Þjóðviljinn - 01.12.1978, Qupperneq 7
Föstudagur 1. desember 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
Tiltekid eignarréttarskipulag getur aldrei verið
markmið i sjálfu sér heldur aðeins tæki til
framkvæmdar ákveðnum hugmyndum
um réttlátt þjóðfélag
Olafur Björnsson
prófessor
Hvað er sósíalismi?
Nokkrar athugasemdir I til-
efni af grein Arna Bergmanns I
Þjóðviljanum 19. nóv. sl.
t sunnudagsblaði Þjóðviljans
þ. 19. nóv. birtist grein eftir
Arna Bergmann ritstjóra undir
fyrirsögninni: frelsið, kapital-
isminn, sósialisminn, en þar eru
gagnrýndar ýmsar þær kenn-
ingar, sem fram er haldið i bók
minni Frjálshyggja og alræðis-
hyggja.
Þó að ég hafi hingað til ekki
tekið þátt iþeim umræöum, sem
um bókina hafa oröiö og telji
slikt varla viðeigandi, þá get ég
ekki annaðennotað mér þá vin-
semd, er Arni hefir sýnt mér
með þvi að ljá þessu greinar-
komi rilm i' blaði sinu, þvi aö
ella hygg ég, aö þeir mörgu les-
endur Þjóöviljans, sem lesið
hafa grein Arna, en ekki bók
mina, myndu draga þá ályktun,
að heldur ófræðimannlega væri
á ýmsu tekiö i bókinni.
Nú fæ ég ekki dregiö aöra
ályktun af grein Arna en þá, að
afstaða okkar til frjálshyggju og
alræðishyggju sé svipuð. Það
sem á milli ber er ólikur skiln-
ingur okkar á þvi hvað felist i
orðinu sósialismi. Eg skilgreini
sósialisma sem þjóðnýtingar-
stefnu, en meö þjóðnýtingu á ég
einkum við þá framkvæmd
hennar sem ruddi sér til rúms
eftir valdatöku Stalins i Sovét-
rikjunum og var svo eftir siðari
heimsstyrjöld tekin upp i öömm
sósfaliskum rikjum á áhrifa-
svæði Sovétrikjanna. Júgó-
slavia myndi hinsvegar eidii
geta talist sósialiskt riki I
þessari merkingu orðisns.
Arni sættir sig ekki við það að
sett sé þannig þvi næst
iafiiaðarmerki milli sósialisma
og Stalinisma. Er hann þar
vissulega i sinum fulla rétti, þvi
að það er nú einu sinni ekki til
neinn páfi, sem bær sé um að
skera úr þvi hver sé hin réttaog
sanna merking oröa. Sú skil-
greining sem ég nota á
merkingu oröanna kapltalismi
og sósialismi er mér og siöur en
svo nein heilög kýr. Ég tek lika
fram i þeim stutta kafla, er um
þetta fjallar, að þetta sé sú
venjulega skilgeining, ekki
endilegasúrétta eðasjálfsagða.
lrauninni — ogþaðhetöi mátt
koma skýrar fram I bók minni
— erukapitalismi og sósfalismi
vegna tviræðrar merkingar orð-
anna oröin vandræðaorö, sem
sennilega væri best að vera not-
uð sem minnst i málefnalegum
umræðum um efnahagsmál og
þjóömál. Meðan þeir, sem köll-
uðu sig vinstri sósialista, töldu
Sovétrikin fyrirmyndar þjóð-
félag, var þó allviðtækt sam-
komulag um þá skilgreiningu á
sósialisma, sem ég hefi notað.
En eftir það að Stalin og öllu
hans athæfi var afneitaö, þannig
að merking orösins sósialismi
verður mun óákveðnari en áður.
Ef nota á bókstaflega þýðingu
orðsins sósialismi, verður
sennilega ekki komist nær
henni en meö orðinu félags-
hyggja. 1 fróðlegri grein, sem
birtist I Timanum i haust eftir
Helga Skúla Kjartansson,
upplýsir hann að dr. Jón Dúason
hafi fyrir u.þ.b. 60 árum þýtt
sósiaiisma með orðinu félags-
hyggja. Var mér þetta ókunn-
ugt áöur en ég las grein Helga.
En félagshyggja er æði óákveð-
iö hugtak, þótt ekki skuli það
nánar rætt hér.
Ýmsar fleiri merkingar hafa
verið lagðar I orði sósialismi.
Éghefi það t.d. á tilfinningunni,
að margir þeirra, sem kalia sig
sósialista, eigi með þvl blátt
áfram viö þjóðfélag, þar sem
réttlæti rikir I samskiptum
manna, hvað sem i sliku kann
að felast að öðru leyti.
Merking orðisns kapitalismi
er raunar einnig mjög tviræð.
Það er t.d. mikill munur á hug-
myndum þeirra Karls Marx og
Galbraiths annarsvegar og
Adams Smith hinsvegar um eöli
kapitalismans. Hinir fyrrnefndu
hafa þar i huga nær skefjalaust
vald auðhringa, hinn siðar-
nefndi frjálsa samkeppni, þar
sem hinn einstaki kapitalisti er
raunar valdalaus en veröur aö
þjóna markaðsþörfum neyt-
andans, sem hann getur ekki
haft nein áhrif á.
Ef kapítalismi og sóslalismi
eru skoðaðir sem stjórnmála-
stefnur, má segja að sú skil-
greining, að skilgreina slikar
stefnur sem mismunandi
eignarréttarskipuiag, hafi þann
galla, aö stefnurnar séu þá skil-
greindar sem leiðir að tak-
marki, ekki sem markmiö.
Tiltekið eignarréttarskipulag,
hvort heldur er sameignar-eða
séreignarskipulag, getur
aldrei frá sjónarmiöi skyn-
samra manna verið markmið I
sjálfu sér, heldur aðeins tæki til
framkvæmdar ákveðnum hug-
myndum um réttlátt og gott
þjóðfélag. Eignarréttarskipu-
lagið á að vera þjónn en ekki
herra. Hitt ersvo annað mál, aö
ef samkomulag er um það — og
það gerir Arni sér ljóst — aö
valddreifingsé skilyrði þess, aö
lýðræði og mannréttindi séu
annað en nafniö tómt, þá hlýtur
eignarréttarskipulagið að koma
inn í myndina. Karl Marx taldi
aö þjóikiýting væri spor i þá átt
að dreifa hinu efnahagslega
valdi. Reynslan I Sovétrlkj-
unum og þeim lixidum er við
svipað hagkerfi búa hefur orðið
hin gagnstæöa.
I bókminni er það viðurkennt
að það sé fræðilegur möguleiki
að samrýma viðtæka þjóö-
nýtingu og dreifingu hins efna-
hagslega valds og ákvöröunar-
töku. En enn sem komið er, þá
er þetta aðeins fræðikenning,
sem hvergi hefir tekist að fram-
kvæma i reynd. Er hugsanlegt
að slikt veröi nokkurntima?
Þetta er mikilvæg spurning,
sem nauösynlegt er fyrir alla
þá, er telja sig aðhyllast
„mannlegan” sósialisma, þar
sem lýðræði og mannréttindi
eru virt, aö leita svars við.
Aö lokum vil ég til þess að
fyrirbyggja misskilning láta
þaö koma fram, að tilvitnanir
þær I meir a en 30 ára gömul um-
mæli þáverandi forystumanna
Verkamannaflokksins breska,
sem Árni getur um I grein sinni,
hefi ég aldrei túlkað ööruvlsi en
sem persónulegar skoðanir
þeirra, ekki sem stefnu breska
Verkamannaflokksins þá né
siðar. Þaö fellur utan þess
stakks, sem bókinni er sniöinn,
að kryfja til mergjar hug-
myndafræöi einstakra stjórn-
málahreyfinga, innlendra sem
erlendra.
Ólafur Björnsson
Karlakórinn þresti r
I Hafnarfirói
Stfóntandi:
4rni Sigtryggsson
Karlakórinn Þrestir
Gjöf til Viðeyjarkirkju
Fyrir nokkru afhenti örlygur
Hálfdanarson bókaútgefandi
Þjóðminjasafni tslands spari-
sjóðsbók með einnar miljónar
króna innistæðu, sem er áheit til
Viðeyjarkirkju, en Þjóðminja-
safn er eigandi hennar. Óskaði
örlygur þess, að fjárhæðinni yrði
varið til viðgerðar kirkjunnar eða
standsetningar hennar á annan
hátt.
Viðeyjarkirkja var fullbyggð
árið 1774 og haföi þá veriö all-
mörg ár í smiðum. Hún er meðal
fyrstu steinhúsa á íslandi, reist
að tilhlutan Skúla landfógeta
Magnússonar, heimiliskirkja,
vönduö að allri gerð. Kirkjunni
hefur tiltölulega lltið verið breytt
frá öndverðu og hún var langt I
frá svo illa farin sem Viðeyjar-
stofa, en þó þarfnast hún allmik-
illa viðgerða á komandi árum til
að geta talist i viöunandi lagi.
Aformaö er að leggja þaksldfu á
kirkjuna, ens og búið er aö leggja
á stofuna, og gera ýmsar aörar
endurbætur, jafnframt þvi sem
kirkjugarðurinn þarfnast mikilla
lagfæringa.
Viögerö Viðeyjarstofu miöar
hægt en örugglega áfram. Er nú
Viðeyjarkirkja
búið að gera við útveggi hússins
ogþak, endurnýja glugga og fariö
að leggja gólfin að nýju. Ekki er
unnt að segja, hvenær viögerð
húsanna og snyrtingu staðarins
lýkur, en að þvi loknu mun Við-
eyjarstofa og Viðeyjarkirkja
sóma sér glæsilega eins og I upp-
hafi og setja svip sinn á Sundin,
en Viöey má hiklaust telja eina af
perlum iandsins og öllum mikils
virði,einkum þó Reykvikingum,
að vita þessa ósnortnu vin, rétt
við bæjardyr sinar.
gefur út hljómplötu
1 tilefni af 65 ára afmæli karla-
kórsins ÞRESTIR i Hafnarfirði,
er komin út á vegum kórsins
hljómplata meö söng hans, undir
stjórn Eiriks Arna Sigtryggs-
sonar. A plötunni eru tíu lög.
Einsöng með kórnum syngja
þau Inga Maria Eyjólfsdóttir og
Haukur Þórðarson. Undirleikari
er Agnes Löve. Hljóöritun fór
fram I Hljóörita I heimabæ karla-
kórsins.
Karlakórinn ÞRESTIR er elsti
karlakór landsins, stofnaður 1912.
Stofnandi og stjórnandi fyrstu tólf
árin var hinn merki tónlistar-
maður I Hafnarfirði, Friðrik
Bjarnason. Siðan hafa margir
landsþekktir stjórnendur verið
meðkórinn. Má þar nefna Sigurð
Þórðarson, Jón ísleifsson, sr.
Garðar Þorsteinsson, Pál Kr.
Pálsson og Herbert H. Ágústsson.
Núverandi formaöur kórsins er
Halldór Einarsson.
Kórinn fór fyrst til útlanda
sumarið 1973, þá til Færeyja. Var
söng hans þar forkunnar vel tekið
hvar sem hann kom.
Dreifingu hljómplötu kórsins
annast hljómplötu verslunin
SKIFAN, Laugavegi 33 og
Strandgötu 37 I Hafnarfirði.
ISLENSKAR GATUR, SKEMMT-
ANIR, VIKIVAKAR OG ÞULUR
\ær oprjotanai heimildir um tomstunaagaman
og skemmtun íslendinga á liðnum öldum.
Fjögur Ijósprentuð bindi frá .
siðustu aldainótum i samantekt | Pöntunarseöill
’óns Arnasonar og Ólafs m Ég óska inngöngu f Hið
Daviössonar. Alls um 1400 blað- | islenska bókmenntafélag.
slður. Bók sem engir uppal- £ Sendið mér ..t s lens ka r^[
endur mega án vera, s.s. I átul „kemmtanir.
foreldrar, kennarar, fóstur o.fl. • vikivaka l>g þulur
Verð i bandi til félagsmanna
l2.000.-kr. + sölusk. £ postkröfu^^^
\erð i bandi til utanfélags-
manna 15.000,- kr. + sölusk. '_
tiið íslenska bókmenntafélag