Þjóðviljinn - 21.12.1978, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 21. desember 1978 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11
t gær gafst blabamönnum
kostur á aö horfa á sjdnvarpsgerö
Hrafns Gunnlaugssonar á
„Silfurtúnglinu” eftir Haiidór
Laxness. Leikritiö, sem er I fjör-
um þáttum og var frumsýnt 1
Þjóöleikhúsinu 9. október 1954,
tekur um tvo tima i sjónvarps-
flutningi. Leikritiö hefur veriö
mikiö stokkaö upp og breytt eftir
kröfum sjónvarpstækninnar, og
m.a. hefur efnisþráöurinn veriö
fluttur til tfmans i dag eöa til
„timalauss niitima”. Halldór
Laxness var viöstaddur þessa
forsýningu og svaraöi spurning-
um blaöamanna eftirá. Haildór
var fyrst spuröur hvernig honum
litist á hinn nýja biining leikrits-
ons.
— Þetta var upphaflega skrifað
með kabarettvarité-skemmtana-
hús i huga. Evrópa var full af
þeim og Amerika reyndar lika.
Þetta var áður en televisjónið
kom, og skrifað með svona fólk i
huga, sem var þá þ.e.a.s.
kabarétt-fólk. 1 kabaréttunum
gömlu komu saman heilu fjöl-
skyldurnar og hlustuðu og horfðu
á alls konar skemmtiefni. Og það
erþaösem þessi stúlka, Lóa, leiö-
ist til að gera, að koma fram fyrir
áheyrendur. I sjónvarpsleikritinu
er þessu hins vegar snúið upp i
nútimaskemmtiiðnað, og það má
segja, að sjónvarpið sé kabarett
okkar tima.
— Finnst þér ádeilan eöa
paródian á skemmtiiönaöinn i
Silfurtúnglinu hafa skilaö sér á
sjónvarpsskerminum?
— Mér finnst þetta frekar hafa
komið i gegnsem realismi heldur
en sem paródia. Mikið af þessum
alvarlega skemmtanaiðnaði lykt-
ar svona, planið aö gera stúlkuna
að heimsstjörnu fer út um þúfur.
— Silfurtúngliö er eitt fyrsta
verk, sem þú skrifar fyrir sviö, ef
frá er taliö „Straumrof” og svo
dramatiseringin af „tsiands-
klukkunni”...
— Já, já, ég hef aldrei gefiö
mig út fyrir leikritahöfund, þótt
ég hafi skrifað leikrit, það hafa
bara veriö svona smádyntir I
mér, þetta hefur dottið I mig.
— Hvaö oUi þvi aö þú skrifaöir
Silfurtúngliö?
— Tja, já, hvaö vakti fyrir
mér? Það var eiginlega liking
meö skemmtiiönaði og þeim
heimi sem við búum í. Skemmti-
iðnaðurinn speglar alltaf þann
heim sem við búum I. Þetta er
svona mynd af heiminum. Þetta
er ekki nein paródia á neitt, þvi
mikið af þessum skemmtiiðnaöi
er paródia af skemmtun. Það er
hins vegar eflaust hægt aö draga
alls konar niðurstöður af svona
leik og alveg privat fyrir hvurn
sem það gerir.
— Fylgdist þú meö upptökun-
um á Silfurtúnglinu?
— Nei ég kom ekki nálægt þvi.
Þetta er allt verk Hrafns
Gunnlaugssonar og þess hóps,
Eg
varð
ekki
fyrir
Gæti hugsaö sér
að skrifa leikrit
sérstaklega
fyrir sjónvarp
sem hann hefur átt samstarf við i
þessari stofnun, sem Jón (Þór-
arinsson) er direktör i. Það
verður aö skella allri skuldinni á
þá. Ég er heppinn að þvi leyti að
hafa ekki komið nálægt þessu. Ég
frétti hins vegar af því, að þaö
væri að taka þetta upp, en ég var
að vinna að allt ööru; ég var að
skrifa skáldsögu, en ég vissi
ekkert hvað gekk á. Ég treysti
þessum mönnum vel og þeir hafa
ekki brugöist minu trausti. Ég
haföi kannski haldið að þaö væri
erfiöara að koma svona senu-
leikriti af þessari tegund á léreft-
ið, svo þaö yrði trúlegt. En það
hefur tekist. Ég veit þaö ekki, ég
er ekki neinn mælikvarði á það
públikkum, sem á eftir að horfa á
þetta, það er ekki alveg gott aö
spyrja mig 1 þessu tilfelli. Mér
er það bókstaflega hulið, hvað al-
menningur mun segja um þetta.
— Eru þessar persónur
sjónvarpsleikritsins eins og þú
skrifaöir þær? Finnst þér Feilan
enn vera Feilan o.s.frv.?
— Nei þessi Feilan er ööruvisi.
Svona Feilan, náttúrlega á
kabarett-varlteunum I gamla
daga, var alltaf aöalpersónan,
sem stjórnaöi geiminu. Og það
var allt annar klæðaburður þá og
dáldið annar smekkur I fram-
komu. En þeir, þessir
confrenciérs, eins og þeir voru
kallaðir, sem stjórnuðu sjóunum
á kabarettunum, urðu aö vera
afskaplega tunguliprir, og enduöu
oft með þvi aö veröa rithöfundar.
Einn af þeim, hvaö hét hann nú
aftur, þessi I Vin — Friedmann
minnir mig, skrifaði siöar heims-
sögu mannkynsins, sem er
afskaplega mikið undraverk. Ég
las þessa bók sem unglingur og
manaöhúnvar afskaplega þykk.
En þeir gátu verið klæddir i
geysilega vel skraddarasaumuö
kjólföt — fjólublá, og óhemju
skrautiegir eins og jólatré og
náttúrlega með einglyrni, sem
þeir báru ákaflega vel. Svo var
auövitaö bakviö þessa menn aðrir
menn, sem aldrei komu fram, en
tóku bara viö peningunum og þaö
er þessi kall Peacock, sem kemur
þarna slðast I leikritinu. Hann
verslar með stjörnur, og kaupir
stjörnur.
— Haföir þií efasemdir, þegar
Hrafn bar þaö undir þig aö gera
Silfurtúngliö aö sjónvarps-
leikriti?
— Satt að segja gat ég varla
gert ráð fyrir þvi fyrirfram, að
það kæmi svona vel út. Ég hef
ekki orðiö fyrir vonbrigðum. Ég
er mjög þakklátur, ef menn
nenna að gera eitthvaö við mln
verk og leyfi það, ef það getur
orðið til skemmtunar. Þetta er nú
gert til þess. En Hrafn haföi áöur
kvikmyndaö litla novellettu eftir
mig (Lilja) og fariö afskaplega
vel með þaö og gert úr þvi yfir-
lætislaust verk, og það var orsök-
in aö ég trúði honum fyrir þessu.
— Teiur þú, aö skemmtiiön-
aöurinn sé hættulegra afl, núna,
en þegar þú skrifaöir Silfurtúngi-
iö?
— Nei, það held ég ekki. Hættu-
legur fyrir hvurn? Fólk, sem er
mikiö I skemmtiiönaði, aöhyllist
sérstaka tegund af menningu.
Alveg sérstakan blæ, og feilur
kannski ekki öllum. Það er allt af
einhver heimstiska uppi i
skemmtiiönaöi oger ekki alltaf sú
sama, alla vega ekki á yfir-
borðinu.
— Lárus Pálsson setti upp
fyrstur manna leikrit eftir þig:
islandsklukkuna 1950. Varöstu
fyrir áhrifum frá honum sföar,
hvaö varöar aö skrifa fyrir leik-
hús?
— Það urðu náttúrlega allir
fyrir áhrifum frá Lárusi Pálssyni
sem listamanni, þvi hann var
ákaflega áhrifamikilllistamaður.
En ekki til að búa til þetta verk,
Silfurtúngliö, né önnur. Hann átti
ákaflega sterkan þátt I því að
Islandsklukkan var leikin i fyrsta
sinn með góðum árangri, án þess
að mér hefði nokkurn tlmann
dottið i hug að Islandsklukkan
væri efni i leikrit.
— Þaö eru 12 ár liöin siöan þú
skrifaöir siöast leikrit, Dúfna-
veisluna 1966. Hefur þú lagt
leikritun á hilluna?
— Nei, nei, ég er ekkert hættur
þvi eöa svoleiðis. Ég get skrifað
leikrit hvenær sem ég vil og
hvunær sem tækifæri er til þess.
— Gætir þú hugsaö þér aö
skrifa leikrit fyrir sjónvarp sér-
staklega?
— Þvi ekki þaö? Þvl ekki það?
Ef aörir faktorar væru I lagi.
Samningur lægi á borðinu og
kröfurnar sem til min væru
gerðarværulagðar skýrtfram og
svoleiöis.
— Margir ungir og óreyndir
leikarar koma fram i Silfur-
túnglinu. Hvaö finnst þér um
frammistöðu þeirra?
— Hún er alveg ágæt. Alveg
ágæt. Þaö er náttúrlega talsvert
ööruvisi aö sjá þetta leikið á
skermi en á senu. Þetta er aug-
sýnilega fólk sem er uppaliö á
sjónvarpsöld ogí sjónvarpskring-
umstæðum. Þaö gerir sig mjög
skemmtilega og trúlega. En tölu-
vert önnur leiktegund en á sviöi.
Þaö er mikiö öðruvisi gert fyrir
sjónvarp en fyrir leikhús.
— Þegar önnur leikrit eftir þig
eru skoöuö, sérstaklega þau sem
skrifuö eru á sjöunda áratugnum,
kemur manni oft i hug frönsku
absúrdistarnir. Hefpr þú oröiö
fyrir áhrifum frá þeim?
— Hvaöa frönsku absúrdistar?
— T.d. Ionesco.
— Ionesco var ekki
Fransmaöur, hann var Rúmeni.
Það getur vel verið, ég man ekki
eftir að hafa séð neitt leikrit eftir
Framhald á 18. siðu
Texti: IM
Myndir: — eik
— Ég er ekki neinn mælikvaröi á þaö púbiikkum, sem á eftir aö horfa á
Silfurtúngliöá skerminum. Mér er bókstaflega huliö hvaö almenningur
mun segja um þetta.
vonbrigðum
25-30
miljóna
aukin
útgjöld
fyrir Hafnfiröinga
segir bæjarstjórnin
Bæjarstjórn Hafnarfjaröar tel-
ur fyrirhugaöa hækkun á verö-
jöf nunargjaldi raforku þýöa
25-30 milj. króna aukin útgjöld
fyrir Rafveitu Hafnarfjaröar.
Samþykkti bæjarstjórnin svo-
hljóðandi mótmæli á fundi sin-
um I fyrrakvöld:
„Bæjarstjórn mótmælir þeim
fyrirætlunum, sem felast i
frumvarpi, er nú hefur veriö lagt
fram á Alþingi, að hækka
verðjöfnunargjald á raforku úr 13
% i 19%. Skattheimta á raf-
magnssölu er nú þegar S3% en
myndi veröa 39% við umrædda
breytingu.
Fyrir notendur Rafveitu
Hafnarfjarðar þýöa þetta aukin
útgjöld sem nema 25—30 miljón-
um miöað við núgildandi verðlag.
Telja verður eðlilegra að leita
annarra ráða til aö leysa
vandamál RARIK en frekari
skattlagning á þegar háskattaða
nauösynjavöru svo sem
rafmagniö er og hlýtur að koma
illa við hinn almenna notanda.
Sllk endurtekin skattlagning til
lausnar vanda RARIK virðist
ekki leiöa til þeirrar sjálfsögðu
ráðstöfunar að reyna aö gæta
fyllstu hagkvæmni i fjárfestingu,
rekstri og / eða notkunar eðli-
legra taxta fyrir veitta þjónustu.”
Stórmerk nýjung
Skóla-
skákmót
á vegum
SÍ
Riétt til þátttöku
hafa allir
nemendur
í grunnskólum
A vegum Skáksambands
tsiands er nú hafið skólaskákmót
og hafa allir nemendur grunn-
skóla á tslandi rétt til þátttöku f
mótinu. Þarna er um stórmerka
nýjung aö ræöa sem án efa á eftir
aö auka enn á hinn mikla skák-
áhuga i landinu og leiða i ljós ný
meistaraefni.
1 stórum dráttum veröur mótiö
þannig að fyrst fer fram keppni
innan skólanna i yngri og eldri
flokk. I yngri flokk keppa
nemendur 11. til 6.bekk en i þeim
eldri nemendur i 7. til 9. bekk.
Nemendur keppa um skák-
meistaratitil hvers skóla.
Þeir koma siðan saman á mót
þar sem keppt veröur um skák-
meistaratitil hverrar sýslu eða
kaupstaöar. Þeir koma svo aftur
saman og keppa um skák-
meistaratitil viökomandi
kjördæmis og loks koma þeir svo
til Reykjavlkur, þar sem keppt
verður umtitilinn Skólaskák-
meistari Islands i hvorum aldurs-
flokki.
Þaö er ekki bara að meö þessu
móti sé verið að laða fram góð
skákmannsefni, heldur fá allir
þátttakendur mikla keppnis-
reynslu. og þeir sem lengst
komast mjög mikla reynslu, sem
án efa kemur þeim til góða i
erfiðari mótum. Llklegt er að
þátttakendur i skólaskákmótun-
um verði milli 15 og 20 þúsund.
—s.dór.