Þjóðviljinn - 13.05.1979, Page 12

Þjóðviljinn - 13.05.1979, Page 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 13. mal 1979 Sunnudagur 13. mal 1979 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13’ RÐSKIPIN ÚRELT? Þessar stofnanir gera út sam- tals 8 skip með ærnum kostnaði, sem sést best á þvl að sigling hverrar sjómflu kostar um 2.500 kr. þ.e. bara ollueyöslan. A fjár- lögum er veitt til þessara tveggja stofnana um 3,7 miljöröum , þar af fær Landhelgisgæslan 2,4 mil- jarða og að lang-mestu leyti fer þetta fé í útgerð skipanna, mannakaup er aöeins lltill hluti á móti þvi. Ljóst er þvl aö ef hægt er aö sameina skipastól og þó ekki væri nema að stórauka sam- starfið, þannig aö varðskipin sinntu aö einhverju leyti hafrann- sóknum, mætti spara stór-fé. Til að kanna hug manna I þessu efni var rætt viö þrjá menn sem málið snertir, þá Steingrlm Her- mannsson, dómsmálaráðherra, yfirmann Landhelgisgæslunnar, Ingvar Hallgrlmssonfiskifræðing og ÞröstSigtryggsson.skipherra. Fiskifrœðingar andvígir inni veröur full þörf og næg verk- efni fyrir varðskipin, þótt þau veröi önnur en veriö hefur undan- farna áratugi. Afram veröur brýn nauösyn fyrir þjónustu varöskipanna við einangruð byggöarlög. Og ætlð verður þörf fyrir þau við björgun- arstörf á sjó. Og I fyrra kom fram ósk frá loðnuveiöisjómönnum um að eitt varðskipanna fylgdi Is- lenska loðnuveiðiflotanum norður I Dumbshaf viö loönuveiðar yfir vetrarmánuðina. Steingrlmur Hermannsson benti á, að nú að undanförnu hefðu varðskipin að- stoðað mikiö þau byggöarlög, sem einangruöust vegna haflss, og eins mætti búast við að oröiö yrði við ósk loðnuveiöisjómanna næsta vetur um að eitt varðskip- anna fylgdi ávallt flotanum. Þá vaknar þessi spurning enn og aftur, hvort ekki er hægt að nýta varðskipin við hafrannsókn- ir um leið Margt hægt Þegar fiskveiðilögsagan var færð út i 200 sjómilur breyttist gæslutækni hennar á einni nóttu. í einni svipan var hlutverk varðskipanna orðið allt annað en það hafði verið frá upphafi, og við gæslu jaðar- svæða fiskveiðilögsögunnar tóku flugvélar ein- göngu. Hvert hefur þá verið hlutverk varðskipanna siðan og hvert verður hlutverk þeirra i framtiðinni? Helstu verkefnin hafa verið eftirlit með lokuðum veiðisvæðum, veiðarfæraeftirlit fiskiskipa, bjarg- anir og ýmis þjónusta við afskekkt byggðarlög. Og ljóst er, að i framtiðinni verður hlutverk skipanna það sama. Þau koma aldrei til með að taka aftur við sinu fyrra hlutverki, að verja landhelgina fyrir veiðiþjófum, eða gæta jaðarsvæða hennar eins og þau gerðu meðan fiskveiðilögsagan var 3, 4, 12 og jafnvel 50 sjómilur. Og þá um leið vaknar sú spurn- ing, hvort ekki sé hægt i framtiðinni að sameina að einhverju leyti skipastól Landhelgisgæslunnar og Hafrannsóknarstofnunarinnar, eða i það minnsta stórauka samstarf þessara tveggja stofnana sem báðar reka dýra og umfangsmikla útgerð i I 1 í Ijós kom I þessum samtölum, aðafstaða þessara manna er óllk. Ingvar Hallgrlmsson lýsti sig al- gerlega andvlgan sameiningu skipastólsins, kvað það ógerlegt, ef Hafrannsóknarstofnunin ætti að hafa full not af skipunum. Benti hann á I þessu sambandi að þetta hefði verið reynt meðan landhelgin var 4 sjómllur og gef- ist afar illa. Þröstur Sigtryggsson taldi ýmis tormerki á sameiningu skipastólsins, en benti á að stór- auka mætti samvinnu þessara stofnana og ef um borð I varð- skipin yröu sett ýmis tæki, gætu þau aðstoðaö Hafrannsóknar- stofnunina meö ýmsar sjávar- rannsóknir. Eins benti hann á aö það rétta væri aö hafa eftirlits- menn Hafrannsóknarstofnunar- innar um borö I varðskipunum, en ekki togurunum eins og nú er. Undir þaðgatlngvareinnig tekiö. Dómsmálaráðherra, Stein- grlmur Hermannsson, sagði, aö hann teldi nauösynlegt að endur- skoða ýmislegt varöandi varö- skipin og starfsemi þeirra í ljósi þeirra staðreynda að þau sinna ekki lengur jaöargæslu fiskveiöi- lögsögunnar og þeirrar breyttu gæslutækni sem orðin er. Hann taldi einnig llklegt að I framtlö- inni yrði dregið úr útgerð varð- skipanna, en flugeftirlit Land- helgisgæslunnar þess I staö auk- ið. Um sameiningu skipastóls Landhelgisgæslunnar og Haf- rannsóknarstofnunarinnar sagði Steingrlmur aö hann væri ekki trúaöur á að sllkt tækist, þar sem fiskifræðingar væru þvl yfirleitt andvígir. Varðskipin áfram nauðsynleg Þaö er alveg ljóst, aö I framtiö- að gera — Vissulega er þaö hægt og I raun auðvelt, en til þess vantar ýmis tæki um borð I varöskipin. En ef þau væru til staöar gætum við sparaö Háfrannsóknarstofn- uninni mikla vinnu, t.a.m. I sam- bandi við sýnatöku og aðrar sjávarrannsóknir, sagði Þröstur Sigtryggsson, skipherra. Hann benti einnig á, að eitt af aðalverkefnum varðskipanna nú væri veiöarfæráeftirlit og einnig eftirlit með að ekki sé of mikið af smáfiski I afla togaranna. Eftir- litsmenn Hafrannsóknarstofnun- arinnar hafa einnig þetta hlut- verk, en þeir fara út með togara og eru um borð I honum allan tim- ann. Það væri I raun miklu eðli- legra að þeir væru um borð I varðskipunum og væru með þeim á milli togara. Þaö hefði komiö fyrir að varöskipsmenn hefðu farið um borð I togara þar sem eftirlitsmaður var fyrir, vegna þess aö samvinna þessara tveggja stofnana væri lítil. Þröstur taldi hinsvegar aö al- ger sameining skipastóls þessara tveggja stofnana væri ekki mögu- leg. Hann sagði að jafnvel þótt verkefni varöskipanna hefðu mikið breyst eftir útfærsluna I 200 sjómflur, færi aldrei hjá þvl aö kalla þurfti i þau fyrirvaralaust til björgunar eöa annarra nauð- synlegra starfa. Og ef þetta sama skip sem kalla þarf I er við haf- rannsóknir yröi þar á truflun, sem fiskifræöingar gætu ekki un- að af eölilegum ástæðum. Þá minnti Þröstur á, aö á árum áður hefðu fiskifræöingar fariö út með varðskipunum og þau stund- aö hafrannsóknir, en næstum alltaf var um truflun að ræöa, en þess bæri þó að geta, að þetta var á meðan fiskveiðilögsagan var 4 Gœslutœkni Landhelgis- gœslunnar breyttist á einni nóttu, þegar landhelgin var færð út í 200 mílur Er mögulegt að sameina skipakost Landhelgis- gæslunnar og Hafrann- sóknarstofnunarinnar? Nánari samvinna þessara stofnana um margt afar auðveld Fækkun varðskipa en efling flugflota Landhelgisgæslunnar til athugunar Steingrlmur Hermannsson dómsmálaráö- herra og yfirmaður Landhelgisgæsliinnar Ingvar Hallgrimsson fiskifræðingur sjómflur og þvl var hlutverk skip- anna 1 gæslunni þá allt annað og meira en nú er. Samt sem áöur færi aldrei hjá þvl aö um ein- hverja truflun yröi að ræöa. Eftirlit með veiðum besta landhelgisgæslan Eftir aö fiskveiðilögsagan er oröin 200 sjómílur er öruggt að besta landhelgisgæslan er eftirlit með veiðarfærum skipa og veið- um, auk þess að hafa eftirlit með þvl að ekki sé veitt I lokuðum hólfum og að lokaþeim svæðum, þar sem mikið er um smáfisk. Þegar veiöisvæðum er lokað, er það vegna tilmæla frá Hafrann- sóknarstofnuninni. Hún hefur eftirlitsmann um borö I togara á helstu veiöisvæöum togaranna, um borö I humarveiðibát, rækju- bát og fl. Landhelgisgæslan heldur einn- ig uppi svona eftirliti og lætur Hafrannsóknarstofnunina vita ef varðskipsmenn telja of mikinn smáfisk i afla viökomandi skipa, sem þeir hafa farið um borð I. Þess vegna voru þeir Ingvar Hallgrlmsson fiskifræðingur og Þröstur Sigtryggsson skipherra sammála um að æskilegt væri aö eftirlitsmennirnir frá Hafrann- sókn væru um borð I varðskipun- um. Meö þvl móti gætu þeir fariö um borð I mörg skip og skoöaö afla og veiðarfæri I stað þess að vera bundnir um borð I einu þeirra og veröa að fara I land um leið og viökomandi skip. Eftirlits- menn Hafrannsóknarstofnunar- innar eru nú sjö talsins. Vantar aðstoðar- fólk við úrvinnslu í landi — Ég tel útilokaö að hafrann- sóknir og landhelgisgæsla geti farið saman. Hinsveg- ar er ég hlynntur því aö eft- irlitsmenn okkar séu um borö i varöskipunum I stað fiskiskip- anna. Okkar vandamál liggja ekki I öflun gagna, heldur I úr- vinnslu þeirra þegar I land er komiö. Okkur sárvantar aöstoö- arfólk I landi til að vinna úr þeim gögnum, sem við öflum. Þaö er taliö eðlilegt aö 2 aðstoðarmenn séu á hvern fiskifræðing, en hjá okkur er einn á móti einum, sagöi Ingvar Hallgrimsson fiskifræö- ingur. Hann taldi einnig útilokað að smiða þannig skip að það gæti þjónað hafrannsóknum og um leiö veriö gott varöskip, þ.e. bæöi hraðskreitt, og með sjóhæfni á borö við það sem varðskip þurfa. Og f alla staði taldi Ingvar slfka sameiningu afar óþjála. Ingvar taldi hlutverk varðskipanna vera eftirlits- og björgunarstörf. Og hvaö eftirlitinu viðvikur væri hægt aö taka upp fulla samvinnu milli þessara tveggja stofnana og hann taldi jafnframt að auka þyrfti verulega frá þvl sem nú er eftirlit með veiðum. Jaöargæsla fiskveiöilögsögunnar yrði héðan I frá framkvæmd meö flugvélum. Þar myndu varöskipin ekki koma nærri. Niðurstaða Eftir að fiskveiðilögsagan var færöút I 200sjómllur hafa margir haft orö á þessu, hvort ekki væri hægt að sameina skipakost Land- helgisgæslunnar og Hafrannsókn- arstofnunarinnar og styrkja með þvl báðar stofnanirnar, sem hvorug mun ofhaldin I fjármál- um. Þess vegna gerðum við þessa könnun og teljum að hún hafi leitt Iljós að taka mætti upp náið sam- starf milli þessara stofnana. Mér þykir heldur ekki hafa komið fram nægileg rök gegn samein- ingu skipastóls þeirra til þess að ekki beri aö kanna þaö mál alveg til hlltar. Þótt það hafi gefist illa fyrir meira en 20 árum aö nota varöskip sem hafrannsóknar- skip, á þeim tlma sem þau ein önnuðust alla landhelgisgæslu, þá eru viöhorfin breytt. A komandi árum þarf aö endurnýja skipastól beggja stofnananna og þá væri vissulega athugandi hvað hægt væri að sameina og spara þar með stórfé, sem styrkja myndi báða aðila. Þegar I stað er hægt og án nokkurrar fyrirhafnar eða form- legheita aö taka upp samvinnu á mjög mörgum sviöum, sem spara myndi fé. Dómsmálaráöherra segir að endurskoða beri hlutverk varöskipanna I ljósi breyttra að- stæðna og vonandi verður þá hug- að að þessu máli. Ingvar Hallgrlmsson fiskifræö- ingur segir aö hverskonar trufl- anir við hafrannsóknir séu bæöi dýrar og skemmi fyrir og er það án nokkurs vafa alveg rétt. En ef þessar tvær stofnanir ættu sam- eiginlega 6 skip I stað 8 nú, þá þyrfti ekki að koma til neinna truflana við hafrannsóknir. Þaö skipið sem væri við hafrannsókn- ir gæti alveg fengið aö vera í friöi. Það sem áynnist væri að öll skipin 6 gætu tekið þátt i eftirliti og rannsóknum, sýnatöku og fleiru. Þau væru öll jafn vel búin tækj- um, og ótrúlegtþykirmér á þess- ari miklu tækniöld, að ekki sé hægt að smiða þannig skip að þjóni verkefnum og þörfum Haf- rannsóknarstofnunarinnar og Landhelgisgæslunnar. í öllu falli ber að kanna þetta mál til hlitar. — S.dór. Setja ætti eftirlitsmenn Hafrannsóknar- stofnunarinnar um borð í varðskipin Þröstur Sigtryggsson skipherra

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.