Þjóðviljinn - 13.05.1979, Síða 10

Þjóðviljinn - 13.05.1979, Síða 10
10 SIÐA — WÓÐVILJINN Sunnudagur 13. mai 1979 Sigurjóni Jóhannssyni leikmyndateiknara þykir vænt um Munch. Ég man> að fyrir nokkrum árum sát- um við heila nótt oq rifumst um kvenveru í einu mál- verki þessa þróttmikla expressíónista. En varla sér Sigurjón sjálfan sig í hinum veikbyggðu persónum MunchS/ því í útliti minnir hann einna helst á skógar- þurs eins og þeir koma fyrir sjónir í myndskreyttum þjóðsögum Asbjörnsen og Moe. Teikning og texti: Ingólfur Margeirsson Þegar ég kem hálftima of seint á stefnumót okkar á Hótel Borg, berst talið samt ekki a& norskri málaralist. Sigurjón sit- ur sem steinrunniö tröll i tóm- um salnum me& sólargeisla i fangiö, sem smogiö hefur fram hjá gluggatjöldunum. — Ég ætla a& straffa þér, seg- ir hann meö drungalegri röddinni sem minnir einna helst á Sogsvirkjun á sumardegi. — Þii mátt borga einn viski fyrir mig. Bætir svo viö þegar hann sér blankheitin I augum biaðamannsins: — Blessaöur, þii lætur bara blaðið borga. — Þaö er gott aö fram- kvæmdastjórinn heyrði ekki þessi orö, hugsar undirritaöur meö sjálfum sér oe fær sér sæti. • Og meðan við biöum eftir þjóninum dveljum viö viö eiliföarþemaö peningar og blankheit. — Þaö er aö visu ekki svo illa komiö fyrir mér, segir Sigurjón og teygir sig eftir Camel-pakk- anum, að ég þurfi aö hlaupa út og reyna aö raka saman nokkrum aurum i hvelli til aö bjarga skuldunum. Eins og i gamla daga þegar maður teikn- aöi skopmyndir i Storkklúbbn- um til aö lifa af vikuna. Þaö geri ég aldrei aftur. — Nei, nú ert þú náttúrlega oröinn yfirleikmyndateiknari Þjóöleikhússins og búinn að — Ég vann meö Grimu á ár- unum 1966 — 67, og hafði þá aldrei nálægt leikhúsi komiö. Þar frelsaöist ég gjörsamlega. Ég fór þvi tii Danmerkur til aö afla mér menntunar I þessu fagi — leikmyndateiknuninni — og dvaldist i þeirri ljúfu borg Kaupmannahöfn i 5 ár. 1972 gerði ég svo leiktjöld viö „Lýsi- strödu” i Þjóöleikhúsinu, og sið- an hef ég ekki komist úr þvi húsi. Leiktjaldateiknarinn sýgur vindlingareykinn djúpt að sér. — Það má geta þess einnig, segir hann og bendir meö glas- inu i humátt aö blokk blaöa- mannsins, aö ég lagöi einnig stund á innanhúsarkitektúr þeg- ar ég dvaldist i Höfn. Teiknaöi aöallega vertshús og næturstaöi eins og Bonaparte, þann exklúsiva klúbb. Nú víkur talinu aftur aö leik- myndagerö. Hvaö er eiginlega starfsviö leikmyndateiknara? Hvernig fer hans vinna fram? — Viltu fá alla liðina? Þá er próssessinn þannig: 1. Handrit lesiö. 2. Viöræöur viö leikstjóra um verkiö og komist á sporiö hvaö vakir fyrir honum. Þessar viöræður margendurtaka sig viö vinnslu verksins. 3. Lausar skissur rissaðar upp og iagöar fram. 4. Endanleg leiö valin aö verkinu. Módelsmiö hefst. 5. Þarfir sýningar leystar, eins og inn- og útkomur, hreyfingar Að gera koma þér fyrir i þjóöfélaginu eins og þaö er oröaö, spyr blaða- maöur lævislega. Þessari árás er svarað meö fyrirlitlegri þögn. Svo: — Ef ég er að mála tjöld á annaö borö, þá vil ég helst vera minn eigin herra. Til aö lifga upp á stemmning- una er yfirleikmyndateikn- arinn spuröur um feril sinn á listabrautinni. Þessi spurning viröist ergja Sigurjón, en þar sem viskiglasið er komiö á boröiö, fæst hann til aö leysa frá skjóöunni. — Allt heila klabbiö, mein- arðu? Þegar ég var i MR þá stundaði ég kvöldnámskeiö i Myndlistarskólanum. Svo var maður skólateiknari með öllu sem þvi fylgir — skólablaðinu, skreytingum og FAUNU. Eftir stúdentspróf var svo ráöist til atlögu viö arkitektúrinn — ég settist á skólabekk suöur I Róm. En skömmu sföar ákvaö ég aö gerast myndlistamaöur og lagði arkitektúrinn á hilluna. Ég haföi nefnilega alltaf haft áhuga á myndlist, en af siðferöislegum og mórölskum ástæöum hafnaði ég köllun minni þegar ég var I menntaskóla. Svo ég fór heim og var á vixl i Myndlistaskólanum og Mynd- lista- og handi&askólanum fram tiL 1963. Ég teiknaöi lika mikiö i blöö, t.d. Fálkann; og karikatúr i Timanum. Þaö var náttúrlega illa borgað og allt þaö. Þá skellti ég mér til London i einn vetur, var viöloöandi skóla, en fór aöallega til aö skoöa myndlist. Og eftir þaö hef ég hagað öllu minu myndlistarnámi upp á eigin spýtur. Fyrstu sýningu mina hélt ég á Mokka 1964 og ári slðar tók ég þátt i fyrstu SÚM- sýningunni. — Er SÚM dautt? — Við skúlum segja aö þaö liggi i dvala. — Þaö hefur ekki veriö leyst upp offisielt. • Sigurjón fær sér sopa. — En hvar kemur leikmynda- geröin inn? stílleysuna að stíl osfrv. 6. Módeliö tékkaö af. Reynt aö koma i veg fyrir öll mistök og frávik. Stööur settar inn aö vissu marki, 7. Tekin út- tekt eftir aöstæöum eins og rými isviösgeymslum og þess háttar. (Ég man t.d. aö þaö voru svo mörg verk i gangi hjá húsinu þegar viö geröum tjöldin viö ,,Ég vil auöga mitt land”, aö viö uröum aö smiöa tjöld sem ekki máttu taka neitt pláss. Húsiö var hreinlega aö springa. út- koman varö þvi flatir flekar og húsgögnin máluö á vegginn.) Kringumstæöur eru iöulega mjög rikur þáttur i tjaldagerö og ræöur miklu á&ur en sjálf smiöin hefst. Verkstæðin eru oft önnum kafin, peningar ekki til osfrv. — Eigum viö aö ræöa um „leikhússkandalann” „Prins- essuna á bauninni”? spyr blaöamaöur gætilegaV Sigurjón drepur I sigarettunni Rabbað við Sigurjón Jóhannsson leikmynda- teiknara og lætur engan bilbug á sér finna. — Kringumstæður hafa sjald- an verið betri fyrir mig: Nægur undirbúningstimi, hugmyndir leikstjóra mjög ljósar, þó aö sýningin hafi veriö viöamikil og þung i vöfum. Leikstjórinn var sem sagt mjög frjór og mér tókst aö vinna mjög gegnum- fært verk meö Dönyu. Ég myndi heldur ekki hika ef ég væri spurður aö þvi, aö segja aö þetta er mitt viöamesta verk til þessa. Enda sagði Danya aö þaö væri hægt a& leika hvaö sem væri I þessum leiktjöldum; jafnvel Vestra. Nú er leikmyndagerö vitt og breitt á dagskrá. — Ég lft á leikmyndateiknun sem skapandi grein mynd- listar. Ég hef valiö hana af þvi mér fellur hún vel og finnst gaman aö starfa við leikhús. Þessi vinna lýtur sömu lögmál- um og myndlist, en henni er ekki ætlaö aö standa einni sér þvi hún er einn af mörgum styöjandi þáttum ileikhúsinu. — Og stendur ekki eftir eins og málverkið, skýtur spyrjandi inn i. — Hvaö stendur eiginlega eftir af myndlist yfir höfuö, þeg- ar frá er horfiö, drynur I Sigur- jóni. Sigurjón drepur I sigarett- unni. — Nei, þaö rikir mikii fáviska og vanþekking meöal fólks um þennan þátt starfsins i leikhús- inu. Og eftir smáþögn: — Eftir minu mati er höfuðmarkmiö tjalda að skapa trúveröuga stemmningu um leikinn og beina hreyfingum hans I þaö horf, aö þaö gangi sem eölileg- ast upp og gefi leikstjóranum möguleika meö staösetningar. Skúlptúrinn og strúktúrinn i sýningunni ræöst af þvi hvernig tjöldin eru gerö. — Aðalatriöi leikmyndateikn- arans er þá aö gefa leikstjóran- um sem mesta möguleika? — Þetta er lúmskuleg spurning, rymur i málaranum, en þaö er rétt: aöalatriöiö er aö imspirera og gefa leikstjóran- um sem flesta valkosti. Nú hefjast miklar umræöur um leikmyndateiknun og stil- færingu ýmissa timabila. Þegar viö erum búnir aö rifast i nokk- urn tima um Kaupmanninn i Feneyjum, Feneyjar sem nafla heimsins og landafundina, er Sigurjón spuröur um natúral- isma i leiktjöldum. — Ég geri aldrei raunsæja leikmynd. Ég vinn ekki natúralistiskt!! Ibsen er hámark natúralism- ans, og þessu trúr aö gera aldrei natúralistiska leikmynd, hef ég aldrei fengiö aöra eins útreið eins og fyrir tjöldin I „Brúöu- heimilinu” — sem var stileri- seruö leikmynd. Þaö þótti mesti leiktjaldaskandall aldarinnar á Islandi. Aumari leiktjöld höföu ekki sést siöan i Fjalakettinum, sagöi Sverrir Hólmarsson i Þjóöviljanum. Þaö var alveg hrikaleg hirting. Og ég var flengdur af þeim öllum. — Þessi dæmisaga gefur á- stæöu til spurningar um gagn- rýnendur yfirleitt. — Sko. Langur umhugsunartimi. — 1 einu oröi sagt: Þeir eru fyrir neðan allar hellur. Dæmi: Þaö er hægt aö gera stilleysuna aö stil lika. Þetta reyndi ég einu sinni; ég geröi 200 búninga sem áttu að spanna yfir 3000 ár. Kritikkerar töldu þetta reiöar- innar mistök og þekkingarleysi. Þaö var ekki haft fyrir þvi aö reyna aö lesa útúr verkinu eöa hvaö vakti fyrir viökomandi. Þetta voru búningarnir I „Helenu fögru.” Ef þeim finnst eitthvaö fara miöur, spara þeir ekki orðin, ef þeim finnst eitthvaö gott segja þeir ekki neitt. Þegar leikur, leikstjórn og allir þættir verks- ins falla lýtalaust saman, þá er litiö á þaö sem sjálfsagöan hlut. Þetta á bara allt aö koma án fyrirhafnar. Einn gagnrýnandi sagöi um búninga mina i „Góðu sálunni” að þeir væru afleit mistök. Og rökstuddi þaö þann- ig, aö hann þekkti þaö af eigin raun, aö öll alþýöa manna, á vonarvöl i Austurlöndum fjær, væri þrifin og aldrei skitug, heldur sæti hreinleg og brosandi á strámottum syngjandi viö iöju sina. Eftir aö hafa lesiö svona krit- ik, þá finnst mér oft vinna min fánýt. Ég meina, til hvers er maöur aö standa I þessu? En ég hef nú reyndar verið af mála undanfariö meö leik myndageröinni. Smám samar, veriö aö taka upp þráöinn aftur, Sigurjón kyngir siöustu ismol- unum úr glasinu. — Þröngsýni, meöalmennska og ótti einkennir islenskt menningarlif. Menningarpóli- tikin er fyrir neöan allar hellur. Taiandi dæmi um þaö er, aö eftir margra áratuga þref og at- beina manna er fyrst núna búiö aö setja kvikmyndalöggjöf, og kvikmyndagerð viöurkennd sem listgrein. Sagan sannar aö ekkert iistform getur vaxiö, dafnaö og boriö ávöxt nema hlúö sé aö þeim, sem vinna viö þaö, og þeim gefiö tækifæri til aö sýna hvaö i þeim býr. Ég hef oft veriö spurður hvar ég hef lært leikmyndagerð. Og ég alltaf svarað: „1 Þjóöleik- húsinu.” Af þvi aö þar hef ég tekið út mitt starf, og get þvi kallað mig fagmann. Og þetta á viö um öll störf.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.