Þjóðviljinn - 21.02.1979, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 21.02.1979, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 21. febrúar 1979 Umsjón: Magnús H. Gíslason Vélaverkstæöi Sverre Steingrímsen Flytur í nýtt húsnæði Vélaverkstæði Sverre Stein- grímsen hf. hefur nú flutt starf- semi sina f nýtt húsnæði, að þvi er Suðurnesjatiðindi segja. Er þaö að Vikurbraut 3 I Keflavik. Húsnæði það, sem verkstæðið hafði áöur, var oröiö langtof litiö og stóð starfsemi þess mjög fyrir þrifum. f hinu nýja húsnæöi er aðstaða öll hin besta og aðstaða til auk- innar og fjölbreyttari starfsemi. Lág- launa- fólklð greiðlr Þegar þetta er ritaö skulda ýmis fyrirtæki hér f Vestmanna- eyjabæ yfir 100 milj. kr. tsfélagið greiddi þó útsvar sitt upp á gamlaársdag, en skuldar gatna- gerðargjald. Láglaunafólk og launþegar flestir hafa gert skil viö bæjar- sjóð. Þetta sýnir aö láglaunamað- urinn á ekki svo auövelt meö að sleppa gegnum möskva skatta- netsins. Hinsvegar fara stórlax- arnir i kringum þaö, stórlaxarnir, sem fara til Kanarieyja á hverju ári, eiga 2-3 bila, lúxusvillur full- ar af allskyns prjáli og einn til tvo lystibáta utan laxveiöijörö i sveit. mj/mhg Húsiö stendur á hafnarsvæöinu, sem er mjög hagkvæmt bæöi fyrir fyrirtækið sjálft og viöskiptavini þess en starfsemin er aö 90 hundraöshlutum þjónusta viö bátaflotann og fiskvinnslustööv- arnar. Ennþá er húsiö ekki fullfrá- gengiö. Skortir fjármagn til aö ljúkaþviaöfullu.Sótt hefurveriö um lán úr Byggöasjóði til þess að geta rekið smiöshöggið. Eftir er t.d. aö afla nokkurs vélakosts, koma upp loftræstibúnaöi og ganga frá lóö. Vonandi tekst þaö þó fyrir voriö. Verkstæöiö framleiöir einkum færibönd allskonar, löndunarmál, netadreka, niöurfallsrör i götur og sitt hvaö i sambandi viö byggingar. Meö stækkuninni ætti aö gefast aöstaöa til þess aö fást viö stærri verkefni svo sem smiöi og viögeröir á vörubilpöllum, jafnvel stýrishúsa, viðgerðir á trollhlerum togara, sem naumast hefur veriö unnt aö annast i Keflavik aö þessu. Vélaverkstæöi Sverre Stein- grimsen var stofnaö áriö 1956. Sverre var Norömaöur, sem kom hingaö til lands frá Svalbaröa i siöari heimsstyrjöldinni. Ariö 1959 byggöi hann hús þaö, sem verkstæöið hefur hingaö til verið rekiö i. Lengstaf voru starfs- menn 4 — 5. Ariö 1970 stofnaöi Sverre hlutafélag um reksturinn meö starfsmönnum sinum og keyptu þeir hlut Sverre er hann lést árið 1975. Núverandi eigendur eru Gylfi Valtýsson, verkstj., Magnús Ingi- mundarson, Guömundur Jónsson og Guöjón Stefánsson. Starfsmenn á sl. ári voru 10 — 14, heildarvelta um 79 milj. kr. og launagreiöslur 36 milj. Þessmá geta, aö þarna er eng- inn sérstakur framkvæmda- eöa skrifstofumaöur I föstu starfi. Þau störf eru unnin af eigendum fyrirtækisins eftir venjulegan vinnutima aö kvöldinu. —mhg Velheppnað námskeið um björgun úr snjóflóðum Haldið á Siglufirði. Það næsta á Húsavík um helgina Nýlega fór fram á Siglufirði, á vegum Slysavarnafélags tslands helgarnámskeið um snjóflóð og leit og björgun úr snjóflóðum. Þátttakendur voru úr björgunar- sveitum SVFt á vestanverðu Norðurlandi, þ.e. frá Siglufirði, Ólafsfirði, Daivik, Arskógs- strönd. Grenivik. Hofsósi, Sauðárkróki og Blönduósi, einnig félagar úr Flugbjörgunarsveit- inni á Akureyri og Hjálparsveit skáta á Blönduósi. Námskeiöiö sóttu 52 félagar úr áöurnefndum björgunarsveitum. Leiöbeinandi á námskeiðinu var Magnús Hallgrimsson, verkfræö- ingur, en hann hefur aflað sér góörar þekkingar á þessum mál- um erlendis. Aösetur þátttakenda á meöan á námskeiöinu stóö var i Gagnfræöaskólanum á Siglufiröi. Námskeiöiöhófstá föstudag og stóö fram á sunnudag. Fór þar fram bæöi bókleg og verkleg kennsla. Kennd voru undirstöðu- atriði I snjóflóöafræöi, um eðli snævar, skilyrði þess, að snjóflóö geti falliö og viö hvaöa aöstæöur snjóflóöahætta skapast, aö þvi er veöurfar og landslag varðar. Einnig var mönnum kennt aö gera einfaldar athuganir á ástandi snjöalaga meö tilliti til snjóflóöa- hættu. Þá voru kennd öll helstu atriöi varöandi undirbúning og framkvæmd leitar og björgunar- aögeröa eftir aö snjóflóö hefur falliö. Var mikil áhersla lögö á þennan þátt, meö verklegum æf- ingum. Siöasti þáttur námskeiösins var siöan björgunaræfing. útbúið var „snjóflóð” og fimm manns grafið I þvi (auövitaö likön). Björgunarsveitamenn fengu þar- næst tiikynningu um aö snjóflóö hefði fallið og fimm manns heföu oröiö fyrir þvi, hjón með 3 börn sin, en þau hefðu öll veriö á skiö- um þegar sjónarvottar uröu vitni aö „slysinu”. Var nú brugöiö fljótt viö og leitarflokkar sendir án tafar til leitar. A slysstað voru geröar nauösynlegar varúöarráðstafan- ir, takmörk skriöunnar þvinæst merkt, fariö i sjónleit yfir skriö- una og allt lauslegt sem fannst merkt. Hófst þarnæst leit á likleg- asta svæöinu. Skömmu siöar barst liösauki meö nauösynlegan búnaö. „Læknir” kom á staöinn og tjaldi var slegiö upp, þar sem aöhlynning var veitt jafnóðum og fólkinu var bjargaö. Eftir eina og hálfa klukkustund fannst sá siöasti I fjölskyldunni. Var það eiginkonan sem mjög var hætt komin, en meö lifgunartil- raunum tókst aö bjarga henni. A æfingunni báru þátt- takendurnir á námskeiöinu alla ábyrgð á björgunaraðgerðum og stjórnuöu skipulagningu þeirra og framkvæmd. Leiðbeinandi fylgdist meö aögerðum og skráöi athugasemdir jöfnum höndum. Eftir æfinguna var siöan haldinn fundur, þar sem rætt var um æfinguna og kosti og galla við framkvæmd hennar, svo og nám- skeiöiö I heild. Þátttakendur lýstu ánægju sinni með námskeiðið. Féll þar allt saman aö, veöur var gott, námsefniö skýrt og skipulega flutt og siðast en ekki sist mjög vel aö verki staöiö meö allan undirbúning og framkvæmd af hálfu heimamanna, en nokkrar eiginkonur björgunarsveitar- manna á Siglufiröi önnuðust allar veitingar og var það framlag þeirra þeim til mikils sóma. Umdæmisstjóri björgunar- sveita SVFÍ á umræddu svæði er Gunnar Sigurösson frá Blöndu- ósi. Akveöið hefur veriö aö sams- konar námskeiö verði haldiö á vegum SVFl fyrir björgunar- sveitir á NA-landi. Verður þaö á Húsavik 23. — 25. febrúar n.k. —mhg Ágústa Þorkelsdóttir, Refstad, sendir: úr Vopnafirdi Fréttir Agústa Þorkelsdóttir á Ref- stað I Vopnafirði sendi Land- pósti eftirfarandi fréttabréf. Birtist fyrri hluti þess hér á sið- unni i dag en siðari hlutinn á morgun: Ég færist vist fullmikið I fang að ætla að dkrifa fréttabréf héð- an úr sveit að mestu um atburði liðins árs. 1 þvi fréttaflóði, sem á manni dynur úr útvarpi og blööum vilja heimafréttir fyrn- ast fljótt. En tilraun skal gerð og byrjað á veörinu, enda ræður það miklu i mannlifi til sveita. Veðurfar Tiðin var rysjótt allt áriö. Svo óvanalega breytileg aö minnti mig helst á uppvaxtarárin syðra. Snjór var ekki mikill og stórviröi fátiö en leiöindaskakst- ur þorrann og góuna. En voriö kom svo til á réttum tima og allt leit vel út. á sauöburöi, annir miklar en frjósemi og græn grös lyftu hugum yfir hversdags- annirnar. En Adam var ekki lengi i Paradis. Meöan frambjóöendur þeystu i krossferö sinni um kjördæmiö hljóp kyrkingur i sprettuna. 1 kuldatlð júni- mánaöar var kominn haröinda hrollur I svartsýnustu bændur. Þeir bjartsýnu byrjuöu svo aö slá hýjung af túnum sinum I ann- ari viku i júli, en máttu yfirgefa vélar i miöjum flekkjum og halda i hús i tvær stórrigninga- vikur. A meöan spratt og spratt svo jafnvel sumum bændum þótti nóg um. Viö fengum svo góöan þurrk i hálfan mánuö. Og nær undantekningarlaust áttu bændur mikil og góö hey þá upp var staöiö. Haustiö var likt og venjulega, skiptust á skin og skúrir, kannski meira af þvi siöar- nefnda. Snjór kom, en ekki i þeim mæli, aö fólki hér blöskr- aöi. Um jól var meö eindæmum góö færö. Má vist til einstæöra tiðinda telja, aö bændur hér á Refstað 2, sátu jólaboö i Mööru- dal á Fjöllum jóladag. Voru þeir 4 tima hvora leiö, fararskjórinn vafasamur Moski á sumar- dekkjum og keöjum aö aftan, reyndar varö önnur þeirra eftir I snjóskafli þar efra. En svo fór gamaniö af um ármótin og færö heldur slæm siöan. Framkvæmdir og af- koma Og þá er aö snúa sér aö öörum þætti mannlifsins, afkomunni og framkvæmdum til bóta á þvi sviði. Flestir hér stunda blandaöan búskap, sauöfjár- og nautgriparækt. Litilsháttar hænsnarækt, er varla nægir til aö sjá heimamarkaöi fyrir eggj- um, kjúklingarækt engin. Hér er bara framleiddur alvörumatur, engin gervifæöa, segja bændur, Afréttir eru hér mjög gjöful- ar, meðalþungi dilka góöur. Af- koma bænda góö, miöaö viö landsmælikvaröa innan bænda- stéltarinnar. Byggingafram- kvæmdir ekki miklar, eitt úbúöarhús i byggingu, á stöku staö minniháttar hlööu- og geymslubyggingar. Tvö ný fjós voru tekin I notkun á árinu. Meö haustdögunum fengum viö tvo tankbila til mjólkur- flutninga og flestir mjólkur- framleiöendur fengu kælitanka og rörmjaltakerfi. Viöa léttist brúnin á bændakonunum, þegar mjóikurbrúsar hurfu úr umferð. Brúsaþvottur heyrir þá loksins fortiöinni til og saknar þess eng- inn. Fjósverk öll oröin léttari. Lá við eidsvoða Undirrituö veröur aö viöur- kenna aö litlu munaöi aö þaö kviknaöi i eldhúsinu út frá henni, þegar viöbótarskatt- seöillinn barst hingaö i slátur- tiöinni. Þótti henni þá sem skerðast mundi um fé til menningarneyslu, þegar greitt væri framlag til samfélags- þarfa. Datt helst i hug, aö I leit- inni aö breiöu bökunum heföi veriö notaö málband á herðar meölima stéttarfélaganna, Agústa Þorkelsdóttir. bændur trúlega vel vöðvaðir I baki vegna starfa sinna. En skömm er aö kvarta meö- an nóg er aö éta. Gömlu máls- háttakerlingarnar eins og hún amma mln heföu sjálfsagt sagt: „þeir gjalda, sem geta þaö”, ellegar: „þeir missa, sem eiga þaö”. Mikiö voru þær nú skemmtilegar kerlingar. Ég hef heyrt, aö á kreppuárunum I dentiö hafi þær rétt fóki sinu nóg af málsháttum meö þrumaran- um og margarininu og alliroröiö saddir. En þetta var nú útúrdúr. Hlunnindi og heilsuvernd Hlunnindabúskapur, annar en laxveiðar, er litiö stundaöur hér i sveit. Rekajaröir fáeinar en af reka hef ég litiö frétt. Selveiðum hefur litilsháttar veriö sinnt úti á ströndinni aö noröanveröu og Fagradælingar, búsettir i þorp- inu, skreppa ennþá úteftir og nýta eitthvaö af hlunnindum Fagradalsjarðanna. Gljápika, B.Bardot, hefur sjálfsagt oröið til þess, aö veröfall hefur orðiö á selskinnum rétt eins og á henn- ar söluvöru. Bretaprins, peningaprinsar, já, jafnvel Norðfjarðargoðinn og prinsar ur þvi plássi eru vitlausir i að veiöa hér I ám. Hafa bændur af þvi nokkrar tekjur. Hafa þær heldur aukist árlega meö auknu áliti vatnsfalla okkar. En hvernig var þaö, voru ekki kratarnir og Ólafur Ragnar meö tilburöi á alþingi I haust til aö stöðva þennan aukapening til bænda? Nú biðum viö bara eftir að vita hvort þeir meintu eitt- hvað meö þvi eða þetta var bara gert upp á grin, vegna skorts á öðru sniöugu. Þokkalega er séö fyrir heilsu- verndarmálum byggöarlagsins. Mannalækni höfum viö hér, en dýralækni sækjum viö til Þórs- hafnar. Heilsuverndarstöö hef- ur veriö I byggingu frá 1976 og er alltaf unniö þar ööru hvoru, eftir þvi, sem auraráö leyfa. Máttarvöldin senda okkur vel- signaöar pestir ööru hvoru, svona rétt til aö halda þeim gamla siö aö eitthvaö sé „aö ganga” þá og þá. Framh. Agústa Þorkelsdóttir, Refstaö.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.