Þjóðviljinn - 11.10.1978, Síða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 11. október 1978
Magnús Jóhannsson frá Hafnarnesi skrifar:
Alkóhól —
alkóhól
Vinveitingaleyfi hafa gripið
hluta bæjarstjórnar Vest-
mannaeyja föstum tökum, svo
ekki sé sterkara að orði kveðið.
Það er alveg makalaust að á
sama tima og fjöldi félagssam-
taka berst gegn áfenginu og
hörmungum þeim, sem Bakkus
veldur, bæöi á förnum vegi sem
á heimilum,— og hef ég þá i huga
börnin og uppeldi þeirra á heim-
ilum, sem daglega hafa Bakkus
að setunaut.-skuli bæjarstjórn-
ir vera frumkvöðlar óreglu og
menningarleysis.
Nú ætla ég ekki að álasa
bæjarstjórn Vestmannaey ja
fyrir þessi vinveitingaleyfi frek-
ar en öðrum bæjarstjórnum.
Hversvegna er verið að útvlkka
samkomuhúsin, staðiö i fram-
kvæmdum i fjölda ára? Er ekki
nóg drukkið , innan dyra þeirra
sem utan? Sýna ekki upprifin
umferðarmerki, brenndir rusla
kassar og rúðubrot i verslunum
virðingarleysi förunauta Bakk-
usar fyrir verðmætum? . Vitna
ekki villimannaöskrin á nætur
þeli um hvað er að gerast? Á
kynslóðsú,sem nú erað vaxa úr
grasi, að verða fórnarlamb mis-
viturra, mér liggur við að segja
sálarlausra afstyrma, sem
bjóða Bakkus velkominn, hvort
sem er i „partíum” heima hjá
sér eða i' bullandi götusvalli?
Eigum við að gefa erlendum
ferðamönnum færi á að skrifa
og útbreiða um heiminn fleiri
greinar um drykkju,,menn-
ingu” okkar, afkomenda hinna
norrænu vikinga, en þeir hafa
gert? Um dansstæla, útúr-
drukknar siðkjólafrúr og laus-
læti? Okkar er svarið.
Ef samkomuhús og hóteleig-
endur telja sig ekki geta rekið
fyrirtækin án áfengis, hvers-
vegna eru þeir þá að burðast við
það? Illt er að vita til þess að
menn skuli freistast til þess aö
gerast hóteleigendur og leita
leyfis bæjarstjórna til að geta
selt samborgurum sinum eitur.
Jesús breytti vatni i vin I veislu-
salnum forðum, stendur i hinum
alkunna sálmi um brúðkaups-
veisluna i Kana. En það var
þrúguvin, vin til að gleðjast af
en ekki til þess að vitskerðast
af. Hann hefur ábyggilega ekki
ætlast til þess aö það yrði heim-
ilum, hjónaböndum og saklaus-
um börnum að fjörtjóni.
Ég þekki viniðaf persónulegri
reynslu og neita yfirleitt ekki
glasi. Ég reyni að drekka mér
tii gleði. Aður drakk ég mér og
öðrum öl sorgar og armæðu.
Reynslan er besti skólinn i þess
um efnum sem öðrum.
Ég gleðst yfir viðleitni hinna
tveggja fulltrúa sem greiddu at-
kvæði gegn vinveitingaleyf-
unum, sem þvi miður eru nú
orðin að gráum veruleika og
mun slá margan óhug, ekki sist
þá , sem um sárt eiga að
binda sökum áfengisneyslu ást-
vina sinna.
Magnús Jóhannsson,
frá Hafnarnesi.
Danmerkurför
Skagaleikflokksíns
Siðastliðinn vetur barst
Bandalagi islenskra leikfélaga
boð um að senda leikfiokk á há-
tiðahöid i Næstved I Danmörku,
i byr jun júni. óskað var eftir fá-
mennum flokki með islenskt
ieikrit. Athyglin beindist því
fljótt að Skagaleikflokknum,
sem uppfylíti bæði þessi skil-
yrði. Var svo förin ákveðin og
fékk leikflokkurinn styrk frá
bæjarstjórn og Menningarsjóði
ásamt styrk frá NAR (Nordisk
amateur rad).
Dagskráin i Næstved stóð frá
2. til 5. júni og voru dagskrár-
atriði hvorki fleiri né færri en
77. Fóru þau fram viðsvegar um
bæinn en flest þó i Grönnegade
kaserne, en það eru gamlar her-
búðir, sem bærinn hefur nýlega
keypt og ætlar að breyta i
menningarmiðstöð.
í Grönnegade voru saman
komin mörg hundruð manns,
mest ungt fólk, og sofið á dinum
i hermannabröggunum. Voru
þetta áhugaleikflokkar hvaðan-
æfa úr Danmörku, en auk þess
einn flokkur frá hverju hinna
Norðurlandanna. Um þetta leyti
gekk yfir Danmörku 3ja vikna
hitabylgja og var hiti daglega 30
stig.
Leikritið var svo flutt i
iþróttasal Kal by riskólans
sunnudagskvöldið 4. júni fyrir
um það bil 100 áhorfendum.
Gefin var út vönduð leikskrá
með úrdrætti á efni leiksins á
dönsku. Blaöið Festival Glimt
sagði svoumleikinnhinn 5-júni:
„Islenskur leikur i Kalbyri-
skólanum. Á sunnudagskvöld,
15 mi'n. eftir áætlun, var leikið
islenska leikritið „í
upphafi....”, sem skrifaö er af
Sigurði Róbertssyni. Leikritið
var flutt á islensku. Þetta var
ergilegt fyrir okkur, sem ekki
kunnum hana, þvi oft heyrðust
hlátrarfrá þeim, sem ekki voru
i vafa um merkingu orðanna.
Leíkskráin, sem útbýtt var, var
þó mikil hjálp til að skilja þráð-
inn I leiknum og auk þess má
geta þess, að leikararnir sýndu
góöan látbragösleik. ” Blaðið
harmarað áhorfendur voruekki
fleiri, þar sem þarna var um
óvenjugóðan leik að ræða og
leikritið sjálft er ánefamjög at-
hyglisvert”.
(Heim.:Umbrot)
-mhg
í Búðardai eru sex ibúðarhús I smlðum.
Gísli Gunnlaugsson, Búdardal:
Byggingaralda í Dölum
Landpósti hefur borist eftir-
farandi fréttabréf frá Gisla
Gunniaugssyni , Búðardai:
Tiðarfarið i sumar var hlýtt
og milt en þurrkalitið þótt ekki
gætu talist óþurrkar. Gras
spratt seint vegna vorkulda.
Heyfengur er i minna lagi en
hey yfirleitt mjög góð er þakka
má afkastamiklum heyvinnslu-
tækium.
Míklar byggíngar-
framkvæmdir til
sveita.
Byggingarframkvæmdir hafa
verið miklar i héraðinu I sumar
og muna menn varla annað
eins. Ástæðan gæti m.a. verið
sú, að Búnaðarsamband Dala-
manna festi kaupá flekamótum
i vor og er talið að það geri
byggingar mun ódýrari. Að visu
hefur ekki fengist næg reynsla
hér enn af þessari byggingarað-
ferð.
Útihús og hlöður er verið að
byggja á 20 bæjum, samtals 28
bvggingar. Þá eru og 7 ibúðar-
hus I smiðum tii sveita.
Byggingar i Búðardal
og viðar.
1 Búðardal eru sex ibúðarhús i
smiðum, þar af fjögur, sem
byrjað var á i sumar. Heilsu-
gæslustöð, sem verið hefur i
smiðum, er senn fullbúin og
tekur væntanlega til starfa
bráðlega.
Byggt var við veiðihús þeirra
Laxárbænda að Þrándargili og
er það nú orðið hið mesta
augnayndi. Leigutakar Laxár i
Dölum eruvellauðugir eigendur
risafyrirtækja i Bandarikj-
unum.
Kaupfélag Saurbæinga,
Skriðulandi, er byrjað á frysti-
húsbyggingu við sláturhús sitt.
Kaupfélag Hvammsfjarðar,
Búðardal, hefur nú lokið við
byggingu á frystihúsi og var það
tekið i notkun nú I byrjun slátur-
tiðar. Aður var hluti frystihúss-
ins, eða hraðfrystigeymslur
komnar i gagnið. Frystihúsið
rúmar um 50 þús. dilkaskrokka.
Þá hefur Kaupfélag
Hvammsfjarðar hafið byggingu
trésmiðaverkstæðis. Er það um
600 ferm að flatarmáli.
Framkvæmdir hjá
Laxárdalshreppi.
Af framkvæmdum Laxár-
dalshrepps, hér I Búðardal, má
nefna, að byrjað er á að undir-
búa götur undir varanlegt slit-
lag. Fyrirhugað er að lagning
oliumalar hefjist næsta sumar.
Þá er einnig áætlað aö hefja
byggingu tveggja leiguibúða
næsta sumar. Unnið er að lagn-
ingu holræsa, og má segja , að
núhylli undiraðþau mál séuað
komast I viðunandi horf.
Vatnsmálin okkar hafa ekki
veriði'nægilega góðu lagi og þvi
var ráðist i að byggja 600 tonna
vatnsgeymi. Kostnaður var um
14-15 mÚi.kr.
Mikil atvinna.
Atvinna hefur verið veruleg i
sumar vegna mikilla fram-
kvæmda. Þá hefur og verið
nokkur vinnuaukning i Mjólkur-
samlaginu i' Búðardal, þar sem
innvegið mjólkurmagn hefur
aukist. Einnig hafa i sumar
verið fluttir 48 þús. lítrar af
mjólk á viku frá Borgarnesi.
Mjólkin hefur farið til ostagerð-
Laugardaginn 23. sept. efndi
Karlakór Keflavikur til fagn-
aðar i tilefni þess, að þá var
lokið viö að steypa upp félags-
heimili hans við Vesturbraut i
Keflavik.
Athöfnin hófst i félagsheim-
ilinu með þvi, að Bjarni Jónsson
bauð gesti velkomna. Siðan
söng kórinn nokkur lög á sviði
félagsheimilisins, undir stjórn
Siguróla Geirssonar. Þá lýsti
Oli Þór Hjaltason, formaður
byggingarnefndar, byggingunni.
Kom fram i ávarpi Óla Þórs að
alls hafa kórfélagar, eiginkonur
þeirra og aðrir velunnarar kórs-
ins lagt fram 14 þús. vinnu-
stundir og sýnir það best þann
feikilega áhuga og fórnfýsi,
sem felst að baki þessum á-
fanga. Engin króna hefur verið
greidd i vinnulaun, allt sjálf-
boðavinna, og er ætlað að svo
veröi áfram. Nefna má. að einn
daginn kom Hjalti Guðmunds-
son, húsasmíðameistari. með 10
menn, er unnu daglangt við
ar. Ostaframleiðslan hefur
verið um 10 tonn á viku.
Kaupfélag Hvammsfjarðar
mun taka i frystingu i haust kjöt
frá nágrannasláturhúsunum.
Mun það skapa hér aukna at-
vinnu.
Vantar vinnu fyrir
konur.
Þó að atvinna hafi þannig
verið næg fyrir karlmenn þá
vantar konur tilfinnanlega
Framhald á 14. siðu
húsið án nokkurrar greiðslu.
Haukur Þórðarson, formaður
kórsins, flutti ræðu og lýsti að-
draganda byggingarinnar og
sögu hennar i stuttu máli. Var
það fyrst árið 1957 sem málinu
var hreyft en skriður komst
fyrst á það á 20 ára afmæli kórs-
ins, l.des. 1973, en þá afhenti
Keflavikurbær kórnum að gjöf
lóð þá, sem félagsheimilið
stendur á. Svo var það 27.mai
1976 að Bergsteinn Sigurðsson
tók fyrstu skóflustunguna að
húsinu. Síðan hafa fram-
kvæmdir gengið mjög vel og nú
eru kórfélagar farnir að skipu-
leggja viðbyggingu við húsið,
sem gerir það hentugra til
margháttaðs samkomuhalds.
Húsið kostar nú 12 milj. kr. og
af þvi skuldar kórinn 1,3 milj.
Bæjarsjóður Keflavikur, fyrir-
tæki og einstaklingar hafa veitt
kórnum drengilegan stuðning
við þessar framkvæmdir.
(Heim.: Suðurnesjatiðindi)
-mhg
KARLAKOR
KEFLAVÍKUR
reisir félagsheimili