Þjóðviljinn - 10.02.1979, Blaðsíða 20
Laugardagur 10. febrúar 1979.
882 skráðir
atvinnulausir
Voru 1088 í janúar
Alls eru nú 882. skráöir at-
vinnulausir á landinu öllu, þar
af 582 karlar og 300 konur. Hefur
þeim fækkaö nokkuð frá ára-
mótum en þá voru 1088 skráðir
atvinnulausir. Hins vegar hefur
atvinnuleysisdögunum fjölgað
frá þvi i desember en þá voru
þeir alls 13.972, en I janúar
20.809.
Flestir voru skráðir atvinnu-
lausir i Reykjavik eða alls 305
og er það fjölgun frá þvf um
áramót en þá var 191 skráður
atvinnulaus. Næstur i röðinni af
kaupstöðunum er Seyðisfjöröur
með 66 skráða atvinnulausa og
þar af 59 konur.
Minnst er atvinnuleysið i
kauptúnum meö um 1000 Ibúa en
hlutfallslega mest i öðrum
kauptúnum. Alls eru nú 32
skráðir atvinnulausir i Bakka-
gerði en þar hafa verið 747 at-
vinnuleysisdagar á janúarmán-
uði. 27 eru á atvinnuleysisskrá i
Rangárvallahreppi og eru at-
vinnuleysisdagarnir i mánuðin-
um orðnir 579. Þá eru 618 at-
vinnuleysisdagar á Vopnafirði i
janúar en einungis 7 eru nú
skráðir atvinnulausir. A Grund-
arfiröi er enginn á atvinnuleys-
isskrá en 644 atvinnuleysisdag-
ar hafa veriö i mánuðinum.
isg
Aöalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til
föstudaga, kl. 9 — 12 og 5 — 7 á laugardögum. Utan þessa
tima er hægt að ná i blaöamenn og aðra starfsmenn blaðs-
ins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285,
útbreiösla 81482 og Blaðaprent 81348.
^81333
Einnig skalbent á heima-
sima starfsmanna undir
nafni Þjóðviljans i sim'a-
skrá.
WÐVIUINN
Nái til allra
landsmanna
Ólafur R. Einarsson
um nœturútvarpið
Ölafur R. Einarsson, formaður
útvarpsráðs, skýrði Þjóðviljan-
um frá þvi i gær að sl. þriöjudag
hefðu hann og varaformaöur
ráðsins, Arni Gunnarsson, fengiö
samþykkta tillögu útvarpsráði
um að kanna kostnaö við að hef ja
næturútvarp til kl. 4 aðfaranótt
laugardags, sunnudags og mánu-
dags. Gert er ráö fyrir að fjár-
máladeild útvarpsins geri rekstr-
aráætlun um næturútvarp af
þessu tagi m.a. með tilliti til að-
gangs að tónlistardeild, frétta á
klukkustundar fresti og 3-5 min.
auglýsinga með ákveðnu milli-
bili. Ölafur sagði að jafnskjótt og
rekstraráætlun lægi fyrir myndi
Ólafur R. Einarsson: Neturút-
varp veröur að ná til alls lands-
ins.
útvarpsráö taka ákvöröun um af-
stöðu sina i málinu.
„Ég vakti máls á áhuga okkar
fyrir aö taka upp næturútvarp
strax 2. janúar I útvarpsþættinum
Morgunpóstinum. Eftir það hafa
útvarpsráöi borist tvö tilboð frá
fólki sem vill taka slikt næturút-
varp að sér og er það að sjálf-
sögðu lofsveröur áhugi. En amk
öðru tilboðinu fylgir sá galli að
þar er gert ráð fyrir að næturút-
varp nái aöeins til suövesturhorns
landsins. Ég vil hinsvegar leggja
áherslu á aö ekki kemur til greina
annað en að næturútvarp nái til
alls landsins ef á annað borö
veröur fariö út i það.” — ekh
Gjaldeyrisstaðan
Batnaði um
11 miljarða
Bráöabirgöatölur frá Seðla-
bankanum um þróun greiðslu-
jafnaöar og gjaldeyrismála liggja
nú fyrir. Samkvæmt beinum inn-
og útflutningstölum reiknuðum á
gengi ársins 1978 varð vöru-
skiptajöf nuður 1978 um 23
miljörðum króna hagstæöari en
1977.
Viðskiptajöfnuöur er áætlaður
aö veröi hagstæöur um 9 miljarða
króna, en þegar leiðrétt hefur
veriö fyrir sveiflur i útflutnings-
vörubirgöum og innflutningi sér-
stakra fjárfestingarvara er vöru-
skiptajöfnuöurinn óhagstæður um
2 miljarða ’78 á móti 0.3 miljörö-
um 1977 og viðskiptajöfnuður
óhagstæður um 1. miljarð en var
hagstæður um 1. miljarð ’77.
Fjármagnsjöfnuður hefur i
heild orðiö hagstæöur um 5.5
miljarða króna. Heildargreiðslu-
jöfnuður ársins 1978 er þegar allt
hefur veriö umreiknað til sam-
bærilegs gengis 14.5 miljarðar
króna en var 8.7 miljarðar króna
1977. Gjaldeyrisstaða bankanna
hefur batnað á árinu 1978-10.9
miljarða króna á áranu ’78
samanborið viö 9,8 miljaröa bata
á árinu 1977.
Stefania Sörheller og Eirlkur Ragnarsson ásamt formanni Æskulýðsráðs á blaðamannafundi s.l. haust
þar sem starfsemi útideildar var kynnt. —Ljósm.: Leifur.
Útídeild varð ekki
til á skrifborðinu
— hún mætir brýnni þörf sem fyrir er í borginni
Við lásum nú fyrst um þetta i
blöðunum, og erum e!ý(i enn búin
að átta okkur á þes^H^ögbu þrir
starfsmenn útideiiflPKnar, þau
Eirikur RagnarsJ^F' Stefania
Sörheller og Þór ^ rarinsson,
þegar þjóðviljinn ræ'uúi við þau i
gær, vegna tillagna um að leggja
deildina niður.
Útideildin varð ekki til á ein-
hverju skrifboröi úti i bæ, heldur
vegna fjölþætts samráðs um
hvernig bregöast skyldi við I mál-
efnum unglinga sem voru mjög i
brennidepli veturinn 1975-76.
Astandið var taliö óviðunandi
sérstaklega i Breiðholtinu og
Framfarafélag Breiðholts gekkst
fyrir sérstökum fundi ýmissa
þeirra sem málið varöaði, svo
sem Æskulýðsráðs, Félagsmála-
ráös, Fræðsluráðs, lögreglunnar
og presta um hvaö hægt væri að
gera. Upp úr þeim umræöum var
útideildin stofnuð, — fyrst sem
tilraunastarfsemi, sem var ein-
angruö við Breiðholtiö, en eftir 4
mánuði var tilraunin talin hafa
gefið svo góða raun að ákveöið
var að halda starfinu áfram og
útvíkka það.
Að útideildinni standa Æsku-
lýðsráð og Félagsmálaráð enda
er starf fyrir unglinga sem eiga
undir högg að sækja félagslega á
• Rætt við þrjá
starfsmenn útideild-
ar sem nú er undir
niðurskurðar-
hnifnum?
verkefnaskrá beggja þessara
ráða. Bæði ráðin mæltu I til-
lögunni um fjárhagsáætlun með
auknu starfi útideildar á þessu
ári, svo enginn vafi er á þvi að
fulltrúar þar viðurkenna þörfina
fyrir þessa starfsemi, hvar i
flokki sem þeir standa.
Á siðasta hausti sendi útideildin
og Æskulýðsráð fjölmiðlum út-
drátt úr ársskýrslu sinni og
markmiöið með þvi var einmitt
að kynna þessa starfsemi og
vekja athygli á þörfinni fyrir
hana. Einhvern veginn viröist
það ekki hafa tekist hjá okkur og
ljóst er að við höfum ekki náö til
þeirra sem með fjármálin fara.
— Hvert er verksvið ykkar?
— Markmiðið er starf með og
fyrir unglinga i borginni 12-18
ára, og sérstaklega þá sem ekki
taka þátt i störfum frjálsra
félagasamtaka, starfsemi Æsku-
lýðsráðs eöa eru jafnvel ekki i
skólum. Við reynum að draga úr
þeirri hættu að þau leiðist út i
aðgerðarleysi, óreglu eða afbrot
og eins vinnum við aö þvi að
óskum þeirra og þörfum verði
betur fullnægt.
Við vinnum aðallega um
helgar, á föstudags- og laugar-
dagskvöldum frá 9 eöa 10 fram til
klukkan 4 eða 5. Nú starfa 10
manns við útideildina auk
tveggja ráðgjafa og vinnutiminn
er 40-50 stundir á mánuöi en um 10
hjá ráðgjöfunum. Við erum á
þeim stöðum þar sem krakkárnir
safnast saman og blöndum okkur
i hópinn. 1 upphafi fór mikill timi i
að ná sambandi við þau og ná
trúnaði þeirra en þaö tókst og nú
leita þau gjarnan til okkar með
sin vandamál. Við erum mál-
kunnug um 700 unglingum I borg-
inni og reynum að aöstoða þau
eftir mætti, en gerum ekkert
nema þau æski þess sjálf.
Vandamálin geta verið af
ýmsum toga t.d. i sambandi við
atvinnu, skólann, fjölskylduna,
afbrot, kynferöismál eða áfengi.
Við veitum praktiskar
upplýsingar og höfum milligöngu
við stofnanir, en algengt er að
krakkarnir vita ekki hvert þau
eiga að snúa sér. Viö veitum þeim
Framhald á 18. siðu
Bókun Sigurjóns Pétursson í borgarráði:
Varhugavert að leggja
Útideildina niður
Fjárhagsáætlunin afgreidd á fimmtudag
Fj árhagsá ætlun Reykjavik-
urborgar sem tekin verður til
afgreiðslu n.k. fimmtudagvar i
gær lögö fram I borgarráði. Frá
fyrriumræðu sem var I desem-
ber hefur áætlunin lækkað um
einn miijarö króna og hefur
áður veriö skýrt frá helstu liö-
um niðurskurðarins i Þjóövilj-
anum.
Við framlagningu breytingar-
tillagnanna i borgarráði i gær
lagði Sigurjón Pétursson fram
eftirfarandi bókun vegna tillögu
um að leggja útideildina niður:
„Ég tel aö sú ákvörðun að
leggja útídeild unglinga niöur
sé varhugaverð. Unglinga-
vandamál hafa farið vaxandi i
Reykjavik og útideild hefur ver-
ið ein virkasta vörnin gegn
þeim. Ég tel þvi aö þegar deild-
in hefur verið lögð niður þá
verði borgin að leita annarrra
ráða til að sinna vandamálum
þeirra unglinga sem deildin hef-
ur annast.
Þrátt fyrir þessa skoðun mun
ég greiöa atkvæði meö þeim
breytingartillögum á fjárhags-
áætlun sem hér hafa verið lagð-
ar fram.”