Þjóðviljinn - 13.05.1979, Side 2

Þjóðviljinn - 13.05.1979, Side 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 13. mal 1979 Neyslu- punktar poppara • Ian Dury og hljómsveit hans Blockheads eru tilbúnir meB nýja plötu sem koma mun á markað i Bretlandi um miöjan mánuöinn. Platan ber þaö ágæta nafn „Do it Yourself”. Ian Dury var búinn aö lýsa þvi yfir aö hann myndi ekki vera aö flýta sér viö gerö nýrrar plötu. Kemur þaö þvi nokkuö á óvart aö svo skömmu eftir þessa yfir- lýsingu skuli hann tilbúinn meö nýja plötu. • Hljómsveitin Fleetwood Mac er nú aö leggja siöustu hönd á tveggja platna albúm sem kemur út i sumar. Siöasta plata þeirra, Rumour, kom út fyrir tveimur árum siöan. Eru þvi ansi margir aödáendur þeirra orönir langeygir eftir nýju efni frá Fleetwood Mac. • Electric Light Orchestra á sér stóran hóp aödáenda hér- lendis. Þeim til mikillar gleöi er ELO aö klára nýja plötu, „Dis- covery” sem væntanleg er inn- an skamms. • Peter Green, gitarleikar- inn, sem var aðalsprauta hljóm- sveitarinnar Fleetwood Mac á siöasta áratug, hefur nú hljóö- ritaö plötu fyrir tilstilli Micks Fleetwood. Platan, sem ber nafniö In the Skies, kom út i fyrradag og er hún sú fyrsta sem kemur frá þessum fyrrum gltarsnillingi I sjö ár. Peter Green kom mjög á óvart er hann dró sig I hlé á sinum tlma. Er taliö vist aö sálrænir kvillar hafi orsakaö brotthvarf hans úr skarkala poppheimsins. • Nýjasta plata Davids Bowie. „Lodger”, er væntanleg á markaö i lok mai. Var platan hljóörituö I Sviss og New York. Honum til aöstoöar eru m.a. Brian Eno, Carlos Alomar gitar, George Murray bassi, Roger Powell hljómborð og Dennis Brown trommur. Litla platan sem Bowie hefur nú þegar sent á markaö hefur fengiö gott lof gagnrýnenda. • Iggy Pop, sem áöur fyrr var meö Bowie, hefur stundum ver- ið kallaöur afi pönksins. Hann var einn þeirra sem lagöi grunninn aö þvi sem pönkiö byggir mikiö til á, og ruddi þessu tónlistarformi braut til vinsælda á nýjan leik. Iggy hefur nú sent frá sér nýja plötu sem heitir New Values. Þrátt fyrir aö nokkrar fyrri plötur hans hafi fengið nokkuö slæma útreiö gagnrýnenda, viröist þessi ætla aö lyfta nafni Iggys Pop uppá þann stall sem hann á sannarlega skiliö. Hafa menn erlendis i þaö minnsta lofaö NewValues mjög. Er þetta jafnvel talin vera hans besta plata. • Bill Bruford fyrrverandi trommari Yes, King Crimson og U.K. hefur sent frá sér nýja plötu meö sinni nýjustu hljóm- sveit Bruford. Platan heitir „One of a Kind” og gæti það nafn talist nokkuö táknrænt fyrir Bruford. Hann er gjarn á aö stoppa ekki lengi viö i neinni hljómsveit. Hann stofnaöi hljómsveitina U.K. á sinum tima en hætti strax eftir þeirra fyrstu plötu. Meö Bruford I hljómsveitinni eru Allan Hols- wort gitarleikari sem var með Bruford I U.K. og lék einnig á sólóplötu hans sem út kom i fyrra. Annar náinn kunningi Brufords, bassaleikarinn Jeff Berliner, er I sveitinni og svo Dave Stewart. Þaö veröur gam- an aö vita hvaö Bruford eirir lengi I Bruford. FINGRARÍM Brottför kl. 8 Mannakorn ■ >msjón: Jónatan Garðarsson Jakob Magnússon Þriðja plata Manna- korns, Brottför kl. 8, er tvímælalaust þeirra vandaðasta plata. Á henni eru lög Magnúar Eirikssonar utan eitt sem er amerískt country-lag eftir Jimmi Driftwood. Magnús Eiríksson er einn besti lagasmiður okkar, en jafnframt þvi er hann mjög slyngur gítarleik- ari. Þó aö þessi plata Mannakorns • sé nokkuð þung miöað viö hinar fyrri, venst hún mjög vel. Þaö sem kom mér mest á óvart viö þessa plötu var aö heyra hve góöur bassaleikur Jóns Kristins Cortes er.Hann er poppbassaleikari af gamla skólanum.Þétturog öruggur en jafnframt meö dálitiö rifinn hljóm. Samhljómunin hjá Jóni og Birni trommara er eins góö og frekast getur veriö. Er sam- hljómun þeirra mjög i þeim anda sem nýbylgjan hefur kall- aö fram á nýjan leik I poppinu undanfarin ár. Gltarleikur Magnúsar hefur liklega aldrei verið eins fjöl- breyttur á nokkurri plötu. Hann kann sifellt aö koma manni á óvart eins og t.d. i laginu Gallar. Þar bregöur fyrir skemmtilega ruddalegum gitarhljómum. „Ryþmaspiliö” I þessu lagi er fremur hrátt og minnir nokkuö á pönkiö. Gallar er athyglisvert lag sem gerir mikiö fyrir plöt- una. Söngur Ellenar Kristjánsdótt- ur nýtur sin mjög vel I lögum Magnúsar. Upphaflega var henni ekki ætlaö svo mikið rúm á plötunni sem raun ber vitni, en sem betur fer varð þróunin henni i hag. 1 laginu „Einhverstaöar einhvertlma aftur” koma einkenni Ellenar sem söngkonu mjög skýrt fram. Mun Magnús. hafa samið þetta lag sérlega fyrir hana og tekist mjög vel upp. Frá vinstri: Magnús Kjartansson, Pálmi Gunnarsson, Magnús Eriksson höfuöpaur Mannakorns, Ellen Kristjánsdóttir, Baldur Már Arngrimsson gitarleikari, Jón Kristinn Cortes bassaleikari og Björn Björnsson trommari. Þessi hópur ferðast nú um landið undir nafninu Mannakorn til að kynna nýju plötuna. Magnús Eiriksson semur alla texta plötunnar sjálfur. Eru þeir flestir ágætir. Standa þeir I þaö minnsta vel fyrir ofan þaö meöallag sem háö hefur is- lenskri textagerö mjög siöustu ár. Til aö mynda mættu menn vel draga lærdóm af textanum viö eina erlenda lagiö á plöt- unni, þ.e. Graöi rauöur. i þess- um texta nær Magnús vel aö koma til skila tilfinningu og merkingu upphaflega textans i ljóöi sem fellur vel aö laginu. Er þaö ekki oft sem slikt tekst. Meölimir Mannakorns eru allir gamalgrónir popparar og ýmsu vanir. Hafa þeir leik- iö saman i áraraöir og þekkja hver annan mjög vel. Það eru ekki margar nýjungar I tónlist þeirra, en þeir leika greinilega gott popp. ~jg Special T reatment Þótt tónlist sú sem Jakob Magnússon og félagar hans f lytja á plöt- unni Special Treatment hafi ekki mikið heyrst á íslenskum hljómplötum á hún sér hliðstaeður er- lendis. Allt frá þvi Herbie Hancock hljómborösleikari sló i gegn meö plötu sinni Headhunters 1973 hefur djass-rokk-fusion tónlistarafbrigöinu vaxiö hratt og örugglega fiskur um hrygg. Þetta er bræöslutónlist sem æ fleiri ungir djassleikarar hafa sótt i, og eins hafa framsæknir popparar einsog Jeff Beck, John McLaughlin o.fl. fundiö margt viö sitt hæfi I þessari tónlist. 1 sjálfu sér er nokkuð sérstakt aö Jakob Magnússon skuli vera að hasla sér völl meö þessari tónlist I landi sem alið hefur af sér ógrynninn öll af sér- menntuöum jazzmúsiköntum sem sækjast einmitt mest I þessa tónlist. Þar ætti aö vera mikiö meira en nægjanlegt framboö þess háttar tónlistar- manna. Enda eru þeir sem Jakob hefur valiö i hljómsveit sina gott dæmi um óþekkta en stórgóða tónlistamenn á þessari linu, sem viröast á hverju strái þarna vestra aö sögn kunnugra. Á hljómplötu sinni Special Treatment nýtur Jakob aöstoð- ar fjölmargra þekktra tónlistar- manna eins og glöggt má heyra. Lögin sem þeir Jakob og Steven Andersen bassaleikari semja saman eru alls ekki mjög frum- leg djass-rokk-fusion lög. Þau eru „týpisk” fyrir þessa tón- listarstefnu og eiga sér ýmsa kunningja annars staöar. Engu aö siöur eru þau vel saman sett, og sem fyrsta plata þessaar hljómsveitar er hún mjög góö. öll vinna er I hæsta gæöaflokki. Útsetningar og stjórnun þeirra Jakobs og Henrys Lewy eru mjög fagmannlega af hendi leystar eins og viö er aö búast. Engu aö siður finnst mér per- sónulega dálitiö höggviö á lif- legheitin og gieöina sem skein útúr fremur hrárri vinnslu þeirra laga sem komu út fyrir jólin á hvitu 4ra laga plötunni, Jobbi Maggadon og dýrin I sveitinni. Þaö er kannske óverö- ugt aö bera þessar tvær plötur saman. Sú hvita var aldrei hugsuö til útgáfu, heldur sem prufuupptaka fyrir ráöamenn W.E.A. Hljómurinn („sándiö”) á þeirri plötu er þvi liflegri og ber meiri keim af lifandi (live) spilamennsku. Þaö hefur veriö legiö meira yfir smáatriöunum á Special Treatment og allir vankantar snurfusaöir. Allir hlutir hafa veriö vel og vand- lega skoöaöir. Allt pottþétt. En einmitt þar finnst mér hafa ver- ið gert of mikiö. Hlutirnir eru aö minum smekk of pottþéttir, hljómurinn er mjög góöur, en jafnframt liflaus. Trommu- og bassaleikur er of þurr og matt- ur. Ef miðað er við hvltu plöt- una geta trommu- og bassa- leikarinnskilaö mjög liflegum og hressandi leik sem ekki kemur fram á Special Treatment. Eins finnst mér pianóleikur Jakobs ekki njóta sin nógu vel. Það er jafnvel aöeins of mikiö fyllt upp með hljómborös- „effectum”, synthziser o.fl. sliku sem gerir lögin of massiv. Jakob er oröinn óhemju góður tónlistarmaður, en þvi miður ber ekki jafn mikið á honum á þessari plötu og ég haföi vænst. Þrátt fyrir að ég sakni fersk- leikans, sem ég tel Jakob og félaga búa yfir I rikara mæli, er þessi plata örugglega ein sú besta er islenskur listamaður hefur staöiö aö. Jakob hefur náö lengra en nokkur kollegi hans hér heima og á hann vel skilið aö ná enn lengra i hinum stóra heimi tón- listarinnar. Þaö veröur gaman aö fylgjast meö honum I fram- tiöinni. —jg Jakob Magnússon.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.