Þjóðviljinn - 15.10.1978, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 15.10.1978, Blaðsíða 11
Sunnudagur 15. október 1978. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 Fjárhagsnefnd Information aö störfum: menn voru sammála um aö spara, en hvernig Endanlegar ákvarbanir um fjármái eru teknar á almennum fundi starfsfólksins. átti að fara aö þvi? Starfsfólkið á fyrirtækið Sjálfstjórn verkafólks Viö höfum oftar en ekki lagt á þaö áherslu í þessum pistlum, hve mikilvægt þaö sé aö sósialistar fylgist sem best meö öllum til- raunum til þeirrar „sjálfstjórnar verkamanna” sem fyrr og siöar hefur verið talin ein helsta for- senda sósialisma sem risi undir nafni. Vafalaust höfum viö van- rækt margt i þeim efnum — samt höfum viö eftir föngum sagt frá úraverksmiöjunni LIP I Frakk- landi, sem verkafólk tók á sitt vald þegar átti aö leggja hana niður, frá mótorhjólaverksmiöju á Englandi, glergerö í Þýskalandi og fleiri fyrirtækjum sem hlið- stæö tiöindi hafa gerst i. Þessidæmiog önnur hafasýnt, að það reynist i verki erfitt aö skapa „eyjar” i hafi kapitaliskra framleiðsluhátta. Stjórnvöld og bankar hafa veriö þessum til- raunum fjandsamleg yfir- leitt eins og vonlegt er: Þess- ir aöilar vilja slika viöleitni feiga, þaö má ekki leyfa freistanidi fordæmum aö festast i sessi. Þeir áhrifamenn innan rikisstjórna eru fáir sem hafa stutt við bakið á sjálf- stjórnarfólki, ein þekktasta undantekningin var Anthony Wedgwood Benn, um skeiö iðnaöarráöherra Verkamanna- flokksins. Dýrmæt reynsla Það er óþarft að fjölyröa um þaö, hve dýrmæt sii reynsla er sem verður til i sigrum og mis- t(8cum sjálfstjórnarmanna. Fróö- legast hefur veriö aö fylgjast meö þróun lýöræöis og kjarajöfnunar i fyrirtækjum i eign starfsfólks — só reynsla er þaö sem ööru fremur gerir tilraunirnar nauösyn: Viö þurfum aö sýna fram á aö þetta sé hægt, aö kapitalistar séu engin lifs- nauösyn. Og þetta er þeim mun mikilvægara vegna þess, aö þaö hefur hingaö til ekki tekist aö sanna meö gildum rökum, aö þaö sé bundiö i einskonar lögmál að verkamenn vilji endilega taka stjóm framleiöslunnar i eigin hendur — hvaö sem liður góðum vilja hugsjónamanna. Vaxandi gagnrýni frá vinstri á rikissósial- isma Austur-Evrópu („póst- hússósialismann”) hlýtur að leiöa til virkari forvitni sósialista um þaö hver ju þeir geti til leiðar komið nú og hér. Þau eignuðust dagblað Vikur nú sögunni til Danmerkur. Þar kemur út dagblaö sem hefur að verulegu leyti veriö vett- vangur fyrir vinst'riumræðu og margir munu telja aö mennta- menn hafi vaöiö uppi á siöum þess. Blaö þetta, Information, hefur veriö i eign starfsfólksins, blaöamanna, prentara afgreiöslufólks, siöan 1970. Starfsfólkið eignaöist blaðiö á auöveldan hátt, aöaleigandinn lét þaö af hendi meö kostakjörum, meö þeim skilyröum, aö þaöyröi I eign starfsfólksins, en hver og einn væri aðeins meöeigandi meöan hann vinnur fyrir blaöiö — menn geta ekki tekiö hlutabréfin meö sér. Starfsfólkið kom sér upp at- vinnulýöræöi af bestu sort: almennir fundir ræöa um fjármál og starfshætti, kjósa starfs- mannaráð, ritstjóra og fram- kvæmdastjóra. Fyrir áhrif vinstrisósialista meöal starfs- fólksins var snemma tekin stefna á aö draga úr launamismun. Starfsfólki var skipt i fimm hópa, og dýrtiöaruppbótum var þannig sldpt, aðþeir semhæst höföu laun fengu dýrtiöaruppbætur lægsta flokksins, en þeir sem lægst laun höföu fengu dýrtiðaruppbætur efsta flokksins. Meö þessu móti hefur t.d. dregiö svo úr mun á launum prentara, blaðamanna og skrifstofufólks, aö hann er sára- litill sé miöaö viö dagvinnu, en áöur höfðu prentarar allmikiö forskot I timalaunum. Almennir blaöamenn fá allir sömu laun og engar uppbætur vegna óreglulegs vinnutima, en prentarar hafa aftur á móti ýmislega yfirvinnu og verða i reynd þó nokkru hærri i launum en aörir stærri starfs- hópar. Ekki vitum viö um laun stjórnenda, nema hvaö fram- Og erfíðleika þess kvæmdastjórinn virðist vera ut- anaðkomandi sérfræöingur, sem semur um sinn hlut eftir þvi sem kaupin gerast á hans markaði. Góðæri Þeir hjá Information draga ekki dul á, aö oft hafi komiö til harðra átaka millihinna einstöku deilda fyrirtækisins um kjara- mál. En þaö sem geröi þaö kleift að jafna ágreininginn var öðru fremur sú staöreynd, að hagur blaösins fór mjög batnandi. Arið 1970 haföi upplag þess veriö um 19.000 eintök, en komst upp i 37.600 i fyrra. Þessi aukning var einsdæmi i dönskum blaöaheimi. Bar þar margt til: menntuöu ungu fólki, sem hefur áhuga á blaöinu fjölgaöi jafnt og þétt, blaöið slapp lika viö verkföll og græddi tildæmismikiö álangvar- andi deilu prentara viö Berlingske Tidende. Aukningin gaf bæði möguleika á aö hækka laun hinna lægst launuðu og fjölga starfsmönnum. Launajafn- rétti var meira en á öörum dönskum fyrirtækjum af sömu stærð. En menn skulu muna, aö 37.000 eintaka upplag i Danmörku jafngildir aöeins 18-1900 eintökum á Islandi. Niðurskurður En i ár komu upp örðugleikar af nýrri tegund. Efnahagskreppan i Danmörku hafði skert tekjur blaösins, m.a. fækkaöi áskrif- endum meöal námsmanna. Fjár- hagsnefnd starfsfólksins komst aö þeirri niðurstöðu i sumar, að það þyrfti að skera útgjöldin niður um 2,5 miljónir króna danskra. Leitað var ýmissaráöa: kaffið var skoriö niöur, ritlaunasjóður til utanblaðs- manna, hugmyndir voruogum að skera niður útgjöld vegna félags- legra rétinda sem starfsfólk á Information hafði i raun umfram marga aöra. Eftir langa fundi og stranga var ákveðið aö hreyfa sem minnst viö félagslegum friöindum, en skera þess i staö kaupiö niður um 5%. (Algengustu timakaup á Information er náiægt 59 krónum dönskum). Sérstaða prentara En þá kom babb I bátinn. Allir samningar við starfsfólkið voru innanhússsamningar — nema samningarnir við prentara, sem eru skyldugir til að vera i prent- ar asa m tökun um dönsku. Prentarasamtökin lögöu blátt bann viö þvi aö prentararnir féllust á kauplækkun i þessu sam- eignarfyrirtæki, og sjálfir voru þeir klofnir i málinu. Lýstu prentarar þvi yfir aö kauplækkun mundi hafa slæm áhrif út i frá. Starfsmannaráö Information féllstá þessar röksemdir, en taldi samt, að prentdeildinyrði aö taka ásig nokkurn hluta niðurskuröar- ins. Var samþykkt að leggja niöur viss störf I prentverki og tækni- deild, og einnig aö taka af prent- urum svonefnda eftirlaunapró- sentu af innstæöu, sem þeir höföu fengiö aöeins vegna þess aö þeir eru meðeigendur að Information. Hvorki prentarafélagiö danska né heldur prentarar blaösins hafa fallist á þessa lausn nema að nokkru leyti. Prentarasamtökin óttast sem fyrr aö fordæmið „smitiút frá sér” og sumir prent- ara við blaðið eru á sama máli. Aðrir telja það skipta mestu að varöveita einingu i þessu sjálfs- stjórnar- og sameignarfyrirtæki og segja að sú lýðræöislega til- raun, sem gerö er á Information feli i sér verömæti og fordæmi og reynslu sem geti komið öllum verklýössamtökum til gagns. Veigamiklar spurningar Um þessi mál er fjallað af mikilli stillingu i langri skýrslu i Information, sem viö sækjum efni til. En þaö er mikiö i húfi: við höfum dæmi um fyrirtæki þar sem starfsfólkiö hefur allan eignar- og ákvörðunarrétt, það hefur gengið vel á vaxtarárum, en vdiur upp vanda i erfiðu ári. Þess vandi snýr ekki sist að hefö- bundinni faglegri hreyfingu: hve mikinn sveigjanleika vill hún sýna, hvort metur hún meira bók- staf ákvæða um kauptryggingu eða frumkvæði um sjálfstjórn verkafólks? ArniBergmann SUNNUDAGSPISTILL

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.