Þjóðviljinn - 10.11.1978, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 10. nóvember 1978
vor
r
Umsjón: Magnús H. Gíslason
Skipting saud-
fjár milli heima-
landa og afrétta
Allháværar raddir hafa verið
uppi um það á undanförnum
árum að við gengjum of nærri
gróðri landsins með ofbeit á
afréttum. Þyrfti þvi að tak-
marka mjög tölu sauðfjár og
hrossa, sem beitt væri á afrétti.
Aðrir gera minna úr þessari
ofbeitarhættu, þótt þeir viður-
kenni, að hún sé fyrir hendi á
vissum svæðum.
En hver er þá tala þess
búpenings, — sauðfjár og
hrossa, — sem gengur á
afréttum yfir sumarið, og þá
raunar aðeins að mestu lungann
Ur sumrinu, — og hversu mikill
hluti búfjár landsmanna gengur
i heimahögum? Um þetta segir
Ólafur R. Dýrmundsson, land-
nýtingarráðunautur Búnaðar-
félags Islands svo i siðasta tb.
bUnaðarblaðsins Freys:
,,t áliti Landnýtingar- og
landgræðslunefndar, sem birtist
árið 1974 i ritinu Landgræðslu-
áætlun 1974-1978, er þess getið,
að nefndin hafi m.a. leitað
upplýsinga um, hve stór hluti
bUfjár landsmanna gangi i
heimalöndum annarsvegar og á
afréttum hinsvegar. Þótt
nefndinni hafi borist mjög gagn-
leg svör við þessari spurningu
viða af landinu, skorti verulega
á, að heildaryfirlit fengist.
Skömmu eftir að ég hóf störf
sem laridnýtingarráðunautur
BUnaðarfélags Islands sl.
sumar, lagði ég drög aö slikri
könnun i öllum sveitarfélögum
landsins. Könnuninni er nU lokið
og eru hér dregnar saman
helstu niðurstöður hennar.”
Um þær upplýsingar, sem
könnunin leiddi i ljós, segir
Ólafur m.a.:
„Ofangreindar upplýsingar
gefa til kynna að beitartimi i
afréttum se nU i flestum til-
vikum 60-90 dagar, algengast
70-80 dagar, en fjöldi beitar-
fénaðar á þvi timabili getur
verið nokkuð breytilegur (flest
um mitt sumar). A nokkrum
afréttum er beitartiminn þó
lengri, einkum þar, sem ekki
eru glögg skil á milli heima-
landa og afrétta. 1 heild hefur
beitartiminn á afrétti veriö að
styttast..1 heild benda niður-
stöðurnar til þess að a.m.k.
helmingur alls sauðfjár i
landinu gangi i heimalöndum
sumarlangt en innan við
helmingur gangi i afréttum og
öðrum sameiginlegum beiti-
löndum.”
Hér fer þá á eftir skýrsla um
skiptingu sauðfjár milli heima-
landa og afrétta 1977-1978,
samkvæmt könnun land-
nýtingarráðunautsins:
Sýslur, kaupst.
meðtaldir.
Aætl. hundr. hl.
í heimalöndum.
72
66
36
86
79
Gullbringusýsla...................... 80
Kjósarsýsla.......................
Borgarfjarðarsýsla ...............
Mýrarsýsla .......................
Snæf. og Hnappad. sýsla ..........
Dalasýsla.........................
A-Barðastrandarsýsla .................. 92
V-Barðastrandarsýsla 100
V-Ísafjarðarsýsla .................. 100
N-lsafjarðarsýsla..................... 97
Strandasýsla......................... 93
V-Húnavatnssýsla ..................... 61
A-Húnavatnssýsla ................... 36
Skagafjarðarsýsla .................... 46
Eyjafjarðarsýsla ..................... 50
S-Þingeyjarsýsla..................... 54
N-Þingeyjarsýsla ..................... 24
N-Múlasýsla .......................... 43
S-Múlasýsla .......................... 77
A-Skaftafellssýsla................... 93
V-Skaftafellssýsla................... 67
Rangárvallasýsla..................... 76
Arnessvsla........................... 61
Aætl. hundr. hl.
i afr. og
öðrum sam-
eiginl. beiti-
Iöndum.
70
28
34
64
14
21
8
0
0
3
7
39
64
54
50
46
76
57
23
7
33
24
39
Vegið meöalt. 61.6
38.4
t afréttum 35.3
Hvftárbrúin fímmtug
Fyrir fimmtiu árum, þann
fyrsta nóvember, var Hvltár-
brúin gamla opnuð fyrir um-
ferð, en öldin okkar hermir aö
hún hafi ekki verið vlgö fyrr en
10. nóvember og þá af Tryggva
Þórhallssyni forsætisráðherra.
Brúin þótti hin veglegasta.
Hún er sem kunnugt er tveir
•jteinbogar og er hvor um sig 51
metri á lengd, en brúargólfið
allt reyndist 118 metrar á lengd.
Breidd þess er þrír metrar.
Stöpullinn undir henni miðri
þótti hið mesta mannvirki. Þrir
mánuðir fóru i að glima við
hann, reka járn sjö metra niður
i botninn og steypa hann upp, en
alls fóru ellefu þúsund tengings-
metrar I brúna.
Smiöi brúarinnar var lokiö á
einu sumri. Um fjörutiu manns
unnu við gerö brúarinnar og
höfðu lokið allri steypuvinnu 18.
október. Telst mönnum svo til
að 6650 dagsverk hafi farið i
brúna og kostnaður við hana
hafi orðið um 165 þúsund
krónur. Sumarið áður hafði
verið lokið við vegalagningu að
brúarsporðum.
Ekki létu menn sig muna um
að smiða tvær brýr aðrar þar i
grennd þetta sumar. önnur var
yfir Snædalsá i Norðurárdal, 25
metra brú og kostaði 12 þúsund
krónur, hin var 10 metra brú
yfir Litluá i Norðurárdal einnig
og kostaði 5500 krónur....
Merkur stjórnmálamaður lét
svo um mælt nokkrum árum
áður, að viöunandi væri, ef bil-
fært væri oröið milli Akureyrar
og Reykjavikur árið 1940. Þau
undur gerðust þó rúmun 10
árum fyrr. Hvitárbrúin var einn
af meiri háttar sigrunum I
þeirri framfarasókn.
Hinn 3. júli 1928 var bifreið
ekið I fyrsta sinn á milli Borgar-
ness og Akureyrar. Var það
Þorkell Teitsson, stöðvarstjóri I
Borgarnesi, sem það afrek
vann. Þorkell var 7 klst. frá
Borgarnesi að Blönduósi. Þá
voru reyndar erfiöustu hjall-
arnir framundan: Vatnsskarðið
og öxnadalsheiðin. Fékk Þor-
kell tvo menn til að hjálpa sér
upp á Vatnsskaröiö og aðrir
tveir aðstoðuðu hann upp á
öxnadalsheiöina. Eftir 12 tima
orrustu kvaddi Þorkell dyra á
Bakkaseli I öxnadal.Fyrsti bill-
inn hafði farið yfir heiðina.
Siðan ók Þorkell á þremur
timun frá Bakkaseli til Akur-
eyrar. áb/mhg
Brúin á Hvitá I Borgarfirði hjá Ferjukoti var smiöuö sumariö 1928 og vlgð 10. nóvember af Tryggva
Þórhallssyni, þáverandi forsætisráðherra. Hún kostaði 165 þús. kr. Merkur stjórnmálamaður lét svo
um mælt nokkrum árum áður að viöunandi væri ef bllfært væri orðið inilli Reykjavlkur og Akureyrar
árið 1940. Þau undur gerðust þó rúmum 10 árum fyrr. Hvltárbrúin var einn sigurinn I þeirra framfara-
sókn.
Frá Fjóröungsþingi Norðlendinga:
Fiskfriöunaradgerðir
og rækjurannsóknir
Á Fjórðungsþingi Norð-
lendinga voru sam-
þykktar eftirfarandi til-
lögur frá Sjávarútvegs-
nefnd:
1. F jórðungsþingið
leggur áherslu á að
sjávarútvegur er undir-
Ný saumastofa í Varmahlíð
Nokkur undanfarin ár hefur
Erlendur Hansen á Sauðárkróki
rekiö saumastofu þar á staðn-
um. Hefur sú starfsemi lengst af
gengið með ágætum og Erlend-
ur raunar smátt og smátt færst
meira f fang.
Um siöastliðin áramót setti
hann t.d. á fót prjónastofu á
Sauðárkróki, I tengslum við
saumastofuna. Og nú, einhvern
næstu daga, mun saumastofa
taka til starfa á hans vegum 1
Varmahlfð. Landpóstur náöi tali
af Erlendi og innti hann nánar
eftir þessari starfsemi:
— Jú, þar er rétt, sagöi Er-
lendur Hansen, — að ég er aö
fikra mig af stað meö sauma-
stofu 1 Varmahllð. Ég hef fengið
þar húsnæöi hjá Eggert Ölafs-
syni byggingameistara og er nú
verið að ganga frá rafmagninu
en þegar þvi er lokið er ekkert
til fyrirstöðu að byrja. Vélarnar
eru fyrir nokkru komnar og
starfsfólk fyrir hendi.
— Þetta verður nú ekki stórt i
sniöum ti) að byrja meö, sagði
Erlendur. Ég mun byrja með
þrjár stúlkur og ein þeirra, Sig-
riður Márusdóttir i Hjaltastaða-
hvammi, hefur verið hér útfrá
hjá okkur aö undanförnu til að
setja sig inn I starfið. Ég trúi þvi
ekki aö erfitt veröi að fá stúlkur
i vinnu þarna, ef „stofan” á
fyrir sér aö vaxa og fjölga þyrfti
starfsfólki.
Eins og fyrr segir rekur Er-
lendur bæöi sauma- og prjóna-
stofu á Sauðárkróki. Þar starfa
hjá honum um 35 manns, þar af
vinna 5 stúlkur i prjónastofunni.
Húsnæði sker þeirri starfsemi of
þröngan stakk og hefur Erlend-
ur fullan hug á að bæta úr þvi.
Erlendur Hansen sagði að
engin tregða heföi veriö á sölu
framleiðsluvöru sinnar og
stundum hefði hann ekki haft
nálægt þvi undan að anna eftir-
spurninni. Hefði hann þvl orðið
að gripa til þess að fá saumaö
hjá stofum utanhéraös, t.d.
austur á Húsavik.
— Ég hefi enga ástæðu til að
vera svartsýnn á þennan rekst-
ur, enda hefur reynslan ekki
gefið tilefni til þess, sagöi Er-
lendur. — Og ég hef fullan hug á
aö auka þessa starfsemi i
Varmahlfð enda þurfa þessar
saumastofur að vera af ákveð-
inni lágmarksstærð til þess aö
reksturinn sé hagkvæmur.
— mhg.
staða flestra byggðar-
laga í fjórðungnum og
lýsir fylgi sínu við
nauðsynlegar ráðstafanir
til verndunar þorsk-
stofninum við landið, sem
gerðar eru í samræmi við
niðurstöður fiski-
fræðinga. Jafnframt
leggur þingið áherslu á
eftirfarandi:
a) Verði um aflatakmarkanir
að ræða verði afla skipt milli
skipa.
b) Fljótvirkari aðferðum
verði beitt til lokunar og
opnunar veiðisvæða.
c) Gætt verði i senn
sjónarmiða heimaaöila, fiski-
fræðinga og stjórnvalda um
aflatakmarkanir svo sem
kostur er.
d) Hraðað verði setningu
heildarlöggjafar um nýtingu
fiskveiðilandhelginnar.
e) Unnið verði að
samræmingu á afkastagetu
fiskiskipa annarsvegar og
vinnslustöðva hinsvegar.
f) Fylgst verði með nýtingu
fiskvinnslustöðva.
f
2. Fjóröungsþingið vekur
athygli á hinni miklu aukningu
djúprækjuveiða fyrir Norður-
Jón tsberg, sýslumaður á
Blönduósi, stjórnaði veisluhald-
inu á Fjórðungsþingi Norölend-
inga með miklum skörungs-
skap.
Mynd: -eik
landi. Hvetur þingið til stórauk-
inna rannsókna á veiðisvæðum
og stofni, samfara leit að
mýjum miðum, og að gætt verði
ýtrustu varfærni, þannig að sem
hagkvæmust nýting verði af
þessum ört vaxandi veiöum.
Einnig verði rannsakað hvaða
áhrif djúprækjuveiðar kunna að
hafa á veiðar innfjarðar.
—mhg