Þjóðviljinn - 13.05.1979, Qupperneq 11
Sunnudagur 13. mal 1979 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11
Sánkti Pétursborg 1914
Ég komst aö þvi fullkeyptu
sibastliðna viku aö þaö er ansi
langur vegur á milli Moskvu og
Akureyrar. Ég var búinn aö biöa
alla vikuna eftir sovéska viku-
blaöinu „64” og ergja
umsjónarmann sunnudagsblaös-
ins, Ingólf Margeirsson, meira en
góöu hófi gegndi þar til ég loks
gafst upp, snaraöist i bókahilluna
og dustaöi rykiö af einhverri
gamalli skákbók. Þvi veröa
lesendur aö láta sér þaö llka aö
sjá ekki skákir frá mótinu i
Montreai.
Efni þáttarins er skákmót, sem
haldið var i Sánkti Pétursborg ár-
iö 1914. A þessum árum haföi
myndast hópur manna sem meö
réttu gátu talist ofjarlar allra á
skákmótum og þeim var boðiö til
móts sem siöar hefur fariö I sögu
skákarinnar sem eitt mesta skák-
mót sem haldiö hefur verið. Til
mótsins var boöiö öllum
áöurnefndum skákmönnum og aö
auki ungum Kúbana, Jóse Raoul
Capablanca en hann haföi
skömmu áöur unnið mjög
óvæntan sigur á móti i San
Sebastian.
Héldu flestir að þar heföi veriö
um mikla tilviljun aö ræöa og
Capablanca var ekki hátt skrifað-
ur þegar hann kom til Péturs-
borgar i hópi manna á borö viö
Lasker, heimsmeistara, Tarasch
erkifjanda hans og áskorenda um
heimsmeistaratitilinn, Mimzo-
vitch, Rubinstein, Blackburne,
Marshall, Janowski og fleiri
góðra manna. Alls voru
keppendur 11. Fyrirkomulag
mótsins var meö nokkru ööru
sniöi en nú gerist á skákmótum
þvi upphaflega tefldu allir við alla
og þegar þvi var lokiö komust 5
efstu i einskonar úrslitakeppni
(tvöföld umferð) þar sem vinn-
ingar i fyrri mótinu voru lagöir
viö útkomuna i úrslitakeppninni.
Capablanca, öllum á óvart, komst
I úrslitin og meö mikiö forskot á
næstu menn. Hann haföi hlotiö 8
vinninga, Lasker og Tarrsch 6 1/2
vinning hvor og Aljékin og
Marshall höföu hlotiö 6 vinninga.
I úrslitakeppninni sýndi Lasker
þaö og sannaö, aö hann gat ennþá
meö réttu talist besti skákmaöur
heims. Hann vann hverja skák-
ina eftir aöra og þegar upp var
staöiö hafði hann hlotiö 7 vinninga
af 8 mögulegum, eöa 13 1/2 vinn-
ing samanlagt. Capablanca sem
einnig hafði teflt mjög vel i úrslit-
unum hafði hlotiö 5 vinninga eöa
13 samanlagt. 1 3. sæti varö svo
Aljékin með 10 vinninga en hann
var þá eölilega ennþá rússneskur
borgari og náöi á heimavígstööv-
um sinum besta árangri til þess
tima.
Hin glæsilega frammistaöa
Capablanca færöi mönnum heim
sanninn um aö þarna var
veröandi heimsmeistari á ferö.
Sigurskákir hans voru kristaltær-
ar og strategiskar hugmyndir
hans báru af. Skákirnar á Sánkti
Pétursborgarmótinu voru
margar hverjar frábærlega tefld-
ar, enda engin furöa þegar haft er
i huga hvilikir snillingar voru á
ferö.
1 úrslitakeppninni var þaö
viöureign Laskers og Capa-
blanca, sem hvaö mesta athygli
vekur þeirra sem fletta i gegnum
mótsbókina sem nú þykir hinn
mesti kjörgripur. Taflmennska
Laskers er hrein snilld i þess orös
fyllstu merkingu:
Hvitt: Dr. Emanuel Lasker
Svart: Jósé Raoul Capablanca
Spænskur leikur
1. e4-e5
2. Rf3-Rc6
3. Bb5-a6
4. Bxc6
(Uppskiptaafbrigöiö svokall-
aöa. í kjölfar þessarar skákar
var þaö vinsælt lengi vel, eöa allt
þar til Capablanca tók þaö til
gagngerrar endurskoöunar og
vann nokkrar frægar skákir á
svart. Bobby Fischer blés aftur I
þaö lifi á Olympíuskákmótinu i
Havana 1966. Þá lagöi hann aö
velli bæöi Portisch og Gligoric.)
4. ...-dxc6
(Byrjendum er kennt aö drepa
inn á boröiö. 1 þessu tilviki er þaö
ekki taliö hollt, 4. - dxc6 5. d4 exd4
6. Dxd4.)
5. d4
(Fischer haföi annan háttinn á.
Hann lék 5. 0-0 sem þykir öllu
nákvæmari leikur. Hvitur
eftirlætur þó svörtum að taka af
skariö á miöboröinu.)
5. ...-exd4
6. Dxd4-Dxd4
7. Rxd4-Bd6
8. Rc3-Re7
9. 0-0-0-0
(Fyrsta ónákvæmni svarts.
Betra er 9.-Bd7, sem undirbýr
langa hrókun.)
10. f4-He8
(Og hér var best aö leika 10.-f5,
t.d. 11. e5 Bc5 12. Be3 Bxd4! 13.
Bxd4 b6 14. Hadl c5 15. Be3 Be6 og
staöan er jöfn.)
11. Rb3-f6
12. f5!!
(Þaö er ekki oft sem maöur
leyfir sér þann munaö aö skreyta
leik meö tveimur upphrópunar-
merkjum. Leikurinn er djúphugs-
aöur og felur i sér áætlun sem
Capablanca var um megn aö
mæta. 1 einni skák Bobby
Fischers f þessu afbrigöi mátti
sjá hvaöa áhrif þessi skák og
einkum þessi leikur haföi á
meistarann: Fischer — Unzicker,
Siegegn*70:l. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3.
Bb5 a6 4. Bxc6 dxc6 5. 0-0 f6 6. d4
cxd4 7. Rxd4 Re7 8. Be3 Rg6 9.
Rd2 Bd6 10. Rc4 0-0 11. Dd3 Re5
12. Rxe5 Bxe5 13. f4 Bd6 14. f5!
Hugmyndin er aö takmarka
hreyfifrelsi hvitreitabiskups
svarts. Þá getur hvitur undirbúið
peöasókn g4-g5. Einnig þarf
svartur aö gæta þess vel aö ridd-
ari taki sér ekki bólfestu á e6. Þaö
eina sem hann her úr býtum eru
yfirráö yfir e5-reitnum.)
12. ,..-b6
13. Bf4-Bb7
14. Bxd6!
(„Lagar” peöastööu svarts, en
fær I staöinn nýjan átakspunkt,
peöiö á d6.)
14. ...-cxd6
15. Rd4-Had8
(Svartur býöur riddarann
velkominn til e6 og er þaö senni-
lega misráöiö. Metra er liklega
15. -Ha7 og -Bc8 viö tækifæri.
Framhald á bls. 22
Vitund&Vemlciki
TÍMARIT NÝRRA
VIÐHORFA
VITUND & VERULEIKI er viðleitni til að
kynna nýja valkosti er komið hafa f ram á síð-
asta áratug íheimspeki, vísindum þjóðfélags-
fræði, bókmenntum og listum.
Tímaritið vill vera vettvangur fyrir skoðana-
skipti og koma einkum þeim sjónarmiðum á
framfæri er skírskota til mannúðarstefnu í
félags- og menningarmálum.
t heimi örra breytinga er nauðsynlegt að
endurmeta fyrri skoðanir í Ijósi nýrra stað-
reynda. I VITUND & VERULEIKA finnast
fræðilegar greinar merkra höfunda sem lítið
hafa verið kynntir hérlendis.
Víðfeðmt og margbreytilegt umf jöllunarsvið
tryggir hverjum kaupanda aðgang að fróðleik
sem víkkar sjóndeildarhring hans og eykur á
samtíma þekkingu.
KYNNINGARÁSKRIFT: Fyllið út seðilinn
hér að neðan og þér fáið senda kynningará-
skrift gegn póstkröf u á aðeins 1750 kr. Á þann
hátt sparið þér peninga og fáið þar að auki
fyrsta tölublað ókeypis. Áskriftar- og upplýs-
ingasími er 71688.
VITUND & VERULEIKI
Vesturbergi 78 4-G, 109
(91) 71688
Ég (undirritaöur) (undirrituö) óska eftir kynningar-
áskriftaö Vitund & veruleika:
nafn ...................................................
heimilisfang...........................................
simi
Gód reynsla þeirra fjölmörgu sem auglýsa reglulega í
þjónustuauglýsingum Vísis er til vitnis um ágæti þeirra
og áhrifamátt.
vl J li....... p % vCi !rekm
ke^., |\e1^ tu!ö3lift pÉÍms
***&> igæsíi nn^
Ef þú býður þjónustu af einhverju tagi er smáauglýsing
í Vísi sterkasti vettvangurinn til viðskipta, þar eru þær
lesnar af tugþúsundum og þjóna þúsundum.
WEtW)IIm0&86611
smáauglýsingar