Þjóðviljinn - 10.05.1979, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 10. mal 1979
UOOVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis
t'tgefandi. l'tgáfufélag Þjóöviljans
Kramkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Arni Bergmann. Einar Karl Haraldsson.
Fréttastjóri: Vilborg Harftardóttir
l msjónarmaóur Sunnudagsblafts: Ingólfur Margeirsson
Rekstrarstjóri: Úlfar Þormóösson
Auglýsingastjóri: Rúnar Skarphéöinsson
Afgreiöslustjóri: Filip W. Franksson
Klaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, GuÖjón
F'riöriksson, Ir.gibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Gíslason. Sigurdór
Sigurdórsson.
Erlendar fréttir: Halldór Guömundsson. Iþróttafréttamaöur:
Ingólfur Hannesson. Þingfréttamaöur: Siguröur G. Tómasson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson.
útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar.
Safnvöröur: Eyjoifur Arnason
Auglýsingar: SigríÖur Hanna Sigurbjörnsdóttir. Þorgeir ölafsson
Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir. Jón Asgeir SigurÖsson.
Afgreiösla: Guömundur Steinsson. Hermann P Jónasson. Kristín Pét-
ursdóttir.
Slmavarsla: Ólöf Halldórsdóttir. Sigríöur Kristjánsdóttir.
Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir
Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir. Halla Pálsdóttir. Karen Jónsdóttir.
t'tkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson.
Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6. Reykjavlk. sfmi 8 13 33.
Prentun: Biaöaprent hf.
Öbreytt ástand,
óbreytt ráðleysi
• Margir aðstandendur Sjálfstæðisflokksins höfðu
hátt fyrir landsfund flokksins. Það stóð mikið til. Það
átti að snúa baki við hentistefnu og málamiðlunum og
taka hiklausa stefnu á hreinlegri kapítalíska búskapar-
hætti, sem þeir nú kalla frjálshyggju í hverju orði. Það
átti að bæta fyrir pólitískt ráðleysi með því að efla og
breikka forystu flokksins og jafnvel breyta henni.
• Nú er landsfundi lokið og djarf leg ummæli og fyrir-
heit hafa reynst stormur í vatnsglasi. Forystan er
óbreytt. Breikkun forystunnar gufaði uppásamtmeð því
ritarastarfi sem ætlað var fyrrum borgarstjóra í
Reykjavík og veit enginn hvað af því hef ur orðið. Albert
Guðmundsson sýndi að hann hef ur nokkurt f ylgi, en ekki
svo mikið að liði Geirs staf i minnsta hætta af. Geir Hall-
grímsson er ótvíræður sigurvegari landsfundarins og
þar með — óbreytt ástand. Það eina sem gerðist í for-
ystumálum flokksins var það, að Davíð Oddsson kom
með framboði sínu í veg fyrir að Gunnar Thoroddsen
félli úr varaformannsstöðu og lýsti sjálfum sér í leiðinni
sem þeim Davíð sem slæst við f leiri en einn Golíat — og
mun þá væntanlega til ríkis kvaddur í fyllingu tímans
eins og fyrirmyndin,
• Svipað verður uppi á teningnum þegar skoðuð er
stjórnmálayfirlýsing landsfundarins, sem sver sig mjög
rækilega í ætt við hinn hefðbundna, landsföðurlega ósk-
hyggjustíl, sem stærsti flokkur landsins hefur lengstaf
iðkað. Yfirlýsingin hefst á upptalningu á ýmsu því sem
kalla má íslenska velgengni og er sá listi gerður í anda
þeirrar ógagnrýnu sjálfumgleði sem segir á þá leið að
aldrei höfum við lifað betur — og mest er það Sjálf-
stæðisflokknum að þakka. Er í því sambandi vísað til
þess sem kallað er „farsæl forysta ríkisstjórnar undan-
farið kjörtímabil". Það er ekki annað að sjá en að
stuðningsmönnum f lokksformannsins hafi gengið vel að
fá blessun landsfundarins yfir þá stjórnarforystu sem
leiddi til mikilla ósigra f lokksins í fyrra — og reyndar er
ekkert á ósigra minnst í yfirlýsingunni. Til dæmis um
hinnánægða tón yf irlýsingarinnar má taka ummæli eins
og þau, að „lifskjör eru nú betri og jafnari en áður".
Ekki er Ijóst við hvaða tíma orðið „áður" er miðað, en
ummæli af þessu tagi hljóma óneitanlega nokkuð annar-
lega þegar við vitum, að einmitt í tíð síðustu ríkis-
stjórnar hófst mikill landflótti ungs fólks, sem enn
stendur, og aðþaðer einmitt óánægja með ójöfn lífskjör,
sem er sterkasti þátturinn f stéttasviptingum síðastlið-
inna mánaða.
• Þess í stað reynir Sjálfstæðisflokkurinn að útmála
vandann með almennum orðum sem einna helst láta að
því liggja, að þjóðin sem heild sé fallin í synd. „Sundur-
lyndi og f lokkadrættir eru nú meiri en oftast áður. öf und
og rígur eru á milli starfsgreina, stétta og iandshluta."
Ekki er gerð minnsta tilraun til að skoða f orsendur þessa
syndafalls heils samfélags, sem Sjálfstæðisflokkurinn
hefur reyndar mótað umfram aðra pólitíska flokka í
krafti stæðrar og langvarandi stjórnarforystu. Þess í
stað er farið með formúlu, sem flokkurinn reynir allt
hvað hann getur til að sýna sem nýjan sannleika, jaf nvel
þótt hún sé eldri en allir íslenskir flokkar samanlagðir.
En það er sú formúla sem segir, að allt muni þá lagast ef
dregið sé úr umsvif um ríkisins en þeim mun meira vald
fært frá stofnunum, háðum vilja almennings, til þeirra
sem f jármagn eiga. Þessi boðskapur hefur nú dunið a11-
lengi í eyrum manna, sem fyrr segir, og heitfengustu
talsmenn hans hafa jafnvel kallað hann uppreisn. En í
yfirlýsingu landsfundar er sem einnig úr þessu hæpna
fagnaðarerindi séu allar tennur dregnar, málflutning-
urinn er allur ósköp kollhúfulegur og laus við sann-
færingarkraft.
• ( Sjálfstæðisflokknum hefur hið óbreytta ástand, hið
óbreytta ráðleysi, sigrað á öllum sviðum. Það eina sem
verður þeim flokki að liði eru mistök andstæðinganna.
—áb
Trúnaðarmaður
Geirs
Þaö þótti býsna kúnstugt i
haust þegar hægri hönd Geirs
Hallgrimssonar, stundum
nefndur ,,Aðal-Geir”,gerðist rit-
ari á rikisstjörnarfundum.
Björn Bjarnason kom inn I for-
sætisráðuneytið með Geir Hall-
grimssyni, fyrst sem óformleg-
ur aðstoöarmaöur, en siðan sem
skrifstofustjóri. Hann starfaði
þó alla tið hægri stjórnarinnar
sem sérstakur aðstoðarráð-
herra forsætisráðherra og
fylgdi honum nánast hvert fót-
mál.
Meðal annars vegna hinna
sérstöku pólitisku trilnaðar-
starfa fyrir Geir Hallgrimsson
formann Sjálfstæöisflokkksins
var embættismaðurinn Björn
Bjarnason spurður i haust að
þvi hvort hann hygðist skipta
um starf eftir stjórnarskiptin. 1
Þjóðviljanum 22. september sl.
svárar hann heldur snúðugt:
— „Hvers vegna aö spyrja
mig um það frekar en aðra em-
bættismenn? Þetta er mitt per-
sónulega mál og ég hef minum
skyldum að gegna sem em-
bættism aður.”
1
i A CD í|/ A ísland úr NAl . MrnllVMHerinnburt o -
liBHSl ) k™í=sMI^:is mttu : ffja
| [ISHiíE ii
Pessvagna var spurt um starfsskipti
;Hafði opinber af-
I
Embœttismaður
og pólitíkus
Þar sem „Aðal-Geir” svaraði
i rauninni með spurningu þótti
Þjóðviljanum sjálfsögð kurteisi
að svara henni i blaðinu daginn
eftir,23. september. Isvarinuer
m.a. bent á að Björn Bjarnason
hafi verið einn helsti sérfræð-
ingur Sjálfstæðisflokksins i „ör-
yggismálum” fyrir kosningarn-
ar 1974 og voru þýöingar Björns
upp úr NATÓ-skjölum þýðing-
armikill liður I hræðsluáróðri
Morgunblaðsins f „Varnar-
málum” i kosningaslagnum.
Að unnum kosningasigri gerö-
ist Björn Bjarnason sérstakur
trúnaðarmaður Geirs Hall-
grimssonar forsætisráðherra og
var nánast sem skugginn hans
alla stjórnartið íhalds- og
Framsóknar.
Viö þetta bætist sú staðreynd
að „embættismaöurinn” Björn
Bjarnason, skrifstofustjóri for-
sætisráöuneytisins,blandaði sér
einnig f kosningabaráttuna fyrir
alþingiskosningarnar 1978.
Vikurnar fyrir þingkosning-
arnar og eftir fall Reykjavikur
gerði Morgunblaðið örvænting-
arfulla tilraun þess að snúa at-
hygli landsmanna frá kjara-og
atvinnumálum að útþenslu-
stefnu Sovétmanna og ágrein-
ingsefnum i utanrikismálum.
„Embættismaðurinn” Björn
Bjamason veitti blaðinu liðsinni
i þessum efnum og blandaði sér
i pólitiskt hitamál undir for-
merkjum Sjálfstæðisflokksins.
Einkamál Aðal
Geirs
Það var þvi ærin ástæða til
þess aö spyrja hvort manni meö
sllka fortið væri teystandi til að
gegna hlutverki þess embættis-
manns sem er i nánastri snert-
ingu við alla stefnumótun innan
rikisstjórnarinnar. Nú kemur
það og upp úr dúrnum aö sögn
Visis og Dagblaðsins að Björn
Bjamason muni senn gerast
sérstakur ritstjórnarfulltrúi á
Morgunblaöinu. Vitneskjan sem
„embættismaðurinn” hefur afl-
að sér á rikisstjórnarfundum i
vetur mun án efa reynast hon-
um drjúgt vegarnesti i pólitisk-
urri skrifum fyrir Morgunblaðið.
En enn sem fyrr svarar Björn
Bjarnason þvi til að hvaö hann
starfi sé „sitt einkamál”— (sjá
Dagblaðiö).
Aðal-Geir víki
úr stjórn
Einkamál „Aðal-Geirs” koma
þó ýmsum öðrum viö en honum
sjálfum aö þvi er snertir starfs-
val hans og þá aðstöðu sem
hann hefur haft að undanförnu.
Þaðer nefnilega mikil spurning
hvort meta eigi hann sem tákn
um samhengið i islenskum
stjórnmálum, eða pólitískan
njósnara Sjálfstæðisflokksins
innan núverandi rikisstjórnar.
Annarsstaðar með þjóðum
myndu „einkamál Björns
Bjarnasonar” vera talin póli-
tiskt siðleysi og gerö krafa um
að pólitískur rétttrúnaðarmað-
ur héldi sig við sina trú, en gerði
sér ekki far um aö leika hlut-
verk guöleysingja i pólitikinni.
„Aðal-Geir”heffii verið meiri
maður að ef hann hefði viður-
kehnt þetta sjónarmið i haust.
En úr þvi sem komið er hlýtur
þaö að vera skýlaus krafa að
væntanlegur ritstjórnarfulltrúi
Morgunblaösins verði ekki lát-
inn sitja rikisstjórnarfundi
framvegis.
Sigruðu sjálfan
sig
Málgögn Sjálfstæðisflokksins
Vfsir, Dagblaðiö og Morgun-
blaðið hafa gefið út þá sam-
ræmdu skoðun að allir hafi sigr-
að á landsfundi Sjálfstæðis-
flokksins. Meira aö segja menn
eins og Birgir tsleifur sem alls
ekki var I framboði eru sagöir
hafa unnið stóra persónulega
sigra.
Þessi krufning á niöurstöðu
landsfundarins sýnir fyrst og
fremsthversu óskhyggjan getur
leitt menn langt. Flokkurinn
klofnaði ekki I heröar niður, en
allt sem Sjálfstæðismenn hafa
verið a hnotabitast útaf á liðn-
um árum stendur enn i fullu
gildi. Forystan er veik og sund-
urlynd, engar skipulagsbreyt-
ingar til breikkunar á foryst-
imni voru samþykktar, og sömu
gömlu mennirnir sitja 1 sömu
embættunum og áður. En
ihaldsmálgögnin hafa sumsé
sameinast um að fanga þvi
óbreytta ástandi sem aðeins
fyrir nokkrum vikum var af
þeirra hálfu taliö óviöunandi.
Litlu verður Vöggur feginn.
Mótleikur Alberts
og Gunnars
Meginniðurstaðan er þó sú að
fyrir landsfundinn var ljóst að
Geirsarmurinn taldi sig hafa I
fullu tré við Gunnar Thorodd-
sen, og nú skyldu áralangar
væringar leiddar til lykta meö
þvi að fella hann frá varafor-
mennskunni. Framboð Alberts
var mótleikur til þess að rugla
spilunum og sýna meirihluta
flokksins fram á að ef hann
hygöist beita meirihlutavaldi
sinu til fúlls væri stór hluti
flokksmannatilbúinn til þess að
segja far vel.
Þessi mótleikur heppnaðist,
enda þótt segja megi aö fram-
boð Daviðs Oddssonar gegn
Goliötunum Gunnari og
Matthiasi hafi teflt honum i tvi-
sýnu. Liklegt er talið að fylgi
Daviðs heföi dreifst á varafor-
mannsframbjóðendurna tvo, en
ýmsir harðir landsbyggðar-
menn og/eöa andstæðingar dr.
Gunnars telja þó að Davið hafi
bjargað Gunnari frá falli, og
tryggt óbreytt ástand i flokkn-
um.
Sömu flokka-
drœttirnir
Meðal almennra flokksmanna
i Sjálfstæðisflokknum eru mikl-
ar umræður um landsfundar-
málin og sýnist sitt hverjum.
Enda þótt kyrrt verði látið um
sinn eru allir hinir sömu flokka-
drættir og áöur fyrir hendi og úr
engu ágreiningsmáli innan
flokksins skorið. Mörgum finnst
þaö pólitiskur heigulsháttur af
Birgi Isleifi að hafa ekki tekið
opinbera afstöðu f formanns-
kjörinu, en honum til málsbóta
má segja að Goliatarnir gerast .
nú gamlaðir og á næsta lands-
fundi er hugsanlega pláss fyrir
Birgi Isleif i varaformennskuna
og eins gott að hafa alla góöa
þangað til. En dæmigert fyrir
afrek Birgis Isleifs er það að i
allan vetur hefur hann setið með
I sveittan skallann i Valhöll við
Bolholt og lagt drög að skipu-
' lagsbreytingum innan flokks-
ins. A landsfundinum var öllu
hans verki fleygt á haugana til
þess að tryggja óbreytt ástand.
•ekh