Þjóðviljinn - 21.12.1978, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.12.1978, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 21. desember 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 Ég neyöist til aö draga þá ályktun af stööu kristindómsfræðslu i skólum aö rikið sé aö afnema trúfrelsið í landinu Haukur Viggóson Bólusetning og innræting Mikið tilfinningalegt ójafn- vægi rikir nú i landinu vegna útkomu á barnabókinni „Félagi Jesús”. Tæpast mætir mabur manni á götu að ekki berist þessi bók og deilan um hana i tal, Hvort maður hafi lesið bók- ina og hvað manni finnist? Gott og vel, ég hef lesið bókina og finnst hún ágæt, þrátt fyrir ýmsa galla. Ég hef þó ekki i hyggju að fjölyrða frekar um bókina, miklu heldur um hina athyglisveröu umræðu sem hiin hefur vakið. Langmerkasta framlagið til þessarar umræðu er yfirlýsing nokkurra trúar- leiðtoga kristinna manna hér á Islandi. Sakir þess að hér eru á ferð leiðtogar trúar umburðar- lyndis og fyrirgefningar langar mig að eyða svo litlu púöri á hana. 1 yfirlýsingunni stendur orð- rétt: „Bókin „Félagi Jesús” gefin út af Máli og menningu og mikiö auglýstsem barnabók, er skrifuö i þeim tilgangi aö bólu- setja börn fyrir kristnum trúar- áhrifum.... Hún er blygðunar- laus storkun viö helgustu til- finningar kristinna manna.. Vér viljum eindregiö vara grandaiaust fólk við þeirri óhollustu, sem þessi bók hefur að geyma og hvetja alla heil- brigöa menn, einkum foreldra og kennara til samstööu um aö verja börnin fyrir þessari og annarri ólyfjan sem bókaútgef- endur láta sér sæma aö bjóða þeim.” Ég á bágt með að trúa ööru en aö þessi yfirlýsing sé skrifuö i miklum tilfinningahita og aö óyf- irveguðu máli. Ekki eingöngu vegna þeirrar reiði sem i henni birtist, og er mæta vel skiljan- leg, miklu heldur vegna oröa- valsins. Til aö mynda heföi ég i sporum trúarleiðtoganna aldrei notað orðið „bólusetning”. Setningin sem „bólusetning” kemur fyrir í veröur beinlinis brosleg og i þeim tilgangi sem hún hefur sennilega átt að vera beinlinis vitnandi um alvarleg- ar tilhneigingar til trúarlegs einræðis.Kátlega hliðin er sú að likingin er tekin úr læknamáli, þar sem bólusetning merkir já- kvæða aðgerð, sem felstl þvi aö sýkli er sprautaö i viðkomandi I þeim tilgangi að gangsetja mót- efnakerfi likamans og að það vinni þannig npp mótefni gegn sterkari sýkli til aö viðkomandi einstaklingur komist hjá alvar- legri sýkingu. EBlilegast er aö álita að „bólusteningaraldur” barna i trúarlegu samhengi séu mjög ung börn, 5 — 8 ára. Meö þennan aldur i huga held ég að krikjunnar menn þurfi litið að óttast það að bók þessi komi til með að hafa „bólusetjandi” á- hrif. Að fenginni reynshi tel ég ekki mikla hættu á að börn mjög smá eöa á þeim aldri, sem kirkjan sjálf vill hefja sina „bóíusetningu” fyrir öðrum trú- arbrögðum, þ.e. um það bil sem barniö er fariö aö geta nauö- aö i foreldrum sinum um aö fá að fylgja félögunum i sunnu- dagaskólann, skilji mikið i Jesútalinu hvort heldur þaö er Jesús kristinna manna eða Jesús hans Sven Wernström. Til þess hefur barnið á 5 — 8 ára aldrinum einfaldlega ekki vits- munalegar forsendur. Það má þvi ætla aö trúarleg afstaða sé litil eöa engin hjá þeim hvort sem það er presturinn sem vill hafa áhrif á börnin eða sá sem vantrúa er á Bibliumynd Jesú. Enda benda ýmsar sálfræöileg- ar rannsóknir tii þess (sbr. R. Goldman) Hinsvegar er slik innrætingsemviögengisthefur I sunnudagaskólum ekki áhrifa- laus meö öllu. Mér virðist af reynslu minni sem barn og af minum börnum og annarra á umræddu aldursstigi að áhugi þeirra á Jesúm tengist aðallega þrennu: 1. Fæðingin. Tel ég þann áhuga stafa af samband- inu við jólahátiðina svo og skýr- ingu á eigin tilveru. 2. AB Jesús var góður, sem tengist þá siö- feröilegu en ekki trúarlegu samhengi. 3. Krossfestingin, sem tengist dauðanum og spurningunni „hvað verður um mig?” Annar áhugi barnanna á Jesúpi t.d. myndir og sögur um hann tel ég eiga rót sina aö rekja til hinna þriggja ofan- greindra atriöa. Hvaö eldri börnsnertir, þá er hugsanlegt að þau fái áhuga á bókinni „Félagi Jesús” en á þeim aldri getur baraekki veriö um neina „bólusetningu” að ræða, þvi „sýkingin” er þegar hafin. Hinn sterki „sýkill” er skólinn. Þ á þegar i 8 ára bekk er formleg trúarinnræting hafin (reyndar oft fyrr óformlega). í heil fimm ár fær barniö ein- göngu kristindómsfræöslu i trú- arbragðakennslustundum, áður en þaö fær aö kynnast örðum trúarbrögöum að e-u marki (nema ef veraskyldi óformlega fyrir tilstálli foreldra og/eöa heiðarlegra kennara). Eftir þann tima fá börnin 3ja mánaöa timabil (2— 3 tímar á viku hið mesta) að kynnast öörum heimstrúarbrögöum (sbr. nám- skrá i Kristnum fræðum) Með þetta i huga tel ég, og byggi þaö einnig á að i yfirlýsingu trúar- leiötoganna er m.a. höfðað til kennara, að trúarleiötogarnir seuað fara fram á að trúarein- okunsé mjögstrangt fram hald- ið hér á landi (og kem betur aö bessu siðar). llyfirlýsingunni er talað um „ó- hoDustu” bókarinnar og „ólyfj- an’’ (s.s. eiturlyf) og er þetta dæmalaust merkilegt oröaval. Þó svo bókin sé „storkun við helgustu tilgfinningar kristinna manna” þarf hún ekki endilega aö vera óholl. I minum huga tengist þetta þvi' að reynt sé að læða efa að mönnum um „sannleika” kirkjunnar. Leiöi bókin til efasemda er það gott. Efasemdir er holl lexia hverjum „trúuðum” manni. Þurfö Jesús kristinna manna ekki að reyna allskyns freistingar áður en hann fór aö kenna, ekki þóttist hann of góður til að láta reyna á sin þolrif. Ég held satt best að segja að það sé ekki i anda lúthersku krikjunnar að maður verði kristinn svona rétt af sjálfusér. Fyrr eöa siöar upplif- ir hver einstaklingur efasemdir I trúarlifi sinu sem ýmist leiöir til þess að hann styrkist í trú sinni eöa burtkastar henni. Efa- semdir eru meira að segja grundvallar ástand fyrir trúboð. Að vinna mann til trúar þýðir m.a. vekja hjá honum efasemd- ir og hlúa að þeim uns hann’ snýst til boöaðrar trúar. Mér er þvi spurn: Er þá kristni- boð ekki „blygöunarlaus stork- un við helgustu tilfinningar” annarratrúa manna? Erkristin trú i þessu samhengi ekki að , vega að grundvelli annarra trú- arbragöa? Það þarf ekki að benda aftur i aldir eöa á nútima friðsamlegt trúboö kirkjunnar um viða veröld, — litum okkur nær. Þvi miður er málum svo hátt- að á lslandi 20. aldarinnar aö sjálfsagt þykir að innræta kristna trú. Látum kyrrt liggja ef látið væri nægja að fela inn- rætinguna i hendur foreldra og jafnvel að kirkjan fái þar aöild að, æski foreldrar þess, en hitt er ekki hægt aö láta óátaliö að rikið sjálft, með árangursriku samstarfi viö krikjuna hefur hrifsað til si'n þetta einkamál og faliö það skólunum þrátt fyrir stjórnarskrárbundið trúfrelsi. 1 skólum landsins hefur kristin trú nefnilega algjöran forgang. Eins ogég benti áhér að framan fer kristinfræðsla fram i fimm ár áöur en barnið (þá 13 ára) fær formlega upplýsingar um önnur trúarbrögð. En jafnframt þessari almennu fræðslu stend- ur fermingarundirbúningur yfir þannig að kristindómsfræðslan vikur aldrei frá augum nem- andans. Og næstu 2 1/2 ár er trú- arbragðafræðsla eingöngu til- einkuðkristnum fræöum. Þann- ig stendur kristindómsfræðslan yfir I samfellt 8 skólaár. Þetta eru óneitanlega mikil for- réttindi fyrir kristna trú. Svör kristinfræðslupostulanna við þessu eru venjulega eftirfar- andi: „98% landsmanna láta skira börn sin. Þessvegna er það réttlætanlegt að kristin- fræði fái svo rúmt pláss á stundaskrá skólanna. Einnig byggir löggjöf landsins á kristnum grunni. Hins vegar ef menn geta ekki sætt sig við þetta þá er þeim frjálst að taka börn sfn úr trúfræöshistundum 1 skólanum.” Allt eru þetta kunn svör við umkvörtunum trúfrelsismanna og allt er þetta laukrétt. Hins vegar erutil jafnmörg rök gegn þessu. 1 fýrsta lagi þurfa menn ekki að vera trúaðir til að láta skira börn sín. Bak við skirn geta legiö aörar ástæöur t.d. umburöarlyndi gagnvart öðrum ættingjum, eða þá að skirnin hefur fengið inntak heföar án trúar, svipað og gamlar hátiðir t.d. jól fengu nýja merk- ingu fyrir Islendinga eftir kristnitöku. Ég tel mig til dæmis ekki tnlaöan þó ég aðhyllist sið- ferðisboðskapJesús. Þóttég hafi látiöskira börn min tel ég þá at- höfn alls ekki knýja þau til að taka jákvæða afstöðu til krist- innar trúar.Það erhvorki skirn eða ferming I sjálfu sér sem gerir mann kristinn heldur upp- eldi hans. I ööru lagi: Löggjöf höfðar ekki til trúar heldur sið- fræði. Auk þess er stjórnar- skrárbundiö trúfreisi á Islandi. 1 þriöja lagi gerir engin upplýst- ur maður barni sinu viljandi þá hörmung að greina það frá öör- um börnum i skólanum. Sllkt gæti valdið óbætanlegu sálar- tjóni hjá barninu. Af þeim sök- um neyöist sá sem andsnúinn er einhliða trúarbragðakennslu i grunnskólanum til að láta barn sitt sitja undir sllkri kennslu. Þessa hluti eiga trúfræöi- postularnir aö vita og að maður tali nú ekki um höfunda grunn- skólalaga. Ég neyðist þvl til að draga þá ályktun að með framangreindu sé ríkið aðafnema trúarbragða- frélsiö i landinu og fótum troða þau mannréttindi sem barniö fékk i vöggugjöf —trúarbragða- frelsiö. Ef hér er ekki veriö aö troða á helgustu tilfinningum margra og rétti allra þá veit ég ekki hvað skal kalla þaö. Við þá sem undirrituðu yfir- lýsinguna um bókina „Félagi Jesús” vU ég þvi segja þetta: Það er skiljanlegt trúar ykkar vegna að ykkur skyldi sárna og þiö fyllist réttlátri reiði út af túlkun bókarinnar á Jesúm. En við þaö áttuö þið aö láta sitja, og reyna %kki aö hafa skynsemi fyrir annað fólk. GætiB þess að fara ekki út fyrir helgastar kenningar kristninnar — sýnið að Kristur hafi komið til ein- hvers ogverið umburöarlyndir. Sagði Jesús ekki „Elska skaltu náunga yöar eins og sjálfan yður”? Ef þiö teljið aö synd hafi verið framin þá er þaö ekki ykkar að dæma. AB lokum vil ég vitna I orð Rousseau: „Sá guö sem ég dýrka er ekki myrkursins guö; Hann hefur ekki gefiö mér skyn- semina til að banna mér að nota -hana. Aö skipa mér aö misbjóöa skynsemi minni er aö móðga skapara hennar.” Kópavogi 12/12 1978 Haukur Viggósson Starfshópar um umferóarmál i Þingholtum Bílaumferð takmörkuð Starfshópurinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að bllaumferð um ákveðna hluta Þingholtanna sé þess cðlis að hún valdi stór- hættufyrirbörnog aðra gangandi vegfarendur oghafi I för með sér alis óviðunandi loft- og hávaða- mengun, segir i ályktun frá starfshópi um umferðarmál sem starfar á vegum tbúasamtaka Þingholtanna. Segir siðan að starfshópurinn leggi áherslu á eftirtalin atriði i þessu sambandi: A) Stór hluti umferðarinnar um Þingholtin er hverfinu óviökom- andi. Þár er um að ræöa gegnum- akstur, sem vel mætti beina útá aðrar umferðaræöar sem betur þola þunga og hraða umferð. B) Forsendur skipuleggjenda borgarinnar hvað bilastæði varð- ar, hafa til þessa verið þær aö telja 1 bllastæöi nauösynlegt fyrir hverja Ibúö og þar aö auki 1 bila- stæöi á hverja 50 ferm. atvinnu- húsnæðis. Starfshópurinn lýsir undrun sinni á þessum forsendum og gagnrýnir þær harölega, og mælist til þess að skipulagsmenn geri skilmerkilega grein fyrir á hverju þeir byggja þennan stuðul. Samstarfshópurinn telur að sist þurfi að fjölga bilastæöum i hverfinueftekiöermið af þörfum ibúanna. I þessu sambandi skal bent á eftirfarandi: 1) Tvöfalda notkun bilastæða i hverfinu. 2) Bilanotk- yerði un ibúa erekkieins algeng I þessu borgarhverfi einsog mörgum öör- um, vegna nálægöar viö miö bæinn. 3) Breyting er aö verða á eöli atvinnurekstrar i þá veru aö þyngri iðnaöur flyst burtu. C) Starfshópurinn telur að kenna þurfi fólki, einkum að- komufólki^B nota stór og nærtæk bQastæði t.d. á Skólavöröuholti, en það gætioröiötil þessaðlétta á bilastæöum i ibúðahverfi okkar. Okkur finnst hart, að verða aö búa viö það að komast ekki nærri heimilum okkar á bil, vegna þess að stæði i ibúðahverfinu eru setin af fólki sem er I verslunarerind- um I miðbæinn. D) Heröa þarf löggæslu i hverf- inu, þannig að þeirri plágu veröi aflétt að gangstéttir séu þaktar bifreiBum. Til dæmis um þetta má nefna Spitalastig, einkum umhverfis Bernhöftsbakari, en mörg önnur dæmi mætti nefna. Samstarfshópurinn hefur kom- ist aö þeirri niöurstööu, aö ibúar Þingholtanna veröi fyrir meira ó- næði og hnjaski af völdum bila- umferðar en hægt sé aö sætta sig við. Astandið verði aðeins nefnt einu nafni: ófremdarástand. Gripa verði til róttækra aö- gerða þegar i stað, helst I góðri samvinnu viö þá opinberu aðila sem um þessi málfjalla. Sýni þeir hvorki áhuga né skilning þá sér starfshópurinn ekki abra leið en að ibúarnir taki til sinna ráða til þess aö koma fram umbótum. Heistu umbætur gætu oröiö: Betri dreifingu umferöar, breyt- ing tvistefnu i einstefnu, lokun gatna aö einhverju marki, stemma stigu við fjölgun bila- stæöa og byggingum sem kalla á aukna umferö. Samstarfshópurinn leggur til, að unniö verði efni: ljósmyndir, hljóðbönd, teikningar og skýrslur er sýni hið raunverulega ástand umfa-öarmála á þessu svæði. Haldin veröi opinber sýning á þessu efiii til þess aö vekja at- hygli íbúa, skipuleggjenda og ráöamanna á þessum vanda.”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.