stefnu Bandarlkjastjórnar eöa
tæpa á því,aö meö þvi aö lána
land af okkar landi undir banda-
riskt hervald séum viö sam-
ábyrg drottnunarstefnu stór-
veidisins, slokknar á skiinings-
týrunni.Þáneita hægri mennaö
tala um samhengi Mutanna og
fara aö tala um fisksöiumál,
flugsamgöngur og léigugjald af
hersetunni. Hver er sjálfum sér
næstur, og viö veröum aö hugsa
um eigin hag i höröum heimi.
Samferðamenn
Þeir eru þó til sem telja sig
sjá „system I galskabet” og
vilja reyna að setja heimsat-
buröi og innanlandsátök i
samhengi. Agætt dæmi um þaö
er grein Finnboga Hermanns-
sonar i Visi sl. sunnudag sem
hann nefnir „Pax Americana I
Neskirkju”. Þar tengir hann
„heimsókn” Biliy Grahams viö
tilraunir Bandarikjastjórnar til
þess aö koma sér upp nýjum
andlitum eftir siöferöilegt skip-
brot Vletnamstrlðsins. Hann
bendir á hvernig framferöi
vestrænnar auöhyggju sé ,,al-
fariöstuttrökum heilags anda”,
meöal annars meö prédikunum
Grahams, fyrrum sálusorgara
Nbcons.
Auðvald, hervald og heilag-
ur andi erusaman á ferö og fara
geyst, þótt fylgjendur þessara
fyrirbæra loki augunum fyrir
þvi að þarna fléttist saman
hagsmunir i þéttriöiö net um
jaröarkringluna.
Sem dæmi má taka aö i þeirri
mannréttindasókn sem Carter
Bandarikjaforseti hefur beitt
sér fyrir veröur augljós þegar
aö þvi er gætt aö glæpaforingjar
i Suöur- og Miö-Ameriku náöu
völdum og halda völdum fyrir
tilstilli Bandarikjastjórnar.
Mannréttindahjal Carters felur
ekki meginkjarnann i utanrikis-
stefnu Bandarikjastjórnar, sem
er i þvi fólgin aö halda opnum
dyrum fyrir bandarisku
auðmagni um allan heim meö
þeim bandamönnum og þeim
ráöum sem tiltæk eru i nafni
heilags anda og meö bandarlsku
vopnavaidi.
— ekh.