Þjóðviljinn - 01.12.1978, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 01.12.1978, Qupperneq 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 1. desember 1978 Föstudagur 1. desember 1978 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 11 Þegar ísland varð fullvalda í dag eru liðin 60 ár frá því að ísland varð sjálf- stæff og fullvalda ríki. Þegar íslenski ríkisfán- inn var í fyrsta sinn dreg- inn að hún á stjórnarráðs- húsinu við Lækjartorg í há- deginu 1. desember 1918 voru aðeins 19 dagar liðnir frá lokum einhvers mesta hildarleiks í sögu mann- kynsins, heimsstyrjöldinni fyrri. öll Evrópa var flak- andi sár. Þó að stríðið bærist ekki beinlínis til fslands urðum við þó að gjalda þess á margvislegan hátt. AAikill vöruskortur varð ríkjandi hér, einkum þegar leið á stríðið, og tekin upp skömmtun á ýmsum nauð- synjavörum. Verðlag hækkaði upp úr öllu valdi en verkalýðshreyfingin varekkiorðin þaðöflug að hún gæti fylgt eftir með hækkað kaupgjald, nema í litlum mæli. Ýmsir kaup- sýslu- og útgerðarmenn græddu hins vegar á tá og fingri og vafasamt að nokkurn tíma á þessari öld hafi bilið milli ríkra og fátækra verið breiðara. Veturinn 1917 — 1918 er mestur fimbulvetur á öld- inni og kom hann í kjölfar þeirra báginda sem af stríðinu leiddi. Miklir fólksflutningar áttu sér stað til Reykjavíkur og annarra kaupstaða á þess- um árum, svo að fólk bjó þröngt. Algengt var að fjölmennar fjölskyldur hírðust í einu herbergi með aðgangi að eldhúsi. Sumarið 1918 varð kalt. Það var því engin furða þótt viðnám íslendinga við inflúnesu þeirri sem barst til landsins haustið 1918 væri lítið. Hún var kölluð spænska veikin og varð drepsótt. Aðeins í Reykja- vík dóu á þriðja hundrað manns úr veikinni. í skugga þessara at- burða varð Island full- valda ríki l.desember 1918, og þegar blöðum er flett frá úthallandi ári 1918 bera þau öll þess merki. —GFr Samninganefndtslendinga og Dana ásamt riturum hennar f júll 1918. Fv. Magnús Jónsson ritari, Bjarni frá Vogi alþingismaöur (1863—1926), Cristopher Hage viðskiptaráöherra (1848—1930), Fr. H.J. Borg- bjerg þingmaður (1866—1936), Jóhannes Jóhannesson forseti sameinaðs alþingis (1866—1950), J.C. Christensen fyrrv. forsætisráðherra (1856—1930), Einar Arnórsson prófessor (1880—1955), Eric Arup sagnfræðiprófessor (1876—1951), Gfsli tsleifsson ritari, Þorsteinn M. Jónsson kaupféiagsstjóri (1885—1976), Þorsteinn Þorsteinsson ritari og Funder ritari. Það væri ofbeldi Ég skal aðeins bæta þvi við að aldrei gæti það orðið smáþjóð til hagsmuna að reyna að kúga aöra enn minni. Vér verðum ákveðið aö halda fram rétti sérhverrar þjóðar til þess að lifa sjálfstæðu og óháöu lifi. Og þegar nú Islendingar állta að þeir, bæði fyrir sök fjölgunar þjóðarinnar, fjárhagsástæðna, stjórnmála- og menningarþroska, séu þess megnugir að lifa sem þjóð út af fyrir sig, þá er það aðeins þeirra, en ekki vort aö dæma um hvort þeir hafi rétt fyrir sér eöa ekki. Þaö væri ofbeldi ef aö vér i skjóli hins sögulega sambands Islands og Danmerkur, sem lengi hefir veriö óljóst, ætluðum aö neyða upp á Islendinga rikisréttarlegu forræöi sem þeir álita sig ekki þurfa meö. (Cr ræðu Zahles forsætis- ráðherra Dana I Fólksþing- inu 22. nóv. — Lögrétta 27. nóvember 1918). Katla hætt að gjósa Katla er nú hætt að gjósa. Má telja aö hún hafi hætt hinn fjórða dag þessa mánaðar. Missagnir nokkrar hafa sagt hana gjósa sið- an, en svo mun eigi hafa veriö. Er það gleöilegt, aö hún skuli hætt að vera aö búa oss böl — nóg haföi hún að gert, og nóg hrjáir oss þótt hún hætti. (Fréttir 26. nóvember). Jarðarfarir svo tugum skiptir daglega Jarðarfarir fara fram daglega, svo tugum skiptir. Stundum verð- ur ein likfylgdin aö biða svo og svo lengi fyrir utan kirkjuna, meðan verið er aö ljúka þeirri næstu á undan. (tsafoid, 30. nóv.). Vellingur borinn út um bæinn Matgjafirnar. tJr eldhúsi Thor Jensen fengu 966 manns mat i gær. 294 fengu þar fisk og kartöfl- ur (flest börn) en vellingur var borinn út um bæinn til 672. Eru um 16 manns við eldamennskuna og framleiðsluna. Framreiöslu- Fullveldi tslands fagnað 1. des.1918. Eftirtaldir menn þekkjast á myndinni: Gfsli J. Johnsen, Jón Gunnarsson, Kristján Jónsson, Ólafur Björnsson, Eric Cable, Lorck skipherra, Asgeir Sigurðsson, Sigurður Jónsson ráðherra, Kristbjörg Marteinsdóttir, Sigurður Eggerz ráðherra, Jón Jakobsson, Þorsteinn Gislason, Jóhannes Jóhannesson forseti sam. alþingis, Aiexander Jóhannesson, Asta Hermannsson, Jón Hermannsson, Kiemens Jónsson, Paul Smith, Jón Helgason og Gfsli J. ólafsson fólkið er allt sjálfboðaiið, náms- stúlkur o.fl., en stúlkurnar verða nú sumar aö hætta og vantar þá aðrar i þeirra stað. (Visir, 27. nóvember 1918). Sala landsins Sala. Vér höfum heyrt þess getið að enn muni vera hálfur annar foss óseldur á Hornströnd- um og mór á lækjarbakka norður á Tjörnesi. Væri eigi rétt aö ljúka sölunni fyrir fullveldishátiöina? (Fréttir 30. nóvember) Kuldinn sækir i fingur- gómana Ég sem rita þessar linur byrja fimmtugasta áriö i dag. Kuldinn sækir I fingurgómana og fer um mig allan i þokkabót. Er ég að verða gamall? Eöa á tiöarfarið sök á þessu? Vera má að kuldann leggi úr tveimur áttum og er þaö liklegast. Engum blööum er um það að fletta aö kuldaandremi leggur af vitum náttúrunnar. — Fyrstu nóttina sem ég var heima s.l. vor (28. júni ef ég man rétt) var svo hart frost hér I sýslu, aö polla lagöi. Og þá kól flæöiengja- gras það sem nýkomið var upp úr stifluvatni -eða nýfjaraö var af stifluvatn. Þau strá eru viðkvæm sem keppa upp i andrúmsloftiö úr af djúpu vatni. Og þessi grös báru visinn brodd til haustdægra. Þó voru þessi engi góð hjá hálfdeigj- um og harðvelli. (Guðmundur Friöjónsson I Timanum 30. nóvember 1918). Sóleyjar springa út öndvegistið er um land allt og hefir verið siöustu dagana, eins og indælis vortiö. Frá Hnausum i Húnavatnssýslu var sagt frá þvi nýlega i simtali, að þar væru sól- eyjar aðspringa út þessa dagana. Væri mikil bót aö þvi ef slik tiö héldist meðan inflúensan er að ljúka sér af. (Visir, 27. nóvember 1918) „Ég vil elska mitt land” Þegar mest var neyðin um dag- inn — þegar bifreiöar þutu um göturnar allan sólarhringinn með lækna Isjúkravitjun, ogmenn dóu svo tugum skipti — þá bar svo við eina nóttina, að sjúklingar I hús- um á Laugaveginum heyrðu há- vaða mikinn. Voru þar islenskir borgarar á ferð og sungu við raust: „Ég vil elska mitt land” (Fréttir 25. nóvember). Brauð gegn seðlum Tiikynning frá Alþýðubrauð- Rikisfáni tslands hylltur i fyrsta sinn á hádegi 1. desember 1918. Fyrir framan stjórnarráðshúsið hafa sjóðliðar af Islands Faik raðað sér upp með byssur og stingi. 1 horninu uppi til vinstri sér yfir höfnina og ber þar mest á Islands Falk en til hægri eru fslenskir fyrirmenn og yfirmenn danska herskipsins á stjórnarráðströppunum. Ljósm.: Magnús ólafsson. Rikisskjaldarmerki Isiands 1918—1944 geröinni. Nú fást brauö aftur I öllum útsölustöðum Alþýðu- brauðgerðarinnar. Þeir, sem fengiö hafa brauð seðlalaust núna I veikindunum hjá aöalbúöinni á Laugaveg 61, eru vinsamlegast beðnir að skila seðlunum þangað við fyrstu hentugleika. Jafnframt eru hátt- virtir viðskiptavinir beönir aö athuga að framvegis veröa brauö aðeins seld gegn seðlum, sbr. auglýsingu frá Landsversluninni hér I blaðinu. Kaupið brauðvörur frá Alþýðu- brauðgerðinni. Búnar til úr besta fáanlega efni. ódýrari en annars staðar. (Augiýsing IDagsbrún 27. nóvember 1918). Trésmiðafélag Reykja- vikur hefir ákveðiö... Trésmiðafélag Reykjavikur hefir með samkomulagi viö vinnuveitendur ákveöiö að lág- mark á timakaupi meðlima félagsins skuli vera frá 26. þ.m. þannig: Fyrir fasta innivinnu á vinnustofum kr. 1.00 fyrir kiukku- stund. Fyrir skipasmiði, húsa- smiði og aðra útivinnu kr. 1.10 fyrir klukkustund. Reykjavlk, 26. nóv. 1918. Félagsstjórnin. (Visir, 27. nóvember 1918). Myrkrið á götunum Myrkrið á götunum er hið herfilegasta. Má svo heita, aö menn geti eigi þverfóta farið eftir aö dimma tekur án þess að reka sig á menn eöa ljósakerastaura. Minna hinir siðarnefndu fólk á þaö, að þeir séu þá til, þó að engin séu ljósin. — Lögreglunni, sem ætti að minsta kosti aö vera helm- ingi fjölmennari en hún er, mun eigi vera neinn hægöarauki að þessuljósleysi. Er um hægist, má ekki láta það dragast, að taka á ný að tendra götuljósin, er dimma tekur. (Fréttir 29. nóvember 1918). Fljótfærni á Bráðræðis- holti Af Bráðræðisholti hafa fjórir húseigendur sótt um vatnsæð. Sökum þess að vatnspipur vant- ar, hefir ekki veriö hægt að sinna beiðninni. (Dagsbrún 27. nóvember 1918). Fjórða sjálfstæöa rikið á Norðurlöndum Minningardisk, „Platte”, hefir Jóhannes Kjarval málari látiö gera til minningar um sambands- ■ lögin sem nú ganga i gildi. Hugs- unin sem listamaöurinn leitast við aö sýna er sú að þennan dag, 1. desember 1918, bætist I hópinn fjóröa sjálfstæöa rikið á Norður- löndum. Er á diskinum tré með fjórum greinum og er þaö Askur Yggdrasils. Tákna greinarnar Noröurlandarikin, Island, Dan- mörk, Noreg og Sviþjóö og eru nöfnin við, en yfir trénu er dag- setningin: 1. desember. En yfir þessu friðarboginn. (Tfminn, 30. nóvember 1918). Á landsjóðs kostnað Sótthreinsun á aö fara fram á kvikmyndahúsunum áöur en þau verða opnuð aftur. Ennfremur verða sótthreinsuö hibýlimanna, þar sem einhver hefir dáið úr in- flúensunni og lik staðið lengi uppi. Sótthreinsunin fer fram á land- sjóös kostnaö. (Vfsir, 26. nóvember 1918). Framhald á næstu siöu ' Flett nokkrum íslenskum blöðum á úthallandi ári 1918

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.