Þjóðviljinn - 13.05.1979, Page 5
Sunnudagur 13. mal 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
FRÉTTAMAT
Hvaö er það sem ræður
því hvort atburður verður
að frétt eða ekki? Það er
alitaf eitthvað að gerast,
en ekki kemur það allt
saman í blöðum eða öðrum
fjölmiðlum sem frétt. Og
ekki eru allar fréttir stór-
fréttir.
Lífið á tunglinu
seldist vel
Til þess aö atburöur veröi aö
frétt, þarf fréttamaöur aö vera á
staönum, eöa einhver annar sem
ástæöu telur til þess aö skýra frá
þvi sem gerist. Þaö aö frétta-
menn fari aö búa til fréttir upp á
sitt eindæmi er liöin tiö.
Áriö 1835 bar þaö hins vegar til
tiöinda aö New York Sun seldi
hvorki meira né minna en 19.380
eintök af blaöinu, sem á þeim
tima var algjört heimsmet i sölu.
Þaö sem þessari gifurlegu sölu
olli var furöufrétt þess efnis aö
suöur-afriskur stjörnufræöingur
heföi séö fólk meö englavængi á
tunglinu og einnig byggingar og
alla vega dýrategundir. Sam-
göngur viö Afriku voru stopular á
þessum tima og þaö liöu margar
vikur þar til öörum blööum tókst
aö koma upp um þennan tilbún-
ing. Á meöan bauö blaöiö lesend-
um sinum uppá kynjasögur um
lifiö á tunglinu — og f járhag þess
var borgiö.
Ekkert blaö sem telur sig
fréttablaö myndi i dag leggja út i
aö búa til sögur á borö viö þær
sem New York Sun samdi til þess
aö bjarga sér frá gjaldþroti og
þaö gerist sjaldan aö menn birti
meövitaö fréttir sem enginn fótur
er fyrir. Ef sllkt á sér staö er þaö
fremur fyrir mistök einstakra
fréttamanna og hiö sanna kemur
fljótt I ljós. Islenskir fjölmiölar
hafa látiö sér nægja aö semja
fréttir 1. april ár hvert.
Aörar og nútimalegri aöferöir
viö aö búa til fréttir er aö setja at-
buröi á sviö til þess aö hægt sé aö
skrifa um þá, sbr. Stjörnumessa
Dagblaösins, sjórallý og fleira i
þeim dúrnum.
Fleira pólitík
en flokkspólitík
Stundum velja blaöamenn
sjálfir hvaö þeir skrifa um, en
fréttastjórar eöa ritstjórar segja
einnig fyrir um hvaö tekiö skuli
upp. Eigandinn hefur lika sln á-
hrif hvort sem hann er einstak-
lingur, félag, pólitiskur flokkur
eöa rikiö sjálft.
Um leiö og búiö er aö ákveöa
um hvaö á aö skrifa er búiö aö
taka afstööu til þess hvaö er frétt-
næmt og hvaö ekki.
Menningarvika herstöövaand-
stæöinga var haldin dagana 16. —
24. mars. Strax á opnunardegi
birtist frétt á forsiöu Þjóöviljans
meö mynd Menningarvikan hefst
i dag. Henni var svo fylgt eftir
meöýtarlegumfrásögnum af dag-
skrá menningardaganna og aug
lýsingum frá herstöövaandstæö-
ingum sjálfum. Morgunblaöiö
taldi hins vegar enga ástæöu til
þess aö skýra frá þessum
merkisviöburöi. Aö vlsu birtu
þeir mynd á sunnudeginum 18.
mars meö eftirfarandi mynda-
texta: „Þessi mynd var tekin
fyrir hádegi i gær af auglýsinga-
spjaldi Kjarvalsstaöa viö Miklu-
braut, þar sem búiö var aö koma
fyrir áróöursskilti frá ,,her-
stöö va andstæöingum ” ”.
Um leiö og búiö er aö ákveöa
um hvaö á aö skrifa er búiö aö
taka afstööu til þess hvaö er frétt-
næmt og hvaö ekki. 1 ofangreindu
tilviki er augljóst aö fréttamatiö
er af flokkspólitiskum toga
spunniö. En þaö er ekki flokks-
pólitiskt mat á bak viö 5 dálka
forsiöufrétt i siödegisblööunum
undir fyrirsögninni 57 ára gamall
maöur skorinn til bana, en póli-
tiskt mat engu aö siöur. Og þeirri
pólitik eru siödegisblööin ekki ,,ó-
háöari” en önnur blöö.
Svo er þaö annaö mál hvernig
fariö er meö staöreyndir, hvernig
fréttir eru túlkaöar — eöa mis-
túlkaöar ef þvi er aö skipta. Hvort
ummæli höfö eftir mönnum eru
kannski slitin úr sinu rétta sam-
hengi, þannig aö þau gefa engan
veginn rétta mynd af þvi sem viö-
komandi hefur veriö aö segja.
Hvort fréttin kemur á forsiöu eöa
inni blaöinu, hversu stór hún er
o.s.frv. Þaö er lika gjarnan talaö
um hlutlausar fréttir. En er þaö
bara mögulegt fyrir fréttamann
aö halda aöskildri skoöun sinni
eöa mati og þeirri frétt sem hann
er aö skrifa?
Þvi hefur veriö haldiö fram aö
slikur aöskilnaöur sé ekki mögu-
legur, hlutlausar fréttir séu ekki
til. Atburöurinn litist af þvi auga
sem sér hann.
Hvaö erlendu fréttunum viövik-
ur þarf aö taka ákvöröun um
hvaö á aö fara á prent og hvaö I
ruslafötuna. Þaö er ekki mögu-
legt aö birta allar þær fréttir sem
viö fáum á fjarritunum. Og þá er
þaö spurning hvort viö
Islendingar höfum t.d. eitthvaö
viö þaö aö gera aö vita þaö aö fá-
klædd fegurðardis hafi elt Karl
bretaprins út i sjó til þess að
kyssa hann eöa ekki.
Að selja
eða selja ekki
En á hvaöa hátt skyldu væntan-
legir móttakendur hafa áhrif á
þaö hvaö tekiö er til umf jöllunar 1
fjölmiölum og hvaö ekki?
Einn þekktasti fjölmiölafræð-
ingur heimsins, Wilbur
Schramm, vill halda þvi fram aö
fréttamiölar fjalli aöeins um þaö
sem þeir halda aö móttakendur
hafi áhuga á.
Og hverju hafa þeir þá áhuga
á? Til þess að komast á snoöir um
þaö, hafa veriö geröar ógrynnin
öll af lesendakönnunum erlendis.
Og kannanir I sambandi viö út-
varp og sjónvarp hafa einnig
veriö geröar i þeim tilgangi aö
athuga hvaö þaö er sem menn
vilja hels't sjá og heyra i þeim
fjölmiðlum.
I lesendakönnunum er t.d.
veriö að athuga hvaöa efni er
vinsælast, þannig aö hægt sé
aö laga efni blaðsins aö þvi og þar
meö auka söluna. Stundum láta
blööin gera slikar kannanir fyrir
sig meö mikilli leynd til þess aö
keppinautarnir komist ekki I
niöurstööurnar. Og sala blaöanna
er auövitað örugg mælistika á þaö.
hvort efni blaðsins fellur I kramið
hjá lesendum eöa ekki. En svo er
þaö spurning hvort blöö ætla aö
kappkosta aö vera meö efni sem
Á prent eöa i ruslafötuna.
selst eöa hvort metnaöur þeirra
liggur á einhverju ööru sviði. Þaö
hefur veriö sagt um fjölmiðla aö
hlutverk þeirra sé aö vera fræö-
andi, skemmtilegir og aö fá menn
til þess aö taka afstööu til ákveö-
inna málefna. Og flestir fjölmiöl-
ar vilja eflaust uppfylla þessi
skilyröi öll, hvernig sem útkoman
nú veröur.
Notagildi fjölmiðla er og alveg
óumdeilanlegt. Foreldrar skóla-
barna hafa not fyrir aö vita hvaö
er aö gerast i skólamálum. Sjó-
menn hafa ómetanlegt gagn af að
heyra veöurfréttirnar. Þeir sem
ætla sér aö vera virkir þjóö-
félagsþegnar hafa not fyrir fréttir
úr pólitikinni og þjóðllfinu. Ætli
menn i bió þurfa þeir aö vita
hvaöa myndir er verið aö sýna.
Auglýsingar geta komiö aö notum
viö innkaup o.s.frv.
Hneykslanlegt
og krassandi
Menn hafa engan tima til þess
aö tileinka sér allt þaö flóö af
fréttum sem yfir þá steypist á
degi hverjum. t samkeppninni
um athygli lesandans eru ýmis
atriöi sem skipta meira máli en
önnur. T.d. þaö aö fréttin sé auö-
skilin. Og þá er þaö ekki litiö at-
riöi fyrir þann sem miölar frétt-
inni aö gera sér einhverja grein
fyrir þvi, fyrir hvern hann er aö
skrifa. Hann er ekki aö skrifa
fyrir hina blaöamennina sem
hann vinnur meö, þó hannhafi oft
á tlðum engan annan til þess aö
ráöfæra sig viö.
Lesandinn tekur frekar eftir
frétt um eitthvert málefni sem
hann er kunnugur fyrir. Og frétt-
um sem gerast einhvers staöar I
námunda viö hann. Það sem ger-
ist I bænum þar sem hann býr
höföar meira til hans en þaö sem
gerist á staö eöa i landi sem hann
þekkir ekkert og hefur aldrei aug-
um litið.
Menningarleg nálægö hefur sitt
aö segja og þaö er einnig stétt-
bundið hvaöa efni höföar til les-
andans og hvaö ekki. Menn lesa
frekar pólitiskar fréttir samherja
sinna en andstæöinga. Og æsi-
fréttir ganga vel I fólk. Fréttir
sem eru krassandi, hneykslan-
legar eöa óvenjulegar. Fréttir um
spillingu og glæpi og dramatisk
örlög fólks.
Þaö er kannski meira spenn-
andi aö lesa um mann sem festist
i reykháf á leiö til elskunnar sinn-
ar en um fiskverðið á heims-
markaðnum, þó þaö skipti
þjóöarheill öllu meira máli. Þetta
hafa sfðdegisblöðin fært sér ó-
spart I nyt erlendis og aö vissu
marki hér lika, þó ekki séu þau
eins svæsin og viöa annars
staöar.
Hver á fjölmiðlana
er mjög mikilvægt
Hér hafa veriö raktir nokkrir
þeirra þátta sem hafa áhrif á
hvaö er frétt og hvaö ekki. Hver á
fjölmiölana hlýtur aö hafa mjög
mikiö aö segja og kemur einna
berlegast I ljós þegar litiö er á
fréttastreymið frá vanþróuöum
rikjum til þeirra þróuöu og öfugt,
en þar er svo til um algera ein-
stefnu aö ræöa, frá rfkum til fá-
tækra.
Rétt er aö geta þess aö stuðst
hefur veriö viö bókina „Nyheter
til salgs” eftir Einar Ostgaard
norskan stjórnmálafræðing, en
hann hefur bæði kennt fjölmiölun
og skrifaö bækur um efnið.
Samvinnuskólinn Bifiöst. Samvinnuskólinn er viðskipta og félagsmála* skóli á framhaldsskólastigi. Lýkur námi með Samvinnuskólaprófi eða stúdentsprófi. Skólinn er vel búinn tækjum þ.á.m. tveimur tölvum og sjónvarpsstúdiói. Sérstakur félagsmálakennari sér um félags- lega þjálfun nemenda. Umsækjendur skulu hafa lokið grunnskóla- prófi eða öðru sambærilegu námi. Umsóknir um skólavist skólaárið 1979 — 1980 ásamt ljósriti af prófskirteinum skulu sendar Samvinnuskólanum Bifröst, 311 Borgarnes, fyrir 10. júni. Skólastjóri.
- JHHHi
FJÖLMIÐLAR
Ema
Indriðadóttir
t . y 1 skrifar