Þjóðviljinn - 11.10.1978, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 11.10.1978, Qupperneq 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 11. október 1978 Úrslitin I Reykjavíkurmótinu Reykjavlkurmeistarar Vals 1978.Ljósmynd: eik Valur meistari Umsjón: Ásmundur Sverrir Pálsson Eitt og annað t gærkvöldi léku Valur og Fram til úrslita I Reykjavikurmótinu i körfuknattleik. Þetta er i fyrsta sinn i sögu félaganna, að lið þeirra lenda i úrsiitum i þessu móti. Leikurinn var á köflum mjög spennandi og jafn,og bæði lið sýndu ágætan leik, en meö glæsilegum endaspretti tryggði Valur sér Reykjavikurmeistara- titilinn og lokatölurnar urðu 91:83. Lárus Hólm skoraði fyrstu körfu leiksins og stuttu síðar var staðan orðin 6:0 fyrir Val. Mikils óöryggis gætti I leik Fram á þess- um fyrstu minútum; leikmenn- irnir hittu illa og glopruðu knett- inum einattúr höndum sér. Valur jók siðan forskot sitt og komst I 11:2, en þá fóru Framarar að taka við sér, söxuðu smám saman á forskotið og eftir 14 minútna leik höfðu þeir komist yfir 28:27. Mun- aði þar mest um framtak þeirra Omars Þráinssonar og Johnsons. Siðan skiptust liðin á um foryst- una, en Valur var sterkari á siö- ustu minútunum fyrir leikhlé og i hléinu hafði liðið 4 stiga forystu, staðan 42:38. Það voru ekki liðnar nema 2 minútur af siðari hálfleik, þegar Dwyer, besti maður Valsara, var rekinn út af með 5 villur. Attu nú fæstir von á, að Valur þyldi þenn- an missi, en drengirnir misstu ekki móöinn og höfðu nær alltaf yfirhöndina. Þegar hálfleikurinn var nákvæmlega hálfnaður, var staðan 60:60, en þá urðu kafla- skipti i leiknum. Framarar virt- ust heillum horfnir á meðan Vals- liðið náði stórgóðum leikkafla og hreinlega kafsigldi andstæðing- ana. Þeir Þórir Magnússon og Kristján Agústsson leiddu liðið og voru báðir óstöövandi. En þeir fengu ekki aö leika leikinn til enda og undir lok hans urðu þeir að hverfa af vettvangi með 5 vill- ur, svo og Simon Olafsson i Fram. Þetta breytti þó engu um gang leiksins og hrósuðu Valsarar sæt- um sigri. Eins og áður segir sýndu Þórir Magnússon og Kristján Agústs- son mjög góð tilþrif og skoruðu hvor 20 stig. Tim Dwyer átti einn^ ig sérstaklega góðan leik og áður en hann varð að yfirgefa völlinn hafði hann skorað 18 stig. Annars er reyndar mesti óþarfi að tina einstaka leikmenn til þar sem Valsliðið i heild kom mjög vel frá leiknum. Hið sama verður ekki sagt um Fram-liðið. Það átti að visu góða leikkafla, en þess á milli datt liðiö niður i meðalmennskuna. John Johnson skoraði reyndar 41 stig, en var nú ekki svipur hjá sjón. Næstir honum i stigaskorun komu Ómar Þráinsson með 12 stig og Simon með 9 stig. ASP/SS Körfuboltinn í Manila Það hefur ekki einungis verið leikið um fyrstu 8 sætin i heims- meistarakeppninni i körfuknatt- leik. Lið Tékkóslóvakiu Dóminik- anska lýðveldisins, Puerto Rico, Kina, Suður-Kóreu og Senegal keppa um sætin frá 9—14. I þeirri keppni hafa Tékkar leikið þrjá leiki og unnið þá alla, siðast sigr- uðu þeir Kinverja með 118 stigum gegn 95. Um tima höfðu Kinverj- ar forystu 35:28. Einnig unnu Puerto Ricanir Suður-Kóreu- menn með 119 stigum gegn 87. 1 8 liða úrslitunum þykja Sovét- menn og Júgóslavar liklegastir til að leika til úrslita, eins og komið hefur fram, en ástæðulaust er að vanmeta Brasiliumenn sem enn hafa ekki tapað leik. Nokkurt gap hefur myndast milli þessara þriggja liða og annarra, þar sem Italir og Bandarikjamenn hafa tapað tveimur leikjum og lið Filipseyja, Kanada og Astraliu tapað öllum sinum. Handknattieikslið Dana Dagana 19—22, október verður fjögurra landa handknattleiks- keppni i Vestur-Þýskalandi. Landslið Tékka, Júgóslava, Dana og heimamanna sjálfra taka þátt i keppninni og hafa Danir nú birt liðið, sem þeir tefla fram, en það er skipað þessum leikmönnum: Kaj Jörgensen, Ole Nörskov, Michael Berg, Lars Bock, örst- en Haurum, Anders Dahl-Niel- sen, Bjarne Jeppesen, Jan Have, Iver Grunnet, Morten Christen- sen, M. Vestegaard, Thor Munkager og Per Skaarup. Þetta lið Dananna mun einnig taka þátt i keppni við Austur- Þjóðverja, Júgóslava og Sviss- lendinga, sem fram fer i Sviss seint i mánuðinum. Knattspyrna Sem kunnugt er hefur bandariska knattspyrnuliðið Cosmos verið á keppnisferðalagi i Evrópu. Liðið endaði ferð sina með leik við Rauðu Stjörnuna i Belgrad. Bandariska liðið átti mjög góðan leik i fyrri hálfleik og skoraði fyrsta mark leiksins strax á 11. minútu. Stuttu siðar jöfnuðu Júgóslavar og náðu siðan forystu með marki Stamenkovic. 1 leikhlé var staðan 4:3 fyrir Rauðu Stjörnuna. Siðan bættu Júgóslavar tveimur mörkum við gegn einu marki Cosmos og sigruðu þvi 6:4. Rodnina og Zaitsev draga sig í hlé Hinir margföldu Evrópu- og heimsmeistarar i listhlaupi á skautum Irina Rodnina og Alexander Zaitsev munu ekki taka þátt i keppni i vetur. Þau unnu sinn sjötta sigur i heims- meistarakeppni i Ottawa s.l. vet- ur og við það tækifæri létu hjóna- kornin þau orð falla, að þau mundu sennilega hvila sig þetta keppnistirnabil. Nú berast þær fréttir að Rodnina sé með barni og er sú ástæðan fyrir þessu keppnishléi þeirra. Menn velta nú fyrir sér hverjir muni fylla skarð þeirra i vetur. Þykir liklegt, að það verði pörin, sem fylgdu oftast á hæla þeirra á siðasta vetri, en þau eru Manuela Mager og Uwe Bewersdorf frá Austur-Þýskalandi, Marina Tcherkasova og Sergei Shakrai frá Sovétrikjunum og bandariska parið Tai Bibilonia og Randy Gardner. GETRAUNIR 185.000 kr. fyrir 11 rétta t 7. leikviku getrauna komu fram 5 seðlar með 11 réttum og var vinningur á hvern kr. 185,000.- Allir þessir seðlar voru frá Reykjavik. Með 10 rétta voru 65 raðir og vinningur fyrir hverja 6.100,- kr. Þátttaka i getraunum hefur auk- ist jafnt og þétt i haust, og mest varð aukningin i siðustu viku eða um 26%. Vinningshluti fyrir 1. vinning var 925.000 og á næstu vikum gefst væntanlega tækifæri til þess að vinna eina miljón fyrir þann, sem verður svo heppinn að vera einn með 11 eða 12 rétta. Þór svarar Breiðablik Hér á siðunni hafa undanfarið átt sér stað bréfaskriftir milli handknattleiksdeiidar Þórs á Akureyriog Breiðabliks. Astæö- an er sú, að Breiðabiiksmenn kærðu leik handknattleiksiiða félaganna, sem fram fór I vor á þeim forsendum að annar dómarinn hafði ekki réttindi. Nú birtist annað bréf Þórs og er það svar við bréfi Breiðabliks. Jafn- framt verður birt yfirlýsing frá skipuðum dómara leiksins: Handknattleíksdeild Breiða- bliks hefur gert athugasemd við grein stjórnar Handknattleiks- deildar Þórs, sem birtist i blað- inu fyrir skömmu. Þar kveður við nokkuð annan tón og það svo mjög að við erum bornir hinum þyngstu sökum auk þess að misskilja hlutina. Þótt okkur sé ekki að skapi að munnhöggv- ast við þá Breiöabliksmenn þá erum viö tilneyddir að benda lesendum blaðsins á nokkrar al- varlegar veilur i máiflutningi þeirra. ,/Alger misskilningur" 1 grein Handkn.d Breiðabliks er þvf haldið fram, að umrætt mál sé ekki höfðað gegn Þór og siðan dregin af þvi sú ályktun, að við Þórsarar séum fávisir að halda hinu gagnstæða fram. Þar sem reynslan hefur kennt okkur að Breiðabliksmenn skilji fátt nema það sem stendur skrifað, þá er þeim til skilningsauka bentá það, að i upphafi dómsins standa þessi orð: „Fyrir var tekið málið nr. 13/1978 UBK gegn Þór” (Leturbr. Þórs). Orðagjálfur um eitthvað annað en þarna stendur skrifað skil- greinum við sem hastarlega meinloku, sem eflaust á rætur i hinni stóru sorg þegar Breiða- blik mátti þola tvö töp i leikjum gegn Þór i vor. Við sliku er ein- faldlega ekkert að gera: sorgin er þeirra hlutskipti. //Gersamlega staölaus ásökun" En sorgin getur birst i ótal myndum, t.d. i minnisleysi. Þeir Breiðabliksmenn muna nú ekki betur en að „Nákvæmlega ekki neitt kom fram fyrir þenn- an leik, sem kallaði á efa um að skipan dómaramálanna væri með eðlilegum hætti....” og ,,...og á leikstað fyrir leik- inn var ekki vikið einu oröi að þv! við okkur, aö ekki væri allt með felldu” (Leturbr. Þórs). Þetta köllum við mjög alvarlegt minnisleysi, sem sýnir okkur ljóslega hve stórar sorgir geta haft djúpstæö áhrif. Til að hressa upp á minni þeirra Breiðabliksmanna og til þess að lesendur blaðsins geti áttað sig á einföldum sannind- um þessa máls þá viljum við taka eftirfarandi fram: 1. Umræddur leikur tafðist um röska hálfa klukkustund. Má það undarlegt heita, að þrátt fyrir það skyldu Breiðabliks- menn halda að allt væri með felldu. Þeir hafa kannski haldiö að hér á Akureyri væri annar timi en i Kópavogi og þvi beðið þolinmóðir! 2. I yfirlýsingu skipaðs dómara leiksins, sem fylgir með þess- ari grein, segir hann m.a.: „Breiðabliksmönnum var full kunnugt um að hinn dómarinn, sem skipaður var mætti ekki til leiksins og sá sem fenginn var til að dæma á móti mér hafði ekki til þess full réttindi”. (Leturbr. Þórs). Það er venjan þegar staðhæf- ing stendur á móti staðhæfingu, að leitað sé að likum, til að komast að hinu sanna. Þegar þau tvö atriði, sem hér eru nefnd að framan eru skoðuð, þá hlýtur öllum að vera ljóst að þeir Breiðabliksmenn fara ekki með rétt mál i þessu efni. Við erum að sjálfsögðu reiðubúnir að fyrirgefa þeim það, enda virðist okkur hér um minnis- leysi að ræða, sem oft kemur fyrir þá sem þurfa að bera þungar sorgir; þeir eiga þvl frekar samúð okkar en reiði. En við viljum þó fullyrða að minnisleysi mun ekki hrjá þá Breiðabliksmenn eftir leikinn 14. okt. n.k. hér á Akureyri. Sá leikur á áreiðanlega eftir að verða þeim minnistæöur, a.m.k. eru leikmenn Þórs ákveðnir i þvi og ekki munu stuðnings- menn okkar á áhorfendapöllun- um láta sitt eftir liggja ef við þekkjum þá rétt. Hver á leikinn? Frá þvi við létum frá okkur heyra á dögunum hefur HSI ákveðið að greiða ferðakostnað Breiðabliksmanna hingað norður. Út af fyrir sig höfum við ekkert við það að athuga, en munum hinsvegar minnast þess þegar við stöndum næst uppi dómaralausir fyrir sunnan. Hitt þykir okkur öllu undarlegra þegar HSI ætlar sjálft að halda leikinn, sem er heimaleikur Þórs,og greiða ferð Breiðabliks- manna með innkomunni. HSÍ hefur þó gefið Þór kost á að sjá um leikinn, með þvi skilyrði að Þór greiði ferðakostnað Breiða- bliksmanna og dómara. Akureyrskir áhorfendur eiga m.ö.o. að borga alla vitleysuna. Það er skoðun stjórnar Hand- knattleiksdeildar Þórs að vel hefði komið til álita að HSI gerði upptækan ágóðan af leiknum 4. mai, þar sem hann var dæmdur ólögmætur, en hinu mótmælum við eindregið, að lögmætur heimaleikur sé hafður af okkur og teljum slikt athæfi brot á þeim reglum, sem okkur hefur verið sagt að fara eftir og við kappkostað að fylgja. Það er einfaldlega ekki hægt að breyta reglum eftir þvi hvað hentar i það og það skiptið og reyna á þann hátt að bjarga alls óskyldum málum. Við verðum þó þrátt fyrir allt að vona að HSl hafi ekki smitast af stefnuleysi og duttlungum dómstóla HSI. Stjórn Handknattieiksdeildar Þórs. ---------------------._.J YFIRLÝSING Af gefnu tilefni vil ég undirritaður, sem skipaður var til að dæma leik Þórs og Breiðabliks 4. mai s.l. á Akureyri, iýsa þvi yfir að Breiðabliksmönnum var full kunnugt um að hinn dómar- inn, sem skipaður var, mætti ekki til leiksins og sá sem fenginn var til aö dæma á móti mér hafði ekki til þess full réttindi. Ég hefði að sjálfsögöu ekki tekið þátt i dómgæslunni ef ég hefði efast um að Breiðabliksmönnum væru þessi tvö atriöi ekki ljós og leik- urinn þvi ekki farið fram þennan dag. Akureyri 6. okt. 1978. Halldór Rafnsson.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.