Þjóðviljinn - 10.05.1979, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 10. mai 1979
MINNING
Kristján Jónsson
Fœddur 20. sept. 1911 — Dáinn 1. maí 1979
Fregn af andláti góðs vinar
fylgir ávallt þungur hljómur,
jafnvel þótt hún hafi ekki komið á
óvart. Nú þegar Kristján Jónsson
er genginn, loðir slikur hljómur i
hlustum mér og sameinast meö
einhverjum hætti miklum vor-
kulda. ÉgJit um öxl og verð sann-
ast sagna undrandi, þegar það
rennur upp fyrir mér, að senn eru
fjörutiu og þrjú ár liðin siöan
kynni okkar hófust. Ég kom
hingað til Reykjavikur að áliðnu
sumri 1936, hugðist semja hér
skáldsögu, svo sem titt var um
ýmsa sveitapilta á þeim árum og
fór að spyrjast fyrir um herbergi.
Þá bárust mér þau skilaboð frá
Kristjáni Jónssyni, sem ég þekkti
naumast i sjón og hafði aldrei
rætt við, að hann byði mér að
vera um tima að kostnaðarlausu I
herbergi einu i ibúð sinni að
Eiriksgötu 25, þar sem hann bjó
ásamt Herdisi Kristjánsdóttur
móður sinni, Bjargmundi Sveins-
syni stjúpföður sinum og þremur
systkinum. Þegar ég ætlaði að
fara að taka á mig náðir fyrsta
kvöldið i þessu ágæta herbergi,
birtist Kristján i dyrunum,
hávaxinn maður, hraustlegur og
vasklegur, bjartur yfirlitum og
sviphreinn. Ertu ekki tii i að
hlusta með mér á plötu? spurði
hann blátt áfram og bauö mér inn
i stofu sina, þar sem hann átti
fyrirtaks grammófón á þeirrar
tiðar kvaröa og allmargar hljóm-
plötur með sigildri tónlist. Siðan
bar það oft við meðan ég bjó hjá
honum og fólki hans, að við hlust-
uðum saman á tónverk, sem urðu
mér einsogopinberunfegurðarog
unaðssemda. Mér vannst lika vel
á Eirfksgötu 25. I nóvember lauk
ég við einhverskonar skáldsögu
og las þvi næst af henni prófarkir,
en á jólaföstu kvaddi ég vel-
gerðarmann minn og sigldi til
Kaupmannahafnar. Mig fór þó
brátt að gruna, að sakir reynslu-
leysis og margháttaðrar fávizku
hefði mér ekki auönazt að semja
góða bók. Um hitt þurfti ég ekki
að efast, að ég hafði kynnzt góðu
og ógleymanlegu fólki.
Kristján Jónsson hafði yndi af
útivist i tómstundum sinum, og á
árunum fyrir siðari heimsstyrj-
öld mun hann hafa iðkað nokkuð
Iþróttir, til að mynda skiðaferðir
og fjallgöngur. En snemma á
styrjaldarárunum hafði ég veður
af þvl, að þessi knálegi atgervis-
maður gengi ekki lengur heill til
skógar. Hann var sjálfur óvil-
samur, gerði litið úr lasleika
sinum og kvaðst mundu hrista
hann af sér. Um svipað leyti
stofnaði hann heimili, og hygg ég
að allir geti undir það tekið, sem
Tímaritið
SAMSTAÐA
var að koma út
i 7. hefti er löng grein um Iran, þrjár greinar
um Kapútséu frá mismunandi sjónarmiðum,
auk greina um Vietnam, Tæland og maóism-
ann.
SAMSTAÐA hefur einkum birt greinar um
ástand mála i 3. heiminum. I fyrri heftum
hefur verið fjallað um mörg lönd Afríku og
rómönsku Ameríku.
Nú hefur grundvöllur tímaritsins verið víkk-
aður, það á einnig að taka fyrir íslensk mál-
efni og sósíalísk fræði.
SAMSTAÐA er óháð tímarit, opinn umræðu-
vettvangur íslenskra sósíalista, þar geta þeir
viðrað mismunandi hugmyndir sínar.
Áskriftargjald er 2000 kr. fyrir tvö tölubiöð —
36 þéttprentaðar síður.
Gerist áskrifendur með því að greiða 2000 kr.
á póstgíró 21604-6 eða með því að hringja í
sima 21604.
Þeir sem gerast áskrifendur fyrir 15. maí, fá
7. tbl. heimsent.
Bifvélavírkjar —
vélvirkjar
eða menn vanir viðgerðum þungavinnu-
véla óskast til starfa. Fæði og húsnæði á
staðnum. Upplýsingar á skrifstofu vorri
Keflavikurflugvelli daglega, ennfremur á
skrifstofu vorri i Reykjavik Lækjargötu
12, Iðnaðarbankahúsi efstu hæð, föstudag-
inn 11. mai kl. 14-16.
íslenskir aðalverktakar s.f.
kynnzt hafa konu hans, Sigriði
Helgadóttur, að um mannkosti
eigi hún fáa jafningja. Þau hjónin
eignuðust dóttur, mikið efnis-
barn, sem hlaut nafn Herdisar
ömmu sinnar og varð eins og geta
má nærri eftirlæti foreldra sinna.
En skugginn hélt áfram að
dökkna: Sjúkdómur Kristjáns,
asmaveikin, ágerðist án afláts og
gekk brátt svo nærri honum, að
hann afréð að reyna að leita sér
lækninga vestur I Bandarikjum,
sigla á miklum hættutimum yfir
þvert Atlantshafið. Mér er I minni
hvað mér hnykkti við, þegar
fundum okkar bar saman vestan-
hafs á útmánuðum 1944. Svo
mjög hafði hann látið á sjá — og
gat nú ekki framar dulið fyrir
öðrum, hversu þjáður hann var.
Þvi fór samt fjarri, að hann
kvartaði, heldur taldi hann góðar
horfurá þvl, að hann kæmist senn
til fullrar heilsu með aðstoð
færustu sérfræðinga. Þær vonir
brugðust honum aö mestu. Hann
átti eftir að leita aftur og aftur á
fund erlendra lækna, og vissulega
urðu þeir honum að miklu liði, en
sjúkdóminn losnaði hann aldrei
við. Til hinztu stundar varð hann
dag hvern að halda honum I
skefjum með lyfjum, en vissi þó
einlægt af honum og var með
köflum ilia haldinn.
Þrátt fyrir þessa þungbæru
raun var Kristján eljumaður á
hverju sem gekk, starfsamur og
kappsamur. Hann var upp alinn
við fátækt, tók snemma þátt i llfs-
baráttunni og reyndist þegar á
barnsaldri hörkuduglegur. Af
sjálfsdáðum tókst honum að afla
sér verulegrar menntunar bæði
hér og erlendis, en á samfelldu
námi i menntaskóla og háskóla,
sem hugur hans stóð til, voru
engin tök. Hann sneri sér að
verzlunarstörfum og varð skjótt
kunnur á þvl sviði, rak hér ára-
tugum saman nokkrar matvöru-
búðir, sem höfðu orð á sér sakir
snyrtibrags og vöruvöndunar, en
einnig stýrði hann rekstri fleiri
fyrirtækja, svo sem bókaverzl-
ana. Aðrir munu þó færari en ég
til að fjalla um störf hans öll á
þessum vettvangi; en mig langar
til að drepa lltillega á annan þátt i
ævi hans, sem fáum mun vera
kunnur vegna áskapaðrar hlé-
drægni hans og eindreginna
fyrirmæla um að láta sin þar að
öngvu getið. Kristján hafði sem
sé um langt skeið drjúg áhrif á
framgang margra þeirra hluta I
islenzku menningarlifi, sem
horfðu til heilla. Yndi hans af
listum og lifandi áhugi hans á
viðgangi þeirra og vexti spratt af
innri þörf. Hann varð ungur vinur
og félagi þjóðkunns manns,
Ragnars Jónssonar bókaútgef-
anda, og hygg ég að allar götur
siðan hafi þeir haft samvinnu og
samráð um menningarleg efni.
Hann komst einnig ungur i kynni
við marga helztu listamenn og
rithöfunda þjóðarinnar og bar
verk þeirra og hag mjög fyrir
brjósti. Ég nefni hér einungis
þrjá: Halldór Laxness, Ásgrim
Jónsson og Jóhannes Kjarval. Sá
siðastnefndi var i raun tengdur
honum, þar eð Bjargmundur,
stjúpfaðir Kristjáns, var bróðir
Kjarvals. Sennilega er þaö á
fárra manna vitoröi, hvilikan
hauk I horni Kjarval átti, þar sem
Kristján var, enda má segja aö
gagnger umskifti hafi orðið um
aðbúð þessa meistara og jafn-
framtum viðhorf annarra til hans
eftir að þeir kynntust. Vakinn og
sofinn kappkostaöi Kristján að
verða honum að liði: hjálpaði
honum að sýna verk hans og selja
þau, bauð honum að búa i húsi
sinu og hafa þar ákjósanlega
vinnustofu auk þeirrar sem hann
leigöi I Austurstræti, gætti þess að
eftir honum væri munað á
hátfðisstundum I llfi hans, sýndi
honum i einu orði fágæta um-
hyggju og drengskap. Þegar
ákveðiö var að Helgafell gæfi út
bók um Kjarval, féll það að veru-
legu leyti i hlut Kristjáns að
draga að föng I hana. Og það var
elskulega dóttur. Honum varð vel
til vina, þvi að öllum sem kynnt-
ust honum eitthvað að ráði hlaut
að þykja vænt um hann og láta
sér annt um hann. Honum var sú
gáfa gefin að geta notið þeirra
verðmæta sem hvorki mölur né
ryð fá grandað: náttúrufegurðar,
lista og bókmennta. Nú þegar
hann hefur verið kvaddur brott
með þungum hljómi, býr þakk-
læti, söknuður og tregi i hugum
vina hans og félaga. Við hjónin og
synir okkar vottum öllum ást-
vinum hans dýpstu samúð á
skilnaðarstund.
Blessuð sé minning þessa
mikilhæfa manns og góða drengs.
Blessuð sé minning Kristjáns
Jónssonar.
Ólafur Jóhann Sigurðsson
nú ekki verið að kasta höndunum
til neins: Heimsfrægur snillingur
var fenginn til að semja formála
að bókinni, litprentanir allar
gerðar hjá viðkunnu erlendu
firma og jafnframt vandaðri
myndamót en hér höfðu áður sézt,
úrvalspappír keyptur og bezta
prentsverta sem völ var á, bók-
bandsefni valið af mikilli kost-
gæfni og smekkvisi. Fyrirmæli
um umbrot, röðun og skipan
mynda, gaf Kristján einnig. Og
meðan á vinnslu bókarinnar stóð
mátti heita, að hann væri með
annan fótinn I prentsmiðjunni til
þess að sjá um að ekkert færi úr-
skeiðis. Ég dreg ekki i efa að sitt-
hvað megi finna að útliti og frá-
gangi þessarar bókar um Kjar-
val; en þó er ég sannfærður um,
að þegar hún kom út haustiö 1950
hafi naumast verið unnt að knýja
fram hérlendis betri árangur um
gerð hennar alla.
Fjölmörg dæmi önnur um hug
Kristjáns til islenzkra listamanna
erumér kunn, en ég tel mér ekki •
heimilt að rekja þau i þessari
fátæklegu kveðju minni. Hann
var maður höfðingsskapar og
mikillar lundar, þar sem ekkert
smálegt fékk þrifizt. Vinum
sinum reyndist hann tryggðatröll
og einstaklega fundvis á leiðir til
að sýna þeim ræktarsemi og
gleðja þá. Sá var til að mynda
háttur hans árum saman að bjóða
mér á hverju sumri, og stundum
oft, austur á æskustöðvar mlnar
við Sog, ýmist með sér einum ell-
egar góðum félögum. Margar
þessara ferða urðu mér ekki
aðeins til mikillar hressingar og
skemmtunar, heldur og til and-
legs ávinnings. Kristján var að
eðlisfari alúðin sjálf, glaðvær og
ræðinn, en i ofanálag bráðskarp-
ur, svo að unun var að blanda geði
við hann, ekki sizt i einrúmi,
þegar talið snerist um þau efni
sem hann bar sérstaklega fyrir
brjósti. Seint munu mér líða úr
minni þeir morgnar, þegar viö
gengum saman um döggvot kjörr
i bungóttu hrauninu við Sog, ell-
egar þau kvöld, þegar við sátum á
fljótsbakkanum undir roðnandi
himni og hlustuðum á tónlist flúða
og strengja. Kristján unni ættjörð
sinni heitu hjarta og skynjaði
fegurð hennar af miklum næm-
leika, eins og ljósmyndir þær og
kvikmyndir, sem hann tók stund-
um sér til gamans, báru glöggt
vitni um. Ein þessara stuttu kvik-
mynda hans er þar að auki ákaf-
lega merk heimild. Hún er tekin á
Þingvöllum, liklega fyrir aldar-
fjórðungi eða svo, á haustdegi
eins og þeir geta orðið fegurstir.
Kjarval er að keppast við að mála
á barmi Almannagjár, runnar og
lyngþúfur glóa, vatnið er sam-
felld skuggsjá himins og
góðveðursskýja. Þegar degi tekur
að halla og Kjarval er i þann veg-
inn að ljúka viö málverk sitt, ber
það til tiöinda að bifreið á suður-
leið nemur staðar á þjóðveginum
og út úr henni snarast enginn
annar en Asgrimur Jónsson list-
málari. Meistararnir heilsast
með miklum glæsibrag, ræðast
við I bróðerni nokkra stund og
kveðjast siðan. Ég leyfi mér að
spá þvi, aö þessi stutta kvikmynd
verði talin gersemi þegar fram
liða stundir — og muni þá verða
sýnd þjóðinni oft og mörgum
sinnum.
Þeir einir sem reynt hafa,
munu geta um það borið, hvilik
þraut er i þvi fólgin að þurfa að
striða við heilsubrest áratug eftir
áratug, svo sem Kristján Jónsson
varð að gera. Aö öðru leyti var
hann mikill gæfumaður. Hann
átti frábærlega góöa konu og
Með Kristjáni Jónssyni, Njáls-
götu 64, er fallinn i valinn einn
mesti mannkostamaður, sem ég
hef kynnst á lífsleiðinni. — Al-
menningur áttar sig máske betur
á manninum, þegar minnt er á
hann Kidda i Kiddabúð.
Þjóð vor mun seint eða aldrei fá
að vita til fulls hvað hún á honum
að þakka I listaverkum Kjarvals
frænda hans. Kristján tók hann
eitt sinn i vinnustofu til sin I húsi
sinu, bjó þar vel að honum og sá
um hag hans með umhyggju og
hagsýni til þess að listamanninn
mikla þyrfti ekkert að skorta til
að geta tjáð þjóðinni sina voldugu
innsýn og hugsýn.
Þegar róttækir verkamenn
Reykjavikur stóðu i harðastri
baráttu fyrir brauði sinu og lifi,
gegn kreppu, atvinnuleysi og of-
sóknum og þurftu á skeleggum
blöðum og flokki að halda til þess
að heyja sitt strlð þá studdi hann I
kyrrþey af mikilli fórnfýsi að þvl
að gera þeim það kleift — og hélt
þvl áfram alla ævi.
Þegar Þjóðviljinn hóf göngu
slna sem dagblað 1936 og Mál og
menning hóf starfsemi sína 1937
bjuggum við þrlr i nágrenni á
Njálsgötunni: Kristján i nr. 64,
Kristinn I nr. 72 og ég I nr. 85. —
Við sáumst þá oft og þaö þykist ég
vita, að ef Kristinn mætti mæla nú,
þá hefði hann ekki siður þurft aö
lýsa þvl og þakka en ég hvilikt
happ það var að eiga þar , hauk i
horni er Kiddi var.
Kristján var skipulagsmaður
meö afbrigðum eins og búðir hans
báru vott um. Þvi var það, er eitt
sinn stóð fyrir dyrum forstjóra-
breyting hjá Kron, að Sigfús
Sigurhjartarson, formaður Kron,
fór til Kristjáns til þess að reyna
að fá hann sem forstjóra Kron og
kaupa þá af honum búðirnar hans
um leið og hefði það verið stórt
stökk fram á viö. En þá var sá
sjúkdómur Kristjáns, er versnaði
siöar, farinn að angra hann og
valda honum frátöfum frá störf-
um, svo svar hans var jafn einfalt
og ábyrgðarrikt, sem hans var
von og visa:
Ég get ekki ætlast til þess
að fjöldasamtök geti sætt sig við
þær frátafir, sem ég verð að
leggja á verslun mlna.
Ég veit að gamlir góðir sam-
ferðamenn frá þessum erfiða
tlma hefðu ekki siöur en ég sögur
að segja, er lýsa myndu mann-
kostum þessa hægláta en for-
kunnarduglega manns, ef þeir
tækju að skýra frá þeim eða
mættu nú mæla.
Aldrei mun ég og fjölskylda
min gleyma þvi drengskapar-
bragði, er Kristján sýndi okkur
mánudaginn 28. april 1941, daginn
eftir að breski herinn flutti mig af
landi brott. Þá hringdi Kristján
strax um morguninn i Sigrlði
konu mlna og baö hana taka allt
það út I búð sinni, er hún og barn-
ið þyrftu og aldrei hugsa um
borgun. Sllktgleymist aldrei, þótt
ekki þyrfti að hagnýta sér það
fagra og góða boð, af þviAlþingi
sýndi þá einnig drengskap^ En
gerð Kidda var hin sama.
Það er gott fyrir þjóð og
einstaklinga að eiga slika menn.
Gott er sárþjáðum að sofna
svefninum eilifa. Þótt sárt sé að
sjá á bak sllkum drengskapar-
manni, þá er þó sárara hans nán-
ustu að sjá hve hart kvöl leikur
góðan dreng.
Þökk sé Kristjáni fyrir allt, sem
hann var og vann I lífinu. Konu
hans, Sígrlöi Helgadóttur, dóttur
hans og ástvinum öllum sendum
við innilegustu samúöarkveðjur.
Einar Olgeirsson